Morgunblaðið - 15.03.1975, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.03.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1975 15 UMSJÓN: Bergljót Halldórsdóttir, Björg Einarsdóttir, Erna Ragnarsdóttir, Lilja Ólafsdóttir. Hver ég eóa þeir? FRUMVARP til laga um „kynferðisfræðslu og fóstur- eyðingar" — er það sérmál einstakra stjórnmálaflokka, t.d. Framsóknarflokksins eða Alþýðubandalagsins eða samtaka á borð við rauð- sokkahreyfinguna? Eftir umræðum meðal fólks að dæma, mætti ætla að svo væri. Erna og Björg hittu nýverið hóp ungra kvenna í húsakynnum Félagsstofnunar stúdenta. Rætt var um frumvarp til laga um ráðgjöf og fræðslu varðandi barneignir og kyn- líf og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir, ásamt framkomnum breytingum á því. Hópurinn var á einu máli um, að efni frumvarpsins væri svo afdrifaríkt fyrir konur, að engin þeirra gæti látið hjá líða að gera upp hug sinn um það. Stuðla bæri að.því að færa umræðuna á víðara svið og forða málinu þannig frá að verða innlyksa sem sérmál einhvers afmarkaðs hóps. Viðurkennt var að fræðsla um kynferðismál væri veiga- mesti þáttur frumvarpsins, en líta bæri á fóstureyðingu sem neyðarúrræði. Álfheiður Ingadóttir háskólanemi. Álfheiður Ingadóttir og Linda Rós Michaelsdóttir, sem báðar hafa tekið mikinn þátt í félagsmálum stúdenta, svöruðu einni spurningu hvor viðvíkjandi frumvarpinu. Álfheiður Ingadóttir: Hvert er viðhorf þitt til meðferðar Alþingis á frum- varpinu um kynlifsfræðslu og fóstureyðingar?" Ég tel í sjálfu sér mjög gott að stefnt skuli að því að afgreiða þetta brýna málefni endanlega nú á þessu þingi. Hinsvegar gera alltof fáir sér grein fyrir því, að frum- varpið hefur tekið stórfelld- um breytingum i meðferð þingsins, en á opinberum vettvangi hafa engar um- ræður farið fram um þær breytingar. Veigamesta breytingin er, að rétti kvenna til sjálfs- ákvörðunar varðandi barn- eignir er hafnað, og ákvarðanataka um fóstur- eyðingu er flutt á hendur lækna og félagsráðgjafa. Þessi breyting er verk þingskipaðrar nefndar, sem fékk það verkefni að endur- skoða upphaflega frumvarp- ið og framkomnar athuga- semdir við það. Hið furðulega er, að nefndin var eingöngu skip- uð körlum, og ég lít svo á, áð með þeirri dæmalausu ráðstöfun, hafi Alþingi ger- samlega sniðgengið tilvist íslenskra kvenna. Ég vil skora á þingmenn að bæta fyrir þessi afglöp sín og skipa nýja endur- skoðunarnefnd þriggja kvenna, og leggja niður- stöðu þeirrar nefndar til jafns við niðurstöðu hinnar. Linda Rós Michaelsdóttir: Hvað vilt þú segja um viðhorf þitt til frumvarpsins um „kynlífsfræðslu og fóst- ureyðingar?" Ég tel það grundvallar- atriði að hver einstaklingur hafi frelsi til að marka sína eigin lífsstefnu, en sjálfs- ákvörðunarréttur kvenna um fóstureyðingar er liður i því. Mér virðist gæta mis- skilnings í umræðu um þessi mál. Talað er um „frjálsar fóstureyðingar", en hér er eingöngu um að ræða sjálfs- ákvörðun konu innan ákveðinna tímamarka, þ.e. áður en 1 2 vikur eru liðnar frá getnaði. Fóstureyðing er ekki tak- mark í sjálfu sér, heldur nauðvörn, sem konan sjálf metur hvenær hún þarf a& grípa til. Fráleitt er að ákvöðrunarvald um jafn ör- lagaríkt atriði og barnsfæð- ing er i lífi konu sé i höndum utanaðkomandi aðila. Sam- kvæmt núgildandi löggjöf getur konu verið fóstur- eyðing heimil að undan- gengnu mati annarra á að- stæðum hennar. Fóstur- eyðingar hafa verið heimilar hér á landi lögum samkvæmt í nær 40 ár. Umræðan nú snýst því um endurmat á skilyrðum og hvar ákvarðanatakan eigi að i'ggja. Linda Rós Michaelsdóttir, kennari og háskólanemi Innleg í „debat“ dagsins: Fóstureyðingarfrumvarpið var til umræðu á ráðstefnu hér í borg. Kona, sem kvaddi sér hljóðs, taldi, að ef frumvarpið yrði að lögum, myndi það leiða til þess, að konur tækju upp frjálst kynlíf, eins og karlar! DD Samkvæmt skýrslu Al- þjóða heilbrigðismála- stofnunarinnar, hafa eftirtalin lönd lög um frjálsar fóstureyðingar eða mjög frjálsleg ákvæði, þ.e. félagslegar ástæður eða ósk konu er nægilegt tilefni. Danmörk, Finnland, Bretland, Svíþjóð, Austur-Þýskaland, Sovétríkin, Búlgaría Tékkóslóvakía, Rúmenía, Júgóslavía Pólland, Austurríki, Holland, Kína, Indland, Japan, Singapore, Túnis, fjögur ríki Bandaríkj- anna: Alaska, Hawai, New York Washington (Úr „Forvitin rauð“ í janúar1974) Eins og kunnugt er af fréttum, hefur Frakk- land nú bæst í hópinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.