Morgunblaðið - 15.03.1975, Síða 11

Morgunblaðið - 15.03.1975, Síða 11
11 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1975 segði til um eða kr. 41.014,86 umfram, þegar tryggingagjöld og skólakostnaður hefðu verið reiknuð með. Hafi vélsmiðjan því uppfyllt fjárhagslegar skyldur sínar við nemandann og hann borið meira úr býtum en námssamningurinn segði til um. Þar sem vélsmiðjan hefði innt umframgreiðsluna af hendi til nemandans af frjáls- um vilja og óumbeðið, þá taldi hann hana heldur ekki eiga endurkröfurétt til þeirrar fjár- hæðar. Dómur bæjarþings Reykjavík- ur Hvorugur málsaðili sætti sig við niðurstöðu gerðardómsins. Skutu þeir því málinu til bæjar- þings Reykjavíkur. Þar var kveðinn upp dómur í málinu haustið 1972 og gekk hann að öllu leyti iðnnemanum í vil. All- ar kröfur hans voru teknar til greina og endurkröfu vélsmiðj- unar um það, sem hún taldi sig hafa ofgreitt, synjað. I forsendum dóms bæjar- þings Reykjavíkur segir meðal annars: „Samkvæmt námssamningi, staðfestum af Iðnfræðsluráði, sem liggur frammi i málinu, 3. grein, er ákveðið visst lág- markskaup nemanda. Hins veg- ar eru engin ákvæði um það í námssamningum, hversu hátt kaup má vera, og verður því að líta svo á, að aðilum sé heimilt að semja um það að vild. Þá eru og í 3. grein námSsamningsins skýiaus ákvæði um það, að meistari greiði allan kostnað við iðnskólanám nemanda, svo og sjúkrasamlags- og trygginga- gjöld, og 23. grein laga nr. 46/1949 um iðnfræðslu, að nemanda beri kaup á meðan á skólavist í dagskóla stendur. Það er viðurkennt af báðum aðilum máls þessa, að aðalstefn- anda (iðnnemanum) var á áðurgreindum námstíma sínum greitt verkamannakaup, sem var all miklu hærra en lág- markskaup það, sem ákveðió var í námssamningnum. Hins vegar hefur gagnstefnandi (véismiðjan) ekki, gegn mót- mælum aðalstefnanda, sannað, að svo hafi verið um samið, að innifalið í þessu kaupi væri nemakaup aðalstefnanda á meðan á bóklegu námi stóó, skólagjöld, sjúkrasamlags- og tryggingagjöld. Af þeirri ástæðu þykja og eigi efni til að taka til greina endurheimtu- kröfur gagnstefnanda, og ber því að sýkna aðalstefnanda af þeim. Verður því niðurstaða máls- ins í aðalsök og gagnsök sú, að taka ber til greina allar kröfur aðalstefnanda (iðnnemans) í máli þessu.“ Dómur Hæstaréttar Vélsmiðjan undi ekki dómi undirréttar og áfrýjaði honum því til Hæstaréttar. í forsend- um dóms Hæstaréttar segir meðal annars svo: 1. Vangoidið iðnnemakaup kr. 48.901,14. „Gagnáfrýjandi (iðnneminn) reisir kröfur sínar í þessum þætti á ákvæði 23. greinar laga nr. 46/1949, en samkvæmt því telur hann, að sér beri full laun meðan á vist í iónskóla stendur. Er launakrafa hans af þessu efni miðuó við 9 vikur á ári hveTju þau 4 ár sem hann var i iðnnámi." „Leitt er í ljós, að gagnáfrýj- andi naut verkamannalauna allan iðnnámstimann, að und- anskildum 9 vikum, á ári hverju, er hann stundaði nám i iðnskóla. Er óvefengt, að laun gagnáfrýjanda hjá aðaláfrýj- anda (vélsmiðjunni) námu i heild sinni ár hvert hærri fjár- hæð en laun þau, sem greinir í 3. grein iðnnámssamnings, mið- að við aó gagnáfrýjandi nyti launa samkvæmt þeim samn- ingi, án skerðingar vegna skóía- vistar. Hefur aðaláfrýjandi því fullnægt ákvæði 23. greinar laga nr. 46/1949. Ber sam- kvæmt því að sýkna aðaláfrýj- anda af þessum lið.“ 2. - Vangoldin iðgjöld al- mannatrygginga, sjúkrasam- lagsgjöld, skólagjöld og gjöld vegna námsbóka samtals kr. 27.150,00. „Skýr ákvæði 17. og 23. greina laga nr. 46/1949 standa til þess, aö gagnáfrýjandi (iðn- neminn) eigi rétt á hinum sér- greindu greiðslum úr hendi aðaláfrýjanda (vélsmiðjunnar) vegna- tryggingaiðgjalda hans, sjúkrasamíagsgjalda og skóla- gjalda, þar með talin útgjöld vegna skólabóka, á námstíma hans hjá aðaláfrýjanda. Eigi er tölulegur ágreiningur um þessa liði stefnufjárhæðarinnar sam- tals kr. 27.150,00. Ber að dæma aðaláfrýjanda til að greiða gagnáfrýjanda þá fjárhæð." 3. Eudurkrafa vélsmiðjunnar kr. 41.014,86. „Fé þetta greiddi aðaláfrýj- andi gagnáfrýjanda fyrirvara- laust. Ber því að sýkna gagn- áfrýjanda af kröfum aðaláfrýj- anda.“ Niðurstaða Hæstaréttar var því á sömu lund og hjá gerðar- dómnum. Vélsmiðjunni var gert að greiða iðnnemartum hin ýmsu gjöld, sem talin hafa verið upp hér aó framan, en hins vegar ekki kaup fyrir þann tíma, sem hann var i skólanum. Þá var endurgreiðslukröfu smiðjunn- ar fyrir það, sem hún taldi sig hafa ofgreitt, ennfremur synjað. Fyrir Hæstarétti fluttu málið af hálfu vélsmiðjunnar Haukur Jónsson, hæstaréttarlögmaóur, og fyrir iðnnemann Þorvaldur Þórarinsson, hæstaréttarlög- maður. Arni Grétar Finnsson hœstaréttarlögmaður: Frá r a a • HBHW Fasteignagjöld af hesthúsum lækkuð? EKKI ósjaldan hefur hér i þættinum verið bent á hinn mikla vöxt, sem er í hesta- mennskunni um land allt. í tengslum við fjölmarga þétt- býlisstaði hafa risið þyrpingar hesthúsa og hin seinni ár hafa hús þessi verið byggð eft(r skipulagi viðkomandi sveitar- félags. I nágrenni þessara staða má. svo á góðviðrisdögum sjá fjölda fólks viðra sig og sína hesta. Ungt fólk er þar áber- andi stór hópur. „Unglinga- vandamálin" eru þar viðs fjarri. Hestamennskan skapar þá spennu í sálinni, sem sviptir bui;t drunga og leiðindum. Eini gallinn við hesta- mennskuna er að hún ér kostn- aðar-söm. Fjölskylda sem hefur komið sér upp húsi fyrir 4 hesta í Reykjavík, þarf í dag að greiöa um 1000 kr. á mánuði í vog, Keflavík og Selfoss. Ein þeirra ályktana, sem sam- þykktar voru á siðasta ársþingi Landssambands hestamanna- félaga, var ásKorun til Alþingis um að fasteignagjöld af húsa- kosti til reiðhestahalds verði felldur niður eóa hió hæsta reiknaður hinn sami og á úti- húsum bænda. Nú hefur Ellert B. Schram flutt á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 8/1972 um tekjustofna sveitar- félagá. Tillögugreinin er svo hljóðandi: „Við a-lið 3 gr. lag- anna bætist nýr málsliður, svo hljóðandi: Enn fremnr tras, sem reist og notuð eru einvörð- ungu fyrir viðurkennda tóm- stundaiðju, sem fram fer á veg- um félags- og æskulýðssamtaka eða í tengslum við þau." Þáttur- inn náði tali af Ellert og bað Af hverju eru fasteignagjöld- in ekki feld allveg niður á þess- um húsum eins og á öórum fasteignum, sem notaóar eru til íþróttastarf semi ? „Þegar um er að ræða að koma fram áhugamálum sinum verða menn að vega og meta á hvern hátt þeir nái settu marki og hér á Alþingi á þetta sérstak- lega við, þegar menn eru ekki að flytja mál í áróðursskyni, heldur til þess að málið nái fram. Það var mitt mat eftir /iðræður við ýmsa þingmenn, að það væri ekki nægjanlega vænlegt til árangurs, ef ég fíytti þessa tillögu á þann veg að fasteignagjöld væru alfarið lögð niður af þessum húsum. Ýmsir eru mjög andvígir slík- im undanþágum og þá einkum þeir, sem hafa haft afskipti af Sfðustu ár hefur þyrping hesthúsa risið við ofanverðar Elliðaár hjá Reykjavfk. Þarna er hesthús Hestamannafélagsins Fáks, auk þess sem þarna eru sjálfshirðingarhús, sem hestamenn eiga sjálfir og gegna þar hestum sfnum. fasteignagjöld vegna hesthúss- ins. Þetta finnst mörgum órétt- látur tollur, sem tekin er af þessari þjóðlegustu tómstundá- iðju, sem! til er á íslandi. ís- lenski hesturinn var okkur allt í upphafi^íslandsbyggðar. Án hans var búseta í landinu óhugs andi. islaridssagan er tíðum skráð með sporum. Enn í dag nýtur íslenski hesturinn hylli og aðdáunar þeirra, sem honum kynnast. Það veit hver og einn aó hækkað verð dregur úr eftir- spurn eftir vöru og þjónustu. Mörgum er þvi aðeins kleift að stunda hestamennsku kostnað- arins vegna, að þeir ali hesta sína sjálfir í eigin hesthúsi. Þegar menn þurfa svo að greiða 10—12 þús. krónur aukalega á ári i fasteignagjöld fyrir þessi hús, þá er beinlinis verið aó takmarka sókn manna í hesta- mennsku, og. það er hvorki skynsamlegt né réttlátt, þegar borin er saman aðstaóa ann- arrar tómsl.undaiðju, sem ekki þarf að bera fasteignagjöld, Um hollustu þess að stunda hestamennsktr deila menn ekki, og menn verða að forðast að líta á hestamennsku sém eitthvað „forréttinda sport". Á undanförnum árum hafa forustumenn _ hestamanna- félaga, einkum í Reykjavík, óskað eftir því aó fasteigna- gjöld af hesthúsum og félags- heimili þeirra væru feld niður. En þrátt fyrir skilning viðkom- andi yfirvalda á þessum óskum hafa þau ekki treyst sér til að verða við beiðninni vegna skýrra lagaákvæða um álagn- ingu fasteignagjalda. Þó nefnt sé að einkum hafi forustumenn hestamanna í Reykjavik sótt mál þetta, verður að hafa í huga að víða um land er búið eða verið að byggja hesthús i tengslum'' við þéttbýlisstaði og má þar nefna Akureyri, Kópa- hann að svara nokkrum spurn- ingum um frumvarp sitt og fara svör hans hér á eftir. Hvaða breytingu gerir frum- varpið ráð fyrir? „Frumvarpið gerir ráð fyrir að fasteignagjöld af húsum, sem nýtt er einvörðungu fyrir viðurkennda tómstundaiðju s.s. hestamennsku, verði lækkaður úr Vá% í H%. I lögum um tekjustofna sveitarfélaga eru veittar undanþágur frá greiðslu fasteignagjalda af mannvirkj- um, sem reist eru af líknar- og mannúðarfélögum, húsnæði til fræðslu- og heilsugæslustarfs og æskulýðsstarfsemi. Og í sam- ræmi við þetta er húsnæði, sem nýtt er til íþróttastarfsemi með öllu undanþegið fasteignagjöld- um. Með hliðsjón af þessu og því hversu hestamennska er vinsæl og vaxandi tómstunda- iðja er alls ekki óeðlilegt að hesthús og félagsheimili hesta- manna njóti að einhverju sömu fyrirgreiðslu og önnur mann- virki, sem hér hafa verið nefnd að framan." Smári 30 ára HINN 1. mars s.l. voru 30 ár liðin frá stofnun Hestamanna- félagsins Smára i Árnessysiu. Félagssvæði Smára nær yfir þrjá hreppa, Hrunamanna- hrepp, Gnúpverjahrepp og Skeið. Þessara tímamóta í sögu félagsins verður minnst með skemmtun i Félagsheimilinu Árnesi í kvöld, 15 mars. Á skemmtuninni verður saga félagsins rakin, flutt verða skemmtiatriói og ávörp flutt. Þátturinn færir félaginu hlýjar óskir á þessum timamótum og biður því velfarnaðar í starfi í framtíðinni. umsjón: TRYGGVI GUNNARSSON sveitarstjórnarmálum, en eins og kunnugt er hafa sveitar- félögin fasteignagjöldin sem tekjustofn. En ég hef orðið var við að stjórnvöld hafa haft vilja til að greiða fyrir því að fasteignir, sem þessari útilífs iðju tilheyra, falli undir undan- þáguákvæði, en hingað til hafa skýr lagaákvæði hindrað að svo mætti fara. Vitandi um áhuga hestamanna og viðkomandi stjórnvalda á þvi að þessu yrði breytt og hins vegar vitandi um skoðanir al- þingismanna, var niðurstaða min sú að ég flytti frumvarpið í þeirri mynd, sem það er nú. Og er þar gert ráð fyrir lækkun úr l'A% i 'á% eins og gildir um útihús bænda." Táknar samþykkt þessa frumvarps mikla skerðingu á tekjum sveitarfélaga? „Nei, þetta eru litlar upphæð- ir fyrir sveitarfélögin, en þó þetta séu ekki háar upphæðir, verður að líta til þess að hesta- mennsku stundar fólk, bæði ungt og gamalt, misjafnlega efnum búið og margir reisa hús sín sjálfir og afla síns fóóurs og allt er þetta kostnaðarsamt. Hestamennska á ekki að vera íþrótt fyrir hina efnuðu heldur á að stuðla að því að sem ailra flestir hafi tækifæri til að stunda þessa tómstundaiðju. Þessi tillaga er þvi einn báttur í að lækka kostnaðinn. Það er ekki ósanngjarnt að sveitar- stjórnir komi þarna til móts við hestamenn, þar sem löggjafinn hefur þegar undanþegið önnur íþróttamannvirki þessum gjöld- um. Unglingar stunda hesta- mennsku í vaxandi mæli. Og ekki er mikió tap fyrir sveitar- félögin að gefa þessi gjöld eftir þegar haft er í huga hvað mikið sveitarfélögin verða að leggja fram vegna ýmissa þjóðfélags- legra vandamála, sem stafa af ónógum tómstundaviðfangsefn- um borgaranna." Hestamenn fagna framkomu þessa frumvarps og vona að með því sé bundinn endi á langa baráttu hestamanna fyrir breytingu á fasteignagjöldun- um. En þessu máli verða hesta menn að veita stuðning og sá stuðningur þarf að ná inn í sali Alþingis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.