Morgunblaðið - 15.03.1975, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.03.1975, Blaðsíða 28
I 28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1975 Piltur og stúlka kæ Ég veit þó ekki, sagöi Sigríður, hvort henni þykir það svo mikið óráð; hann er vel efnaður. En þó, elskan mín! Hvað hefur konan gagn af því, þegar hún fær ekki að ráða svo miklu sem að gefa hundi bein? Eða ætli hann verði ekki likur honum Bárði í því eins og öðru? Og hverju réði hún Guðrún heitin veslingurinn þar á Búrfelli? Hún varð að fara stelandi að því, ef hún vildi víkja einhverjum svöng- um bita, en af óætu hafði hún ekki svo mikið undir sinni hendi sem vefja má um mannsfingur eða stungið verður upp í nös á ketti. Ekki get ég trúað því, að hún Ingveldur mín sé svo blind að láta barnið sitt í þær hendur; og aldrei hefði það við gengizt, ef hann faðir þinn, hann Bjarni minn heitinn blessað Ijósið, hefði lifað. Það held ég nú og, sagði Sigríður. En þaó sést nú hérna á mörgu — þó ég eigi ekki að HÖGNI HREKKVÍSI segja annað en það, sem gott er, um hana Ingveldi mína, sauðinn — siðan hann dó, öðlingurinn. Þetta sagði Gróa hálfkjökrandi og brá um leið svuntuhorninu upp aó augunuim á sér. Sigríður, er alltaf saknaði föður síns og var jafnan hlýlegt til allra, sem töluðu vel um hann, komst þá viö og strauk með hendinni um vangann á Gróu og sagði: Við skulum ekki minnast á hann, góða mín! En Gróa hélt áfram kjökrandi og sagði: Ég get ekki gjört að því, að mér vöknar ætíð um augu, þegar ég minnist á hann blessað ljúfmennið; en það skal ekki verða, þó ég sé í pilsi, að barnið hans Bjarna míns fari í þær hendur; ég verð að taka henni móður þinni tak, svo hún stofni ekki sér eða sínum í þá vitleysu. Og ekki held ég það sé vert, Gróa mín, að þú minnist neitt á það við hana; en annað lítilræði gætir þú gjört fyrir mig, ef þú vilt mér vel, sagði Sigríður Sagan af kóngsdóttur og svarta bola glæsilega stúlka væri, þegar hún kom í ljós. Konungssonur komst kannske á kreik, kom hlaup- andi og vildi halda í hestinn fyrir hana, meðan hún steig af baki. En hún þurfti ekki hjálp, heldur stökk af baki, því hesturinn var svo vel taminn, að hann stóð kyrr, þegar hún sagði honum það. Svo fór allt fólkið í kirkju, og konungssonur var enn hrifnari af Katrínu nú, en í fyrra skiftið, og fáir heyrðu hvað prestur sagói, því Katrín vakti enga smávegis eftir- tekt. Þegar messan var búin, og fólk tók að fara burtu, vildi konungssonur endilega hjálpa hinni ókunnu mey á bak. Ekki vildi hún það, en þá spurði hann hana hvaðan hún væri. „Ég er frá Handklæóalandi‘‘, sagði Katrín kon- ungsdóttir, og um leið missti hún keyrið sitt, og þegar konungssonur beygði sig til þess að taka það upp, sagði hún: DRÁTTHAGI BLÝANTURINN FERDIINIAIMD Ég sagði þér að láta bangsana ekki sjá myndavélina!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.