Morgunblaðið - 15.03.1975, Page 31

Morgunblaðið - 15.03.1975, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1975 31 Genf: Samstaða virðist um 200 mílurnar Genf 14. marz NTB. FORSETI hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, H. Shirley Amerasinghe, sagði á blaða- mannafundi í dag, að úr þvi — Portúgal Framhald af bls. 1 ur og haft var fyrir satt að flokk- urinn myndi sveigja sig nokkuð til vinstri til að þóknast nýju vald- höfunum og koma í veg fyrir að stjórnmálastarfssemi hans yrði bönnuð. Þrátt fyrir mikinn viðbúnað hersins í flestum helztu borgum og bæjum Portúgals í dag, var þó allt með kyrrum kjörum i kvöld. Umferð við landamæri Spánar var takmörkuð og leitað í bifreið- um, en flugsamgöngur voru með eðlilegum hætti að kalla. — Greiðslur til flugliða Framhald af bls. 32 indi, svo sem nauðsynlegt hefur verið að gera ýmsar aðrar ráðstaf- anir. Sem dæmi má nefna að margir flugstjórar eru með 3,6 milljónir króna í árslaun og pró- sentan er reiknuð að brúttólaun- um. Samkvæmt þvi geta þeir keypt gjaldeyri fyrir rúmlega 2 milljónir króna á ári og býst ég varla við því að almenningur ætl- ist til þess, að slíkt sé unnt á sama tim og skorinn er niður gjaldeyr- ir til innflutnings á vörum. Eru engin rök, sem hníga að því að þeir hafi svo mikil gjaldeyrisrétt- indi. Venjulegir flugmenn hafa upp undir 2 milljónir króna í árs- laun og gætu því keypt gjaldeyri á einu ári fyrir um 1,2 milljónir króna og er það einnig fráleitt.“ Björgvin sagði að enn hefðu reglur um gjaldeyri til handa far- mönnum og flugliðum ekki verið ákveðnar, en hann kvað ekki myndu gilda sömu reglur í fram- tfðinni um farmenn og flugliða. Sjómenn hafa annars vegar feng- ið gjaldeyri hjá skipafélagi sínu og þar hafa þeir fengið 30% af launum sínum. Síðan hafa þeir getað keypt 29% til viðbótar í gjaldeyrisbanka. Er þaó fyrst og fremst sá gjaldeyrir, sem þeir hafa fengið hjá skipafélögunum, sem þeir hafa notað og þurft að nota. Flugliðar hafa hins vegar fengið allan sinn gjaldeyri af- greiddan í banka (nema dagpen- inga) — 59% og hafa þeir út af fyrir sig ekki notað hann allan, sem sýnir að þeir hafa ekki þurft á honum öllum að halda. Bankarnir seldu áhafnargjald- eyri fyrir 270 milljónir króna á síðastliðnu ári. Árið áður voru þetta 138 milljónir- króna. 270 milijónir króna skiptust þannig á milli flugmanna og sjómanna, að flugmenn tóku út 131 milljónir króna, en farmenn 138,8 milljón- ir. Þar fyrir utan hafa farmenn fengið gjaldeyri hjá skipafélögun- um og er þar áætlað að þeir hafi fengið ekki minna en 200 milljón- ir króna. Samtals eru þetta þá hjá farmönnum 338 milljónir króna og 131,2 hjá flugliðum — eða sam- tals um 470 milljónir króna. Skiptast þessar tölur niður á 860 sjómenn og 260 flugmenn. Þar fyrir utan fá flugliðar dagpeninga — sagði Björgvin Guðmundsson. Fari þeir til Bandaríkjanna fá þeir 26 dollara á sólarhring og herbergi þar fyrir utan greitt ef um gistingu er að ræða. Fari þeir hins vegar til Skandinavíu eða annarra landa, þar sem höfð er stutt viðdvöl fá þeir dagpeninga miðað við stundafjölda ferðar- innar. Taki ferðin t.d. 12 klukku- stundir fá þeir helming dagpen- inganna. Því hafa þeir ávallt fengið fyrir hverja ferð einhvern gjaldeyri frá flugfélögunum. Það sem þeir hafa fengið og það sem þeir munu síóan fá samkvæmt nýju reglunum í banka er til við- bótar því. fengist skorið á þeirri ráðstefnu sem nú er að hefjast, hvort sam- staða næðist um hafréttarreglur. Amerasinghe sagði, að hann bygg- ist ekki við að fulltrúar hinna 150 rikja og samtaka gætu komið sér saman og mótað neina samninga i þessari lotu, en hún hefst á mánu- dag og stendur til 10. maí. Um tvö þúsund fulltrúar munu sækja ráðstefnuna sem verður í aðalstöðvum S.Þ í Genf. Amerasinghe sagði, að svo virt- ist sem eining ríkti um 200 mílna efnahagslögsögu og 12 mílna landhelgi, en eftir væri þó að leysa fjöldamörg mál sem að þeim lytu. Kissinger: Miðar hægt og sígandi í áttina Tel Aviv 14. marz NTB. Reuter HENRY Kissinger utanríkisráð- herra Bandaríkjanna kom til Tel Aviv síðdegis og hóf samstundis fundi með Yitzhak Rabin, for- sætisráðherra Israels. Mun hann hafa lagt fyrir Rabin þær hug- myndir og tillögur sem fram komu á Aswanfundinum i gær með Sadat Egyptalandsforseta. Að viðræðum þeirra loknum held- ur Kissinger áfram til Sýrlands og síðan liggur leiðin til Egyptalands að nýju á mánudag. Kissinger sagði eftir fundina síðustu meó Sadat að hægt og sígandi miðaði 1 áttina til sam- komulags og ekki væri við þvi að búast að það gengi fljótar fyrir sig. — Methalli Framhald af bls. 1 ið, „ef þingið sýnir að það vill að hallalaus fjárlög hafi eins mikinn forgang og full atvinna, en stjórn- in virðist mjög ófús til þess.“ „Mótun stefnu sem dregur úr tilkostnaði er knýjandi nauðsyn,“ segir annað blað, „Fyns Tidende" — Spara Framhald af bls. 3 mynd af ástandi kynditækja í landinu. Viðameiri og enn nákvæmari könnun gæfi vissu- lega nákvæmari heildarmynd af ástandinu í þessum málum. Við bendum á að þær niður- stöður sem fengust á Akranesi gætu átt við á hvaða stað sem er á landinu þar sem notuð er olfa til húshitunar. Eflaust má finna að ýmsu í þessum niður- stöðum. Þær eru unnar jafn- framt daglegu starfi í skólanum og uppfylla því ekki ströngustu kröfur sem gerðar eru i þessum efnum. Við vonumst þó fastlega til þess að þær komi að þeim notum sem til var ætlast. Þó innlendir orkugjafar séu það sem koma skal hér á landi er engu að síður nauðsynlegt að fylgjast meðnýtni kynditækja þeirra sem nú eru í notkun, því að líklegt er að allmörg byggðarlög muni enn um nokkra hrið verða að nota olíu sem orkugjafa til húshitunar. Valdimar Kr. Jónsson prófessor við Háskóla íslands fór yfir niðurstöóur nemend- anna og lýsti sig samþykkan þeim í öllum meginatriðum. Hann tók það fram, að til að stilla olíukynditækin þyrfti sér- fræðinga með nákvæm mæli- tæki, en húseigendur mættu ekki undir neinum kringum- stæðum reyna stillingar sjálfir. — Líffræðileg Framhald af bls. 3 umhverfi verksmiójunnar, þann- ig að fylgjast megi með áhrifum hennar á lífrikið. II. A eftir 11. gr. komi ný grein: Við járnblendiverksmiðjuna starfi samstarfsnefnd skipuð þremur fulltrúum frá hvorum, stjórn verksmiðjunnar- og starfs- liði hennar, ásamt jafnmörgum varamönnum. Hlutverk sam- starfsnefndar er að efla samvinnu fyrirtækisins og starfsliðs þess, vera báðum til ráðuneytis og gera tillögur um bættan aðbúnað, heil- brigði og öryggi starfsliðs og hag- kvæmni í rekstri fyrirtækisins. Einn þingmaður stjórnarflokk- anna, Jón G. Sólnes (S), hefur mælt gegn frumvarpinu í núver- andi mynd og er sjónarmiða hans getið á öðrum stað í blaðinu í dag. — Selja Flugleiðir Framhald af bls. 32 hefði þá verið rætt um það sem hugsanlegan möguleika að skipt- ingin yrði sú, að heimamenn ættu þriðjunginn í félaginu, Flugleiðir þriðjung og aðilar í Luxemburg þriðjung. Málið kemst ekki á ákvörðunar- stig fyrr en siðar, en hver sem útkoman verður er stefnt að þvi, að félagið noti áfram það sölu- kerfi sem byggt hefur Verið upp samhliða sölukerfi Loftleiða. Sagði Sigurður, að Air Bahama hefði þegar aflað sér nafns og uppbygging þess væri samvinna þriggja lítilla þjóóa, Islendinga, Luxemburgarmanna og Bahama- búa og hefði árangurinn orðið ótrúlega góður og mikil lyftistöng fyrir ferðamannaiðnað Bahama- eyja. Hefði félagið stóraukið straum ferðamanna frá Evrópu til Bahama. Sigurður gat þess að lokum, að rekstur Air Bahama gengi vel, enda væri þar um að ræða langar flugleiðir þar sem beita mætti vissri hagkvæmni við reksturinn. — Afkoma Flugleiða Framhald af bls. 32 Flugleiða. Þessi lán verða á und- an ve'ði ríkissjóðs komi til ríkis- ábyrgðar vegna fyrirhugaðra flugvélakaupa Flugleiða hf. Það kom fram á fundi með for- ráðamönnum Flugleiða hf. í gær, að tvær hækkunarbeiðnir liggja hjá verðlagsstjóra vegna innan- landsflugsins. Er önnur þeirra frá síðasta hausti, en sú seinni, 20% hækkunarbeiðni, frá febrúar s.l. Sagði Örn O. Johnson forstjóri Flugleiða á fundi með blaða- mönnum, að það stefndi að 75 milljón króna tapi á innanlands- flugi í ár ef ekkert yrði að gert. Þá skýrði Örn frá því, aó það væri forráðamönnum Flugleiða mikið kappsmál að leggja niður sölu- skatt af flugfargjöldum innan- lands þannig að þeir sætu við sama borð og aðrir sem flytja farþega. Sagði Örn að útlit væri fyrir að tekjur rikisins í formi söluskatts af flugfarmiðum inn- anlands yrðu 100 milljónir á ár- inu. Af millilandafluginu var nær allt tapið á Ameríkufluginu en Evrópuflugið stóð sem næst i járnum. Þar varð gifurleg aukn- ing reksturskostnaóar og munar mest um eldsneytishækkunina, sem varð 150% milli áranna 1973 og 1974, eða 560 milljónir. Þá varð 52% launahækkun hér innan- lands i fyrra. Hækkun hefur orðið á flugmiðum i samræmi við þess- ar miklu kostnaðarhækkanir og má sem dæmi nefna að ferð frá Reykjavík til Kaupmannahafnar og til baka kostaði 23,420 krónur í október 1973 en mun kosta 52,166 krónur eftir 1. apríl n.k. Það kom fram á fundinum i gær, aö rekstur Loftleiðahótelsins i fyrra skilaði hagnaði og rekstur Hótel Esju stóó í járnum þann tima sem félagið rak það. Bíla- leiga Loftleiða skilaði hagnaði. Afkoma dótturfyrirtækjanna Air Bahama og Cargolux var góð, en nákvæmar tölur liggja ekki fyrir um afkomu þeirra. — 360 þús. kr. Framhald af bls. 32 gasolfu hefði olfan kostað 819 þús. kr. Þannig sparast 360 þús. kr. á þessari fyrstu veiði- ferð, sem ' skipið notar svartolíu. Fleiri japanskir skuttogarar munu taka upp svartolíu- brennslu á næstunni og næstir í röðinni verða Vestmannaey og Arnar en slðan koma hinir I röð. Gert er ráð fyrir að meðal- sparnaður hjá hverju skipi, verði með þvl að brenna svartolfu, um 9 millj. kr. á ári. — Flugleiðir Frambald af bls. 2 verið við það miðaó, að kaupin væru fram 1. júlf 1975 og væri það lang hagkvæmast fyrir Flugleiðir að kaupin færu fram núna enda hefði við það verið miðað. Myndi það létta greiðslubyrðar félags- ins, en fram til þessa hefur verið greitt í leigu á mánuði 160 þúsund dollara af báðum vélunum en yrði 122 þúsund dollarar ef vél- arnar verða keyptar. Kváðust for- ráðamenn Flugleiða bjartsýnir á, að beiðni þeirra um ríkisábyrgð fengi góðar undirtektir. Flugleiðir geta fengið lán til kaupanna hjá Export-Import bankanum i Washington til 7 ára, samtals 40%. Þá ábyrgist þessi banki lán af sömu upphæð frá einhverri annarri bankastofnun en 20% fjárins verða Flugleiðir að útvega á annan hátt. Lánin hjá fyrrnefndum banka eru hagstæð, ársvextir 8%. Aðspurðir um hvort ríkið ætti að fá hlutdeild í stjórn fyrirtækisins ef ríkisábyrgðin væri veitt svöruðu þeir þvi til, að þeir teldu eðlilegt að ríkisvaldið fylgdist náið með rékstri fyrir- tækisins. Hefði það reyndar verið þannig frá því ríkisábyrgð var veitt vegna lántöku fyrirtækisins erlendis í fyrra, og hefði Seðla- bankinn fengið nákvæmar upp- lýsingar um félagið og rekstur þess og einnig fylgdi sú kvöð, að fyrirtækið tæki engar mikilvægar ákvarðanir án samráðs við stjórn- völd. Við þetta tækifæri lét Örn O. Johnson í ljós þá skoðun sína, að hann teldi að einkaaðilar ættu aó standa aó rekstri flugsins og það væri að sinu mati slæmt ef veitt rikisábyrgð stuðlaði að óeðlilega miklum afskiptum rikisins. Athygli var vakin á því á fundin- um, að Flugleiðir hefðu sl. tvö ár afhent ríkinu í gjaldeyri umfram eyðslu fyrirtækisins 1696 milljón- ir og 10 ár þar á undan hefðu Loftleiðir afhent 5522 milljónir samtals. Vildu forráðamenn félagsins með þessu benda á mikilvægi þess fyrir þjóðarbúið, auk þess sem bent var á að 1500 manns væru þar i vinnu og launa- greiðslur hefðu numið 1412 milljónum í fyrra. Varðandi ríkisábyrgðina sem félagió biður nú um var bent á, að hún næmi 16% af brúttóveltu félaganna, en þegar Flugfélag Is- lands fékk rikisábyrgð vegna þotukaupa 1967 nam upphæðin um 70% af heildarveltu félagsins það ár. Varðandi fyrirhuguð kaup á þotunum tveimur tóku forráða- menn Flugleióa fram, að búast mætti við þvi að þoturnar yrðu í fullri notkun a.m.k. 10 ár i viðbót. 8. Háskólatónleikar verða haldnir í dag kl. 3 í félagsstofnun stúd- enta Ruth L. Magnússon og Halldór Vilhelms- son syngja við undirleik Jónasar Ingimundar- sonar m.a. verk eftir Hugo Wolf og Jo. Brahms. Tónleikanefnd Háskólans. Sorpbifreið til sölu Hafnarfjarðarbær hefur til sölu, Commer '67 diesel bifreið með 9 rúmmetra sorpkassa frá Vélsmiðjunni Bjarg h.f., til greina kemur sala á sorpkassanum sérstaklega. Ennfremur Hydor loftþjöppu 250 c.f.m. með Volvo diesel vél. Nánari upplýsingar veitir undirritaður næstu daga. Bæjarverkfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.