Morgunblaðið - 05.04.1975, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1975
3
Tatsmaður Kúrda í samtali
við Morgunblaðið:
SVO SEM fram hefur komið í
fréttum að undanförnu er nú
svo komið frelsisbaráttu Kúrda
í frak, að þeir hafa orðið að
leggja niður vopn. Megin-
ástæðan mun sú, að lrans-
keisari sem stutt hefur við
bakið á þeim f baráttunni
undanfarin ár, hefur snúið við
biaðinu og gert samkomulag
við stjórn traks um að ioka
landamærunum og hætta að sjá
Kúrdum fyrir vopnum og vist-
stöð, liggur við þetta fljót og
írakar, sem hafa ráðið þarna
lögum og lofum hafa getað
fylgzt með öllum skipaferðum
um Abadan. Nú ætla þeir að
hætta þvi og Iranar fá greiðari
aðgang og frjálsari að fljótinu.
Eftir að þetta samkomulag
var gert sáu Kúrdar enga leið
til að halda stríðinu áfram, for-
ystumenn þeirra sáu fram á að
það myndi einungis hafa í för
með sér útrýmingu þjóðarinnar
Kúrdfskir hermenn
Vona að þjóðir heims leggi eitthvað af
við vitum ekki hvað um það
verður.
Aðspurður um fjölda Kúrda í
þessum þremur löndum, sagði
Alemdar, að þeir hefðu verið
um þrjár milljónir i Irak, átta
milljónir í Tyrklandi og fjórar
og hálf miiljón í Iran. Um að-
stæður Kúrdanna, sem komizt
hafa til Íran og verrð þar fyrir,
sagði Alemdar. að þeir síðar-
nefndu hefðu að mörgu leyti
búið við bágar aðstæður og
lakari en aðrir landsmenn i
Íran. Stjórnin reyndi eftir þvi,
sem hægt væri að innlima þá
gersamlega, útrýma tungu
þeirra og menningu, þeir
fengju ekki að kenna á eigin
máli í skölum né gefa út dag-
blöð á kúrdísku. Sama væri að
segja í Tyrklandi en þar væru
þess dæmi, að mál Kúrda
smitaði út frá sér til þeirra, sem
töluðu arabísku frekar en
Kúrdar tækju að tala það mál.
um. Gerðist þetta mjög skyndi-
lega og var Kúrdum gefinn
stuttur frestur til að koma sér
frá Írak, þeim sem þess óskuðu,
svo stuttur, að fjöldi þeirra átti
þess engan kost. Hafa þúsundir
kúrdískra flóttamanna átt í
miklum hrakningum, bæði
sakir veðurhams f fjalllendinu
þar sem þeir búa eða fara um
og sakir matvælaskorts, sem
varð fljótt tilfinnanlegur eftir
að landamærunum við íran var
lokað.
Morgunblaðið hafði í gær
símasamband við sendimann
Kúrda í London — Jamal
Alemdar — sem kom hingað til
Íslands fyrir réttu ári til að
leita aðstoðar íslenzkra stjórn-
valda við málstað Kúrda — og
innti hann eftir upplýsingum
um ástandið meðal landa hans.
Alemdar sagði að ástandið
hefði skyndilega snúizt til hins
verra eftir Alsírsamkomulagið
á dögunum milli Iranskeisara
og stjórnarinnar í Írak. „Iranar
hafa veitt okkur hernaðarað-
stoð undanfarin ár, allt frá
árinu 1965, sagði hann, en nú
varð það að samkomulagi, að
Iran lokaði landamærunum
gegn þvi að fá yfirráð yfir
helmingi Shatt el Arab fljóts,
sem liggur á suðurhluta landa-
mæranna. Hafnarborgin
Abadan, sem er mikil olíumið-
mörkum til hjálpar kúrdisku flóttafólki
og ofsóknir af hálfu iraka sem
nytu þar aðstoðar Sovétmanna
„irakar hafa verið einskonar
leppríki Sovétríkjanna síðustu
árin,“ sagði Alemdar, „einkum
eftir að Rússar komu á laggirn-
ar herstöðinni I Umm el Qasr
árið 1972. Rússar hafa haft í
landinu um 8000 sérfræð-
inga, þar af 3000 hernaðarsér-
fræðinga, sem hafa hjálpað
Irökum I stríðinu gegn Kúrd-
um. Sumir þeirra hafa fallið I
þessum átökum. Þá hafa
rússneskir flugmenn haldið
uppi sleitulausum loftárásum á
Kúrda sl. ár I flugvélum af
gerðinni Turpolev 22, sem eru
mjög fullkomnar vélar, hljóð-
fráar. Má heita að flest þorp á
svæðum Kúrda séu í rústum
eftir þessar árásir.
Fyrir þessa aðstoð hafa
Irakar látið Rússum í té
þriðjung olíu sinnar — sem
Rússar þurfa auðvitað ekki á að
halda, heldur selja þeir hana á
nær þreföldu verði til Vestur-
Þýzkalands og Hollands. Við
höfum áreiðanlegar upplýs-
ingar um að verðið til Rússa
hafi verið um 4 dollarar pr.
tunnu, en þeir hafi selt hana
áfram fyrir 11—12 dollara pr.
tunnu.“
Alemdar sagói að lokun
landamæranna hefði verið
Leiðtogi Kúrda, Barzani.
boðuð með 15 daga fyrirvara.
Innan þess tíma skyldu Kúrdar
annaóhvort gefast upp fyrir
Irökum eða fara til irans.
„Mikill meirihluti Kúrda hafói
engan hug á að gefa sig fram
við Iraka, vitandi af fyrri
reynslu, að þeirra biði ekkert
annað en útrýming, svo aó allir,
sem vettlingi gátu valdió,
reyndu að komast til irans. En
fólkið, sem bjó á Badenan-
svæðinu, skammt frá landa-
mærum Tyrklands, átti þess fáa
ef nokkra kosti að komast til
Írans I tæka tíð, því þetta svæði
er svo afskekkt og illt yfir-
ferðar. Það tekur meira en 25
daga fyrir fjölskyldu að komast
fótgangandi til írönsku landa-
mæranna. Þarna eru erfið fjöll,
mjög snjóþungt og vegir víða
lokaðir eða ófærir, annað hvort
sakir snjóa eða vegna skotárása
íraskra hermanna. Þessvegna
fór svo að fjöldi manns varð úti
á leiðinni, um 5000 konur og
börn hafa farizt á flóttanum
þarna siðustu dagana.
Til Tyrklands gat þetta fólk
ekki farið, sagði Alemdar,
aðspurður, því að tyrknesk yfir-
völd hafa látið kom fyrir jarð-
sprengjum á landamærum og
sendu herlið þangað til að
tryggja að enginn reyndi aó
komast þar yfir. Jafnframt var
opinbcrlega tilkynnt að Tyrkir
myndu ekki taka við kúrdísk-
um flóttamönnum. Fjöldi fólks
hefur því lokazt inni í irak og
Tunga þeirra væri indóevrópsk
og menning Kúrda mjög rótgró-
in og sterk og hún yrði ekki
auðveldlega kæfð niður. Hvað
flóttafólkið áhrærði hefði það
gerzt við lokun landamæranna
að stjórn lrans hefði rekið burt
alla fulltrúa alþjóðastofnana,
svo sem Rauða krossins og
hjálparstofnana Sameinuðu
þjóðanna og meinað eftirlit
með þörfum og líðan flótta-
fölksins. Það hefðist við I flótta-
mannabúðum og til þessa hefði
því verið séð fyrir matföngum
„en sú staðreynd, að fulltrúum
hjálparstofnana var visað burt
vekur vissulega tortryggni um
að stjórn trans telji sig þurfa að
fela eitthvað. En hvað, það er
spurning. Iraksstjórn hefur
einnig bannað fulltrúum Rauða
krossins aó kynna sér ástandið
þeim megin landamæranna, svo
að þetta fólk er gersamlega
varnarlaust.
Aðspurður hvað forystumenn
og talsmenn Kúrda hygðust
nú fyrir, sagði Alemdar, aó öll
áherzla yrði lögð á að berjast
fyrir alþjóðlegu eftirliti með
flóttafólkinu. Hann kvaðst ekki
Framhald á bls. 18
Búið að úthluta 22,6 millj.
kr. úr snjóflóðasöfnuninni
PÖLVFÓNKÓRINN — Myndin er tekin snemma á þessu ári, er óratórfan var æfð t anddyri Voga-
skóla.
Pólýfón með Messías til Skotlands?
PÓLVFÓNKÓRINN mun í maí-
mánuði fara utan til Skotlands og
flytja öratorfuna Messfas f Fdin-
Leiðrétting
Í FRÉTT í Morgunblaðinu um för
utanríkisráðherra og konu hans
til Sovétríkjanna var sagt að
Pétur Thorsteinsson ráðuneytis-
stjóri færi í fylgd með þeim ásamt
sinni konu, en það er ekki rétt,
því Oddný kona Péturs fór ekki í
þessa ferð. Eru viðkomandi beðn-
ir velvirðingar á þessum misskiln-
ingi.
borg ef samningar þar um takast.
Boð kom til kórsins um tónleika-
hald hjá konsertfyrirtækinu
Arte Musica vegna meðmæla
skozka tenórsöngvarans Neil
Mackie, sem þátt tók f flutningi
oratórfunnar f Háskólabfói um
páskana.
Ef af ferð Pólýfónkórsins
verður til Edinborgar mun hann
flytja Messias ásamt brezkum ein-
söngvurum og félögum úr hinni
kunnu skozku útvarpshljómsveit
BBC undir stjórn Ingólfs Guð-
brandssonar.
1 fréttatilkynningu frá kórnum
segir að Neil Mackie hafi sagt að
loknum flutningi verksins í Há-
skólabiói: „Þið verðið að koma til
Skotlands og flytja Messías i
Edinborg og Glasgow. Svona
vandaður flutningur er fáheyrður
í Bretlandi, og jafngóðir kórar
finnast þar ekki að beztu kórum í
London undanskildum". Þá segir
ennfremur í fréttatilkynningu
kórsins, að boð þetta megi teljast
mikill heiður fyrir Pólýfónkór-
inn, þvi að Edinborg sé mikil tón-
listarmiðstöð, þar sem ein mesta
tónlistarhátíð heimsins er árlega
haldin.
NÚ FFR senn að líða að lokum
snjóf lóöasöfnunarinnar, sem
Norðfirðingafélagið í Reykjavík,
Rauöi kross Íslands og Hjálpar-
stofnun kirkjunnar hafa gengizt
fyrir í vetur vegna snjóflóðanna
miklu í Neskaupstað þann 20.
desember s.l.
Alls hafa nú safnazt rúmlega 30
milljónir kr. og i gær var út-
hlutunarnefnd snjóflóðasöfnunar
i Neskaupstað búin ^ð úthluta
22.678.000,- króna.
Góður afli
Fáskrúðsfirði, 4. april —
MIKILL afli hefur borizt hér á
land i vikunni. Tveir netabátar,
sem héðan eru gerðir út, lönduðu
í dag samtals 95 lestum, svo að
heldur virðist véra að glæðast i
netin. Togarinn Ljósafell landaði
á þriðjudag rúmum 100 lestum.
Óvenjulegt vorhlaup hefur
orðið nú og eru allmargar trillur
komnar á flot og smærri bátar
farnir að stunda handfæri. Hefur
afli verið mjög góður, allt upp i
2,5 lestir á bát á dag. Hefur aflinn
verið stór og fallegur þorskur.
Vorveður hefur verið hér sið-
ustu daga, hiti komizt i allt að 14
stig.
— Albert.
P’rá þvi að síðasta fréttatilkynn-
ing var gefin út um söfnunina
hafa borizt mörg stór framlög.
Það stærsta frá starfsfólki PTug-
leiða h.f., sem gaf kr. 250.500.
Leifur Þorsteinsson, Ijósmyndari,
opnar í dag Ijósniyndasýningu í
Bogasal Þjóðminjasaf nsins. Á
sýningunni, sem Leifur nefnir
„Fólk“, eru 69 myndir, teknar á
s.l. 4 árum og allar af fólki eins og
nafn sýningarinnar gefur til
kynna.
Sýningin verður opin á laugar-
dögum og sunnudögum frá kl.
14—22 og aðra daga frá kl. 16 til
22. Sýningunni lýkur 13. apríl
n.k.