Morgunblaðið - 05.04.1975, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. APRlL 1975
LOFTLEIÐIR
BILALEIGA
f
CAR RENTAL
T2 21190 21188
LOFTLEIÐIR
Ú
BÍLALEIGAN^
51EYSIR
CAR RENTAL
24460
28810
PIOrVGGLR
Útvarp og stereo, kasettutæki
FERÐABILAR h.f.
Bílaleiga, sími 81260.
Fólksbíkar — stationbílar
— sendibílar — hópferðabílar
Fa
jl níi. i í.hh. x v
'AiAjm
Athyglis-
verð erindi
og fögur
tónlist
i Aðventkirkjunni,
Ingólfsstræti 19,
hvern sunnudag kl. 5
Steinþór
Sunnudaginn 6. apríl
flytur Steinþór Þórðar-
son erindi er fjallar um
kröftugt líferni og
nefnist:
BÆNIR SEIVI UPP-
FYLLAST.
Árni
Fjölbreyttur söngur í
umsjá Árna Hólm.
Allir velkomnir
Tveir hópar —
tveir flokkar
Kommúnistar hér á lslandi
hafa f áratugi starfað undir
ýmsum nöfnum. Fyrst nefndu
þeir flokk sinn Kommúnista-
flokk tslands, sfðan um tveggja
áratuga skeið Sameiningar-
flokk Alþýðu-Sósfalistaflokk og
nú á næsta ári eru 20 ár liðin
frá þvf þeir tóku sér Alþýðu-
bandalagsnafnið. En þrátt fyrir
þessi mismunandi nöfn á flokki
kommúnista, hafa f raun alltaf
staðið að samtökum þeirra
tveir hópar, verkalýðsmenn og
menntamenn. Menntamennirn-
ir hafa alltaf haft rfka tilhneig-
ingu til að vilja segja verka-
lýðsmönnum fyrir verkum, en
vegna þeirrar einföldu stað-
reyndar, að áhrif innan verka-
lýðssamtakanna hafa verið Iff-
æð samtaka kommúnista hér,
sem vfða annars staðar, hafa
úrslitaáhrifin þó gjarnan verið
f höndum forystumanna komm-
únista f verkalýðshreyfing-
unni. Milli þessara tveggja
hópa hefur þrátt fyrir allt verið
nokkurt jafnvægi, en hin
sfðustu misseri sýnist svo sem
þetta jafnvægi hafi raskazt
menntamönnum f vil og að svo
mikið djúp sé að skapazt milli
þeirra, að í raun og veru sé um
tvo flokka að ræða, flokk
menntamanna annars vegar og
verkalýðsmanna hins vegar og
að flokkur menntamanna hafi
náð þar undirtökum.
Einangrun
menntamannanna
Þessi skoðanamunur milli
verkalýðsmanna og mennta-
manna hefur magnazt mjög nú
í vetur, þegar menntamennirn-
ir undir forystu Magnúsar
Kjartanssonar hafa bersýni-
lega viljað reka allt aðra pólitfk
f kjaramálum verkafólks heid-
ur en forystumenn Alþýðu-
bandalagsins f verkalýðshreyf-
ingunni. Hinir sfðarnefndu
undir forystu Eðvarðs Sigurðs-
sonar hafa greinilega viljað
leggja áherzlu á að tryggja svo
sem kostur væri kjör láglauna-
fólks og þeir hafa viljað horfast
f augu við erfiðleikana í efna-
hagsmálum okkar og taka visst
tillit til þeirra. Menntamenn-
irnir f Alþýðubandalaginu hins
vegar hafa viljað beita áhrifum
kommúnista f verkalýðshreyf-
ingunni í pólitfskri baráttu
þeirra á landsmálavettvangi og
hafa minna viljað hugsa um
hagsmuni launþeganna sjálfra.
Pólitískir hagsmunir hafa, f
hugum menntamannaforystu
Alþýðubandalagsins, setið í
fyrirrúmi fyrir lffskjörum
launþeganna. Þessi stefnumun-
ur hefur f raun orðið opinber
nú f vetur og bendir það til
þess, að um alvarleg átök sé að
ræða milli þessara tveggja
hópa innan Alþýðubandalags-
ins. Þannig hefur málgagni
flokksins, Þjóðviljanum, óspart
verið beitt til þess að ögra
verkalýðsforystunni, til beinna
eða óbeinna árása á helztu for-
ystumenn Alþýðubandalagsins
f verkalýðshreyfingunni og á
annan hátt hefur skipulega og
markvisst verið unnið að þvf af
hálfu menntamannaforystunn-
ar að kippa fótunum undan
þeirri stefnu sem verkalýðs-
mennirnir hafa staðið að f sam-
starfi við aðra aðila innan Al-
þýðusambandsins. Hér er um
slfkan grundvallarágreining að
ræða innan Alþýðubandalags-
ins, að augljóslega hriktir nú í
innviðum kommúnistahreyf-
ingarinnar á íslandi. En jafn
framt hefur þessi ágreiningur
orðið til þess að menntamanna-
forysta Alþýðubandalagsins
sýnist vera að einangra sig frá
rfkjandi skoðunum innan
verkalýðssamtakanna. Um leið
sker hún á Iffæð kommúnista-
hreyfingarinnar hér.
Frá bridgefélaginu Ás-
arnir í Kópavogi.
Barmometertvímenningskeppn-
inni er lokið en alls voru spilað-
ar 27 umferðir.
Urslit urðu þessi:
Guðmundur Oddsson —
Páll Þórðarson 279
Garðar Þórðarson —
JónAndrésson 262
Haukur Hannesson —
Valdimar Þórðarson 234
Júlíus Snorrason —
Svavar Bjarnason 224
Esther Jakobsdóttir —
Þorfinnur Karlsson 200
Helgi F. Magnússon —
Ragnar Björnsson 188
Gunnlaugur Öskarsson —
Ragnar Öskarsson 147
Jón P. Sigurjónsson —
Olafur H. Ölafsson 117
Meðalskor 0.
Á mánudaginn kemur hefst
hraðsveitakeppni — 3ja kvölda
og eru væntanlegir þátttakend-
ur beðnir að láta skrá sig til
Þorsteins Jónssonar f sfma
40901.
X X X X
Bridgefélag kvenna:
Eftir 10 umferðir f sveita-
keppni félagsins eru eftirtald-
ar sveitir efstar:
stig.
Hugborg Hjartardóttir 175
Gunnþórunn Erlingsdóttir 164
Elin Jónsdóttir 133
Guðrún Bergsdóttir 123
11. umferð verður spiluð
mánudaginn 7. apríl og 12. um-
ferð miðvikudaginn 9. apríl i
Domus Medica, og hefjast kl. 8
e.h. stundvíslega.
X X X X X
Fundur var haldinn f stjórn
BSl þriðjudaginn 25. marz sl. Á
fundinn komu: Hjalti Elfasson,
Alfreð G. Alfreðsson, Jón
Hjaltason, Steinunn Snorra-
dóttir, Ragnar Björnsson,
Björn Eysteinsson, Örn Vigfús-
son og Ríkarður Steinbergsson.
Mörg mál voru á dagskrá og
skal þeirra getið hér:
Lagt fram bréf frá Bf. Vest-
mannaeyja, dags. 24/2 ’75, þar
sem félagið sækir um inngöngu
á ný í B.S.Í. Bréfi þeirra fylgdi
félagaskrá og árgjald fyrir 20
félaga. Form. félagsins er
Gunnar Kristinsson. Inntöku-
beiðnin var samþ. samhljóða.
Lagt fram bréf frá T.B.K. þar
sem sótt er um leyfi til að taka á
móti bridgespilurum frá
Huddersfield í Englandi dag-
ana 6. til 13. júní 1975. Samþ.
var samhljóða að veita umbeðið
leyfi.
Samþ. var að Islandsmót 1975
fari fram sem hér segir: Undan-
úrslit í sveitakeppni: 1. umf.
föstud. 25/4 kl. 13.00. 2. umf.
föstud. 25/4 kl. 20.00 3. umf.
laugard. 26/4 kl. 13.00. 4. umf.
sunnud. 27/4 kl. 13.00 og 5.
umf. sunnud. 27/4 kl. 20.00.
Urslit i sveitakeppni: 1. umf.
fimmtud. 15/5 kl. 20.00. 2. umf.
föstud. 16/5 kl. 20.00. 3. umf.
laugard. 17/5 kl. 20.00. 5. umf.
sunnud. 18/5 kl. 13.00. 6. umf.
sunnud. 18/5 kl. 20.00 og 7.
umf. mánudaginn 19/5 kl.
13.00. íslandsmót i tvimenning:
1. umf. laugard. 31/5 kl. 20.00
2. umf. laugard 31/5 kl. 20.00 og
3. umf. sunnud. 1. júní kl. 13.00.
Keppnisstaður verður Domus
Medica og keppnisstjóri Agnar
Jörgensson.
Samþ. var að fela Ragnari
Björnssyni að halda keppnis-
bók um allar keppnir á vegum
B.S.Í.
Samþ. var að stefna að því að
B.S.l. standi fyrir sameiginleg-
um innkaupum á bridgebókum,
spilum, spilabökkum, sagnabox
um og öðru tilheyrandi bridge
og gefa félögum innan B.S.l.
þannig kost á að kaupa þessa
hluti á lágmarksverði.
Forseti upplýsti að nýju
alþjóðalögin í bridge eru kom-
in i hans hendur og eru nú i
þýðingu.
Forseti lagði fram uppkast að
bréfi til allra bridgefélaga á
landinu ásamt upplýsinga-
greinargerð um allt sem við-
kemur rekstri eins bridge-
félags, bridgekeppnum og öðru
viðvíkjandi bridgeíþróttinni.
Hjalti og Björn Eysteinsson
undirbjuggu fyrrnefnda
greinargerð. Stjórn samþ. bréf-
ið og greinargerðina eins og
hún liggur fyrir.
A.G.R.
Afmælishátíð AA-manna
MAÐUR er svo vanur að bæði
sé fátt og heldur síðla mætt til
flestra funda, jafnvel þó tugum
þúsunda sé kostað til skemmti-
krafta til að draga einhverja að,
að það er lífsvekjandi að koma
bílnum sínum tæpast á autt
stæði á stóru hlaði og vera jafn-
vel uggandi um að öll þau 250
sæti, sem í húsinu eru, séu skip-
uð þegar inn er komið og það
áður en kominn er auglýstur
fundartími og engra aðkeyptra
skemmtikrafta von.
Að þeim trúlega 240 er sætin
skipuðu í Langholtskirkju að
kvöldi föstudagsins langa voru
fjórir ræðumenn, sem ekki
drógu dul á æviferil sinn og
lífsreynslu, — horfðu ekki i þá
fórn að ræða slíkt hispurslaust
ef orðið gæti einhverjum gesti
til viðvörunar eða leiðbeining-
ar. Það var eins og einn ræðu-
manna sagði: „Þetta var allt i
lagi. Ég var bara ungur maður
með eina flösku áfengis. Þetta
var allt í lagi eins og áframhald-
ið á fleiri samkomum," en kon-
unni fannst það ekki í lagi, hún
fór, heimilið sundraðist og loks
viðurkenndi hann sjálfur að
þetta var nú ekki alveg allt i
lagi og félagslegur stuðningur
var nauðsyn.
Bænin er fyrsta boðorð
þeirra AA-manna og að engum
sé unnt aó hjálpa, nema hann
vilji hjálpa sér sjálfur.
Svo endaði þessi myndarlegi
afmælisfundur að engum gesta
var gefinn kostur á að óska
afmælisbarninu til hamingju,
en eftir þann mikla myndar-
skap, er öllum var boðið að
hlöðnum borðum glæsiveitinga,
er konur félaganna höfðu sjálf-
ar komið með og reiddu fram,
myndu flestir gesta þó hafa
fagnað ef einhver hefði sýnt
það framtak að þakka fyrir alla,
— þakka fyrir fundinn, fyrir
mannbótastarfið og fyrir veit-
ingarnar, sem ég geri hér með.
Ingþór Sigurbjörnsson.