Morgunblaðið - 05.04.1975, Page 13

Morgunblaðið - 05.04.1975, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. APRlL 1975 13 Umsjón: Þórleifur Úlafsson og Valdimar Örnólfsson Ljósmyndir: Jakob Albertsson. Það er mjög gagnlegt að læra plóginn áður en byrjað er að lær'a að beygja. Tilgangurinn með plógæfingum er að læra að þrýsta skíðunum út að aftan og til þess að læra að beyta innri köntum skíðanna. Brekkan, sem við æfum í verður helst að vera létt og slétt og vel troðin. Við skulum byrja á því að renna okkur með skíðin saman (mynd 1) í eðlilegri skíðastöðu, mjúk i hnjám og mjöðmum. Armar eiga að vera létt bognir í aln boga og haldið fyrir framan líkamann, en stöf- um lyft að aftan. Þegar við erum komin á dálitla ferð, beygjum við hnén eins og við værum að setjast á stól og þrýst- um hælunum á skíðunum út um leið (mynd 2). Til þess að þetta takist þurfa skíðin að fljóta á innri könntunum og það fæst með því að ýta hnján- um inn um leið og við þrýstum hælunum í sund- ur. Við verðum einnig að vera sterk í ökklunum, því ef þeir gefa eftir er við- búið, að ytri kanntar skið- anna skerist í snjóinn en þá renna skíðin saman i kross og menn stingast fram fyrir sig. Fyrir alla muni hallið ykkur ekki áfram, þegar þið æfið plóginn, standið eins eðli- lega og þið getið. Þegar plógnum er náð æfum við okkur í því að gera lítinn og stóran plóg til skiptis með þvi að fjaðra í hnjánum og þrýsta hælunum mismunandi mikið út (3. 4. og 5. mynd). Ef þetta tekst vel getum við reynt að bremsa með því að setja innri kantana fast i snjóinn og jafnvel stöðvað okkur alveg á þann hátt (likt því sem er á 4. mynd). Þriðja æfingin, sem kemur í framhaldi síðustu æfingar er að renna hælunum sundur og saman til skipt- is niður alla brekkuna (6. 7. og 8 . m). Blðm ® vlkunnar Krókus og fleiri smálaukar í nágrannalöndum okkar eru ýmis smávaxin laukblóm það fyrsta gróðrarkyns sem skýtur upp kollinum þegar líða fer að vori, bæði í görð- um þar sem þau eru ræktuð og eins út um hagann þar sem þau vaxa villt. Með lit- skrúði sínu og harðfengi gleðja þau hug og hjarta ungra sem aldinna ef til vill á svipaðan hátt og hófsóleyj- an og hrafnaklukkan hafa yljað okkur íslendingum um hjartarætur á fyrstu vor- dægrum um ómunatið. Ræktun margra smálauka hefur tekist vonum framar hér á landi og meðal þeirra allra fyrstu- sem sýna blóm er vorlilja (bulbocodium vernum), Ijósfjólublá að lit og um það bil 1 0 sm á hæð. Hún er ótrúlega harðgerð og hér á dögunum brosti hún við sól algerlega óskemmd eftir að hafa lent blómstr- andi i 11—1 2 st. frosti og það án minnsta skýlis. Þá má nefna vorboða (eranthys hiemalis) sem er næsta jarð- lægur með gul sóleyjarblóm sem gjarnan eiga það til að gægjast upp úr snjónum á góu og svipað er að segja um vetrargosana (galanthus nivalis). Af þessum snemm- blómstrandi smávöxnu lauk- blómum eru krókusar, — dvergliljur — vafalaust kunnastir og mest ræktaðir hér. Þeir eru harðgerðir og auðveldir viðfangs, lagðir ' mold að hausti til eins og flestir þessara lauka. Blómin eru stór miðað við hæð jurt- arinnar sem jafnan er 10- 15 sm og litir fjölbreyttir. Fegurstir verða krókusarnir fái þeir að njóta yls og sólar, þá er gaman að fylgjast með þeim spretta úr reifunum og breiða úr krónum sínum. All- ir smálaukar njóta sín best í breiðum, má ! því sambandi minna á krókusabreiðuna glæsilegu sem um mörg undanfarin vor hefur skreytt lóð Elliheimilisins Grundar í Reykjavík. Er ekki ósenni- legt að sú breiða sé með þeim stærstu sinnar tegund- ar hér á landi. Dávænn brúskur af smálaukum getur þó farið vel í steinhæð og gefið henni líf og lit meðan flestar jurtir aðrar hafa enn ekki brugðið vetrarblundi. Krókusar fjölga sér vel og má grisja þá á nokkurra ára fresti. JL/ÁB.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.