Morgunblaðið - 05.04.1975, Blaðsíða 17
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1975
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 5. APRÍL 1975
17
Utgefandi
Framkvæmdastióri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson
Björn Jóhannsson
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6. sími 10 100.
Aðalstræti 6. sími 22 4 80.
Akreppuárunum 1967—
1969 gætti hér mjög
alvarlegs atvinnuleysis,
sem var sérstaklega til-
finnanlegt yfir vetrar-
mánuðina 1968 og 1969.
Við þeim erfiðleikum og
því atvinnuleysi var brugðr
izt meó ýmsum ráóstöf-
unum, tveimur gengis-
breytingum á 12 mánuðum
og margvislegum öðrum
aögeróum, svo sem stofnun
atvinnumálanefnda víós
vegar um landið, sem
höfðu nokkurt fjármagn til
umráða til þess aö bæta
atvinnuástand. Aðgeróir
Víóreisnarstjórnarinnar
og forystu hennar á þess-
um kreppuárum lögóu
grundvöll að því, að efna-
hags- og atvinnulíf þjóóar-
innar reis úr öldudal og
blómgaóist á ný, en auð-
vitað skipti verulegu máli í
sambandi við þann bata, að
verólag hækkaói á ný á út-
flutningsaf'urðum okkar.
Þessi ár voru mörgum lær-
dómsrík og á þessum tíma
vaknaói nýr skilningur hjá
öllum almenningi á þýð-
ingu þess fyrir launþega,
að atvinnufyrirtækin
byggju við góð rekstrar-
skilyrði og að hagur þeirra
dafnaði. Menn gerðu sér
þess betur grein, þegar
vofa atvinnuleysis barði
skyndilega að dyrum, að
atvinnufyrirtækin eru ekki
ir, að þar eru báóir aðilar í
einum og sama bát.
En menn eru fljótir aó
gleyma og hin síðustu miss-
eri virðast margir hafa
talið sér trú um, að enda-
laust væri hægt að heimta
kjarabætur úr tómum sjóð-
um atvinnuveganna, hvaó
sem rekstrarskilyrðum
þeirra liði. Á einu ári hefur
oróið mjög alvarlegt verð-
fall á útflutningsafurðum
okkar íslendinga, jafn-
framt því sem verðlag á
innflutningi hefur marg-
faldazt á stuttum tíma.
Gífurlegur verðbólguvöxt-
ur annars vegar og versn-
andi rekstrarskilyrði út á
við hins vegar, hafa veikt
mjög afkomu langflestra
atvinnufyrirtækja í land-
inu og þess vegna eru þau
vegna verðbólgu og kaup-
gjaldshækkana verói sá, aó
skera niður umsvif og
fækka starfsmönnum, sem
aftur mundi hafa í för með
sér atvinnuleysi.
Það hefur verið megin-
markmið núverandi ríkis-
stjórnar aö koma í veg
fyrir atvinnuleysi og við
þaó hafa allar aðgerðir
hennar í efnahagsmálum
miðazt. Þegar horft er til
baka um farinn veg undan-
farna mánuði og erfiður og
haröur vetur er senn að
baki, verður mönnum
betur ljóst, aö í raun og
veru er það umtalsvert
afrek að takast skyldi að
afstýra atvinnuleysi á þess-
um vetri. En jafnframt
veröum við að horfast í
augu við þá staðreynd, aó
Hagur atvinnufyrirtækja
og atvinnuástand
mjólkurký-r, sem hægt er
aó mjólka endalaust. Því
aóeins geta þau greitt
starfsmönnum sínum líf-
vænleg laun, að afkoma
þeirra sjálfra sé góð. Þann-
ig varð mönnum á þessum
árum ljósara en áður, að
hagsmunir atvinnufyrir-
tækjanna og starfsmanna
þeirra eru svo samtvinnað-
þess mjög vanbúin að taka
á sig nokkrar kostnaðar-
hækkanir. Fari svo, að
verðlag á útflutnings-
afurðum okkar hækki ekki
á ný i fyrirsjáanlegri fram-
tíð er sú hætta augljóslega
yfirvofandi, að eini val-
kostur atvinnufyrirtækj-
anna frammi fyrir stöðugt
hækkandi útgjöldum
enn hefur engin grund-
vallarbreyting orðið á
rekstrarskilyrðum at-
vinnuvega okkar, verðlag á
útflutningsafurðum hefur
ekki hækkað, en stöðugt
hækkandi innflutnings-
verölag og gengisbreyt-
ingar hafa valdið verulegri
útgjaldaaukningu í rekstri
atvinnufyrirtækja almennt
og gildir þá einu um hvaða
atvinnugrein er aó ræða.
Þess vegna hefurl raun og
veru ekki skapazt neinn
grundvöllur til almennra
kjarabóta í landinu. Ráð-
stafanir ríkisstjórnarinnar
hafa komið í veg fyrir
stöðvun atvinnureksturs-
ins og lagt grundvöll að
nýju blómaskeiði hans með
batnandi skilyröum út á
við. Hættan nú er bersýni-
lega sú, að með margvísleg-
um útgjaldahækkunum
þ.á m. kauphækkunum,
sem ekki verður staðið
undir, sé þrengt svo mjög
að atvinnurekstrinum, að
hann eigi engan annan
kost en þann að fækka
starfsmönnum og er þá
skammt í atvinnuleysi.
Fram til þessa hafa flest
atvinnufyrirtæki vafalaust
lagt áherzlu á að minnka
útgjöld sín með því aö
draga úr yfirvinnu, en
þegar lengra verður ekki
komizt á þeirri braut getur
blasaö við annað hvort
stöðvun eða fækkun starfs-
manna. Okkur íslend-
ingum er hollt að rifja upp
reynslu áranna 1968 og
1969. Það er betra, að allir
landsmenn hafi fulla at-
vinnu en að ofbjóóa
greiðsluþoli atvinnufyrir-
tækjanna svo mjög, að at-
vinnuleysi sé á næsta leiti.
Við skulum gera okkur
þess grein, að þótt þessi
vetur sé að baki án
atvinnuleysis hefur þeirri
hættu ekki verið bægt
endanlega frá dyrum.
Draumurinn um
paradís á jörðu
Bókmenntlr
eftir GUÐMUND
G. HAGALÍN
Ási í Bæ: Korriró'.'Q Iðunn,
Reykjavfk 1974'Q Sérstæð
skáldsaga og athyglisvert heim-
ildarit um trúarleg og þjóð-
félagsleg viðhorf.
„Stærsta axarskaft okkar vinstrisósialista
fólSt i trúgirni. Það er i flestum tiifellum
meiri glæpur að vera auðtrúa en vera
lygari."
Halldór Laxness i Skáldatima
MÖRGUM mun þykja þetta
furðuleg, kannski fáránleg
skáldsaga, en þó hygg ég, að
allir sæmilega greindir menn,
sem byrja lestur hennar, geti
ekki stillt sig um að lesa hana
til enda og sumir alls ekki geta
varizt því að kíma annað veifið.
í henni eru engin tízkuloftköst
í stíl — og heldur ekki sýndar-
djúpköfun í meðferð efnis eða
persóna. Umfjöllun höfundar
um kynferðismál er nokkuð tíð,
en hann gengur ávallt beint að
öllu í þeim efnum, hvergi til að
dreifa tilhneigingu til ónáttúru
frá hans hendi, og ekki leggur
hann sig eftir nákvæmum lýs-
ingum á samförum karls og
konu, hvað þá að hann telji
kennslu í þeim efnum hlutverk
sitt. Hann er orðhvatur um trú-
mál og þjóðfélagsmál, en þó eru
viðhorf hans ekki alls kostar
einhæf og ofstækisfull nema í
síðasta kaflanum og hreinskilni
Húnaþing
HUNAÞING (fyrra bindi) er
mikiö rit í öllum skilningi, brotið
stórt, lengd hátt í sex hundruð
síður og myndir fleiri en tölu
verði á komið. Þó má ráða af
efnisskrá og formála þessa bindis
að ærinn hluti — meirihlutinn
kannski — bíði síðara bíndis því
þar eiga að verða „frásagnir og
myndir af öllum býlum (héraðs-
ins) og ábúendum þeirra. Einnig
félagsmálasaga búnaðarsamtak-
anna í héraðinu."
En það eru einmitt búnaðar-
samtök sýslnanna ásamt kaup-
félögunum og Sögufélaginu Hún-
vetningi sem standa að útgáfu
þessari.
Umsjónarmenn útgáfunnar eru
Sigurður J. Lindal á Lækjamóti
og Stefán Á. Jónsson á Kagaðar-
hóli. Þeir segja meðal annars í
formála:
„1 ritinu skyldu vera frásagnir
af helstu félagasamtökum í
sýslunum þ.e. búnaðarfélagsskap,
samvinnufélagsskap, ungmenna-
félagsskap, kvenfélögum og Sögu-
félaginu Húnvetningur, einnig
Húnvetningafélaganna utan
héraðs. Ennfremur kirkjum, skól-
um og helstu atvinnugreinum i
landbúnaði og sjávarútvegi,
frásagnir af kauptúnum í hérað-
inu og myndir af húsráðendum i
þeim. Einnig myndir af öllum býl-
um í sýslunum og ábúendum á
þeim."
Þetta er mikið ætlunarverk og
mikið til að hyggja en hálfnað er
verk þá hafið er.
Fremst í þessu bindi er skipað
þætti eftir Halldór Jónsson á
Leysingjastöðum og nefnist
Húnavatnsþing. Er það land-
lýsing, ekki of nákvæm en prýði-
lega stíluð og greinagóð. Landa-
fræði sína endar Halldór á þess-
um orðum:
„Til að fá raunsanna mynd af
héraðinu þarf að koma víðar og
skyggnast dýpra, þvi að héraðið
allt með fjöllum sínum og fljót-
um, engjum og öræfum, unaðs-
HÚNAÞING I. 564 bls.
reitum og ófegurri stöðum,
ásamt fólkinu, sem það hefir mót-
að og þegið mótun af, svipir þess
og sagnir, ljóð þess, leikir, lifsvið-
horf og störf, er sú samofna heild
um aldanna rás, sem er Húna-
vatnssýsla dagsins i dag.“
Næst eru tveir þættir eftir síra
Þorstein B. Gíslason, Skólar í
Húnaþingi og Kirkjur I Húna-
þingi, báðir skrifaðir af þekking
og nærfærni heimamannsins og
þó svo að ókunnugum má að gagni
koma.
Þættir eru eftir Skúla
Guðmundsson er nefnast
Viðskiptasamvinna Vestur-
Húnvetninga á tuttugustu öld og
eru þeir teknir upp úr bók Skúla
sem heitir raunar Viðskiptasam-
vinna Vestur-Húnvetninga á
nftjándu og tuttugustu öld. Mun
sú bók hvergi á byggðu bóli fáan-
leg nema i kaupfélaginu á
Hvammstanga og á fárra vitorði
utan héraðs að hún er til. Var því
vel til fundið að endurprenta
hluta hennar í þessari bók. Fyrstu
spor Húnvetninga til sjálfstæðis í
verslunarmálum voru landssögu-
lega merkileg ekki síður en t.d.
stofnun Kaupfélags Þingeyinga
sem meir hefur verið á loft hald-
ið. Á ég þá við félagsverslunina
sem stofnuð var um 1870. Miður
tel ég aó sá hlutinn af bók Skúla,
sem um hana fjallar, hefur ekki
verið tekinn upp í þetta rit.
Þá eru þarna þættir um sam-
vinnufélögin á Blönduósi og
BóKmenntir
eftir ERLEND
JÓNSSON
Stefán Á. Jónsson
Skagaströnd, tveir þættir um sjó-
sókn við Húnaflóa, tveir um hún-
vetnsku kvenfélögin og aðrir
tveir um ungmennasamböndin í
sýslunum. Sagt er frá stofnun og
starfsemi Sögufélagsins Hún-
vetningur og rakin saga Hún-
vetningafélagsins í Reykjavík. Að
lokum eru svo þrír þættir hver
um sitt þorp sýslunnar, Hvamms-
tanga, Blönduós og Skagaströnd
auk alllangrar ritgerðar eftir Sig-
fús Hauk Andrésson, Þegar
Höfðakaupstaður var eini
verzlunarstaður Húnavatnssýslu.
Þetta er drjúgt efni ef hliðsjón
er höfð af að íbúar beggja sýsln-
anna eru aðeins tæp 'fjögur
þúsund. Ásannast þarna svo ekki
verður um villst að í fámenningu
vegur hver einstakur þyngra á
metunum, enda er persónusaga
talsvert áberandi í riti þessu.
Húnaþing er að mörgu leyti sér-
stætt byggðarlag. Að landslagi
svipar þvf lítt til nágrannahéraðs-
ins, Skagafjarðar, svo dæmi sé
tekið. Kjarni byggðar i Skagafirði
er ein heild, eitt víðáttumikið
torg. Þar sér hver til annars og
má af þvi vera sprottið rómað
félagslíf og glaðværð í héraói.
Húnaþing er hins vegar i mörgum
aðskildum dölum, fjörðum og
skögum. Fjöldi jarða teygist í átt
til grösugra afréttarlanda þar sem
landslag er viða jafnfagurt og
land er kostarikt. Þangað hafa
menn sótt til afþreyingar og lífs-
bjargar í senn, aldirnar i gegnum,
og unað sér á eintali við náttúr-
una. Landslag í Húnaþingi kann
þannig að hafa valdið einhverju
um að einstaklingshyggja er talin
meiri þar en annars staðar.
Klaustrið á Þingeyrum var stað-
ur mennta og fræðaiðkana. Sumir
álíta að þaðan sé sprottinn fræða-
áhugj húnvetninga sem svo vel
hefur enst að margir okkar bestu
afrekSmanna á íslensk fræði eru
upprunnir í Húnaþingi; nefni
Björn M. Ölsen, Sigurð
Guðmundsson skólameistara,
Siguró Nordal og Jón Jóhannes-
son. Jafnoka þessara manna tel ég
Magnús Björnsson frá Syðra-Hóli
þó hvorki yrði doktor né prófess-
or. I sömu andrá nefndi ég líka
Björn Eysteinsson sem sinnti
ekki skriftum fyrr en á elliárum
en setti þá saman eina gagnorð-
ustu ævisögu sem samin hefur
verió á landi hér.
Ekki veit ég hvort húnvetning-
ar eru eftirbátar annarra i skáld-
skap en tækju þeir að metast við
önnur héruð um fjölda þjóð-
skálda hygg ég útkoman yrði
þeim ekki jafnhagstæð og á
fræðasvióinu.
Sú var tíðin að fleiri læknar
komu úr Húnavatnssýslum en
nokkru héraði öóru. Virtist þá
blátt áfram tíska að ungir bænda-
synir þaðan næmu læknisfræði og
er nærtækast að minnast Guð-
mundanna þriggja sem voru allir
þjóðkunnir menn framan af öld-
inni.
Ritið Húnaþing er ekkert af-
reksmannatal og þvi siður skrá
um athafnir húnvetninga utan
héraðs, enda óþarft, heldur er það
héraðssaga í beinum skilningi:
greinir frá lifi og athöfnum ibú-
anna heima, en fyrrnefndir menn
störfuðu að sjálfsögðu allir utan
héraðs (nema Magnús og Björn)
og eiga sinn sess i sögu þjóðarinn-
ar.
Ekki er þetta fyrsta rit sinnar
tegundar. Fyrir réttum aldar-
fjórðungi sendi Páll V. G. Kolka
frá sér ritið Föðurtún, læsilega
bók sem varðveitir meðal annars
fjölda gamalla mannamynda.
Hafði Kolka dregið saman mikinn
fróðleik um héraðsbúa á nítjándu
og tuttugustu öld. En hann var
ekki alls staðar þaulkunnugur í
héraðinu og er rit hans því ekki
jafneinhlítt til uppsláttar og það
er vel skrifað.
Öðru máli á að gegna um rit það
sem nú er að fara af stað og samið
er af mörgum mönnum víðs vegar
úr héraðinu. Vel fer það af stað
en annars er víst best að segja
ekki mikið um það fyrr en lokið
er.
Eitt ættu útgefendur Húna-
þings að íhuga vegna þeirra
mörgu mynda sem þeir eiga von-
andi eftir að birta: hvort ekki
væri hyggilegra að kosta upp á
ritið vandaðri pappír. Myndirnar
í þessu bindi koma ekki allar
nógu vel út. Því fremur er ástæða
til að huga að þessari hlið mál-
anna að hér er á ferðinni rit sem
lengi mun standa.
Erlendur Jónsson
hans er ekki aðeins forvitnileg
með tiliti til hans sjálfs, heldur
og margra fleiri, sem hafa
vænzt þess af mestu óþoli, að
hann rættist hinn dásamlegi
draumur flestra mestu og beztu
manna hins villuráfandi mann-
kyns um paradís á jörðu... Og
hvað sem öllu öðru liður, þori
ég að fullyrða, að höfundur
þessarar skáldsögu er ekki ein-
ungis stórorður, berorður og
stundum grófyrtur, heldur ræð-
ur hann yfir óvenjulega fjöl-
þættum orðaforða, er mælskur
og æði oft kjarnyrtur — og
gæddur ríkri frásagnargleði
og kimnigáfu, er njóta sín
jafnvel þar, sem hann seg-
ir frá því, sem honum
er sízt að skapi. Viða krydd-
ar hann mál sitt kviðling-
um og kvæðum, sem
hann hefur sjálfur ort- og hon-
um þykja við hæfi í hinum
ýmsu tilvikum. Er þetta yfir-
leitt rétt rímaóur og sönghæfur
kveðskapur, en tóninn í hinni
allfurðulegu atburðarás gefur
skáldið í þessu frekar óhrjálega
og órímaða upphafserindi bók-
arinnar, svo að ekki verður
sagt, að hann svikist að nein-
um:
„Blandaðu Ajax í vindinn
og næsti stormsveipur
mun þvo slepjuna
af skötubörðum hjarta þíns“(!)
1 stuttri ritfregn er ekki unnt
að gera rækilega grein fyrir
söguþræðinum, en samt mun ég
reyna að gefa n^kkra hugmynd
um hann, enda ekki eins vand-
gert og ef ég hefði átt að gera
almennt skiljanlegan útdrátt úr
bókum þeirra íslenzku höf-
unda, sem sjá nú i anda fram-
rétta hönd Sviakóngs, afhend-
andi þeim Nóbelsverólaun af
mikilli kurt!
Maður er nefndur Guðmund-
ur Jórmann Arason. Hann á
heima i allstórum útgerðar- og
fiskvinnslu kaupstað. Lítilmót-
legur þykir hann, því að hann
býr með kerlu sinni og dóttur í
kofahrói og tekur engan þátt í
fjárausturs- og lífsþæginda-
kapphlaupinu, heldur sækir
annað veifið sjó á trillu sinni
meó handfæri og byssuhólk, en
þess á milli setur að honum
roluköst svo meinleg, að þau
víkja ekki fyrir öðru en raf-
losti, sem nú er notað líkt og
verk- og vindeyðandi dropar
hér áður fyrr (þessi athuga-
semd frá mér. G.G.H.). Nema
dag nokkurn fær Jórmann eitt
kastið — og það ærið eftir-
minnilegt, því að frá þvl stafar
allt, sem bókin fjallar um. Jór-
mann boðar til fundar, — allir
velkomnir! Húsfyllir, og Jór-
mann birtist á „senunni" i
hneykslanlega aðskorinni sund-
skýlu einni saman. Mættur
fógeti sendir sína tvo lögreglu-
þjóna til handtöku dónans, en
viti menn: Ræfilstetrið Jór-
mann réttir fram sinn armlegg,
og svo stendur „löggan'* stjörf.
Fógetinn skerst einkennisbú-
inn í leikinn, mikill maður
vexti og virðulegur, en ekki fer
hann sigurför. Jórmann lyftir
lúkunni gegn árásinni. Stopp!
Yfirvaldið gerbreytist, flytur
ræðu, fleygir af sér gullin-
hnepptum dúða og gerir hvort
tveggja í senn, afneita sínum
virðulega hversdagsmanni og
sínum embættisskyldum sem
innheimtumaður rikistekna á
staðnum, — gerið svo vel: Þið
eruð hér með skattlaus! — Og
svo faðmaði fógetinn Jórmann.
Frú hans hyggst tamma hann
skörulega til, en Jórmann iyftir
hendi: Dauðaþögn i salnum,
unz:
„Nú er það svo þegar stórtið-
indi gerast að ekki ber öllum
saraan. Sumir segja að Jórmann
hafi gert sig líklegan til þess að
flytja einhvern mikilvægan
boðskap og mælt nokkur orð
með þeim afleiðingum, að húsið
lék á reiðiskjálfi." Og nú kemur
orðrétt lýsing, sem er dæmi-
gerð upp á tón sögunnar:
„Strákar góluðu, stelpur
skræktu. Sértrúarfólk kveinaði
sitt frelsandi halelúja. íhalds-
menn öskruðu stétt með stétt.
Framsóknarmenn stöppuðu i
kvað Nýalista hafa náð sam-
bandi við mjög háttsettar verur
og þá mestu allra, Búrúdí að
nafni — og hann hefði tjáð
þeim, að hann byggi á stjörnu,
sem væri i átta milljón ljósára
fjarlægð. Búrúdí mælti enn-
fremur: „Þið verðið að drífa í
því að boða heiminum að frá
íslandi komi það ljós, sem sogar
upp myrkur helstefnunnar.
Tíminn er naumur".........I
þeim töluðum orðum varð jarð-
skjálfti á Reykjanesskaganum
og sambandið rofnaði."
Nú skildi með þeim Jónsa og
Egilsen. Egilsen sálaðist af upp-
skurði, en minningarnar lifðu í
hugskoti Jóns Jónssonar, og um
allt þetta var hann að hugsa á
Fyrri
hluti
Ási f Bæ
gólfið og bauluðu. Rauðliðar
sungu internasjónalinn og einn
aflóga kommi heyrist væla rót
front. Þeir fáu, Hanníbalistar,
sem viðstaddir voru, migu á sig.
Og svo mætti lengi telja."
Osköpin ollu svo því, að öll ljós
voru slökkt, og síðan upphófst í
myrkrinu sitthvað, sem um
verður að láta nægja að segja
bja, bja og bla, bla, og þá skilja
nútiðarmenn á vorri sögufrægu
eyju, hver eftir sinni gerð, að á
ýmsu hefur gengið í myrkra-
stofunni í hinu auðvitað bráð-
þarfa Félagsheimili. Svo er að
víkja að orsökum þessara undra
og óskapa — og fleiri, sem á
eftir fara:
Múrari nokkur, sem heima
átti i kaupstaðnum, Jón Jóns,
var trúhneigður sveimhugi, las
Vesturlönd Á.H.B., Ganglera,
Gunnar Dal og fleira, þar á
meðal Draumabókina. Hann
haföi glatað sinni barnatrú, en
dreymdi svo draum, sem sann-
færði hann um tilveru guðs og
vakti hjá honum köllun, svo að
hann gekk fyrir vini og jafn-
aldra og skýrði þeim frá draum-
vitrun sinni. Þeir sögðu við
hann: „Já, blessaður láttu frels-
ast. Farðu i niðurdýfingarskírn
og sjáðu dúfur og máva. Talaðu
tungum". Við þetta dofnaði trú
hans, en svo átti hann það að
þakka kviðsliti, að hann lenti á
Landspítalann og í sömu stofu
og Nýalistinn Egilsen, sem vita-
skuld trúði á speki Helga
Péturss, líf á öðrum hnöttum og
kenninguna um andstæðurnar
miklu: líf — og helstefnu.
Egilsen tjáði Jónsa múrara, að
hann og aðrir helztu Nýalistar
hefðu margprófað kenningar
Helga, og hljóðlega trúói hann
Jónsa fyrir því, að á einum
hnetti úti í geimnum væri is-
lenzk nýlenda, þar sem byggju
sex milljónir íslendinga. Hann
leiðinni heim af fundi Jór-
manns. Svo fór hann þá á ný
draumförum út í himingeim-
inn, unz hann mætti sjálfum
Búrúdí. „Samkvæmt uppmæl-
ingarhætti múrara,“, gizkaði
Jón á, að geimkempan væri
„ekki minna en 70 álnir á hæð
og samsvaraði sér vel". Búrúdí
þekkti strax Jónsa Jóns, heils-
aði honum kompánlega og gaf
honum bláleitt duft í slóna, og
„þá er sem trumbur séu barðar
og málmgjöll hljómi i höfði
hans og stígur upp tónaflóó sem
i senn er fuglakliður, þrumu-
gnýr, giljaþytur, hvalablástur,
brimhljóð — og þenst nú allur
ut þartil hann nær þvi aó verða
dálítill hnokki við hlið geim-
búans." Og geimkempan spaka
segir við Jónsa litla meðal
annars þetta, sem ek^i má hér
vanta:
„Þessu er þannig háttað væni
minn að þegar lífsþróunin er
komin i vissa hæð, verður það
ástríða og inntak tilverunnar að
hífa það upp, sem neðar
stendur. Af þeim sökum höfum
við öðruhverju sent ykkur
mögnun og má þar nefna pilta
eins og Laotse, Búdda, Jesús,
Sókrates, Ramun úr Þegbu,
Asóka, Plíum, Mesa, Tonka.
Frans frá Assisi, Hvíta örn úi
Nevödu að ógleymdum minn:
spámönnum eins og Jóhannesi
Nordal og Einari Gislasyni, —
en þið kunnið lag á að koma
þeim af ykkur með eitri, krossi
og hungurdauða."
Búrúdí segir sióan, að þrátt
fyrir lítinn útgeislunarmátt
jarðarbúa sé ekki talið fráleitt,
að þeir geti eitrað frá sér til
annarra stjörnubyggða — og
nefnir þess dæmi úr viðskipt-
um Kana og Rússa, og hafi
komið til greina að setja jarðar-
búa í sóttkví „og lofa þeim
siðan aó róa“. En málið er held-
ur ekki svo einfalt, þvi allt líf
er eitt og okkur uppálagt, að
halda samræminu og koma ykk-
ur áfram og ...Nú slettir
Búrúdi dönsku, hefur trúlega
litið hornauga til Glistrúps og
innblásið Hartling .... „Og
forresten skitt að gefast upp
meðan kínverska tilraunin er í
gangi. (Leturbr. mín. G.G.H.).
„Þessvegna gaf ég Jórmanni
eina sprautu, tilraun sérðu til
að sjá viðbrögðin í meinlitlu
umhverfi á hjara ykkar kringlu
— beri það engan árangur veit
ég ekki, hvað æðsta ráðið tekur
til bragðs. Svo mikið er víst að
eiirun út um allar stjörnu-
grundir (sbr. þorpagrundir
G.G.H.) verður ekki gúteruð.
Og farðu nú heim Jónsi minn
og skilaðu kveðju til hans
Sveinbjarnar, viðleitni er alltaf
vel séð héðra og hver veit nema
við sendum honum mögnun ef
Æsir bregðast.“
Auðvitað „langaði Jónsa til
að spyrja margs, t.d. um kenn-
ingar Brynjólfs (Bjarnasonar.
G.G.H) og hvort til væru ein-
föld ráð við dýrtíð," en þess var
enginn kostur. Geimkempan
gaf honum á ný í nefió sitt bláa
töfraduft — og þar meó skrapp
Jón Jóns saman, „breyttist aft-
ur í sina eigin stærð.“
Hann þaut siðan af stað í átt
til sins heima, en þó að hann
færi hratt, varð ekki með öllu
tiðindalaust á leið hans. Hann
komst að raun um, að Jósef
nokkur Ðjúkasvili — það er
Stalin sálaði, lengi átrúnaðar-
goð ýmissa íslenzkra stórskálda
— hafói þrátt fyrir meinvillu
sina hlotið hjá geimvöldum
starf við sitt hæfi: Hann stóó
þarna streittur við að húð-
strýkja með gaddasvipum hóp
af Belsenfangavörðum, sem
voru lifandi brenndir grænum
úraníumeldum. „Þeir ösluðu
blóðvilsu i mjaðmir og drógu á
eftir sér keðjur settar saman úr
gulltönnum og augasteinum
ungbarna." Svo naut Stalín
gamli starfa síns, að hann
„glotti i skegg sitt". Hann
bjargaði þó Jónsa tetrinu með
svipu sinni frá þeim voða, að
lenda i armlögum kvensu
einnar í fangahópnum. „Heim
slapp hann — og við það vakn-
aði hann. Þá var enn nótt á
glugga"'. — svo ekki hafði hann
nú verið lengi að bregða sér
nokkurra ljósára spotta út i
himingeiminn og rabba þar við
hinn volduga Búrúdi.
Nú vitum við frá fyrstu hendi
um tildrög fundarins. Jórmann,
sem var frekar lítill fyrir sér og
ósnortinn af fjárgræðgi og
þægindafíkn sinnar samtíðar,
hafði verió kjörinn til þeirrar
kraftbirtingar, er skyldi leiða í
ljós hversu opnir jarðarbúar
kyiiuu að reynast fvrir hjálp til
fráhvarfs þeirri helstefnu, sem
ráóamenn þeirra höfóu flestir
Óígt - ng nú var háskalegri en
nokkru sinni áður sakir þeirrar
lækniþekkingar, sem jarðar-
búar höfðu öðlazt, og jafnvel
var orðin hugsanleg ógnun við
geimlíf utan þeirra eigin sól-
kerfis.
Svo er þá aó hyggja lítið eitt
að áhrifum Jórmanns ,,í mein-
litlu umhverfi á hjara okkar
kringlu" og að þeirri vitneskju,
sem þessi skáldsaga veitir
okkur um viðhorf höfundarins
og annarra, sem mundu fylgja
svipuðum hugsanaferli.
Guómundur Gfslason Hagalín.