Morgunblaðið - 05.04.1975, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.04.1975, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1975 Piltur og stúlka sæ Þetta sagðí Guðrún nokkurn veginn hátt, og var auðheyrt, aó hana gilti einu, þó það heyrðist. Kaup- maóur Möller var að grúfa ofan í búðarbók sína, er þær komu inn; en er hann heyrir meyjarraustina fram í búðinni, lítur hann upp og gengur á móti þeim og biður þær koma heilar — eða hver er þessi fallega stúlka, sem þér nú færió mér, jómfrú góð? segir hann vió Guðrúnu. Þá er að snúa hann úr hálsliðnum, sagði Þórarinn og þrífur annarri hendi til Vigfúsar og hnykkir honum aftur á bak ofan af Ormi. Þetta sjá vinir Vigfúsar og ráðast þegar fjórir eða fimm á Þórarin, en hann verst með hinni mestu prýði; og veróur þetta upphaf hinnar snörpustu orustu; þustu þar að bæói Efri- og Neðribekkingar, og veittu ýmsir ýms- um, en Efribekkingar þó mest Þórarni og Neóri- bekkingar Vigfúsi, og varó sú hríð bæöi löng og skæö, og urðu þá margir atburðir jafnsnemma, og verður ekki greinilega sagt frá vopnaviðskiptum. Skóiabækur flugu þá sem þykkasta drífa, heilar eða í pörtum; sumir tóku bekki og hófu í höfuð mönnum; sumir stukku upp á borðin og börðust þaðan; þá tóku nokkrir Litlaborðið, sneru því vió og hlupu síöan ofan í hólfió og hlífðu sér þar fyrir skotum; en blöndukannan hin mikla valt þar á vígvellinum, og féllu úr henni lækir um allt gólfið. Neðribekkingar vildu færa leikinn upp í Efribekk, og hlupu þá fjórir hinir hraustustu af Efribekkingum fyrir dyrnar og vöróu þeim það. Umsjónarmaður skóla var upp í Amtmannssonarlofti, er honum bárust þau tíóindi, að allur skóli berjist, svo til mikilla vandræða horfi. HÖGNI HREKKVÍSI Er það þú, Högni, það er ekkert að gerast. Hann bregður skjótt vió og aflar sér liðs og gengur á milli þeirra, og fyrir viturlegar fortölur hans voru grið sett og sættum á komið; skyldu áverkar allir niður falla og svo klæðaspjöll. Þar var nýsveinn einn, sem Þórir hét; hann var stór maður og sterkur og haföi verið í liði þeirra Neðribekkinga í bardag- anum og gengið vel fram. Ekki vildu Efribekkingar Skarfarnir frá Útröst skal hjálpa þér. En fyrst verðurðu að láta járna mig almennilega. Þú verður að fá tuttugu pund af járni og tólf pund af stáli í skeifurnar, og einn smið til að smíða, og annan til að járna.“ Jú, þetta gerði piltur, og ekki var þessari bón hans neitað, hann fékk bæði járnið og stálið og smiðina, og síðan var Skjóni járnaður mjög tryggilega, og svo reið piltur af stað, svo dundi í jörðinni. En þegar hann kom að berginu, þar sem konungs- dóttir var í haldi, þá var nú um að gera aö komast upp eftir því, og þangað sem hann ætlaði inn í f jallið, en það var síst auðvelt, því bergið var þverhnípt eins og veggur og slétt og hált eins og gler. í fyrstu atreiðinni komst piltur dálítið upp eftir berginu, en svo rann Skjóni og hann niður aftur með miklum dynk. í annað skiptið fór á sömu leið, nema hvað þeir komust þá svolítið lengra upp og runnu svo niður eins og heil skriða. En þegar þeir reyndu í þriója sinn, sagði Skjóni: „Nú skulum við reyna okkur!“ og svo tók hann á sprett, svo klettahríöin stóð allt umhverfis hann, og þá komust þeir upp, piltur reið inn í hellirinn risans, þreif konungsdóttur og setti hana á bak fyrir framan sig og var á burtu aftur, áður en risinn gat svo mikið sem staðið upp, svo fljótur var Skjóni, — og með það var konungsdóttir hólpin. Þegar piltur kom með hana heim til föður hennar, varð hann bæði kátur og glaður yfir því, að hafa endurheimt dóttur sína, en hvernig sem að því hafði verið farið, þá höfðu öfundarmenn piltsins gert það að verkum, að konungur var reiður við hann þrátt fyrir það, þótt hann hefði bjargað dóttur hans. „Þakka þér fyrir, að þú bjargaðir dóttur minni“, sagði hann við piltinn, þegar hann gekk inn í höllina með stúlkuna, og svo ætlaði konungur að fara. Nei — ég er ekkert spenntur fyrir öskutunnum. „Ég ætti nú að eiga hana eins mikið og þú, hér eftir“, sagði piltur, „því líklega stendur þú við loforð þín, konungur“. „Já, já“, sagði konungurinn, „hana skaltu fá fyrir konu, úr því ég er búinn að lofa því, en fyrst verðurðu að fá sólina til að skína hér inn í konungs- höllina". Það var nefnilega hátt fjall rétt fyrir utan gluggana, það stóð og skyggði á, svo það var aldrei sólskin í höllinni. „Ekkert var um þetta talað í samningnum", sagði piltur, „en það þýðir víst ekkert að reyna að komast Lci^guiihoffliiÍ □ Þegar Bandaríkjamenn og Sovétmenn geröu meö sér samning árið 1972 um ýmis- konar samskipti þessara stór- velda, var það liður í þeim samskiptum, að skipzt skyldi á dýrum. Nú er verið að leggja hönd að síðasta undirbúningi þess og frá Alaska verða send- ir til Síberíu 40 moskusnaut. A móti kemur frá Sovétrússum tegund marða sem er að deyja út í Alaska. [j Þaö segi ég þér nú Siguróur minn, að sá dagur kemur að þú verö- ur mér þakklá*ur fyrir að kaupið nægir ekki til aó þú giftir þig. Halló, mamma! Hvaó gerir maóur þegar sósan tekur að skilja sig? □ Brezk blöð skýra frá því, aó skapbrestamaður einn í Lond- on, hafi verið dæmdur til 3ja ára fangelsisvistar í undirrétti einum þar í borg, fyrir að hafa ráðizt á strætisvagnastjóra við vinnu sína. Hinn dæmdi fór að rífast við vagnstjórann um far- miðaverð og missti stjórn á skapsmunum sínum. Q

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.