Morgunblaðið - 08.04.1975, Síða 3

Morgunblaðið - 08.04.1975, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. APRIL 1975 3 íslendingar hafa mótað meginstefnu í menningar- málum af mikilli skyn- semi, sagði menntamála- ráðherra i ræðu sinni. Frá setningu ráðstefnu sveitarstjórnarnranna um menningarmál i Þjóðleik- húsinu siðdegis á sunnu- dag. Sveitarfélög leggja meira til menn- ingarmála hér en í Evrópulöndum EINHVERN tima hefði það þótt saga til næsta bæjar, að oddvitar landsins og aðrir sveitarstjórnar- menn söfnuðust til fundar i höfuð- staðnum til að ræða menningar- mál, sagði Páll Lindal, formaður Sambands isl. sveitarfélaga i upp- hafi 25. ráðstefnu samtakanna, sem sett var á sunnudag i Þjóð- ieikhúsinu en þar var saman kom- ið fjölmenni sveitarstjórnarmanna Sex ný frumvörp um menningarmál í þessari viku viðs vegar að af landinu og fulltrú- ar listamanna til að ræða sveitar- stjórn og menningarmál. I ávarpi sinu sagði Páll að framlög is- lenzkra sveitarfélaga til menn- ingarmála virtust i heild meiri en gerðist hjá sveitarfélögum i öðrum Evrópulöndum — að tiltölu við fólksfjölda auðvitað. Vitnaði hann til yfirlits um rekstarf ramlög sveitarfélaga hér á landi til menn- ingarmála 1 973, sem Hrólfur Ást- valdsson á Hagstofu Íslands hefur tekið saman, en það tekur til leik- Iistarstarfsemi, tónlistarstarfsemi, safna, myndlistar, listviðburða o.f I. Samkvæmt þvi vörðu sveitar- félögin til þessara mála 1 973 tæp- lega 168 millj. kr., sem skiptist þannig: Reykjavik með rúmar 94 millj., aðrir kaupstaðir með 51 millj., en hreppar 23 millj. Af rekstrargjöldum nemur þetta: Í Reykjavik 4,4% i öðrum kaup- stöðum 3,7% en 2,3% i hreppum. í krónum á ibúa: í Reykjavik 1119 kr., i öðrum kaupstöðum 827, en i hreppum 347, en i hreppunum er það mismunandi. Auk þess leggja sýslusjóðir einnig fram fjárhæð til menningarmála i hreppum. I Reykjavik komst hlutfallið i 5,8% 1974. Árið 1970 efndi Evrópuráð- ið til fundar í Rotterdam um sveitarstjórnir og menningarmál. Framhald á bls. 22 Frá aðalfundi Iðnaðarbankans að Hótel Sögu Aðalfundur Iðnaðarbankans: Innlánsaukning 29% sl. ár AÐALFUNDUR Iðnaðarbanka íslands h.f. var haldinn s.l. laugardag, 5. april, á Hótel Sögu. Heildarinnlán i bankanum námu um s.l. áramót 2.116 milljónum króna og höfðu aukist á árinu 1974 um 475 milljónir króna eða 29.0%. Heildarútlán bankans námu i árslok 1974 1.733 millj. kr. og höfðu aukist á árinu um 365 millj. kr. eða 26.6%. Tekjuafgangur fyrir afskriftir nam 23.3 millj. kr. og var samþykkt að greiða 12% arð til hluthafa. I fréttatilkynningu frá bankanum segir, að fundarstjóri á aðalfundinum hafi verið Sigurður Kristinsson, forseti Landssambands iðnaðarmanna og fundar- ritari Eirikur Hannesson útibússtjóri. Fundinn sátu um 250 hluthafar og meðal fundarmanna var dr. Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra. Rekstrarfjárvandi iðnaðarins Formaður bankaráðsins, Gunnar J. Friðriksson, flutti skýrslu bankaráðs um starfsemi bankans á s.l. ári. Ræddi hann fyrst þróun efnahags- mála árið 1974 og horfur á þessu ári, en fjallaði síðan um rekstrarfjár- vandamál iðnaðarins. Sagði hann augljóst, að miklar hækkanir rekstrarkostnaðar framleiðslunnar á s.l. ári orsökuðu nú þörf á verulega auknu rekstrarfé, þótt ekki væri til annars en að halda uppi sama fram- leiðslumagni. Spurningin væri sú, hvernig ætti að fjármagna þá auknu veltu, sem verðbólga og gengis- fellingar hefðu skapað. Taldi hann, að við núverandi aðstæð- ur væri sú leið ein til, að rýmka reglur Seðlabankans um framleiðslu- lán til iðnaðarins, en þessar reglur væru nú mjög þröngar. Sagði hann sjálfsagt, að þau fyrirtæki, sem væru í samkeppni við innflutning, fengju að njóta þessarar fyrirgreiðslu nú þegar. Vaxandi hlutur ríkisvaldsins Gunnar J. Friðriksson ræddi því næst vaxandi hlut ríkisvaldsins í þjóðfélaginu og gat þess að á árun- um 1963 —1972 hefði opinberum starfsmönnum fjölgað um 75% en vinnuafli við framleiðslustörf aðeins fjölgað um 30% á sama tíma. Hann sagði einnig, að hlutur ríkisútgjalda af þjóðartekjum hefði vaxið úr 20% i 29% á árunum 1963—1973. Þá benti hann á, að á þessu ári væri gert ráð fyrir að einkaneysla yrði að dragast saman um 3% og fjárfesting atvinnuveganna um 6%, en á sama tima ætti samneyslan að aukast um 2.5% og opinberar framkvæmdir um 20%. Á sama tíma og atvinnuvegirn- ir væru að sligast vegna óhagstæðr- ar verðlagsþróunar framleiðslunnar og óbærilegra kostnaðarhækkana væru opinber umsvif stór aukin. Sú stefna að auka sifellt opinber umsvif á kostnað framleiðslunnar hlytu, þegar fram i sækti, að leiða til versn- andi lifskjara, þar eð framleiðsluat- vinnuvegirnir hlytu að sligast undan þeim álögum og þeirri byrði, sem opinber þjónusta og framkvæmdir legði á þá. Hlutafjáraukning Gunnar J. Friðriksson ræddi þvi næst um starfsemi bankans á s.l. ári. Samkvæmt ákvörðun siðasta aðal- fundar um aukningu hlutafjár höfðu 15 millj. kr. verið boðnar út á árinu. Um sl. áramót höfðu selst hlutabréf að upphæð 12.5 millj. kr. Útibú bankans i Hafnarfirði varð 10 ára á árinu og hefði hagur þess farið ört batnandi undanfarin ár. Þá skýrði Gunnar J. Friðriksson frá þvi, að bankinn hefði nú fengið leyfi til að starfrækja útibú i Breið- holti III i Reykjavik og væri stefnt að þvi að opna það eftir 2 mánuði. Væri nú verið að vinna við frágang hús- næðis fyrir útibúið við Völvufell. Þá sagði formaður bankaráðsins, að um s.l. áramót hefði aðalbókhald bankans verið sett i tölvuvinnslu og Framhald á bls. 22 TILBOÐ VIKUNNAR 20—30% afsláttur I VESTURRÖST HF., Laugavegi 178. Sími 16770. nú áður Koflach-skór 15.100- 18.900, Rossingnol-skíði 10.500.- 15.500. Harju-gönguskíði 4.500.- 5.900. |Reima-skiðafatnaður 7.200.- 9.800. i \ i i i 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.