Morgunblaðið - 08.04.1975, Síða 14

Morgunblaðið - 08.04.1975, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRICJLDAGUR 8. APRlL 1975 Jóhann Hafstein: Ráðstöfunarfé tekið frá þéttbýliskjörnum — með aukningu í 10% sjóð ALLMIKLAR umræður urðu á fimmtudag um frumvarp til vega- laga í neðri deild Alþingis. Eink- um snerust umræður um 11. greín frumvarpsins, sem fjallar um 34. gr. vegalaga og segir að hún skuli orðast þannig: „Af heildarfram- lagi því, sem veitt er til lagningar þjóðvega i kaupstöðum og kaup- túnum, samkvæmt 32. gr., skal árlega halda eftir 25 af hundraði, og skal því fé ráðstafað eftir til- lögu vegamálastjóra, að fenginni umsögn Sambands íslenzkra sveitarfélaga, til að flýta fram- kvæmdum þar sem sérstök ástæða þykir til að ljúka ákveðn- um áfanga, eða til að stuðla að hagkvæmari vinnubrögðum." I gildandí lögum er aðeins gert ráð fyrir að haldið sé eftir 10%, en breytingin gerir ráð fyrir 15 prósentustigum til viðbótar. Halldór E. Sigurðsson sam- gönguráðherra talaði fyrstur og gerði grein fyrir frumvarpinu, sem kom til deildarinnar frá efri deild. Skýrði hann m.a. frá því að 10%-sjóðurinn eins og hann hefði oftast verið nefndur hefði komið inn i lög 1964, en taldi nú nauð- synlegt að hækka prósentutöluna í 25 til þess að afla meira fjár til framkvæmda, sem að mati vega- málastjóra væru mikilvægari en aðrar. Er ráðherra hafði lokið máli sinu kvaddi Jóhann Hafstein sér hljóðs og gerði 11. grein frum- varpsins sérstaklega að umræðu- efni. Hann kvað misráðið að hækka þessa prósentutölu, þar sem með því væri verið að taka ráðstöíunarfé frá þéttbýliskjörn- unum og benti á að í lögunum væri gert ráð fyrir því að fjár- magn þéttbýlisbyggðarlaga yrði skert fyrir árið 1975, en sveitar- félög hefðu þegar gert fjárhags- áætlanir og þar gert ráð fyrir þessu fé. Jóhann sagðist ekki ætla að svo stöddu að gera breytingar- tillögu við frumvarpið, en mæltist til þess að samgöngumálanefnd gerði breytingar á frumvarpinu svo að unnt yrði að leysa málið með samkomulagi. Jóhann Hafstein skýrði síðan frá bréfi, sem honum hafði borizt sem ein- um af þingmönnum Reykvíkinga frá borgarstjóranum i Reykjavík, Birgi Isleifi Gunnarssyni. I bréfinu, sem sent var öllum þing- mönnum Reykvikinga, svo og landskjörnum þingmönnum, sem voru á framboðslistum í Reykja- vík, og Jóhann las upp, skýrir borgarstjóri frá því að borgarráð hafi einum rómi skorað á Alþingi að lögfesta ekki greinina og þar með skerða það fé, sem Reykjavík ætti að fá til vegagerðar. Hefði Reykjavíkurborg reiknað með framlagi þessu, sem nemur um 18 milljónum króna, á fjárhags- áætlun borgarinnar fyrir árið 1975. Þá var og á það bent að þjóðvegakerfi Reykjavíkur væri langt frá því að vera fullbyggt. Jóhann Hafstein benti á að þótt hér væri um mótmæli frá borgar- stjórn Reykjavíkur að ræða, snerti málið mun fleiri byggða- kjarna á landínu og mætti búast við mótmælum frá fleiri, þótt þau hefðu ekki borizt enn. Næstur talaði Gylfi Þ. Glslason og sagðist hann sérstaklega vilja leggja áherzlu á það atriði, sem komíð hefði fram í bréfi borgar- stjóra, sem væri að ákvæði frum- varpsins væri ætlað að gilda fyrir árið 1975 og það yrði samþykkt löngu eftir að sveitarfélög hefðu gengið frá fjárhagsáætlunum sinum. Hann benti jafnframt á að fulltrúar allra stjórnmálaflokka í borgarstjórn stæðu að mótmælun- um. Hann sagði að eflaust væri unnt að benda á slík fordæmi, en fullyrti að þau væru fá í þingsög- unni. En ef þau væru til væru þau fordæmanleg. Gylfi Þ. Gíslason sagði, að undanfarin ár hefði verið vaxandi tilhneiging til þess að ganga á hlut Reykjavikur með slagorðinu um byggðastefnu og hann spurði, hvar væru þau eðlilegu mörk, sem stuðningur við byggð í dreifbýli á kostnað þéttbýlis væru. Engin könnun hefði farið fram á þvi og teldi hann hér vera verðugt verk- efni fyrir áætlanadeild Fram- kvæmdastofnunar rikisins og á grundvelli niðurstaðna hennar væri unnt að gera tillögur um heilbrigða og skynsamlega byggðastefnu i framtiðinni. Þá tók til máls Ólafur G. Einars- son, sem sagðist vera andvigur því að 10% yrðu hækkuð i 25%. Hann sagði að andstaða hans byggðist aðallega á tvennu — því að með þessari breytingu væri Alþingi að afsala sér ákveðnu fjárveitingavaldi og leggja valdið i hendur fjárveitinganefndar og vegamálastjóra og í öðru lagi mið- aði þessi breyting að því að draga úr framkvæmdum í þéttbýli. Færði hann rök fyrir því að fjár- framlög til þéttbýlis myndu með ákvæði frumvarpsins minnka um 20%. Hann lagði áherzlu á að það sem ráða ætti framkvæmdum og því, hvar I þær væri ráðizt væri umferðarþunginn á hverjum stað. I öðru lagi og þar á eftir ættu ólokin verkefni að koma og i þriðja lagi ættu framkvæmdir að ráðast af íbúatölu viðkomandi byggðarlags. Fyrst og fremst væri það umferðarþunginn, sem ætti að ráða þörfinni fyrir vegafram- kvæmdir. Með þessari ráðstöfun væri alls ekki verið að rétta hag landsbyggðarinnar — það væri hrapallegur misskilningur, held- ur væri aðeins verið að skerða hlut allra, sem byggju á þéttbýlis- stöðum landsins. Þá sagði Ólafur, að ef samgöngunefnd breytti ekki ákvæði 11. greinar myndi hann flytja breytingartillögu við 2. um- ræðu málsins i neðri deild. Halldór E. Sigurðsson sam- gönguráðherra tók því næst til máls og svaraði gagnrýni á 11. grein frumvarpsins. Hann sagði að samhljóða frumvarp hefði verið flutt í fyrra, en þá verið gert ráð fyrir að 20% yrði haldið eftir af heildarframlagi til þjóðvega i kauptúnum og kaupstöðum og hefði sveitarstjórnum átt að vera f lófa lagið að kynna sér þá ákvæði greinarinnar. Auk þess hefði frumvarpið í núverandi Framhald á bls. 22 Frumkvœði opinberra aðila: Fjölþjóðlegar ráðstefnur Lögð hefur verið fram í samein- uðu þingi tillaga til þingsálykt- unar um frumkvæði opinberra aðila varðandi fjölþjóðlegar ráð- stefnur hér á landi. Tillagan gerir ráð fyrir því að rikisstjórnin i samráði við þjónustuaðila í is- lenzkum ferða- og samgöngumál- um kanni hið fyrsta leiðir til að auka fjölþjóðlegt ráðstefnuhald hér á landi, m.a. vegna hinna miklu gjaldeyristekna, sem slíkt ráðstefnuhald skapar. Einkum verði Islenzkar stofnanir og sam- * 1 2 tök, er hlut eiga að alþjóðlegu samstarfi, hvattar til að beita sér fyrir þvi að Ísland fái sinn skerf af funda- og ráðstefnuhaldi, sem fram fer á vegum þeirra aðila. Flutningsmenn tillögunnar eru: Heimir Hannesson (F), Benedikt Gröndal (A), Eyjólfur Konráð Jónsson (S) og Garðar Sigurðsson (K). I greinargerð með tillögunni segir: AUKNAR GJALDEYRISTEKJUR Fæstum, sem ekki starfa að ís- lenskum samgöngu- og ferðamál- um, er ljóst hve mikla þýðingu það hefur að auka nýtingu flutn- ingatækja og þjónustuaðstöðu utan hins skamma annatima yfir hásumarið. Það er samdóma álit allra þeirra, er að ferðamálum vinna, að aukning á fjölþjóð- legum ráðstefnum á Islandi gæti aukið gjaldeyristekjur þjóðarbús- ins verulega, sbr. það tölulega yfirlit, sem hér fer á eftir um líklegar gjaldeyristekjur af einni tiltölulega lítilli ráðstefnu. Fyrir utan hinar beinu tekjur er að sjálfsögðu mjög aukið hagræði að því fyrir hina ýmsu viðskiptaaðila ferðaþjónustunnar að nýta alla aðstöðu lengur en ella, svo sem fyrir flugfélög, hótel, veitingahús og aðra sambærilega aðila. Miðað við þær verulegu tekjur, sem þessi starfsemi skapar, er eðlilegt að hið opinbera hafi frumkvæði að því í samvinnu við þjónustu- aðila í samgöngu- og ferðamálum, að vinna að því á skipulegan hátt að fá hingað til lands fjölþjóð- legar ráðstefnur af viðráðanlegri stærð. I þessu sambandi má minna á að Island er aðili að fjöl- mörgum alþjóðlegum stofnunum og samtökum, sem halda fundi og ráðstefnur árlega eða oftar á ári. Það mundi mjög flýta fyrir fram- gangi þessa máls, ef ríkisstjórn Islands beinlínis fæli fulltrúum sínum í hinum ýmsu fjölþjóðlegu samtökum og stofnunum að vinna að því að ráðstefnur og fundir yrðu haldnir hér á landi innan eðlilegra marka og íslensk stjórn- völd á hverjum tima legðu eitt- hvað af mörkum þegar slíkar ráð- stefnur væru haldnar þér. Slíkt Heimir Hannesson. væri að sjálfsögðu framkvæmdar- atriði hverju sinni, en yrði í reynd mikill hvati þess að unnið væri ekki síður að þessum málum af hinum ýmsu aðilum, er viðskipta- S t j órn arfr umv ör p Lögð hafa verið fram á Alþingi siðustu daga 11 stjórnarfrumvörp sem sum hver verða nánar skýrð á þingsiðu blaðsins, eftir þvi sem þau koma á dagskrá þingdeilda og rúm þingfrétta blaðsins kann að leyfa. Frumvörp þessi eru: 0 Frumvarp til laga um breyt- ingu á lögum nr. 42/1969 um af- réttarmál, f jallskil o.fl. 0 Frumvarp til laga um breyt- ingu á lögum nr. 17/1965 um landgræðslu. 0 Frumvarp til laga um heftingu landbrots og varnir gegn ágengni vatna. — Landbúnaðarráðherra, Halldór E. Sigurðsson, mælti fyrir þessum þremur frumvörp- um i gær og gat þess m.a., að þau væru flutt I tengslum við og fram- haldi af landgræðslusamþykkt Al- þingis á Þingvallafundi i tilefni þjóðhátiðarárs (1974). 0 Frumvarp til laga um breyt- ingu á lögum um framsal sakamanna til Danmerkur, Finn- lands, Noregs og Sviþjóðar. Dóms- málaráðherra, Ölafur Jóhannes- son, mælti fyrir frumvarpinu í neðri deild Alþingis í gær. 0 Frumvarp til laga um félags- ráðgjöf, er fjallar um stöðu og starfsrétt félagsráðgjafa. 0 Frumvarp til laga um Leik- listarskóla Islands, er gerir ráð fyrir stofnun sliks skóla í Reykja- vík (3ja vetra skóla) 0 Frumvarp til laga um Þjóð- leikhús, sem nú er flutt í þriðja sinn, lítið eitt breytt. 0 Frumvarp tii laga um al- menningsbókasöfn. Frumvarpið fjallar m.a. um kostnaðarskipt- ingu rikis og sveitarfélaga á rekstrarkostnaði almennings- bókasafna. 0 Frumvarp til laga um fjárhags- legan stuðning við tónlistarskóla. 0 Frumvarp til laga um Hús- stjórnarkennaraskóla Islands. 0 Frumvarp til laga um heimilis- fræðaskóla. lega væru tengdir framkvæmd slíkra ráðstefna. Eftirfarandi er lauslegt yfirlit varðandi líklega eyðslu 56 manna hóps, sem kæmi til ráðstefnu- halds hér á landi frá ýmsum stöð- um í heiminum. Þetta er lftill hópur á alþjóðlega vísu, en mjög viðráðanlegur fyrir íslenskar að- stæður og vel það, þó að hann Osló ............. Stokkhólmur ...... Kaupmannahöfn ... Luxembourg ....... London ........... Glasgow .......... New York.......... Chicago .....'.... Ofangreind fargjöld eru full far- gjöld, enda má reikna með að svo sé með alþjóðlega ráðstefnu af þessari stærð. Með stærri fundi, þar sem þátttakendur eru fleiri frá hverjum stað, þannig að myndun hópa getur orðið, þá lækkar þessi liður verulega. væri töluvert stærri. Yfirlit þetta er byggt á nýjum upplýsingum frá starfandi aðilum i ferða- og samgöngumálum. 1. Ráðstefna 56 manna, sem koma frá 8 borgum, sjö menn frá hverjum stað. Hér fer á eftir listi yfir þá ásamt fargjaldagreiðsl- um: 7 X N. kr. 2 130.00 ísl. kr. 445 809 7 X S. kr. 2 048.00 — 538 746 7 X D- kr. 2 434.00 ' 457 470 7 X L. fr. 17 716.00 — 533 251 7 X UK£ 139.80 . ' 349 360 7 X UK£ 112.20 — 280 387 7 X us$ 432.00 — 450 576 7 X us$ 528.00 — 550 704 Fargjöld saintals isl. kr. 3 606 303 2. Ráðstefnan stendur i þrjá daga, sem þýðir fimm daga með ferðum og gistingu hér í fjórar nætur. Gert er ráð fyrir að af þessum 56 þátttakendum búi 30 í eins manns herbergjum og 26 í tveggja manna. Gistikostnaður (vetraverð). 30 á US$ 14 per dag X 4 isl.kr.......................... 250 320 26 á US$ 10 per dag X 4 — ......................... 154 960 Gisting samtals: isl. kr..... .................. 405 280 Stundum er að makar þátt- takenda koma með þeim, og mundi þá gistiliður ásamt matar- Matarkoatnaður: kostnaði o.fl. hækka. Morgunverður .................. 1 X kvöldverður ............... 2 X kvöldverður (cafet.) ...... 1 X veisla .................... Kaffi á fundum (56X6) ......... 56 á $2.75 pr. dag X 4 56 á $14 56 á $5 pr. dag X 2 56 á 25 336 kaffi X kr. 60 ísl. kr. 92 400 — 117 600 — 84 000 — 210 000 — 20160 Samtals: isl.kr. 524160 4. Flutningar f langferðabflum: Flutningar til og frá Keflavík, á milli staða í Reykjavik, vegna boða, heimsókna og kynnisferða ............fsl. kr. 62.400 5. Annar kostnaður: Prentun á ýmsum eyðublöðum, td. þátttökutilkynningum, upplýsingum um efni fyrirlestra. Prentun á dagskrá, fyrirlestrum og fundarskýrslum. Merking fundarboða, nafnspjöld þátttakenda. Laun vegna vélritunar við undir- búning fyrirlestra og fundar- gerðir. Gera má ráð fyrir að notuð verði upptaka á segulband og að ræðu- menn þurfi aðstoð, ef þeir nota glærur o.fl. Kostnaður vegna pósts og sima. Gera má ráð fyrir möppum undir gögn fundar. Samtals .......ísl. kr. 402.00 6. Benda má á að inn í þessar tölur er ekki reiknuð persónuleg Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.