Morgunblaðið - 08.04.1975, Side 19
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. APRlL 1975
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. APRIL 1975
19
Tony
Field
Tony Field, sem hefir náð góð-
um árangri með Sheffield United,
hefir með frammtistöðu sinni
sannað þá hugmynd fram-
kvæmdastjóra síns, Ken Furpy,
— að margir leikmenn úr neðri
deildunum geti gert garðin fræg-
an í fyrstu deild án þess að breyta
stíl sinum mikið.
Þessu sama heldur fram-
kvæmdastjóri Norwich, John
Bond, fram, en þeir félagar segja
að framkvæmdastjórarnir hafi
ekki tíma til að kynna sér leik
menn í neðri deildunum, og því
séu möguleikar leikmanna úr
neðri deildunum oft minni til að
afla sér frama en efni standa til.
Tony Field er 28 ára að aldri,
fæddur í Halifax. Hann byrjaði
sem atvinnumaður með heimalið
inu, sem lék þar aðeins 21 leik
áður en hann hvarf til Barrow,
sem leikur utan deilda. Eftir til
tolulega skamma viðdvöl þar fór
hann til Southport og lék 133
leiki fyrir það félag. Southport
leikur i 4. deild. Næst lá leiðin til
3. deildar liðsins Blackburn
Rovers og þar lágu leiðir Ken
Furpy og Field saman. Fyrír
Blackburn lék Field rúmlega luu
leiki og skoraði 46 mörk. Það var
þó ekki fyrr en síðari hluta þess
tima sem Field lék með Black
burn sem hann fór að skora
mörkin. Lengi framan af veru
sinni þar lék hann sem tengiliður,
eða þar til Furpy gerði hann að
„striker". Þar náði Field brátt
góðum árangri, svo góðum, að
þegar Furpy gerðist fram-
kvæmdastjóri Sheffild Utd. var
það eitt fyrsta verk hans að
kaupa Field. Upphæðin var 60
þús. pund og var Furpy ákaft
gagnrýndur fyrir að eyða svo
hárri upphæð í svo gamlan leik
mann. Ganrýnisraddirnar hafa
hljóðnað i vetur, því Field hefir
sannarlega staðið stykkinu, verið
drjúgur uppi við mark andstæð-
inganna, en hann var einmitt
keyptur til að skora mörkin.
Svo sem á íslandi er eðlilega
mikill munur á þeirri knattspyrnu
sem leikin er í 1. deild og hinum
deildunum. Field tókst þó vel að
aðlaga sig breyttum aðstæðum. I
neðri deildunum ber meira á
hörðum „tacklingum" og grófum
leik. Þegar komið er aftur á móti
upp í 1. deildina ber meira á
brögðum sem er ætlað að ergja
leikmenn, t.d. höggum og hrind
ingu. Af þessum sökum er álagið
mikið á leikmönnum, einkum hin-
um beztu, sem verða helzt fyrir
slíkum bellibrögðum. (Slíkt er þó
alls ekki eingöngu bundið við
England, heldur er slíks æ meira
farið að gæta í knattspyrnu úti
um allan heim. Fyrir skömmu
birtist hér í Mbl. grein um Johan
Cryuff sem fjallaði um aðfarirnar
gagnvart honum). Það voru þessi
atriði sem komu Tony Field mest
á óvart, en honum hefir samt sem
áður tekizt að aðlagast knatt-
spyrnunni í 1. deild þrátt fyrir
hrakspár margra sérfræðinga.
Beztu eiginleikar Tony Fields
sem knattspyrnumanns eru þeir,
að hann er mikill vinnsluhestur,
og svo sá eiginleiki hans að geta
skorað mörk. Aftur á móti eru
margir lagnari með knöttinn held-
ur en Field. Tony Field er alla-
vega nægjanlega snjall til að vera
einn lielzti skelfir markvarðanna í
I. deildinni ensku.
Æfðum vel í vetur
EFTIR að úrslit voru kunn í ís-
landsmóti 4. flokks karla náði
Mbl. tali af fyrirliða Islandsmeist-
aranna Fram, Sigurði Einarssyni.
— Var gangan i úrslitakeppn-
ina erfið?
— Nei, við töpuðum ekki einu
einasta stigi í leikjum okkar.
Erfiðustu leikirnir voru tvímæla-
laust úrslitaleikurinn við Val og
úrslitaleikurinn i riðlinúm okkar
gegn ÍR. Þann leik unnum við
með 10 mörkum gegn 7. —
— Hverju þakkar þú helzt
þennan sigur ykkar Framara?
— Fyrst og fremst hinni miklu
æfingasókn. Við höfum allir
strákarnir i liðinu mætt vel á æf-
ingar og ég held ég megi segja
lagt okkur vel fram. Þá er þáttur
þjálfarans, Péturs Jóhannssonar,
ekki lítill. —
— Og þið ætlið þessir piltar að
halda áfram að leika handknatt-
leik næstu árin?
— Já það máttu böka, við höld-
um allir áfram. —
Sigb. G.
Lið Leiknis — kom sá og sigraði í 3. deildar keppninni I vetur. I liðinu eru lfka margir gamalkunnir
kappar, bæði f handknattleik og knattspyrnu, svo sem Hermann Gunnarsson, sem þjálfaði liðið I vetur og
heldur þarna á sigurlaununum fyrir sigurinn í 3. deildinni. Hermann skoraði mörg mörk í leikjum
Leiknis 1 vetur, og verður fróðlegt að sjá hvað hann og félagar hans gera í bikarleiknum við Fram í
Laugardalshöllinni í kvöld.
ísienzka unglingalandsliðið sem
keppti í Finnlandi, ásamt
þjálfara sínum, Þórarni Ragnars-
syni, og unglinganefnd Hand-
knattleikssambands islands.
Piltarnir
urðu í
fjórða
sæti á
NM-mótinu
Skorti reunslu og yfirvegun
ISLENZKU piltarnir sigruðu Finna
með 19 mörkum gegn 11 f sfðasta leik
sfnum I Norðurlandameistaramótinu
í handknattleik sem fram fór I Finn-
landi á sunnudaginn, og björguðu sér
þar með frá því að lenda f botnsætinu
I mótinu. Verður því ekki neitað, að
árangur unglingalandsliðsins nú
veldur nokkrum vonbrigðum, en að
sögn Hilmars Björnssonar, farar-
stjóra liðsins, var fslenzka liðið mjög
áþekkt öllum hinum liðunum, en
skorti fyrst og fremst meira öryggi og
rósemi og tapaði þvf leikjum sfnum
bæði við Danmörku og Noreg mjög
naumt. Svfar urðu Norðurlandameist-
arar. Gerðu þeir jafntefli við Dani f
sfðasta leik mótsins á sunnudaginn,
og hlutu því bæði þessi lið 7 stig, en
Svfar voru með hagstæðara marka-
hlutfall. Norðmcnn urðu svo í þriðja
sæti, tslendingar i fjórða sæti og
Finnar ráku lestina, — fengu ekkert
stig, enda með lélegasta lið mótsins.
Morgunblaóið hefur áöur skýrt frá
leikjum íslands við Svíþjóð og Noreg,
en hér á eftir verður fjallað um leik-
ina við Danmörku og Finnland:
ísland — Danmörk 12—13
Þarna var um hnífjafna baráttu að
ræða allt frá upphafi til enda. ís-
lenzka liðið virtist þó betra í fyrri
hálfleiknum, en fór ákaflega illa með
tækifæri sín. Þannig voru þrjú víta-
köst misnotuð og fjögur dauðafæri af
linu. Því verður heldur ekki á móti
mælt, að danski markvörðurinn var
hetja þessa leiks og varði oft frábær-
lega vel. Staðan í hálfleik var 6—5
fyrir Dani, en eftir 5 mínútna leik i
seinni hálfleik höfðu Islendingar
jafnað á tölunni 7—7.
Siðan komust Islendingar yfir i
8—7, og 9—8 en Danir jöfnuðu siðan
og komust yfir. Þegar 6 mínútur voru
til leiksloka var staðan enn jöfn
11—11 og baráttan í algleymingi. Aft-
ur var jafnt á tölunni 12—12, og var
þá tíminn að renna út. Þá var einum
íslendinganna visað af velli, og tókst
Dönum að nota sér það að vera einum
fleiri og fengu dæmt vítakast, á síð-
ustu sekúndum leiksins. Var vítakast-
ið tekið eftir að leiktíminn rann út og
skoruðu Danir úr því og unnu leikinn
13—12.
Mörk íslands í þessum leik skor-
uðu: Ingimar 3, Ingi Steinn 3, Hannes
3, Bjarni 1, Þorbergur 1 og Jón Arni
1.
Finnland — tsland 11:19
I þessum leik sýndi islenzka liðið
loks sæmilegt öryggi og aldrei var
vafi á íslenzkum sigri í leiknum.
Staðan í hálfleik var 8—4, og Is-
lendingarnir sigu síðan jafnt og þétt
fram úr í seinni hálfleiknum. Var
þetta bezti leikur íslenzka liðsins í
ferðinni, ef leikurinn við Dani er
undanskilinn.
Mörk Islands skoruðu: Jón Árni 5,
Hannes 4, Óskar 4, Ingimar 3, Þor-
bergur 1, Steindór 1, Ingi Steinn 1.
tslenzka liðið:
— Það sem íslenzka liðið skorti
fyrst og fremst voru betri langskytt-
ur, sagði Hilmar Björnsson, farar-
stjóri í viðtali við Morgunblaðið á
sunnudaginn, — línuspil liðsins var
hins vegar gott og skoraði það lang-
flest marka sinna þaiinig og úr víta-
köstum, eftir að brotið hafði verið á
linumönnunum. Annars var Iiðið
mjög áþekkt hinum liðunum, nema að
því leyti að það lék ekki eins yfirveg-
að, og hélt knettinum hvorki eins vel
né lengi og þeir gerðu. Kom þetta
mest að sök I leiknum við Svía, þar
sem liðið glopraði leiknum niður,
fyrst og fremst fyrir þá sök aö það
gerði ekki eins og fyrir það var lagt i
upphafi.
— Að mínu mati komu þeir Krist-
ján Sigmundsson, markvörður, Jón
Árni, Ingimar og Óskar bezt frá þessu
móti, sagði Hilmar, en allir þessir
piltar léku vel mótið út.
Urslit leikja í Norðurlandamóti
pilta urðu þessi:
Sviþjóð — Island 18—12
Noregur — Finnland 14—11
Noregur — Island 14—13
Danmörk — Finnland 21—11
Svíþjóð — Noregur 24—9
Isiand — Danmörk 12—13
Svíþjóð — Finnland 22—10
Noregur — Danmörk 11—16
Finnland — Island 11—19
Sviþjóð — Danmörk 12—12
Lokastaðan:
Sviþjóð 4 3 10 76—43
Danmörk 4 3 10 62—46
Noregur 4 2 0 2 48—64
ísland 4 10 3 56—56
Finnland 4 0 0 4 43—86
Beztur KA-piltanna var Gunnar
Gíslason, ásamt markveróinum,
Aðalsteini Jóhannssyni. Gunnar
skoraði 5 mörk.
Fram — Valur
Þá var komið aö úrslitaleiknum.
Fyrri leikinn voru bæði liðin tap-
laus og því um hreinan úrslitaleik
að ræða. Þegar leikurinn hófst
kom í ljós að einn bezta mann
Vals, Stefni Helgason, vantaði, en
hann var fermdur þennan sama
dag. Valsmenn byrjuðu leikinn af
miklum krafti. Þeir komust í 4
mörk gegn engu áður en Fram
tókst aö skora. Síðan komst Valur
í 6 mörk gegn einu, en staðan í
hálfleik var 6 mörk gegn 3. Það er
skemmst frá því að segja að í
siðari hálfleik voru Valsarar
algerlega heillum horfnir, skor-
uðu ekki mark á meðan Framarar
skoruðu 4 mörk og sigruðu með 7
mörkum gegn 6, og hlutu tslands-
meistaratitilinn.
Beztur Framara var Egill
Jóhannesson, sem var jafnframt
markahæstur með 4 mörk.
Kristinn Kristinsson var beztur
Valsara ásamt Magnúsi
Guðmundssyni. Þeir skoruðu tvö
mörk hvor.
Ilaukar — KA
Síðasti leikurinn var á milli
Hauka og KA. Haukarnir náðu
þegar forystu og sigruðu örugg-
lega með 8 mörkum gegn 4 eftir
að staðan i hálfleik hafði verið 3
mörk gegn 2 fyrir Hauka.
Beztir Haukanna í þessum leik
Bárður Gislason og Rúnar Hall-
dórsson. Rúnar skoraði 2 mörk og
það gerði Sigurður Sigurðsson
einnig.
Gunnar Gíslason var beztur KA-
piltanna. Hann skoraði 3 mörk.
Sigb. G.
Orslit 4. fl. karl.
Fram 3 3 0 0 20:16 6
Valur 3 2 0 1 22:19 4
llaukar 3 1 0 2 17:17 2
KA 3 0 0 3 17:24 0
Markaha'stir:
Gunnar Gíslason KA 13
Esill Jóhannesson Fram 8
Kristinn Kristinsson Val 8
Sigurriur Sigurðsson llaukum 8
Valur — Haukar
Framan af leik höfðu Haukar
* frumkvæðið, en í leikhléi hafði
Valur náð forystunni, 5 mörk
gegn 3. 1 síðari hálfleik juku Vals-
menn enn forystuna og sigruðu
örugglega með 8 mörkum gegn 5.
Beztur Valsara í leiknum var
Stefnir Helgason. Hann var jafn-
framt markahæstur Valsmanna
með 4 mörk.
Beztur Haukanna var Bárður
Gislason, en Sigurður Sigurðsson
var markahæstur með 3 mörk.
Fram — KA
Leikur þessara liða var mjög
jafn i fyrri hálfleik, þó svo að
Fram væri oftast á undan að
skora. I hálfleik var staóan 4 gegn
4. I upphafi síðari hálfleiks tóku
Framarar mikinn fjörkipp og
komust i 8 mörk gegn 4. En KA
skoraði tvö síðustu mörk leiksins,
sem lyktaði þvi með sigri Fram, 8
mörkum gegn 6.
Egill Jóhannesson var beztur
Framara að þessu sinni og jafn-
framt markahæstur með 3 mörk.
Beztur KA-piltanna var Gunnar
Gíslason. Hann skoraði 5 mörk.
Valur —KA
Leikur Vals og KA var mjög
jafn allan timann. I hálfleik hafði
Valur einu marki betur, 5 gegn 4.
Sama baráttan var uppi á ten-
ingnum í siðari hálfleik, en Valur
marði sigurinn með einu marki, 8
gegn 7.
Beztu menn Vals voru Kristinn
Kristinsson og Stefnir Helgason.
Kristinn skoraöi 4 mörk, en Stefn-
ir 3.
URSLITAKEPPNIN i Islands-
móti 4. flokks karla í handknatt-
leik fóru fram í Asgarði um helg-
ina. Lióin sem þar mættust voru,
Fram, Valur, Haukar og KA.
Fram — Haukar
Fyrsti leikurinn var á milli
Fram og Hauka. Leikurinn var
mjög jafn allan timann, en svo fór
þó að Fram bar sigur úr býtum,
skoruðu siðasta markið 2 sekúnd-
um fyrir leikslok, og var þar
Steinþór Kristjánsson að verki.
Úrslit: 5 mörk gegn 4 fyrir Fram.
Bezti leikmaður Fram var
markvörðurinn, Konráð Arnason.
Beztur Haukanna var Sigurður
Sigurósson. Hann skoraði þrjú
marka Haukanna.
Lið Fram — sigurvegarar f 4. fiokki f tslandsmólinu, ásamt þjátfara sfnum Pétri Jðhannessyni, Ólafi Jónssyni formanni Fram og Jóni
Magnússyni, varaformanni HSl.
FRAM MEKTARI í 4 FLOKKI
Leiknir í 2. deild
Úrslitakeppnin í 3. deild karla var
háð um helgina i Ásgarði. Það voru
þrjú lið sem léku til úrslita, Leiknir,
Reykjavík, Huginn, Seyðisfirði, og
Leiftur úr Ólafsfirði.
Leiknir — Huginn
Fyrsti leikurinn í úrslitakeppninni var
á milli Leiknis og Hugins. Það kom
fljótt í Ijós að yfirburðir Leiknis voru
miklir. Leikmenn Hugins kunna flestir
hverjir ákaflega lítið fyrir sér í hand-
knattleik, enda aðstaða þeirra til
íþróttaiðkana innanhúss nánast engin
Leiknir náði þegar í upphafi öruggri
forystu Þegar fyrri hálfleikur var um
það bil hálfnaður var staðan 10 mörk
gegn 2 fyrir Leikni. í hálfleik hafði
leiknir skorað 20 mörk, en Huginn 6
Það var það sama uppi á teningnum
í síðari hálfleik, Leiknir skoraði og
skoraði, en leikmenn Hugins settu
mark við og við. Leiknum lyktaði því
með stórsigri Leiknis, 44 mörkum
gegn 1 6
Hermann Gunnarsson og Finnbogi
Kristjánsson markvörður voru beztu
menn Leikms að þessu sinni
Af leikmönnum Hugins var það helzt
Pétur Böðvarsson, sem eitthvað kunni
fyrir sér, en á árum áður lék Pétur
einmitt handknattleik með Fram.
Markhæstir: Leiknir Hermann 19
mörk, Hafliði Pétursson 7, Guðgeir
Leifsson 6
Huginn Einar Emilsson 6, Pétur 4.
Huginn — Leiftur
Leikur Hugins og Leifturs var fremur
slakur, enda búa bæði félögin við ákaf-
lega lélega aðstöðu til iðkunar hand-
knattleiks En mest er um vert að
félögin hafa áhuga á að spreyta sig í
þessari íþrótt, sem hefir átt fremur
erfitt uppdráttar úti um land, sem
stafar fyrst og fremst af aðstöðuleys-
inu Vonandi knýr þátttaka félaganna á
um úrbætur á þessu sviði, og er þá
ekki að efa að úti um land rís sterkar
sveitir handknattleiksfólks
Leiftur hafði ávallt forystuna í
leiknum Þó náði Huginn að jafna
tvisvar í upphafi leiksins, 3 gegn 3 og
4 gegn 4, en úr því tók Leiftur örugga
forystu. í hálfleik var staðan 1 3 mörk
gegn 6 Leiftri í hag
Síðari hálfleikurinn var öllu jafnari,
en þó tókst Hugni ekki að minnka bilið
Leiftur úr Ólafsfirði sigraði því örugg-
lega með 25 mörkum gegn 1 7
í liði Leifturs eru nokkrir góðir ein-
staklingar Með meiri æfingu gæti lið
Leifurs áreiðanlega orðið nokkuð gott.
Beztir þeirra í leiknum gegn Hugni
voru Sigurður Sigurðsson og markv.
Haukur Sigurðsson Pétur Böðvarsson
var eini leikmaður Hugins sem eitthvað
hvað að Pétur var raunar bezti
leikmaður vallarins
Markhæstir Leiftur: Sigurður 8,
Albert Ágústsson 7
Huginn: Pétur 8 mörk
Leiknir — Leiftur
Þá var komið að úrslitaleiknum, sem
var á milli Leifurs og Leiknis. Það ríkti
aldrei nein spenna í leiknum, til þess
voru yfirburðir Leiknis allt of miklir.
Eftir 5 mínútna leik var jafnt 2 mörk
gegn 2, en þá tóku Leiknismenn til
sinna ráða í fyrsta lagi lokaði
Finnborgi Kristjánsson marki Leiknis,
og útileikmennirnir voru iðnir við að
skora Því var það að þegar 25 mín.
voru af fyrri hálfleik var staðan 18
gegn 2 fyrir Leikni. Þegar blásið var til
leikhlés stóð 22 mörk gegn 6
í síðari hálfleik tókst Ólafs-
firðingunum öllu betur upp Það er
skemmst frá því að segja að síðari
hálfleikinn unnu Leiknismenn með
aðeins tveggja marka mun, 14 gegn
12 Lyktir leiksins urðu því stórsigur
Leiknis, 36 mörk gegn 18, og sigur
Leiknis í 3. deild innsiglaður
Leiknir er vel að sigri kominn í 3.
deild Liðið hefir mörgum ágætum
handknattleiksmönnum á að skipa, og
mun áreiðanlega velgja mörgum 2.
deildar-liðunum undir uggum. Her-
mann Gunnarsson hefir sem kunnugt
er þjálfað liðið í vetur og verið pottur-
inn og pannan í leikjum liðsins
Hermann setti markamet í deildunum
þremur í vetur með því að skora 128
mörk í 8 leikjum, eða 16 mörk að
jafnaði í leik, sem er frábært afrek jafnt
þó í 3 deild sé. Auk Hermanns hafa
þeir Finnbogi markvörður, Guðgeir
Leifsson og Hafliði Pétursson verið
sterkustu menn liðsins. Annars er
breiddin í liðinu góð.
Bezti maður Leifturs í leiknum gegn
Leikni var Albert Ágústsson
Markhæstir Leiknir Hermann 11,
Hafliði 1 1, Guðgeir 5
Leiftur: Albert 9, Óli Már
Guðmundsson 5
Lokastaðan.
Leiknir 2 2 0 0 80:34 4
Leiftur 2 1 0 1 43:53 2
Huginn 2 0 0 2 33:69 0
Sigb. G.
Símon
Ólafsson
Ætíð skjóta upp kollinum ný og
ný efni í íþróttum sem og öðrum
sviðunv Sumt þetta unga fólk
[verður aldrei meira en efnilegt,
[annað gefur sér góðan tima til að
lkomast i hóp þeirra beztu, og enn
jannað skýzt beint i hóp þeirra
| beztu.
Einn þeirra sem fór þá leiðina
sem síðast getur er körfuknatt-
leiksmaðurinn úr Ármanni,
| Simon Ólafsson.
Simon byrjaði að leika körfu-
I knattleik 12 ára að aldri og þá
þegar með Ármanni. Siðan hefir
Simon iðkað körfuknattleik með
góðum árangri, svo góðum að nú
|er hann í hópi beztu körfuknatt-
] leiksmanna íslands tæpra nítján
| ára gamall.
íslandsmótið i vetur var annað
| íslandsmótið sem Simon tekur
þátt i með mfl. Strax i fyrra vakti
Simon mikla athygli. Einkum var
hann harður í horn að taka
| fráköstunum og laginn skorari.
Lengi vel átti Ármann mögu
leika á að hljóta íslandsmeistara
titilinn í fyrra, og ekki var Ijóst
hvaða lið hlyti titilinn fyrr en í
| siðasta leik mótsins þar sem Ár
mann og KR áttust við. Á síðustu
sekúndum leiksins fékk Simon
tvö vítaköst, og með þvi að hitta
úr báðum varð titillinn Ármanns.
| En þessi ungi maður þoldi ekki
I álagið og mistókst. Nú i vetur
Ihefir Símon lagt meiri rækt við
Ivitaskotin og árangurinn lét ekki
|á sér standa, þvi hann kom út úr
[mótinu sem bezta vitaskyttan.
Ármann gekk ekki eins vel
Imótinu I vetur. Liðið hafnaði i
I þriðja sæti á eftir meisturunum
ÍR og KR. En Ármenningar gerðu
sér litið fyrir og sigruðu i Bikar
1 keppninni KKÍ. í úrslitaleiknum
| lögðu þeir KR að velli, sem hefir
| til þessa sigrað í öllum bikar
keppnum sem háðar hafa verið. í
I úrslitaleiknum vó þáttur Simonar
lekki hvað minnst, hann skoraði
] mörg stig og hirti mikið af frá
1 köstum. Sannarlega eru Ármenn
I ingar vel að sigrinum komnir, þv
| félagið hefir aldrei sigrað i tveim
1 ur stærstu körfuknattleiksmótum
íslands, íslandsmóti eða Bikar
keppni, fyrr en nú.
Þegar Símon var að þvi spurðu
I hvað hann teldi að gert hefði
| framfarir hans i körfuknattleik svo
Jörar sem raun ber vitni, svarað
hann: — Ég hefi æft ákafleg
[ vel, bæði með félaginu og svo
1 upp á eigin spýtur. Það nær eng
inn árangri nema hann æfi vel þv
körfuknattleikurinn er ákaflega
| erfið iþrótt.
Símon Ólafsson lýkur stúdents
I prófi i vor. Á sumri komanda mun
hann fara til Bandarikjanna og
leggja þar stund á byggingaverk
fræði. Simon sagði að auk þess
að þar væri gott að stúdera laðað
körfuknattleikurinn einnig, —
j þvi það kemst engin þjóð með
tærnar þar sem Bandarikjamenn
I hafa hælana i körfuknattleik. —
Simon Ólafsson hefir leikið
| landsleiki og 6 unglingalandsle
þann stutta tima sem hann hef
leikið körfuknattleik. Telja má
vist að hans biðu fleiri landsleiki
ef hann dveldist hér heima. En af
þvi verður sem sagt ekki, en Ijóst
| er að missir Ármanns og islenzks
1 körfuknattleiks verður mikill, og
vonandi fá islenzkir körfuknatt
leiksunnendur að njóta þess aftu
að sjá Simon Ólafsson i fullu fjöri
I undir körfunni.