Morgunblaðið - 08.04.1975, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.04.1975, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. APRlL 1975 25 Elías Pálsson, fyrrv. yfirfiskmatsmaður: Leyndir gallar í Fiskmati ríkisins? í 15. TÖLUBLAÐI Morgunblaðs- ins þann 19. jan. 1975, er fyrir- sögn fréttagreinar á öftustu sídu blaðsins svo hljóðandi: „Tæplega 30 milljón króna tjón vegna leyndra galla í skreið". Svo segir: „Vegna leyndra galla i skreið sem seld hefur verið til ítalíu, hefur Samlag skreiðarframleiðenda og allir aðrir útflytjendur, sem sam- tals eru 6, orðið að gefa afslátt á skreiðinni sem að meðaltali nem- ur rúmlega 9% miðað við heildar útflutninginn.“ Þarna virðist mér gerð tilraun til hagræðingar á prósentunni samkvæmt því sem siðar kemur í ljós. i Morgunblaðsgreininni segir: „Bragi Eiríksson, forstjóri Sam- lags skreiðarframleiðenda, sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að verðið á skreið á ítalíu væri nokk- uð hátt og hefði það hækkað á árinu 1974 um 85—90% miðað við árið 1973: Komu síðan fram ýmsir gallar í skreiðinni, sem virðast hafa leynst fyrir matsmönnum og konta þeir aðallega fram, þegar skreiðin er bleytt út, en á ítalíu er hún aðallega seld í útbleyttum flökum.“ Og ennfremur segir í sömu grein: „Deildarstjóri í skreiðarmatinu, Sigfús Magnús- son, fór til Italíu til þess að skoða skreiðina og kom til baka með þann úrskurð að sumt af skreið- inni hefði ekki átt að fara utan og hefði verið miður gott. Sum flök- in voru dökk og ljót útlits, morka i fiskinum og er þetta aðal ástæðan fyrir því að skreiðin hefur ekki selst á Italíu." Og enn segir í Morgunblaðinu: „Bragi sagði að að sögn matsmanna hefðu þessir gallar í skreiðinni ekki sést á vör- unni þegar hún var flokkuð og flutt út. Hann sagði jafnframt að matið þyrfti nauðsynlega að taka upp aðrar aðferðir við flokkun skreiðarinnar, sjónmat væri ekki nóg, og rannsaka yrði gæði skreið- arinnar með öðrum hætti. Hér væri um dýra vöru að ræða.“ í 2. tölublaði mánaóarritsins Ægis 1. febr. 1975 ritar Bragi Eiríksson stutt yfirlit um skreiðarframleiðsluna og skreiðarútflutninginn 1974, svo og um ástand og horfur i markaðs- málum. Eg get ekki stillt mig um að taka hér upp nokkuð af þvi sem þar er sagt. Orðrétt: „Hækkun milli áranna 1973/1974 er frá 80% til 90% og samþykktu italskir kaupendur þetta verð þó hátt væri. Útlit var þvi gott, þegar útflutningur hófst snemma í september og allt fram í október, þá fóru að berast kvart- anir um að skreiðin væri léleg að gæðum. Ágerðust kvartanír skjótt og urðu mjög alvarlegar. Kaup- endur i Italíu hættu við að panta skreið og útflutningur stöðvaðist alveg í nóvember. Vegna tilmæla útflytjenda fóru þeir til ítaliu Stefán Gunnlaugsson, deildar- stjóri í viðskiptaráðuneytinu, og Sigfús Magnússon hjá Fiskmati ríkisins. Heimsóttu þeir alla kaupendur og skoðaði Sigfús Magnússon skreióina. Eftir heim- komu skýrði Sigfús Magnússon frá þvi að skreiðin væri mikið gölluð, sérstaklega öll stóra skreiðin Edda 60/70 og 70/up og Saga I.G. Einnig var skreiðin 50/60 gölluð en þó minna. Gallar voru þeir, aó skreiðin var morkin bæði við hrygg og gotrauf og þar af Ieiðandi voru útbleytt flök óseljanleg í ltalíu nema að skemmdirnar hefóu verið fjar- lægðar. Við það minnkaði hin seljanlega þyngd og mikið tap varð ekki umflúið. Höföu ítalskir kaupendur á orði að þeir mundu fá heilbrigðiseftirlitið á italíu til þess að skoða skreiðina og fella úrskurð um gæði hennar. Slíkur úrskurður gat ekki farið nema á einn veg. Þá var ákveðið að full- trúar nokkurra seljenda færu til ítalíu til þess að reyna að semja um afslátt frá skreiðarverðinu. ítalir óskuðu eftir því, að öll skreið sem var 60 sentimetrar og yfir og Saga I.G. skyldi flutt til baka til islands og andvirði henn- ar endurgreitt og að 30% afslátt- ur yrði veittur á stærðina Edda 50/60. Aðrar stærðir svo sem Edda 20/40, 40/50 og Saga I.P. og I.M. mundu sleppa við afslátt. Eftir nokkurt samningaþóf féll- ust Italir á að eftirfarandi afslátt- ur yrði veittur: Sagal.G. 15% Edda 70/up 18% Edda 60/70 15% Edda 50/60 15% (Meðaltal af ofangr. 16,75% E.P.).“ Ennfremur segir Bragi í Ægi: „Það er engin launung á því að gróf mistök hafa átt sér stað þeg- ar skreðin var metin til ítalíu. Ber að harma slík vinnubrögð og kæruleysi. Um þekkingarleysi ætti ekki að vera að ræða, því ætla verður að matsmenn þekki morkinn fisk. Það verður aldrei of oft hvatt til vöruvöndunar, hvort sem fiskur er verkaður i skreið eða annað, og er fiskmatið einn snarasti þátturinn i eftirliti með vörugæðum.“ Svo mörg eru þau orð. Að ég hef tekið svo mikið upp í þessa grein af ummælum þeirra Braga Eiriks- sonar og Sigfúsar Magnússonar stafar af því að ég veit, að þeir báðir vita svo mæta vel hvað þeir eru að tala um, að óhætt er að taka ummæli þeirra alvarlega, það kennir nefnilega þegur kem- ur að hjartanu. Það gefur nokkuð alhliða skýringu á málinu í heild, vanhæfni fiskmatsins, aukna fyr- irhöfn þeirra sem sölumálin hafa á hendi og ekki síðast eða síst, auka kostnað í utanlandsferðum, auk affallanna á verógildinu sem svona stórkostleg vörusvik hljóta alltaf að valda. Það hefði gjarnan mátt segja að fiskmatið ætti eða hefði átt að vera einn snarasti þátturinn i eftirliti með vörugæðum. Ég fyrir mitt leyti tel að þarna komi til greina þekkingarleysi auk kæru- leysis, það ættu að minnsta kosti allir fiskmatsmenn, jafnvel þeir sem halda að þeir séu það eða hafi verið, að vita að næstum allir fisk- ur sem mörg undanfarin ár hefur verið tekinn til skreiðarverkunar er úrgangur frá annarri vinnslu, yfirleitt 3—4 nátta morkinn neta fiskur. Það gefur því auga leið að slíkan fisk er ekki hægt að meta, án þess að gjörkanna gæði hans í gegn, með þeim aðferðum sem áður tíðkuðust, meðan skreiðar- matið var og hét. 1 þessari um- ræddu skreið hefur því ekki verið um neina leynda galla að ræða heldur eólilega mióað við gæði hráefnisins. Það er nefnilega fisk- matið sem leyndu gallarnir eru í. Eg get ekki séð að þróun fisk- matsins sfðasta áratuginn geti gefið einum eða neinum tilefni til þess að vænta þess að fá Fálka- orðu út á góða frammistöðu. Það er því ekki vonum fyrr að tekið verði til hendinni að ráða bót á þessu ófremdarástandi og reyna að finna einhverja sem hefðu hugsanlga hæfileika eða gætu til- einkað sér þá. Eftir ummælum forstjórans að dænia virðist sem þar sé heldur betur búið að breyta til og slaka á skreiðarmatinu. Forstjóranum er áreiðanlega fullkunnugt um það, eins og öllum öðrum sem hafa eitthvað haft með skreiðarmat að gera, að hingað til Islands voru þrisvar sinnum fengnir sérfræð- ingar í skreiðarmati frá Noregi, til að kenna íslenskum matsmönn- um skreiðarmat. Þessir menr. sáu hér um allt skreiðarmat og kenndu okkur svo árum skipti. Hjá þeim lærði Kristján Elíasson sérstaklega skreiðarmat og tók svo við yfirmatinu á skreiðinni og gegndi því á þriðja áratug af mik- illi hæfni og kunnáttu, þegar hann svo var hrakinn frá starfinu af hinum verstu öflum, mun það fyrst og fremst hafa verið sótt svo fast vegna þess hve fast hann hélt við settar reglur til að tryggja áunnið öryggi skreiðarmatsins, og þvi er nú komið sem komið er. Og það eitt er víst að þessir norsku menn kenndu meira en sjónmat í skreiðinni. Það þýðir ekki að vera að tala um að það þurfi að rann- saka gæði skreiðarinnar með ein- hverjum öðrum hætti en bara að lita á hana. Samanber sjónmat. Það þarf að taka upp fyrri glataða hætti sem gáfust vel, og grípa síðasta tækifærið og nýta þá fáu menn sem eftir eru úr þeim ágæta og vel hæfa hópi sem fiskmat önnuðust bæði á skreið og salt- fiski á sjötta og sjöunda áratugn- um, til kennslu og þjálfunar byrj- enda, án tillits til aldurstakmarks þeirra. Ég ætla i þessu sambandi aðeins að benda á, í hve mikla niðurlægingu fiskmatið hefur verið komið og hversu það virðist á liðnum árum hafa orðið viðskila við uppruna sinn. Þegar maður íhugar rök aðstandenda þessa máls fyrir því, hvað valdið hafi óförum þessarar umræddu skreið- ar, kemur i ljós að að þeirra dómi eru það leyndir gallar, sem þeir nefna svo, og kenna svo um óhga- stæðri veðráttu til skreiðarverk- unar. Svo ömurlegt og minnkandi yfirklór hef ég aldrei heyrt eða séð. Þó er það í aðra röndina næstum þakkarvert. Með því viðurlcenna þeir nefnilega veik- leika sinn og vanhæfni; það er ef til vill ómaksins vert að velta því fyrir sér, hvernig þetta sjónmat muni fara fram. Eg hef aldrei heyrt framkvæmd fiskmats nefnda þvi nafni. Það bendir óneitanlega til þess að ekki hafi verið farió höndum um fiskinn, heldur hafi einhver aðili, á vegum yfirmatsins væntanlega komið á staðinn og kikt á fiskinn annað- hvort í stafla eða í hrúgu á gólfi, eða i þriðja lagi kominn i pakk- ana, og fiskframleiðendur metið og séð um pökkunina, samkvæmt heimild í síðustu reglugerð um fiskmat, og kem ég að þvi síðar. Eg geri ráð fyrir að skreiðarfram- leiðendur og saltfiskframleiðend- ur njóti sömu hlunninda sam- kvæmt áður nefndu reglugerðar- atriði enda engin ástæða til ann- ars þar sem sanii maður hefur í mörgum tilfellum framleitt hvort tveggja og sömu menn metið bæði skreið og saltfisk. Sem sagt, niðurstaðan af þess- um hugleiðingum verður sú að þegar framleiðandinn er búinn að meta og pakka sjálfur lætur hann vfirmatið vita, þaðan er sendur yfirfiskmatsmaður eða deildar- stjóri, sem að því er virðist leggur blessun sína yfir allt gumsið. Niðurstaðan er: Hann kom, sá, en sigraði ekki. Aðstandendur þessa máls virðast hafa tekið upp á því, að skrautklæða skaðabæturnar með því að nefna þær afslátt; þó hafa þeir trúlega ekki áttað sig á þvi, hvað það uppátæki þeirra félli vel inn i rás viðburðanna sem raun ber vitni, því að segja má að í sömu andránni hafi fisk- matið verið komið á afláttar list ann sem hæstvirt alþingi slátraói svo endanlega fyrir síðustu ára- mót. Þó að því er mér skilst með þeim góða ásetningi að komið verói upp annarri stofnun sem annist fiskmat, vonandi með ein- hverjum öðrum hætti en verið hefur undanfarið. Ég minntist á ákvæði Reglu- gerðar um fiskmat frá 26. febr. 1973. 1 3. grein hennar sem er all löng kennir ýmissa grasa, meðal annars er fiskframleiðendum fal- ið að velja menn til að annast fiskmat, en það hefur yfirmatið alltaf haft á hendi áður. Reyndar skulu þessir framleiðendavöldu menn vera samþykktir af yfirmat- inu að nafninu til, og þeim aflað réttinda en þeir mega vera fastir starfsmenn fiskeigenda, og vinna fyrir þá, hvað helst sem vera skal, að sjálfsögðu, og svo kemur stóra rúsínan i pylsuendanum. Orðrétt: „Þegar sérstaklega stendur á og framleiðanda eða Fiskmati rikis- ins tekst ekki, vegna skorts á lög- giltum fiskmatsmönnum að tryggja framleiðanda hæfan mann til saltfiskmats, er heimilt að veita framleiðanda sjálfum leyfi til mats á sinni eigin fram- leiðslu.“ Opinbert fiskmat var stofnað árið 1909 fyrir sérstaka forgöngu fiskútflytjenda og annarra áhuga- manna fyrir bættum viðskipta- háttum á saltfisksölu. Strax í byrjun var sérstaklega lögð áhersla á, að fyrirbyggja að fisk- framleiðendur, eða þeirra þjónar, gætu á nokkurn hátt fengið að- stöðu til að hafa áhrif á fiskmatið. Það er óhætt að segja að það hafi verið talið af öllum ábyrgum fisk- matsmönnum æðri og lægri að það væri höfuð öryggi fiskmats- ins. Svo stranglega var eftir þessu gengið, að matsmenn máttu ekk- ert af þeim þiggja á vinnustað, ekki kaffisopa, hafragrautarspón eða nokkuó annað sem talist gæti til góðgerða, eða valdió of nánum kynnum. Þeir máttu helst ekki þiggja af þeirn i nefió, hvað þá að matsmenn mættu vera þeim háðir atvinnulega. Ég býð ekki i þann matsmann sem á einhvern hátt hefði gerst áberandi sekur um að brjóta þessi ströngu fyrirmæli i þágu fisk- framleiðenda, það hefði áreíðan- lega verið talinn stórkostlegur glæpur. Fái þetta reglugerðar- ákvæði að gilda framvegis, sem vonandi verður ekki, þá er fisk- matið orðió lítils eða kannski öllu heldur einskis virði, enda er það nú komið á daginn, aó það hefur fengið staðfestan sinn eigin dauðadóm. Menn verða bara aó gera sér þaö ljóst, að með stofnun fiskmatsins á sínum tíma, einmitt þegar öll meðferð á fiski og fisk- verkun var mjög frumstæð, og ófullkomin, blóðgun á fiski þekkt- ist til dæmis ekki, hefur þörfin fyrir gæðaflokkun verið aðkall- andi. Þetta sáu einmitt hyggnir og vandaðir útflytjendur, en það kom fljótt fram að sumir gátu ekki tileinkaó sér skilning á til- gangi matsins og fór þvi fljótt að brydda á óánægju fiskeigenda yf- ir matinu, og einmitt þess vegna þróuðust þessar ströngu varúðar- reglur gagnvart áhrifum þeirra. Þau 36 ár sem ég vann við fiskmat og þar af nær helming þess tima sem fyrirfiskmatsmaður, kynntist ég að sjálfsögðu mörgum fisk- framleiðendum. Þessir menn voru að minum dómi yfirleitt bestu menn, og margir hreinustu ágætis menn. Ég kynntist einnig fjölda mörgum verkstjórum, og má það sama um þá segja. Náttúr lega var þessi stóri hópur dálitið misjafn eins og að lik- um lætur, og auðvitað fyrst og fremst mannlegir. Allir vildu þeir ota sínum tota. Þeir voru oft ansi seinir til að nýta góð ráð sem maður var stund- um að reyna að gefa þetm. Vafalaust hefur þeim mörgum þótt þeir upp úr því vaxnir að hlusta á það, en þó var þetta mjög misjafnt. Mörgum var afar gjarnt á að spara eyrinn en kasta krón- unni. Mér fannst lika oft að þeir ættu afar erfitt með að skilja til- gang fiskmatsins og tilefni þess að sú stofnun var á sínum tíma sett á laggirnar. Það er nú einu sinni svo að fiskeigendur eiga nefnilega sínar hljóðpípur og sina tónsprota, sem þeim er oft mjög gjarnt að beita af miklum þunga, jafnvel hörku viö fiskmatsmenn. Þá tilburði og tilraunir þekktum við gömlu matsmennirnir og mun- Framhald á bls. 27 Elías og Þórarinn Jónsson á stakkstæði við Efri-Dverg, þar sem nú er saltfiskverkun B.tl.R. við Grandaveg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.