Morgunblaðið - 08.04.1975, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. APRlL 1975
Gísli Narfason
— Minningarorð
Minning:
Gísli Narfason var fæddur að
Hverakoti i Grímsnesi hinn 17.
júlí 1894. Foreldrar hans voru
hjónin Narfi Gíslason frá Vífils-
stöðum og Guðriður Þorkelsdóttir
frá Ormsstöðum í Grímsnesi.
Hann missti móður sina ungur
eða 12 ára gamall og dvaldist með
föður sinum að Hverakoti tii 14
ára aldurs. Fram til ársins 1924
var hann við vinnumennsku i
Grimsnesinu, lengst af á Efri-Brú.
Jafnframt þvi reri hann á vetrum
frá Grindavík og þar kynntist
hann konu sinni Kristínu Hafliða-
dóttur, en faðir hennar var Haf-
líði Magnússon bóndi á Hrauni í
Grindavík. Eftir þaö lá leiðin til
Reykjavíkur og stofnuðu þau
hjónin heimili þar. Arið 1929
fluttust þau að Barónsstig 24 og
bjuggu þar þaðan í frá, fyrstu
árin i sambýli viö Engilbertínu,
systur Kristínar og Guðjón
Guömundsson, mann hennar, eða
allt þar til er þau Engilbertína og
Guðjón létust. Þriðja fjöiskyldan,
sem þarna bjó, voru þau Sigriður
Guðjónsdóttir, systurdóttir
Kristinar og Sigurkarl Stefáns-
son, maður hennar, og hélst sam-
býli þessara fjölskyldna þar til er
Kristín lést, árið 1963, en Gísli
dvaldist þarna allt fram til ársins
1968, er hann íluttist að Hrafn-
istu. Eftir að Gisli kom til Reykja-
víkur, vann hann fyrir sér sem
verkamaður meðan honum entust
kraftar og heilsa.
Þeir hlutir, sem skapa þann
ævintýraljóma, er leikur um
fyrstu æskuárin, verða seint séðir
öðruvísi en með augum
bernskunnar og jafnörðugt aö
fara um þá orðum og bláma fjar-
lægra fjalla. Fjaliið yfir bænum
hlýtur ætíð þann sess, sem
vaknandi barnsvitund skipar því,
hvað sem öllum rökum liður.
Þótt ég reyni nú að kveðja
+
Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma okkar
GUÐFINNA ÞORLEIFSDÓTTIR,
Asvallagötu 24, Rvk.,
andaðist að heimili sínu sunnudaginn 6. apríl.
Friðrik Jónsson,
Þorgerður Friðriksdóttir,
Steinn Steinsson
og barnabörnin.
+
Eiginmaður minn,
JENS BENJAMÍN ÞÓRÐARSON,
Hafnargötu 48, Keflavík
lézt á Sjúkrahúsi Keftavikur 6 april
Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna.
Þuriður Halldórsdóttir.
+
Maðurinn minn, faðir og tengdafaðir
MAGNÚSJÓNASSON
Norðurbrún 1.
andaðist i Borgarspítalanum sunnudaginn 6 þ m
Kristin Viglundsdóttir,
Vilbogi Magnússon,
Rósa Viggósdóttir.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi
JÖRGEN C. C. NIELSEN,
bakarameistari,
Bergstaðastræti 29
andaðist i Landakostsspitala aðfararnótt 6 april s I
Guðrún Nielsen,
börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Útför móður okkar,
RANNVEIGAR BJARNADÓTTUR,
Stórholti 26,
fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 10. april kl. 13.30.
Jón R. Ásmundsson,
Björn R. Ásmundsson, Reynir R. Ásmundsson,
Hilmar Sv, Ásmundsson, Sigurður S. Ásmundsson.
Ölafur Eiríksson
kaupmaður
nafna minn, Gisla Narfason,
fáeinum fátæklegum orðum,
verður hann aldrei annað fyrir
mér en það, sem ég í æsku taldi til
þess, sem var gott og öruggt, hluti
þess veruleika, sem ég i æsku
vaknaði til. Hann lést að Hrafn-
istu hinn 27. marz s.l. eftir mörg
og erfið sjúkdómsár. Þótt mér sé
um mengn að lýsa verðleikum
hans eins og ég sagði áður, þá get
ég þó fullyrt, að aldrei bar skugga
á þá mynd af honum, sem
greyptist í hug mér i æsku. Sam-
ofin þessari mynd er kona hans
Kristín Hafliðadóttir sem látin er
fyrir allmörgum árum. — Honum
mun heimkoman ljúf. —
Gísli Kristinn Sigurkarlsson.
útfaraskreytingar
blómciuol
Groðurhusið v/Sigtun simi 36770
Prentum á þakkarkort,
H4H4S1 «.«■'.
Eikjuvogi 19 ■ fleykjavik • Snni 35749
Enginn veit sina ævi fyrr en öll
er. Ekki grunaði okkur er við
vorum saman að spila á mánu-
dagskvöldi, skólabræður og vinir,
að á miðvikudegi yrði hringt og
okkur tilkynnt lát Óla. Hann
hneig niður við störf i verzlun
sinni og þrátt fyrir einkar skjóta
og góða aðstoð komst hann ekki
aftur til meðvitundar.
Þegar ég frétti lát Ola vinar
míns fann ég sáran söknuð, en
hugurinn reikar ósjálfrátt til lið-
inna ára og rifjast þá upp margar
ánægjustundir, sem við félagarn-
ir áttum saman.
Olafur Eiríksson er fæddur 30.
apríl 1921 i Gerðurn, Garði. Hann
andaöist 26. marz 1975. Hann var
einkasonur hjónanna Eiríks Þor-
steinssonar kaupmanns og Ragn-
hildar Davíðsdóttur. Er hann var
7 ára fluttust þau til Reykjavíkur,
þar sem Eirikur rak matvöru-
verzlun i mörg ár.
Ég kynntist Ölafi, er við vorum
bekkjabræður i Verzlunarskóla
Islands. Þar sátum við saman
síðasta veturinn. Er við lásum
heima hjá honum vantaói ekki
gestrisni Ragnhildar móður hans,
sem gaf okkurkókómalt(sem ekki
var algengt þá) og kökur. Oli var
afburða námsmaður, sem mundi
allt og skildi allt undir eins. Ég
þurfti því oft að lesa aftur, er
hann var búinn að læra.
Arið 1939 útskrifuðumst við úr
Verzlunarskóla islands og var
Olafur „Dux". Hann fékk hæstu
einkunn, sem þá hafði verið gefin
við brottfararpróf og fékk margar
viðurkenningar fyrir frábæran
námsárangur.
Sama ár Pór hann til Kaup-
mannahafnar til að nema bókaút-
gáfu og bóksölu hjá Munkgaard
Forlag.
Um haustið braust út síðari
heimsstyrjöldin.og Ölafur ákvað
að vera kyrr i Danmörku. Þar tók
hann þátt i starfi andspyrnu-
+
Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma
JÓSEFÍNA JÓSEFSDÓTTIR,
Fellsmúla 15
sem lézt í Landspítalanum 28. marz verður jarðsungin miðvikudaginn
9. april kl. 1 3 30 frá Fossvogskirkju.
Fyrir hönd aðstandenda.
Eyjólfur Finnsson.
+
Útför sonar míns
EINARS ÞORKELSSONAR,
sem andaðist í New York 28. marz síðastliðinn, fer fram frá Fossvogs-
kirkju fimmtudaginn 10. apríl kl. 10 30
Fyrir mina hönd og annarra vandamanna
Þorkell Bergsson.
+
Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og útför föður okkar, tengdaföður
og afa,
PÁLS PÁLSSONAR
útvegsbónda, Hnffsdal.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
+ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi + Sonur okkar og bróðir
SIGURÐUR GUDJÓNSSON, SIGURJON MAGNÚSSON,
kaupmaður Hátúni, Stokkseyri,
Suðurgötu 37 sem lézt af slysförum 31 marz, verður jarðsunginn frá Stokkseyrar-
verður jarðsunginp frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 9 apríl kl. 1 30 kirkju, miðvikudaginn 9 apríl kl 2
Camilla Sæmundsdóttir Viktoría Þorvaldsdóttir, Magnús Sigurjónsson, Margrét Magnúsdóttir, Þorvaldur Magnússon, Vilhjálmur Magnússon, Gunnar Magnússon,
Guðjón Ingi Sigurðsson Svava Valgeirsdóttir Sigurdis Sigurðardóttir Kristján Þorkelsson
og barnabörn Bjarni Magnússon, Signý Magnúsdóttir.
hreyfingarinnar og sat i fangelsi
um tíma.
Eftir stríð kom Ólafur aftur
heim og tók að starfa við bóka-
verlun. Fyrst í Bókaverzlun
K.R.O.N., en síðan gerðist hann
verzlunarstjóri hjá bókaverzlun
Máls og Menningar. Það var sama
um hvaða bók maður spurði hann.
Hann hafði lesið þær allar.
Hinn 26. október 1946 kvæntist
hann Lovisu Rögnvarldsdóttur og
voru þau hjónin afar samhent
bæði í starfi og sameginlegum
áhugamálum. Margar ferðirnar
fóru þau til útlanda og þá sérstak-
lega til sólarlanda.
Þau eignuðust tvö börn Ragn-
hildi og Eirík. Dóttir Ragnhildar
Anna Dóra Sæþórsdóttir var
augasteinn afa og ömmu. Tóku
þau hana með sér í flest allar
utanlandsferðir. Eiríkur er
kvæntur Margréti Hjörleifsdótt-
ur, og eiga þau einn son alnafna
afa síns Ólaf Eiríksson.
Eftir að Öiafur hætti i bóka-
verzlun setti hann á stofn mat-
vöruverzlunina Vogur við Vig-
hólastíg í Kópavogi ásamt vini
síhum, en siöustu 15 árin rak
hann hana einn. Gekkk verzlunin
vel, enda skorti hann ekki atorku
og dugnað.
Við spilafélagarnir og konur
okkar ásamt skólasystkinunum úr
Verzlunarskóla íslands sendum
Lovísu, börnum hennar og barna-
börnum, svo og móður Ólafs,
Ragnhildi, sem er orðin 85 ára og
dvelur á Elliheimilinu Grund,
innilegar samúðarkveðjur. Við
biðjum Guð að styrkja þau öll og
blessa.
Pétur O. Nikulásson.
S. Helgason hf. STE/NfOJ/
tlnholtl 4 Slmar UÍ7J og 14254
JHorcjimliliiÍiiíi
margfoldar
morkad vðar