Morgunblaðið - 08.04.1975, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ-, ÞRIÐJUDAGUR 8. APRlL 1975
27
Axel Böðvarsson fyrrum
bankaritari - Minningarorð
Fæddur 28. júlf 1890.
Dáinn 30. marz 1975.
Á pAskadagsmorgun
síðastliðinn andaðist í Land-
spitalanum, eftir þunga og á tíð-
um erfiða sjúkdómsbaráttu og
áður um áraraðir heyrnar- og
sjóndepru síðustu æviárin, Axel
Böðvarsson fyrrum bankaritari í
Islandsbanka og Utvegsbanka Is-
lands.
Hann verður í dag kvaddur
hinstu kveðju af ástvinum, ætt-
ingjum, samstarfsfólki og vinum í
Dómkirkjunni í Reykjavik.
Við Axel áttum daglegt sam-
starf í Utvegsbanka Islands í
rúman aldarþriðjung og fór alltaf
vel á með okkur enda þótt næð-
ingur hafi orðið á stundum á
langri vegferð.
Axel Böðvarsson fæddist á
Akranesi 28. júli 1890 og átti því
fjóra mánuði í 85. aldursár. For-
eldrar hans voru hin landskunnu
heiðurs- og merkishjón, Helga
Guðbrandsdóttir frá Hvítadal i
Dalasýslu og Böðvar Jónas Þor-
valdsson kaupmaður, sonur séra
Þorvalds Böðvarssonar fyrrum
prests að Saurbæ á Hvalfjarðar-
strönd og konu hans Sigriðar
Snæbjarnardóttur.
Axel Böðvarsson hlaut i for-
eldrahúsum ágætt og þroskandi
uppeldi, veganesti, sem vafalaust
hefir orðið honum mikil gæfa og
auðna á langri starfs- og ævi-
braut.
Hann lagði ungur leið sína á
menntabraut og lauk stúdents-
prófi frá menntaskólanum í
Reykjavík árið 1911. Hugðist
hann þá leggja stund á læknis-
fræði en hvarf frá þvi námi 1913
og hóf verzlunarstörf hjá föður
sínum og síðar bróður, Haraldi
Böðvarssyni, hinum landsþekkta
athafnamanni.
Þann 1. desember 1919 réðist
Axel Böðvarsson í þjónustu Is-
landsbanka og starfaði óslitið þar
og í Otvegsbanka Islands til 31.
desember 1956. Hætti hann þá
störfum fyrir aldurssakir.
I skóla var Axel ágætur náms-
maður, kappsamur og lagði jafn-
framt mikla rækt við íþrótta-
iðkanir, enda mikið hraustmenni,
harðgerður, hár vexti og spengi-
legur á velli.
Bankastörf Axels Böðvarssonar
í rúm 37 ár voru alla tíð unnin af
stakri trúmennsku, sem aflaði
honum trausts og vináttu, yfir-
boðara, samstarfsmanna og einn-
ig langt út fyrir ráðir banka-
manna. Enda var hann í hvívetna
drengskaparmaður, einlægur,
opinskár og hreinskilinn.
Axel Böðvarsson kvæntist
Margréti Helgu Steindórsdóttur
29. september 1928 og bjuggu þau
saman í ástríku hjónabandi í
nærri 47 ár. Margrét lifir mann
sinn.
Margrét starfaði einnig í Is-
landsbanka og Útvegsbanka Is-
lands í 33 ár og naut ávallt vináttu
og trúnaðartrausts samstarfs-
manna sinna i bankanum. Þar var
góðri konu að kynnast.
Þau Margrét og Axel Böðvars-
son eignuðust tvö börn, Erlu, sem
er gift Einari Ingimundarsyni,
bæjarfógeta í Hafnarfirði og
Björn matreiðslumann, sem er
kvæntur Magneu Jónsdóttur.
Heimili þeirra heiðurshjóna,
Axels og Margrétar, hefir öll
bússkaparár þeirra verið í
Reykjavík, fágað og fagurt og
borið þeim báðum sannarlegt
vitni snyrtimennsku, rausnar við
gesti og gangandi og myndar-
skapar í hvivetna.
Á kveðjustundu Axels Böðvars-
sonar koma fram í hugann ótal
myndir og minningar liðinna
daga, og allar eru þær fagrar og
sannur vitnisburður um genginn
góðan dreng.
A páskadag kvaddi Axel
Böðvarsson þennan jarðneska
heim en mun lifa áfram í hinu
fyrirheitna landi.
Samúðarkveðjur sendi ég öllum
ástvinum Axels.
Blessuð sé minning hans.
Adolf Björnsson.
VIÐ upphaf páskahátiðar,
snemma að morgni 30. marz s.l.,
andaðist í Landspítalanum Axel
Böðvarsson, fyrrverandi banka-
ritari, á 85. aldursári, farinn að
heilsu og þrotinn að kröftum,
áreiðanlega í fullkominni sátt við
Guð sinn og menn að lokinni
langri vegferð á jörðu hér. —
Engum, sem til þekkti, duldist
síðustu mánuðina, sem hann lifði
að hverju dró og voru því ekki
óviðbúnir brottför hans af þess-
um heimi. — Þrátt fyrir það fyll-
ist hugur þeirra, sem þekktu
hann bezt, söknuðu við fráfall
hans og þeir minnast með þakk-
læti og virðingu kynna sinna af
góðum dreng og vammlausum.
Axel Böðvarsson fæddist á
Akranesi þann 28. júlí 1890. Var
hann sonur merkishjónanna
Böðvars Jónasar Þorvaldssonar,
kaupmanns á Akranesi, f. 24. júní
1851, d. 24. des. 1933 Böðvars-
sonar, prests að Stað i Grindavik
og Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og
Helgu Guðbrandsdóttur, f. 20.
sept. 1859, d. 11. sept. 1944, bónda
í Hvítadal í Dölum Sturlaugs-
sonar, bónda í Rauðseyjum.
Að Axel stóðu því í föðurætt
merkar ættir presta og annarra
embættismanna, en i móðurætt
traustar og dugmiklar höfðingja-
ættir við Breiðafjörð.
Þeim Böðvari kaupmanni á
Akranesi og Helgu konu hans
varð 10 barna auðið, en af þeim
létust 4 hin elztu i bernsku, en
upp komust 6 hinna yngri, en þau
voru: Valdís, stöðvarstjóri pósts
og síma Akranesi f. 27. sept. 1886,
d. 20. mai 1964, ógift, Þorvaldur
Björn f. 18. nóv. 1887, d. 31. des.
1909, ókvæntur og .hafði hann
stundað verzlunarnám m.a. i Dan-
mörku, Haraldur, útgerðarmaður
á Akranesi f. 7. mai 1889, d. 19.
apríl 1967, kvæntur Ingunni
Sveinsdóttur, Axel, sem hér er
minnzt, Leifur, verzlunarmaður f.
26. jan. 1893, d. 15. mai 1964,
kvæntur Þuríði Tómasdóttur
Kjaran og Elínborg f. 9. april
1895, d. 3,febr. 1974, gift Einari E.
Kvaran bankabókara. Við andlát
Axels Böðvarssonar eru öil börn
hinna kunnu hjóna á Akranesi,
Böðvars Þorvaldssonar og Helgu
Guðbrandsdóttur, látin. Á
rausnarheimili foreldra sinna ólst
Axel upp í hópi systkina sinna,
við allstrangan aga, að því er
hann sagði mér, en við gott atlæti
og góð efni. Var hann ungur sett-
ur til mennta, hóf nám í Latínu-
skólanum í Reykjavík og lauk
þaðan stúdentsprófi 1911. Að
loknu stúdentsprófi hugðist Axel
nema læknisfræði og hóf nám í
þeirri námsgrein, en hvarf fljót-
lega frá þeirri fyrirætlan og
stundaði siðan ýmis störf, þ.á m.
við verzlun föður sins, en hóf
síðan störf árið 1919 við íslands-
banka og síðar Útvegsbanka Is-
lands i Reykjavík og starfaði þar
óslitið unz hann lét af störfum
fyrir aldurs sakir í árslok 1956.
Bankastörfin stundaði Axel af
mikilli nákvæmni og vandvirkni,
svo og öli önnur störf, sem hann
lagði hönd að. Naut hann trausts
viðskiptavina og samstarfsmanna
í bankanum vegna áreiðanleika
og nákvæmni i störfum sínum. —
Hann hafði ákveðnar skoðanir á
mönnum og málefnum, hélt þeim
e. t.v. ekki mjög að öðrum, en varð
litt þokað frá þeim vió hvern, sem
hlut átti að máli, enda var hann af
sumum talinn nokkuð skapharður
og ósveigjanlegur og harður í
horn að taka, ef honum fannst
hallað réttu máli eða að ósekju
sveigt að sér og sínum. Mun hann
stundum hafa goldið þessara
eiginleika sinna í störfum sínum
síðar. Hann var þó í eöli sínu
manna sanngjarnastur, trúr vinur
vina sinna og stafaði frá honum
hlýju og góðvild í garð þeirra, sem
honum gazt að. Hann var alla tíð
öruggur málsvari þeirra, sem
minna máttu sin og barnavinur
mikill. Hann var og mikill vinur
dýra, sem áttu hjá honum örugga
vernd og skjól. Hann var maóur
víðlesinn og fróður og átti allstórt
bókasafn þar á meðal nokkuð af
fágætum bókum. Bækur sinar
batt hann sjálfur í tómstundum
sínum af mikilli snyrtimennsku.
Axel var höfðingi í lund, góður
heim að sækja og hafði fram eftir
aldri yndi af að gleójast með vin-
um sinum á góðri stund. Hann var
maður fríður sýnum, höfðing-
Iegur á velli fram á elliár og bar
sig vel. Mun hann hafa verið
góðum iþróttum búinn i æsku,
fylginn sér og hraustur vel.
Kona Axels Böðvarssonar er
Margrét Steindórsdóttir,
Jóhannessonar, kennara og verzl-
unarmanns á Sauðárkróki,
Seyðisfirði og víðar og konu hans
Guðrúnar Pálsdóttur. Er þar
skemmst frá að segja, að hún
reyndist honum frá upphafi og
þar til yfir lauk sú stoð og stytta í
bliðu og stríðu að fágætt var. Átti
Þorsteinn Þorsteinsson var
jarðsettur frá Dómkirkjunni í
Reykjavík þriója mars síðast-
liðinn að viðstöddu miklu fjöl-
menni. Með línum þessum langar
mig til að rifja upp kynni mín af
kollega mínum Þorsteini Þor-
steinssyni.
Það mun hafa verið í október
1959 sem við kynntumst fyrst aó
nokkru ráði. Fyrstu kynni okkar
uróu á ströngum fundi um verð-
lagsmál í Fisksalafélagi Rvk. og
Hafnarfj. Vakti þá athygli mina
þessi sviphreini og rösklegi
maður fyrir röggsemi í málflutn-
ingi. Hafa kynni okkar Þorsteins
varað síðan eða í 15 ár. Þrátt fyrir
það að við Þorsteinn værum ekki
alltaf sammála á fundum i félög-
um okkar og báðir geðríkir, þá
deildum við aldrei hver á annan í
gegnum fjölda stjórnar- og félags-
funda, um árabil.
Árið 1956 i nóvember var stofn-
að félag af 20 fisksölum sem-stóð
að dreifingu á fiski og siðar hét
Fiskmiðstöðin h.f. I stjórn Fisk-
miðstöðvarinnar var Þorsteinn
varamaður fyrstu 3 árin en síðan
8 ár í aðalstjórn eða þar til Fisk-
miðstöðin var öll. Þorsteinn var
alla tíð einn af styrkustu stoðum
þessa fyrirtækis, enda allan tím-
ann hans hjartans mál að fyrir-
tæki þetta gæti blómgast og
barðist alla tíð fyrir velferð þess,
þar til yfir lauk og varð þá sjálfur
að taka á sig stóra ábyrgð sem að
hann fékk aldrei endurgreidda
nema að litlu leyti. F’iskmiðstöðv-
ar-gjaldþrotið skal ekki rætt
meira hér en Þorsteinn átti þar
alltaf hreinan skjöld og meira en
þaó.
Eftir að Fiskmiðstöðin hætti átt
um við Steini, eins og við félag-
arnir kölluðum hann í daglegu
tali, mikió eftir aó vinna saman.
Við til dæmis kaupum okkur sam-
an fiskbíl til öflunar fisks í búðir
okkar. Bíl þennan áttum við
saman í 3 ár, eóa þar til ég hætti
fisköflun, sameign okkar meóan
hún var gekk með hinni ágætustu
samvinnu. Þorsteinn var maður
hreinn og beinn í allri framkomu,
geðríkur og hjálpsamur svo af
bar, tók alltaf mikið tillit til
þeirra sem minna máttu sín, hélt
hlut sinum með ágætum ef á hann
var ráðist að ósekju enda prýði-
legum gáfum gæddur og dugn-
aðarforkur. Virtist hrjúfur á
stundum fyrir þá sem að ekki
þekktu hann vel en inni fyrir sló
umhyggja hennar fyrir honum og
hag hans öllum litil takmörk eða
engin, ekki hvað sízt er hrumleiki
tók að beygja hann og veikindi
sóttu að honum með vaxandi
þunga. Má mikið vera, ef umönn-
un hennar og ástúð í hans garð
hefir ekki lengt lif hans um ótalin
ár. Þau Axel og Margrét eignuð-
ust 2 börn, Erlu, húsfreyju í
Hafnarfirði, sem gift er þeim,
sem þetta ritar, og Þorvald Björn,
matreiðslumann i Reykjavik, sem
kvæntur er Magneu Jónsdóttur.
— Börnum sínum, barnabörnum
og barnabarnabörnum reyndist
Axel umhyggjusamur og ljúfur
faðir, afi og langafi og bar hag
þeirra mjög fyrir brjósti, svo og
tengdafólks mins.
Nú, þegar Axel Böðvarsson er
kvaddur þakka ég honum fyrir
allt og allt og svo margt, sem hér
verður ekki talið, né rakið og látið
var í té af hans hálfu mér og
mínum til handa. — Þegar á allt
er litið held ég, að hann hafi verið
vel búinn til feróarinnar miklu,
sem okkar allra bíður að lokum og
að landtakan verði honum greið
og auðveld á ströndinni ókunnu
handan hins mikla hafs. Eg efast
ekki um, að „þar bíða vinir í
varpa".
Guð blessi hann og minningu
hans.
Einar Ingimundarson.
gott hjarta sem ekkert aumt mátti
sjá.
Eg kom nokkrum sinnum á hið
myndarlega heintili þeirra hjóna
og fannst mér alltaf ró og frióur
vera þar í öndvegi ásamt mikilli
gestrisni og alúð þeirra hjóna
beggja.
Enda ég svo þessar hugleiðing-
ar með djúpri þökk. Með þökk til
Þorsteins fyrir það traust sem að
ég varð var við frá hans hendi til
mín. Ennfremur þakka ég fyrir
ára fjölda samstarf sem ég á
margar minningar frá og tel að
hafi alla tíð verió mannlegt af
beggja hálfu.
Ég bið traustan samstarfsfélaga
að fara í friði við guðs blessun.
Reykjavík, 4. mars 1975
Jón Guðmundsson,
fyrrv. fisksali.
Afmælis- og
minningar-
greinar
ATHYGH skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig
verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast f
síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera í sendibréfs-
formi eða bundnu máli. Þær
þurfa að vera vélritaðar og
með góðu lfnubili.
Þorsteinn Þorsteins-
son físksali - Minning
— Leyndir
gallar
Framhald af bls. 25
um mjög vel. Og nú virðist að
þeim hafi á þessum síðustu og
verstu tímum tekist að ná hlunn-
inda aðstöðu, samanber reglu-
gerðarákvæóið sem áður er
minnst á.
Það er enginn vafi á því að
yfirmatið hefur látið deigan síga í
þvi efni að halda uppi þeirri reisn
sem það nauðsynlega þarf á að
halda. Þess má gjarnan geta, í
þessu sambandi, að hér í nágrenni
Reykjavíkur er að því er ég best
veit, einn framleiðandi sem metið
hefur sinn fisk sjálfur um nokk-
urt skeið, bæði skreið og saltfisk,
með ágætum árangri. Það hefur
meira að segja flogið fyrir að
hann hafi fengið sérstaklega góð
ummæli fyrir sína vöru, um leið
og hinir voru að semja um sinn
fræga afslátt. Að hann hafi látið
sjónmat duga á sinni skreið, tel ég
alvev fráleitt. Hann <-r nefnilega
þaulæfður fiskmatsmaður. Skil-
ur gildi i.iatsins, fékk þjálfun í
skreiðarmati hjá Kristjáni Elias-
syni en hjá mér i saltfiski.
Af þessu má sjá aó það er ekki
öllum framleiðendum alls varnaó
í þessu efni, en fara skal að öllu
með gát. Þó að mistök í skreiðar-
matinu fyrir tiltölulega stuttum
tíma, væri aðal hvati þess að þess-
ar linur voru ritaðar, þá er ekki
svo að skiija að það sé hin eina
stórávirðíng fiskmatsins í seinni
tíó. Það mætti kannski aðeins
minnast á saltfiskinn, aó minnsta
kosti farminn sem m/s Rangá
flutti til Italíu í desember 1968,
og frægur varð að endemum og
hefði átt að gefa íullgilda ástæðu
til að þeir, sem þar áttu hlut að
máli í yfirfiskmatinu, hefðu orðið
fyrir þyngri búsifjum vegna af-
skipta sinna eða afskiptaleysis í
þvi máli en raun bar vitni. Varla
getur hjá þvi farið aö þeir hjá
Sölusambandi ísl. fiskframleið-
enda hafi orðið að semja um ein-
hvern afslátt, ef menn vilja held-
ur nefna það svo, á líkum forsend-
um og þeir í skreiðinni, bæði í
Brasiliu og Portúgal af þessum
svo kallaða verkaða fiski, sem
margir skjólstæðingar þeirra hafa
löngum verið að bögglast við að
þurrka, án þess þó að vilja missa
úr honum vatnið, en oft illa geng-
ið og trúlegt að sjónmatið hafi
gefist þar illa og betra verið aö
þreifa á þykka hnakkanum á stór-
fiskinum og reyna á þann hátt að
finna þurrkstigið, og ganga þann-
ig úr skugga um hvort ekki kynni
að leynast fullmikill raki.
Þá mætti minnast á hraðfrystu
loðnuna sem send var á japans-
markað siðastliðið ár. Flestir
hljóta að muna hvernig þar tókst
til, þrátt fyrir að fiskmatsstjóri
næói út á hana ferð til Japan og
viðtali í sjónvarpi hér heima, þar
sem hann gaf í skyn að hann hefói
öðlast svo mikinn fróðleik í ferð-
inni um kven-loðnu.
Ég læt nú þetta spjall um fisk-
matið nægja að sinni. Mörgum
kann að finnast að það sé að bera í
bakkafullan lækinn, að hefja nú
gagnrýni á störf þeirrar stofnun-
ar sem þegar er upp leyst. Það
sem fyrir mér vakti i þessu efni
var fyrst og fremst, að vekja at-
hygli þeirra aðila, sem mest munu
um það fjalla að byggja upp nýja
stofnun sem annast mun fiskmat-
ið ásamt mörgu fleiru. Eg va>nti
þess að þeir lesi þetta og fái út úr
því dálítinn fróðleik, geti ef til
vill gert sér frekar en ekki grein
fyrir þvi, í sambandi við fiskmat-
ið, hvað ber að varast og hverju
ekki má sleppa. Hversu gífurlega
er fiskmatið ekki mikils virði fyr-
ir islenskt þjóðfélag? Það liggur
þvi mikið við að vel takist til um
mannval i hvert rúm, og að sjálf-
sögóu sérstaklega í æðsta sætiö.
Það er nefnilega fyrir löngu bú-
ið að sannast á fiskmatinu, að þar
er ekki til neins að beita sýndar-
rhennsku. blekkingaskrumi eða
myndatökum á vinnustöðum af
viðkomandi áðila hverju sinni,
slíkt gerir aldrei gagn, en oft
ógagn. Eg vænti því og raunar
treysti, aó hæstvirtur sjávarút-
vegsráðherra líti vel í kringum
sig í þessu sambandi og verði
heppinn.
Reykjavík 26. febrúar.