Morgunblaðið - 11.04.1975, Page 4

Morgunblaðið - 11.04.1975, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. APRlL 1975 LOFTLEIÐIR BILALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 LOFTLEIÐIR /^BÍLALEIG tyiEYSI BÍLALEIGAN— IR CAR RENTAL 24460 28810 PIONEEH Útvarpog stereo, kasettutæki FERÐABILAR h.f. Bilaleiga, sími 81260. Fólksbíkar — stationbílar — sendibílar — hópferðabílar. Hjartans þakkir flyt ég öllum fjær og nær fyrir þá miklu vinsemd, sem mér var sýnd á 70 ára afmæli mínu 31. marz sl. En sérstaklega þakka ég syni mín* um og tengdadóttur fyrir þeirra stóra hlut í að gera mér daginn ógleymanlegan. Fridrika Guðmundsdót tir. Vélapakkningar Dodge '46 — '58, 6 strokka. Dodge Dart '60—'70, 6 — 8 strokka. Fiat, allar gerðir. Bedford, 4—6 strokka, dísilhreyfil. Buick, 6—8 strokka. Chevrol. '48—'70, 6—8 strokka. Corvair Ford Cortina '63—'71. Ford Trader, 4—6 strokka. Ford D800 '65—70. Ford K300 '65— '70. Ford, 6—8 strokka, '52 —'70. Singer-Hillman- Rambler- Renault, flestar gerðir. Rover, bensín- dísilhreyfl- ar. Skoda, allar gerðir. Simca. Taunus 12M, 17M og 20M. Volga. Moskvich 407—408. Vauxhall, 4—6 strokka. Willys '46—'70. Toyota, flestar gerðir. Opel, allar gerðir. Þ.Jónsson & Co Simar 84515—84516. Skeifan 1 7. Krafa Þjóðviljans: Stöðvið barna- flutningana Griðrof kommúnista f Vfetnam, þar sem heil þjóð hef- ur verið svipt þeim rétti að ákveða framtíð sfna upp á eigin spýtur f frjálsum kosningum hafi vakið verðskuldaða athygli. Viðbrögð stofukomm- únista og sósíalista á vestur- löndum gagnvart þeim atburð- um, sem nú eiga sér stað f Vfetnam eru líka mjög athyglisverð. Þessi strfðsþjáða þjóð hefur f fullan aldarfjórð- ung orðið að þola meiri þján- ingar en orð fá lýst, og þær hörmungar, sem styrjaldar- átökin hafa leitt yfir þessa þjóð eru miklu hrikalegri en menn hér uppi á tslandi geta fmynd- að sér. Eigi að sfður hefur það verið réttilega dregið fram f dagsljósið, hvílfkar hörmungar alþýðamanna hefur orðið að þola f þessu landi undanfarna áratugi. Nú þegar Bandarfkjamenn hafa dregið sig út úr styrjaldar- átökunum í Vfetnam í sam- ræmi við friðarsáttmálann f Parfs bregður svo kynlega við, að stofukommúnistar og aðrir sósíalistar mega vart vatni halda, þegar varpað er Ijósi á það átakanlega hlutskipti, sem hundruð þúsunda barna f Vfet- nam verða nú að þola. Þessi börn standa nú uppi munaðar- laus en foreldrar þeirra hafa ýmist fallið f árásum kommún- ista eða orðið viðskila við fjöl- skyldur sfnar á flóttanum und- an árásarliðinu, sem kennir sig við „þjóðfrelsi". En nú má ekki lengur segja frá hörmungum þessarar styrjaldar. Fyrirsögn Þjóðviljans á forsfðu blaðsins f gær er táknræn fyrir þessa nýju afstöðu gagnvart fórnar- lömbum þessara átaka. Þar stóð: „Barnaflutningar frá Vfetnam — áróðursbragð f stað mannúðar." Aður fyrr var mikið látið af þvf, þegar munaðarlaus börn frá Vfetnam voru flutt til vesturlanda. Þá voru slfkir flutningar að réttu lagi taldir bera vott um mannúðarstarfs- semi. Nú segir Þjóðviljinn hins vegar: „Að undanförnu hefur Bandarfkjastórn reynt að færa sér f nyt flóttamannavandamál- ið f Suður-Víetnam. Tifgangur- inn hefur verið að breyta al- menningsálitinu f heiminum DWDVHIINN t inimlwdagur 1« »prll H„ WIH M IW_ Barnaflutningar frá Víetnam — úróAtir>lirn|ió i *in«> iuiinniiA«r — >iHAfr«i nf -ijiiriiHrHiiil'liiA- iinni i ••iiíj'ihi og snúa því leppstjórninni f Saigon f hag.“ Langar greinar eru birtar um það „viðbjóðs- lega“ athæfi fjöfmargra landa að taka á móti munaðarlausum börnum frá Vfetnam, og ein þeirra endar á þessum orðum: „1 stuttu máli sagt: fyrst drepa Bandarfkin foreldra barnanna, síðan stela þau börnunum sjálf- um.“ Og krafa Þjóðviljans er þessi: „Stöðvið barnaræn- ingjana." Þetta eru eflaust einhver lágkúrulegustu viðbrögð við mannlegum hörmungum, sem birst hafa f íslenzku dagblaði. Eða hvers kyns innræti er það, að bera á borð fyrir upplýst fólk, að einhverjir hafi hag að því að rétta munaðarlausum börnum hjálparhönd? Hvers kyns hugarfar liggur að baki þeirri kröfu Þjóðviljans, að þetta mannúðarstarf verði stöðvað? „Fyrst eru foreldrarnir drepnir — síðan er börnunum rænt 11 ðlitinu Suftur A ietnam þ e Saigonst jórninm i i hag Þeftar svo til Randarlkjanna kemur. eru himr stolnu sakleys- Svissneska bridgelandsliðið cr væntanicgt til landsins í maí — eða nánar tiltekið 2.—10. maí. I.andsliðið er skipað fimm heimsþekktum spilurum — en þeir félagar hala skipað eitt sterkasta landslið á Evrópu- mótum sl. 5 ár og hafnað í einu af fjórum efstu sa-tunum. I landsliðinu eru Besse, Bernas- coni, Trad, Bigat og Ortiz- Patino. Besse er þeirra frægast- ur, hefur spilað í 16 evrópumót- um, 4 OL-mótum og í einu heimsmeistaramóti — þá fyrir Frakkland. Annars eru þeir félagar fimm þjóðerna — en eru nú allir svissneskir rfkis- borgarar. Sunnudaginn 4. maí verður landsleikur milli Sviss og Is- lands og verður spilaður 64 spila leikur. Landsliðsnefnd mun velja liðið sem mæta mun Svisslendingunum og verðúr það trúlega prófraun landsliðs- kandidatanna. Annars er áællað að þeir spili viö núverandi BR-meistara og Reykjavikurmeistara, sveit Hjalta Elíassonar og Islands- Ljósm. Mbl. Ól.K.M. Mynd þessi var tekin sl. miðvikudag en þá hélt BSI blaðamanna- fund. Unglingalandsliðið efri röð — talið frá vinstri: Einar Guðjohnsen, Helgi Jónsson, Guðmundur Arnarson og Helgi Sig- urðsson. Fremri röð: Hallur Sfmonarson, Páll Bergsson fyrirliði, Jakob R. Möller og Jón Baldursson. A myndina vantar spilafélaga Halls — Þóri Sigurðsson, en hann datt illa um morguninn og gat ekki mætt til fundarins. meistara 1974, sveit Þóris Sig- urðssonar. Einnig munu þeir taka þátt i tvímenningskeppn- um sem BR mun stofna til, en þeir eru einmitt hingað komnir á vegum Bridgefélags Reykja- víkur. Þessar upplýsingar eru fengnar hjá núverandi for- manni Bridgefélagsins, Karli Sigurhjartarsyni. XXX Nú er aðeins liðlega hálfur mánuður þar til undanúrslit lslandsmótsins hefst — en að venju verður spilað f Domus Medica; hefst keppnin 25. aprfl og stendur f þrjá daga. Spilað verður f fjórum sex sveita riðlum og komast tvær efstu sveitirnar f úrslitakeppn- ina sem verður 14.—19. maí en þá spila allir við alla. Tvfmenningurinn verður spilaður 31. maf og 1. júní og verður að venju með barometersniði. 42 pör taka þátt f keppninni og verða spiluð tvö spil milli para. XXX Eins og áður hefur komið fram i þættinum verður Evrópumótið í Brighton í Eng- landi 12.—26. júli — en þar er ætlunin að taka þátt í opna flokknum. Landsliðið i þá ferð verður valið einhvern tima i maí — trúlega eftír landsleik- inn við Sviss. XXX Landslið lslands í bridge sem keppa á í Noregi 15.—21. júni — á Norðurlandamótinu — hefur nú endanlega verið valið. Liðið er þannig skipað: Opinn flokkur: Hallur Sfmonarson, Þórir Sigurðsson, Jakob . R. Möller og Jón Baldursson (Jón er aðeins 20 ára og er yngsti spilari sem spilað hefur fyrir lslands hönd f opna flokknum til þessa). Unglingaflokkur: Helgi Sigurðsson. Helgi Jónsson, Ein- ar Guðjohnsen og Guðmundur Arnarson. Varapar: Helgi Jó- hannsson og Logi Þormóðsson. Til gamans má geta þess aó annar armurinn i sveitinni i opna flokknum og sveitin i unglingaflokknum er sveit Helga Sigurðssonar sem hefur staðið sig með mikilli prýði i Reykjavikurmótinu og innan- félagsmóti BR í vetur. Aðrir þátttakendur á mótinu verða Noregur, Sviþjóð, Dan- mörk og Einnland en þessi lönd senda þátttakendur i alla flokk- ana. Spilaðir verða tveir 32 spila leikir við hverja þjóð. Fyrirliði fyrir báðar sveitirn- ar verður Páll Bergsson, ungur spilari sem hefur staðið sig með mikilli prýði og unnið marga titla undanfarin ár — jafnframt þvf að vera I lands- 1 iði Islands. Það er mjög bagalegt að ekki skuli hafa verið hægt að senda kvennalið — en þar eru mörg Ijón á veginum — m.a. aura- fátækt og erfið skipulagning kvennalandsliðs — en það sem verra er það er fyrirliðamálið. — Einn fyrirliði fyrir báðar sveitirnar er með öllu ófull- nægjandi. Að vera fyrirliði fyrir tvær sveitir og skráður spiiari f opna flokknum til öryggis það er meira en að segja það. En þegar aurana vantar hvað er þá til ráða? Bregðast við vandanum eins og BSl gerði — bíta á jaxl eða einfaldlega að hætta við allt saman og gefast upp. Páll Bergsson er ekki öfunds- verður af verkefni sínu — en ég er viss um að hann verður vandanum vaxinn. A.G.R.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.