Morgunblaðið - 11.04.1975, Side 5

Morgunblaðið - 11.04.1975, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 11. APRIL 1975 5 Utanríkisráðherra undirritaði í Moskvu: 5 ára áætlun um samstarf á sviði menningar- og vísindamála I isi ú ásí Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning, sem gefin var út að lokinni opinberri heimsókn Einars Ágústssonar utanríkisráðherra til Sovétríkjanna. Einar Ágústsson utanrikisráðherra íslands var i opinberri heimsókn i Sovétrikjunum 1. til 9. april 1975 i boði sovézku rikisstjórnarinnar. Var þetta i fyrsta sinn að utanrikisráð- herra íslands fer i heimsókn til Sovétrikjanna. Auk höfuðborgarinnar Moskvu heimsótti ráðherrann og fylgdarlið hans einnig Tashkent, Samarkand og Leningrad, þar sem þau fengu tækifæri til þess að kynnast ýmsum þáttum i lifi Sovétmanna og framför- um hjá þeim á sviði efnahagsmála, visinda og menningarmála. Einar Ágústsson, utanríkisráð- herra fslands átti fund með A.N. Kosygin, forsætisráðherra og meðlim i stjórnmálanefnd miðstjórn- ar kommúnistaflokks Sovétrikjanna. Þeir A.A. Gromyko. utanrikisráð- herra, Sovétrikjanna og meðlimur i stjórnmálanefnd miðstjórnar kommúnistaflokks þeirra, og Einar Ágústsson, utanríkisráðherra, áttu viðræður um núverandi samskipti Is- lands og Sovétrikjanna og horfur á eflingu þeirra. Einnig ræddu þeir ýmisleg alþjóðleg vandamál, sem nú eru ofarlega á baugi og báðir aðilar hafa áhuga á. Utanrikisráðherra fslands átti einnig viðræður við N.S. Patolichev, utanrikisviðskiptaráðherra Sovétríkj- anna og A.A. Ishkov, fiskimálaráð- herra Sovétríkjanna. Viðræður þessar voru greiðar og fóru fram i anda vinsemdar og þess gagnkvæma skilnings, sem einkennt hefur sambúð fslands og Sovét- rikjanna. Það kom fram að afstaða beggja aðila til margra mikilvægra alþjóða- mála er hin sama eða svipuð. Þa? var þeim báðum ánægjuefni að áfram hefur miðað í átt til minnkandi spennu i heiminum, er leiða mun til aukins alþjóða öryggis og vaxandi samvinnu ríkja i mitli þeim til gagn- kvæmra hagsbóta. Aðilar lýstu yfir vilja rikisstjórna sinna til að greiða á allan hátt fyrir þessari þróun og stuðla að þvi að hún nái til allra hluta heims, þannig að ekki verði snúið við á þessari braut. Viðræðuaðilar töldu mjög mikilvæga þá samninga, sem náðst hafa milli Sovétrikjanna og Banda- rikja Ameriku og stuðla að minnk- andi spennu í heiminum. Einkum á þetta við um samningana til að koma i veg fyrir kjarnorkustyrjöld og um takmörkun langdrægra vopna. Það er álit beggja aðila, að sam- skipti ríkja eigi að grundvallast á friðsamlegri sambúð, en með því er átt við samvinnu ríkja til langs tima, er sé báðum til gagnkvæmra hags- bóta, án tillits til þess við hvaða kerfi þau búa á sviði stjórnmála, efna- hagsmála og félagsmála, og á grund- velli algers jafnréttis og gagnkvæmr- ar virðingar. í þessu sambandi kom fram, að ísland og Sovétríkin telja áframhaldandi þróun alþjóðasam- vinnu, er grundvallist á gagnkvæm- um hagsmunum, algeru jafnrétti og án afskipta af innanríkismálum hvors annars, mjög þýðingarmikla, einkum á sviði viðskipta og efna- hagsmála. Báðir aðilar báru mjög fyrir brjósti störf ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu i Evrópu. Létu þeir í Ijós ánægju yfir þeim árangri. sem náðst hefur á öðrum áfanga ráðstefnunnar i Genf, og munu þeir leggja vaxandi áherslu á að ráðstefnunni Ijúki með fullkomnum árangri, sem allra fyrst, með þátttöku æðstu manna hlutaðeigandi rikja. Það er ótvíræð sannfæring beggja aðila. að árangursrik lausn þess vanda, sem við er að etja á sviði öryggis- og samvinnumála Evrópu hafi veruleg áhrif í þá átt, að styrkja friðinn í Norður-Evrópu, en í því eru fólgnir þýðingarmestu hagsmunir þeirra þjóða, er byggja þessi lands- svæði. Aðilar létu i Ijós þá skoðun sina, að jafnframt því sem dregur úr spennu á stjórnmálasviðinu, verði að draga úr spennu á hernaðarsviðinu. Telja þeir mjög mikilvægar þær samningaviðræður, sem nú eiga sér stað um gagnkvæman samdrátt her- afla og herbúnaðar i Mið-Evrópu. Ef samkomulag næst á þessu sviði á grundvelli þeirrar meginreglu, að ekki dragi úr öryggi hlutaðeigandi aðila, yrði það þýðingarmikið fram- lag til að draga úr spennu i Evrópu og í heiminum öllum. Sovétríkin og fsland staðfestu stuðning sinn við Sameinuðu þjóðirnar. Þau telja mjög mikilvægt, að starfsemi Sameinuðu þjóðanna verði áhrifameiri að þvi er tekur til þess að tryggja frið og alþjóðaöryggi með þeim hætti að fylgt sé út í æsar ákvæðum stofnskrár S.Þ. og aðnýttir verði betur möguleikar þeir, er felast i stofnskránni. Telja aðilar að Sam- einuðu þjóðirnar verði að stuðla að eflingu allrar viðleitni, sem beinist að þvi að þiða i alþjóðamálum aukist og breiðist út um allan heim. Látin var i Ijós sú skoðun að aukið traust i samskiptum rikja sé nátengt árangri á sviði afvopnunar. Aðilar eru sammála um að nauðsynlegt sé að gera raunhæfar ráðstafanir til að hefta vigbúnaðarkapphlaupið, sem myndu leiða til almennrar og algerr- ar afvopnunar, er tæki jafnt til kjarn- orkuvopna sem venjulegra vopna undir ströngu og raunhæfu eftirliti. Aðilar telja, að það hefði mikla hagkvæma þýðingu til takmörkunar vigbúnaðarkapphlaupinu, að gerður verði alþjóðasamningur, er banni allar aðgerðir i hernaðaraugnamiði eða hverjum öðrum tilgangi, sem hafi áhrif á umhverfi og loftslag og brjóta kunna i bága við hagsmuni alþjóðaöryggis eða hafa neikvæð áhrif á velferð og heilsu manna. Báðir aðilar létu i Ijós þá trú, að alþjóðleg ráðstefna um afvopnun gæti haft mikilvæga þýðingu til lausnar þeim aðkallandi vanda, sem við er að etja á þessu sviði. Lögð var áhersla á þá miklu þýðingu, er samningurinn um bann gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna hef- ur sem mikilvægt tæki til að draga úr þeirri hættu, að kjarnorkustyrjöld brjótist út, og bentu aðilar á nauðsyn þess að um öfluga allsherjarfram kvæmd hans verði að ræða. Aðilar staðfestu þá ákvörðun sina að halda áfram viðleitni sinni i þá átt að koma á banni gegn notkun eitur- vopna, og þá fyrst og fremst banni gegn notkun hættulegustu dráps- vopna úr þessum hópi. Það kom fram i viðræðunum að á sviði hafréttarmála fóru skoðanir beggja aðila saman i ýmsum mikil- vægum atriðum, eða voru mjög svipaðar. Þeir telja hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna mjög þýðingarmikla og vilja stuðla að þvi að þar verði teknar rauniræfar ákvarðanir á alþjóðlegum grundvelli, þar sem fullt tillit sé tekið til hags- muna allra rikja. Lýstu aðilar yfir þeim vilja sinum, að halda áfram að vinna saman að þvi að ná þessu markmiði. Þegar rædd voru tvihljóða sam- skipti þjóðanna, létu ráðherrarnir í Ijós ánægju sina yfir hagstæðri fram- vindu sambúðar islands og Sovét- rikjanna, sem ávallt hefur verið frið- samleg og vinsamleg. Samningurinn um viðskipti og greiðslur, frá 1. ágúst 1953, og samningurinn um samvinnu á sviði menningarmála, visinda og tækni, frá 25. apríl 1961, milli landanna beggja, eiga nú sem fyrr mikinn þátt i þessari þróun. Skipti á þingmannasendinefndum landanna beggja hafa haft mikla þýðingu i þá átt að efla gagn- kvæman skilning milli íslands og Sovétrikjanna. Urðu ráðherrarnir sammála um að enn væru ýmsir möguleikar ónotaðir til frekari efl- Framhald á bls. 26 UERHVER SÍÐASTUR Aðeins fáeinir dagar eftir. Tókum fram nýjar terylene- og ullarbuxur. Enn er úrval af jakkafötum, (■»tökum jökkum, leðurjökkum, kuldaflíkum dömu og herra* blússum, pilsum, || ^ skyrtum, -ggT bolum 1 O.m.fl. W LATIÐ EKKI HAPP ÚR HENDI SLEPPA L50—70% afsláttur m KARNABÆR " •Útsölumarkaöur Laugaveg 66 Fatnaður yngra fólksins getur líka verið með nýtízku sniði Við bjóðum nú okkar vinsæla buxnasnið ,iw úrterelyne og flaueli í mörgum fallegum litum. Einnig dragtir á telpur úr riffluðu flaueli í 6 litum. Þessi fatnaður er sérhannaður fyrir ykkar aldur. TIZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS KARNABÆR AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a SÍIVII 18660 SÍMI 13630 SIMI 12330

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.