Morgunblaðið - 11.04.1975, Page 18

Morgunblaðið - 11.04.1975, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. APRIL 1975 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið Samskipti Islendinga og Sovétmanna hafa á undanförnum áratugum fyrst og fremst verið á sviði viðskipta. Við höfum selt Sovétmönnum ákveðn- ar tegundir sjávarafuröa og keypt af þeim i staðinn olíu, timbur, bifreiðar o.fl. Viðskipti þessi hafa verið misjafnlega hagstæð fyrir okkur og vörur þær, sem vió höfum keypt frá Sovét- ríkjunum misjafnar aö gæðum, en þrátt fyrir það hefur það verió talið skipta nokkru máli aó hafa mark- að austur þar fyrir tiltekn- ar sjávarafurðir og skal ekki úr þvi dregið. Önnur samskipti þessara tveggja þjóða hafa hins vegar verið mjög takmörkuð og menn- ingarleg samskipti fyrst og fremst verið i þvi formi, aó félagsskapur, sem komm- únistar hér settu á stofn á sinum tíma heíur staðið fyrir heimsóknum sovézkra listamanna hing- aó til lands. Þá hefur Sovétstjórnin knúið mjög á um leyíi til handa sovézk- um vísindamönnum aó stunda rannsóknir hér á landi og er ekki örgrannt um, að tilgangur þeirra rannsókna hafi ekki verið skoóaður nægilega vel áð- ur en leyfi voru veitt. Það á við um Sovétríkin, sem allar aðrar þjóðir, að viö íslendingar viljum eiga vinsamleg samskipti við þau, en i því efni hljótum við að horfast í augu við nokkrar staðreyndir. Vió höfum gerzt aóilar að Atlantshafsbandalaginu og gert samning við Bandarik- in um varnir landsins, fyrst og fremst vegna þess að við höfum talió ástæðu til að ætla, að Sovétmenn mundu hafa áhuga á aó seilast til áhrifa hér á landi. Áhyggjur okkar vegna þessa hafa ekki minnkaó á undanförnum árum þverrandi spennu i Mið-Evrópu, heldur þvert á móti aukizt vegna vax- andi hernaðarumsvifa Sovétríkjanna á hafinu í kringum ísland. Tíðar ferð- ir kafbáta frá Sovétrikjun- um viö ísland og ferðir flugvéla og nýtízku her- skipa hafa vakið athygli. Þá er og augljóst, að Sovét- ríkin stunda víótæka njósnastarfsemi hér við land. Það sannar fundur Kleifarvatnstækjanna og hlustunarduflin sovézku, sem rekið hefur á land undanfarnar vikur. Sam- skipti okkar við Sovétríkin hljóta aó markast af þess- um viðhorfum. Einar Ágústsson utan- ríkisráðherra hefur aó undanförnu dvalizt i Sovét- ríkjunum i opinberri heim- sókn. Ferð utanríkisráð- herra er i alla staði eðlileg og sjálfsögð og þáttur i nútímasamskiptum ríkja. Því er hins vegar ekki aó neita, að ferðin hefur vakið meiri athygli en títt er um slikar kurteisisheimsóknir. Þær móttökur, sem utan- ríkisráóherra islands naut í Moskvu voru mun veg- legri en almennt gerist i heimsóknum af þessu tagi og ber ekki aó lasta þá gest- risni Sovétmanna. Hins vegar bendir sú staðreynd, að Kosygin forsætisráð- herra tók á móti utanríkis- ráðherra Íslands öllum að óvörum og án þess að gert væri ráð fyrir því, til þess, að Sovétríkin hafi af ein- hverjum ástæóum lagt mun meiri áherzlu á þessa heimsókn en fyrirfram mátti ætla. Og þá vaknar sú spurning, hvað fyrir þeim vakir. Á undanförnum vikum og mánuöum hefur það orðið augljóst, að Sovétrík- in beina nú auknum þrýst- ingi að Norðurlöndum. Fram hafa komið kröfur um einhvers konar aðild Sovétrikjanna að Norður- landaráði og beint og óbeint hafa Sovétmenn lagt þrýsting á Norðurlönd og þá sérstaklega Norö- menn í þvi skyni að gera Norðurlöndin að svo- nefndu hlutlausu svæði. Á sama tima og þetta gerist verða sendiherraskipti hér á íslandi. Fyrrverandi sendiherra Sovétríkjanna á Islandi var nátengdur einum mesta valdamanni Sovétríkjanna og var hann sendur til Noregs, en Noregur hefur boriö meg- inþunga þess þrýstings, sem Sovétrikin hafa að undanförnu lagt á Noróur- lönd. 1 hans stað er gerður aö sendiherra á Islandi maður, sem vitað er, að hefur starfað að njósnum í þágu sovézku leyniþjónust- unnar, og sem hefur langa reynslu af svonefndri „finnlandíseringu", þar sem hann var um margra ára skeið næstæðsti maður sovézka sendiráðsins í Finnlandi. Þegar þessi heildarmynd er skoðuð, hlýtur sú spurn- ing óhjákvæmilega að vakna, hvort þær óvenju- lega veglegu móttökur, sem utanríkisráðherra Is- lands hlaut í Moskvu og sú mikla áherzla, sem lögð var á heimsókn hans þar, boði að Sovétríkin muni nú leggja stóraukna áherzlu á að efla áhrif sín á íslandi með stjórnmálalegum sam- skiptum, heimsóknum listamanna og vísinda- manna og hvort sú vin- semd að lækka olíuverðið til íslendinga um hvorki meira né minna en 2lA% sé þáttur í nýrri herferð Sovétmanna til þess að efla áhrif sín á íslandi. Þetta skulum við íslendingar hafa i huga á næstu mánuðum og misserum í samskiptum okkar við Sovétríkin og gleyma ekki lýsingu Brynjólfs Bjarna- sonar hins gamalkunna kommúnistaforingja á ís- landi, sem i síðasta hefti Réttar lýsir „stjórnlist sósíalískrar byltingar“ á þann veg að í öllu starfi taki sósíalískur byltingar- flokkur „mið af lokamark- miðinu“. Látum okkur ekki detta annað í hug en að lokamarkmið Sovétríkj- anna sé að innlima Island i áhrifasvæði sitt og minn- umst þess, að ef viö ekki erum á varðbergi kann sú ógæfa að verða örlög okkar þjóóar. ísland og Sovétríkin Árni Grétar Finnsson, bœjarfulltrúi: Nýlega var lagt fram á alþingi í'rumvarp um landshlutasamtok sveitarfélaga. Frumvarpið er flutt af fimm þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins, Framsóknarfiokksins, Alþýðuflokksins og Samtökum frjálslyndra. Meginefni frum- varpsins er í fáurn orðum þetta: 1. Öllurn sveitarfélögum utan Reykjavíkur skal með lögþvingun skylt að vera aðilar að landshluta- samtökum sveitarfélaga. Skipting í landshluta er byggð á gildandi kjördæmaskipun, nema Norður- land, sem telst ein heild. 2. Arlegur aðalfundur lands- hlutasamtakanna skal fara með æðsta vald í málefnum þeirra. Fulltrúa á aðalfundinn skulu sveitarfélögin kjósa eftir þessum reglum: Sveitarfélag með 300 íbúa eða færri 301—700 íbúa 701—1500 1501—2500 2501—5000 5001—1000 10001 og fleiri kýs einn kýs tvo kýs þrjá kýs f jóra kýs fimm kýs sex kýs sjö stjóra og annað starfslið eftir þöríum, til að vinna fyrir hið nýja stjórnvald. Hlutverk og samstarf sveitarfélaga Skipting landsins i hreppa eða sveitarféiög er ævaíorn. Að sjálf- sögðu haía viðfangsefni þeirra breytzt mikið i timans rás og farið vaxandi nánast með ári hverju i seinni tíð. Helztu rökin íyrir skiptingu landsins i sveitarfélög í dag eru hin staðarlegu sjónarmið, að heimamenn þekki sjálfir bezt sína byggð og hagi og því sé rétt tilraun bar nánast engan árangur. Mun betri raun gaf frjálst sam- starf, sem ýmis sveitarfélög hafa tekið upp sín á milli um einstök sameiginleg mál. Vil ég þar aftur nefna fræðslumálin sem dæmi, en víða hafa nokkur sveitarfélög sameinazt um skólabyggingar á seinni árum með góðum árangri. Margt fleira má nefna til marks um ávinning af frjálsu samstarfi sveitarfélaga að sameiginlegum hagsmunum, svo sem samvinnu Suðurnesjamanna um hitaveitu og lagningu Hitaveitu Reykjavík- ur í nágrannabyggðir höfuðborg- mikil og kostnaðarsöm. í þvi laga- frumvarpi, sem ég geri hér að umtalsefni, er enn lagt til, að yfir- bygging þjóðfélagsins verði aukin, og hin frjálsu samtök sveit- arfélaganna notuð til myndunar nýs stjórnvalds, landshlutasam- taka, með tilheyrandi kostnaði. F'orgöngumenn þessa nýja stjórn- valds hafa hvorki haft fyrir þvi að rökstyðja nauðsyn þess, né gera grein fyrir þeim kostnaói, sem það muni hafa i för með sér fyrir þjóðina. Er engu likara en þeir treysti á, að almenningur láti sig það engu skipta, þótt stofnað sé nýtt og kostnaðarsamt stjórnvald i landinu. Um þverbak keyrir þó fyrst, þegar skoðuð er sú skipan, sem ætluó er að verði á stjórn hins A að stofna nýtt, kostnaðarsai og ólýðræðislegt st jórnvald í la Nokkur orö um frumvarp um o landshlutasamtökin sem nýtt s 3. Aðalíundi landshlutasamtak- anna, sem kosió er til á svo ólýð- ræðislegan hátt, sem að framan getur, er síðan ætlað aó fara með viðtækt vald i málefnum sveitar- félaganna, sérstaklega á sviði fjármála. Samkvæmt frumvarp- inu getur aðalfundur landshluta- samtakanna skuldbundið viókom- andi sveitarfélög, án nokkurra takmarkana og ennfremur lagt á sveitarfélögin sérstakan skatt, sem í frumvarpinu er nefndur þvi yfirlætislausa orði „árgjöld". I frumvarpinu eru engin takmörk sett fyrir upphæð hins nýja skatts, eóa „árgjalds“, ef menn vilja heldur nota þaó orð. 4. Loks gerir frumvarpið ráð fyrir þvi, að aðalfundur lands- hlutasamtakanna kjósi þeim 5—11 manna stjórn, og að stjórn- in ráði sér siðan framkvæmda- að þeir fari sjálfir í sem ríkustum mæli með forsjá sinna heima- mála. Valddreifing er orð, sem oft heyrist, og óviða er hægt að gefa þvi raunhæfari merkingu en með þvi að fá hinum ýrnsu byggðarlög- um forræði sinna mála. Nú er það svo, að enda þótt skipting landsins i sveitarfélög hvíli víóa á efnislegum og sögu- legum grunni, þá er það ljóst, að breyttir tímar hafa kallað á endurskoðun þessarar skiptingar. Stöðugt aukin verkefni, sem lög- gjafarvaldið hefur falið sveitarfé- lögunum, hafa reynzt hinum smæstu þeirra ofviða. Nægír að nefna fræðslumálin sem dæmi. Til að mæta þessum vanda hafa verið reyndar ýmsar leiðir. Sam- band íslenzkra sveitarfélaga vann að því að fá sveitarfélög til að sameinast, í stærri einingar en sú arinnar, sem nú stendur yfir, en allt er þetta samstarf byggt á frjálsum samningum, en ekki lög- þvíngun. A seinni árum hafa sveitar- stjórnarmenn í einstökum lands- fjórðungum og kjördæmum komið árlega saman til skrafs og ráðagerða. Upp úr þessu hafa siðan myndazt hin svonefndu landshlutasamtök. Samkundur þessar hafa vafalaust verið gagn- legar, en þó er nytsemd þeirra ákaflega mismunandi fyrir hin einstöku sveitarfélög. Ýmis hags- muna og áhugamál ibúa einstakra sveitarfélaga eru oft ólík, enda þótt þau séu í sama kjördæmi. Það eru þvi engin efnisrök til staðar fyrir því að lögþvínga sveitarfélög innan sama kjör- dæmis til bindandi þátttöku í landshlutasamtökum. Þar sem annars staðar í lýðfrjálsu landi verða menn að hafa rétt til að veija og hafna og meta hvert mál, svo sem það er vert. Nýtt og ólýðræðis- legt stjórnvald Nánari athugunar þörf Oft er gagnrýnt og það með réttu, hversu yfirbygging hins fámenna íslenzka þjóðfélags sé nýja stjórnvalds. Þar á aðeins að miða kosningaréttinn að litlu leyti við mannfjölda, en binda hann fyrst og fremst við hreppa- mörk. Kosningareglur lagafrum- varpsins til hins nýja stjórnvalds gera ráð fyrir, að landsmönnum verði stórlega mismunað eftir búsetu. A einum stað skal atkvæði eins manns gilda jafnt og atkvæði fimmtán manna á öðrum stað. Slíkar og þvilíkar hugmynd- ir um „jafnrétti“ heyra grárri forneskju til í augum íslendinga. Að leggja til við alþingi, að slíkt misrétti sé lögfest í landinu árið 1975, yfir það ná engin orð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.