Morgunblaðið - 11.04.1975, Síða 20
k. >.**■ ■ ;r f \si'.Jr>A \T»3 > \ v' T A 3»T -'iViWyi>f
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. APRlL 1975
Saigonherinn
hrindir árás
Saigon, 10. april. Reuter. AP
Suður-vfetnamski stjórnarher-
inn afstýrði í dag tilraun Norður-
Vfetnama til að taka Xuan Loc,
mikilvæga héraðshöfuðborg um
60 km austur af Saigon, eftir að
Nguyen Van Thieu forseti hafði
gefið hermönnum sfnum skipun
um að halda bænum hvað sem
það kostaði. Þetta er sögð fyrsta
vonarglæta stjórnarhersins f einn
mánuð.
Hernaðarsérfræðingar telja þó
of snemmt að segja hvort ítrekað-
ar árásir Norður-Víetnama á
Xuan Loc séu undanfari stórsókn-
ar til Saigon. Þeir vilja heldur
ekkert um það segja hvort vörn
borgarinnar sýni að stjórnarher-
inn sé að ná sér eftir ófarirnar
sem hafa leitt til þess að þrír
fjórðu landsins hafa fallið.
Margir þeirra telja að áður en
stórárás verði gerð á Saigon muni
kommúnistar loka öllum að-
flutningsleiðum til höfuðborgar-
innar. Síðan muni þeir krefjast
þess að Thieu segi af sér svo við-
ræður geti hafizt.
Harðir bardagar geisuðu einnig
i dag á Mekongóshólmasvæðinu
suður af Saigon. Stórskotaárásir
voru gerðar á borgina Tay Ninh,
um 85 km norðvestur af höfuð-
borginni, og minni bardagar
geisuðu við ýmsar varnarstöðvar
umhverfis borgina.
Norður-Víetnamar beittu bæði
eldflaugum og stórskotaliði i
árásunum á Xuan Loc, Suður-
Vietnamar svöruðu með stór-
skotaliðsárásum og suður-
víetnamskar herflugvélar og þyrl-
ur réðust á gúmmiplantekrur þar
sem talið var að liðssafnaður
Norður-Vietnama væri.
Þar með hafa Norður-
Vietnamar tvisvar sótt inn i Xuan
Loc og Suður-Víetnamar hafa
hrakið þá á flótta i bæði skiptin.
Hins vegar virðist hörðum árás-
um haldið uppi á stjórnarher-
menn norðvestan og suðvestan
við Xuan Loc.
65.000 N-VlETNAMAR
Norður-Vietnamar hafa nú um
40.000 manna lið umhverfis
Saigon og 25.000 menn á
Mekongóshólmasvæðinu sam-
Rússarviljataka
þátt í rannsóknum
innan 200 mílna
Genf, 10. apríl.
Reuter.
RtlSSAR lögðu til á hafréttarráð-
stefnunni í Genf í dag að strand-
ríki fengju rétt til að taka þátt í
öllum vfsindalegum haffræði-
rannsóknum annarra ríkja innan
200 mílna frá ströndum. Hins veg-
ar skyldi þcssi réttur ekki ná til
þátttöku f rannsóknum á náttúru-
auðlindum innan fyrirhugaðrar
200 mílna efnahagslögsögu.
Fulltrúar Kanada og Indlands
gagnrýndu strax tillöguna á
þeirri forsendu að erfitt yrði að
draga mörkin milli rannsókna á
auðlindum og annarra rannsókna.
Sovézki fulltrúinn sagði að haf-
fræðirannsóknir væru nauðsyn-
legar, einkum fyrir þróunarrfki
sem árlega yrðu að þola náttúru-
hörmungar. Hann sagði að land-
lukt rfki ættu að fá rétt til upplýs-
inga um slfkar rannsóknir grann-
rfkja.
Borussia vann
ÞÝZKU liðin Borussia Mönch-
engladbach og FC Köln léku í
UEFA-bikarkeppninni i gær-
kvöldi. Borussia vann 3:1, eftir að
staðan hafði verið 2:0 i hálfleik.
Mörk liðsins gerðu Daninn Sim-
onsen (2) og Danner. Borussia
virðist öruggt i úrslit keppninnar.
Atletico Madrid
heimsmeistari
ATLETICO Madrid sigraði Inde-
pendiente frá Argentínu í gær-
kvöldi 2:0, í seinni leik liðanna í
hinni óopinberu heimsmeistara-
keppni í knattspyrnu. Leikurinn
fór fram í Madrid og 70 þúsund
áhorfendur sáu Irureta og Ayala
skora mörk heimaliðsins. Fyrri
leikinn unnu Argentínumennirn-
ir 1:0 og Atletico er því meistari á
samanlagðri markatölu 2:1.
Níu milljónir
til Isafjarðar
1 GÆR fimmtudaginn 10. aprfl
var dregið f 4. flokki Happdrættis
Háskóla tslands. Ðregnir voru
9,000 vinningar að fjarhæð
84,375,000 krónur.
Hæsti vinningurinn, níu
milljón króna vinningar, kom» á
númer 42 342. Voru allir miðarnir
af þvi númeri seldir í umboðinu á
ÍSAFIRÐI.
500,000 krónur komu á númer
10 145. Trompmiðinn var seldur á
Akureyri en hinir á Eyrarbakka,
Akranesi og tveir í umboðinu
Hrísateig 19 i Reykjavík.
200,000 krónur komu á númer
30 060.
— Ford
Framhald af bls. 1
Um NATO sagði hann, að
bandalagsríkin stæðu frammi fyr-
ir vandamálum á sviði orkumála,
hráefna, umhverfismála og mörg-
um flóknum samningaviðræðum
og ákvörðunum og þvi væri nauð-
synlegt að leiðtogar landanna
gerðu úttekt á þessum málum,
athuguðu framtiðarstefnuna og
itrekuðu samstöðu sina.
Hann hét áframhaldandi til-
raunum til að koma á friði í Mið-
austurlöndum og kvaðst kanna
leiðir til þess eftir misheppnaðar
sáttatilraunir Kissingers utanrík-
isráðherra. Hann ítrekaði að það
væri stefná Bandaríkjanna að
bæta sambúðina við Rússa og Kín-
verja. En hann sagði að Banda-
ríkjamenn yrðu að sýna bæði
festu og sveigjanleika gagnvart
Rússum þvi Bandarikjamenn
gætu ekki vænzt þess að Rússar
gættu stillingar gagnvart veik-
leika eða staðfestuleysi af hálfu
Bandarikjamanna.
Aóaltilgangur NATO-fundarins
er að itreka vestræna einingu og
draga úr þeim ugg að Bandaríkja-
menn séu orðnir hikandi og á báð
um áttum þar sem stefna þeirra i
Indókína hefur farið út umþúfur
þar sem þingið hefur neitað veita
Suður-Vietnam og Kambódíu
meiri aðstoð, sagði Ford. Hann
viðurkenndi að margir vinir
Bandaríkjamanna einkum i Asíu,
væru órólegir vegna ástandsins í
Indókina og sagði að ráðast yrði
fljótt og ákveðið gegn þessum
vanda. í þvi sambandi kvaðst
hann ætla aó ræða við leiðtoga
Singapore og Indónesíu en áður
hefur verið tilkynnt að hann ræði
við forsætisráðherra Astraliu og
Nýja-Sjálands.
kvæmt upplýsingum bandariska
landvarnaráðuneytisins. Suður-
Vietnamar hafa um 100.000 þjálf-
aða hermenn og 100.000 minna
þjálfaða menn úr vopnuðum
borgarasveitum á þessum
svæðum.
Alls er talið að Norður-
Vietnamar hafi 18 fullþjálfuð
herfylki í Suður-Vietnam, þ.e.
rúmlega 250.000 menn, og 100.000
menn sem eru til aðstoðar megin-
hernum. Þar við bætast fjögur
varaherfylki í Norður-Víetnam.
Jafnframt telur landvarnaráðu-
neytið að Norður-Vietnamar hafi
sent tvo sovézksmíðaða eldflauga-
báta af Komar-gerð suður á
bóginn tvo siðustu daga. Þeir geta
reynzt hættulegir bandariskum
skipum undan ströndinni sem eru
við þvi búin að flytja burtu flótta-
menn frá Vietnam, en ráðuneytið
vill ekki gera mikið úr þeirri
hættu.
— Innflutn-
ingsgjald
Framhald af bls. 36
ráðstafanir. Jafnframt teljum við
að með þessu hafi leigubifreiðar-
stjórar verið viðurkenndir sem
jafn mikilvæg stétt og aðrir at-
vinnubifreiðarstjórar en fyrir
slíkri viðurkenningu höfum við
lengi barizt. En ég vil taka fram,
aó þrátt fyrir þessa lækkun verð-
ur útkoman ekkert of glæsileg
vegna stóraukins kostnaðar. Má
sem dæmi nefna, að leigubifreið-
ar hafa þrefaldazt I verði á rúmu
ári og kosta nú allt upp i 3 millj-
ónir. Þá hefur eldsneytiskostnað-
ur stórhækkað. Við reiknuðum
það út að i fyrra hefði reksturs-
kostnaður leigubifreiðar hækkað
um 700 þúsund krónur að meðal-
tali, og af þeirri upphæð er hækk-
un launa aðeins 100 þúsund krón-
ur. Vió höfðum sótt um 30%
hækkun á töxtum, en vegna lækk-
unarinnar á innflutningsgjaldinu
höfum við getað lækkað þá tölu
niður í 26%“.
— Skæruliðar
Framhald af bls. 1
draga úr vaxandi þrýstingi þeirra.
„Þetta er sorgleg siða i sögu
Bandaríkjanna,“ sagði bandarisk-
ur stjórnarfulltrúi sem fylgdist
með hinu ískyggilega ástandi um-
hverfis Phnom Penh.
Enn eru 50 af 200 manna starfs-
liði bandariska sendiráósins í
Phnom Penh. Flestir kambódiskir
starfsmenn sendiráðsins hafa
verið fluttir burtu og sendiráðið
hefur skorað á erlenda blaða-
menn að koma sér burtu. Sendi-
ráðið vill einnig að starfsmönnum
annarra sendiráða verði fækkað
meðan enn er hægt að koma þeim
úr landi.
Staðfest var í dag að Long Boret
forsætisráðherra hefði rætt við
sendinefnd uppreisnarmanna um
möguleika á friðarvióræðum i
Bangkok. En ráðherra í
Kambódiustjórn, Sirik Matak,
sagði í dag að hann teldi engar
líkur til þess að uppreisnarmenn
mundu setjast að samningaborði.
Lon Nol forseti fór i dag frá
eynni Bali í Indónesiu til Hawaii
að leita sér lækninga. Hann fór
frá Phnom Penh 1. apríl i von um
að brottför sín mundi auðvelda
friðarsamninga.
— 50 mílna
Framhald af bls. 1
leiðtogi eiginkvennanna, frú
Margaret Mainprize frá Scar-
borough. Eiginmaður hennar,
tveir synir þeirra og tengdasonur
eru allir skipstjórar á fiskibátum
sem þeir eiga sjálfir.
„Við viljum einnig viðurkenn-
ingu á vandamálum lítilla fiski-
báta,“ sagði frú Mainprize.
Konurnar sögðust vilja styðja
við bakið á eiginmönnum sínum
sem lokuðu 45 brezkum höfnum
fyrr í þessum mánuði til að mót-
mæla löndunum á ódýrum fryst-
um fiski skipa frá Noregi, íslandi,
Póllandi og fleiri löndum er njóta
ríkisstyrks.
Fiskimennirnir aflýstu hafn-
banninu fyrir fimm dögum þegar
ýmis hafnaryfirvöld fengu úr-
skurði frá dómstólum um að að-
gerðirnar væru óleyfilegar og
embættismenn stjórnarinnar lof-
uðu að taka vandamál þeirra til
athugunar.
Sjómennirnir vilja færa út
landhelgina úr 12 milum i 50,
banna að mestu innflutning á
fiski frá löndum utan Efnahags-
bandalagsins og bann á öllum
fiskinnflutningi yfir vetrar-
mánuðina hvort sem hann er frá
löndum innan eða utan Efnahags-
bandalagsins. Þeir segja að
erlend samkeppni stofni lífsaf-
komu þeirra i hættu.
Talsmaður forsætisráðherra
sagði að áskorun eiginkvennanna
yrði tekin til athugunar.
— Utgerðin
Framhald af bls. 36
stóru togararnir eiga nú við
mikinn vanda að etja sem út-
gerðir þeirra geta ekki einar
leyst. Togaraeigendur hafa
rætt við rikisstjórnina um
vandamál sín og hún hefur
viljað koma til móts við óskir
þeirra. Þá hefur rikisstjórnin
fylgzt náið meó samningavið-
ræðum togaraeigenda og sjó-
manna og hefur fullan hug á
að gera sitt til að leysa þessa
deilu og gera þessum mikil-
virku atvinnutækjum kleyft að
starfa."
— Tollvöru-
geymsla
Framhald af bls. 2
Suðurnesja hf., Jón W. Magnús-
son, Krossholti 6, Jón Þorsteins-
son, Hringbraut 48, allir i Kefla-
vik. Garðar Garðarsson, Aspar-
lundi 19, Garðahreppi. Árni R.
Árnason, Vatnsnesvegi 22 A.
Keflavik. Konráð Axelsson, Ár-
múla 1, Rvik. Árni Júlíusson,
Hraunsvegi 7, Ytri-Njarðvík.
Hákon Kristinsson f.h. Stapafell
hf., Keflavík, Árni Samúelsson
f.h. Vikurbær, Keflavík. Jósafat
Arngrímsson, Holtsgötu 37, Ytri-
Njarðvík, Jón E. Jakobsson,
Hegranesi 35, Garðah.'eppi.
Halldór Marteinsson, Viðjugerði
10, R,vik. Stjórn félagsins skipa:
Jón H. Jónsson, Faxabraut 62, for-
maður, og meðstjórnendur
Gunnar Sveinsson, Brekkubraut
5, Huxley Ólafsson, Tjarnargötu
35, Jakob Árnason, Miðtúni 2, og
Ásgeir Einarsson, Þverholti, allir
í Keflavik.
— Samkomulagið
Framhald af bls. 2
verzluninni í. Nægir þar að benda
á innborgunarskyldu, fjármagns-
rýrnum vegna gengisfellinga og
skerðingu álagningarákvæða.
Þar sem aðstaðan til að taka við
frekari kostnaðarhækkunum er
jafn erfið og raun ber vitni, töldu
forystumenn verzlunarinnar
nauðsynlegt að leita eftir viðræð-
um við ríkisstjórnina um stefnu
hennar í verðlags- og peningamál-
um, með það í huga, að afkoma
fyrirtækja og atvinnuöryggi
starfsfólks í verzlun yrði tryggt í
framtiðinni.
Að loknum þeim viðræðum og
vegna þess að Kjararáð verzlunar-
innar telur þýðingarmikið að
vinnufriður sé tryggður meðan
unnið er að gerð varanlegri kjara-
samninga, hefur það fallizt á að
gera bráðabirgðasamkomulag til
1. júní n.k. um greiðslu láglauna-
uppbóta.
Jafnframt mun Kjararáðið
halda áfram baráttu sinni fyrir
leiðréttingu á rekstrargrundvelli
verzlunarfyrirtækja meó áfram-
haldandi viðræðum við ríkis-
stjórn og launþegasamtök."
— NATO
Framhald af bls. 17
málans ef Grikklandi ætti ekki
aðild að yfirstjórn NATO.
Ef Grikkir hins vegar gera
alvöru úr hótun sinni vonast
ráðamenn bandalagsins til að
hægt verði að komast að sam-
komulagi um að Grikklandsher
starfi áfram með NATO-
herjum, þótt það verði undir
grfskri yfirstjórn og utan her-
ráðs NATO. Þetta gerðist, er
Frakkar drógu sig úr hernaðar-
samvinnunni og franski herinn
tekur nú oft þátt I heræfingum
NATO.
— Stórhýsi
Framhald af bis. 2
áður var þar verzlun Sláturfélags
Suðurlands. A miðhæð eru lækna-
stofur og útbúa má slika aðstöðu á
efstu hæðinni. Samkvæmt upp-
lýsingum fasteignasölunnar mun
verð húseignarinnar liggja
nálægt 40 milljónum króna.
— Friðrik
Framhald af bls. 36
Mecking frá Brasilíu er nú efst-
ur á mótinu með 3,5 vinninga.
Larsen, Ljubojevic, Cardoso og
Hort eru i 2.—5. sæti með 2,5
vinninga. Petrosjan, Tal, Tatai,
Rodriques, Andersson og Friðrik
eru í 6.—11. sæti með 2 vinninga.
Visier, Pomar og Bellon eru í
12.—14. sæti með 1,5 vinninga og
lestina reka Fernandez og Deb-
arnot með engan vinning.
— Sikkim
Framhald af bls. 17
furstans og stjórnarinnar um völd
hans og forréttindi. Indverjar
hafa verið tregir til að draga úr
völdum furstans siðan landið
hlaut sjálfstæði 1947 af ótta við
hugsanlega íhlutun Kinverja. Þó
hefur hann haft litil sem engin
völd siðan Sikkim var gert að riki
i tengslum við Indland i fyrra.
Indverjar fara nú með stjórn
utanrikismála, varnarmála og
samgöngumála Sikkims sam-
kvæmt lögum sem indverska
þingið samþykkti i fyrrasumar.
— Wilson
Framhald af bls. 1
ina, 31% er á móti en 12% eru
óráðin.
Aðildin var hins vegar sam
þykkt I neðri málstofunni með
miklum meirihluta, 396 at-
kvæðum gegn 170, vegna míkils
stuðnings við hana f þingliði
Ihaldsflokksins. Eftir atkvæða-
greiðsluna er talið að Ihalds-
flokkurinn standi sterkar að
vfgi en hann hefur gert lengi.
Heffer, sem Wilson rak fyrir
að óhlýðnast fy rirmælum til ráð-
herra um að leggjast ekki gegn
stjórninni f umræðunum, var
aðstoðarráðherra f iðnaðar-
ráðuneytinu og var kunnur fyr-
ir stuðning við lslendinga í sfð-
asta þorskastríði. Nú er bolla-
lagt hvort hann getur orðið
sameiningartákn óánægðra
þingmanna Verkamanna-
flokksins.
Wilson á erfiða daga í vænd-
um, segja stjórnmálafréttarit-
arar, og mest mun reyna á hann
26. aprfl þegar Verkamanna-
flokkurinn heldur sérstaka ráð-
stefnu til að móta afstöðu sfna
til EBE. Niðurstaðan verður
Ifkiega sú, að stjórnin verður
hlynnt aðild og flokkurinn and-
vfgur henni.
— FundurSverris
Framhald af bls. 21
7. I byrjun nóvember, þegar
vegarkaflinn var tilbúinn undir
sementsbundið burðarlag og slit-
lag, var ákveðið, vegna frosthættu
að láta frekari framkvæmdir bíða
vors, og var sú ákvörðun tekin í
samráði við Vegagerðina.
8. Ég lagði áherslu á þá skoðun
mína, að mikiu meira ætti að gera
af þvi að sementsbinda efsta
hluta burðarlagsins i íslenzkum
vegum. Það yki burðarþol
vegarins og hindraði betur ásókn
vatns, um leið og þynna mætti
sjálft slitlagið og ná þannig fram
sparnaði.
9. Sagði ég, að mér væri ekki
kunnugt um að heildarkönnun
hefði verið gerð á því, hvort eða
að hve miklu leyti nota mætti
aðferð mina, blöndun á staðnum,
við endurbætur á núverandi vega-
kerfi. Hins vegar áliti ég, að
íslenzkir þjóðvegir væru að miklu
leyti þannig gerðir, að með litlum
tilkostnaði og lagfæringum mætti
binda efsta hluta burðarlagsins
og setja þar ofan á þunnt slitlag.
Fundurinn stóð talsvert Iengur
en ætlað var, og vonast ég til að
fundargestir hafi farið af fundi
nokkru fróðari um þessi mál.
Sverrir Runólfsson.