Morgunblaðið - 11.04.1975, Side 32

Morgunblaðið - 11.04.1975, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. APRIL 1975 Piltur og stúlka Eftir Jón Thoroddsen skemmtin, og þó aö hún hefði ekki notið neinnar framúrskarandi uppfræöingar í uppvexti sínum, þá var hún þó allvel að sér og kunni vel að haga orðum sínum, hver sem í hlut átti. Vel var maddama Á. til hennar, en líkaði þó ekki í öllu við hana. Brátt tókst góð vinátta með þeim Guðrúnu og Sigríði; var það bæði, að Sigríður átti ekki völ að sinni á öðrum vinkonum, enda var Guðrún hvern daginn öðrum betri við hana og vildi ekki sitja eöa standa öðruvísi en Sigríði mætti bezt líka, og ekki mátti Guðrún neitt fara svo, að Sigríður væri ekki með. Maddömu Á. líkaði það vel, aó kært var meö þeim Guðrúnu og Sigríði, en segir þó einhvern tíma einslega við Sigríói: Ef þú vilt mínum ráðum fylgja, Sigríður mín, þá ræð ég þér til þess, að þú festir aldregi svo fasta' vináttu við nokkurn mann, að þú treystir ekki betur skynsemi þinniogaðgætnienþeirraráðum.einkum á ókenndum stað, og skal lengi manninn reyna; og segi ég þetta ekki í því skyni að spilla þér við nokkurn, heldur til þess, að þú hafir jafnan varúð þína vak- andi. Sigríður þakkar henni fyrir einlægni sína og kvaóst hennar ráóum fylgja vilja. Hélzt nú vinfengi þeirra Guðrúnar engu að síóur. Á, þekkið þér hana ekki? Hún er þó búin aó vera hérna í Víkinni meir en tvo mánuði; hún heitir jómfrú Sigríður Bjarnadóttir og kom í vor að austan til hennar maddömu Á. Ég hef heyrt þess getió, að þangaó væri komin einhver falleg stúlka, en ég hef aldrei haft þá ánægju að sjá hana íyrri; maður er svo sokkinn HOGNI HREKKVISI Þá var það ekki síður, að kaupstaðarlýðnum yrði starsýnt á hana. niður í þetta búóarvastur, aö maður fær ekki einu sinni tíma til aö kynna sér, hverju fjölgað hefur hérna í Víkinni, síðan ég fór í fyrra. En nú er að gjöra vel við gesti sína og tilvonandi skiptavini. Það er ekki orðamál, sagði kaupmaður, og allt er nú til, vona ég, og gjörið þið svo vel að koma inn fyrir og sjá það, sem ég hef; Kristján, sæktu okkur eina flösku af víni, ég verð að drekka velkomandaminni gestanna og tilvonandi skiptavina; gjörið þið svo vel aó koma inn fyrir. Þær stöllur gengu inn fyrir boröið; skenkti kaup- maóur þeim fyrst sitt staup af víni hvorri; en eftir þaó fóru þær aó blaóa f klútunum, og var kaupmaður ofur stimamjúkur vió þær; var þaó auðséð, aó hon- um fannst mikið um Sigríði, en var þó allt fátalaðri viö hana en Guórúnu; og er þær höfðu skoðaó klútana um hríð, segir Guórún: Ekki þykir mér klútarnir hjá yður núna eins fallegir eins og þeir, sem þér höfðuð í fyrra; léreftin og klæóin hjá yður eru afbragð, kjólaefnin eru yndislegri en ég nokkurn tíma hef séð áður, en sjölin sé ég hvergi. Hafið þér gleymt þeim herra Möller? Kaupmaður sagði, að hann væri ekki búinn að taka allt upp hjá sér enn og lægju fallegustu herðaklút- arnir í kistu upp á búðarlofti, og skipaði búðarmanni sínum að fylgja þeim stöllum þangað upp, ef þær vildu. Sigríður kvaðst halda, að þær mundu ekki hafa tíma til þess aó því skipti, er þær nú yrðu að fara að halda heim aftur, en Guórún sagðist þó vilja sjá eitthvað af þeim, og fór hún með búðarmanni; en Sigríður varó þar eftir nióri í búðinni, og mældi kaupmaóur henni léreft, er hún var búin að biðja um. En er því var lokið, var Guðrún enn ekki aftur komin úr loftinu, og beið Sigríður hennar þar í búðinni, og ræddi kaupmaður vió hana og spurói hana um hitt og þetta, sem honum datt í hug, og var hinn blíðasti í öllu viðmóti. Loksins tók Sigríði að lengjast biðin og fór aö sýna á sér feróasnið, er hún ekki gat komið sér að biðja kaupmann að kalla á hana; en í því kom Guórún og Kristján aftur, og varð Sigríður þess vör, aó hann talaði nokkuð hljóðlega flte&imorgunliaffinii Stork- saga frá K-höfn ÞAÐ er víðar en hér í Reykjavík, sem storkur er fréttaefni fjölmiðla. Kaupmannahafnarblöð skýra frá storki einum, sem kom af stað miklum björgunaraðgerðum í einni af útborg Kaup- mannahafnr laugardag- inn fyrir páska. Um páskana var ekki vor í lofti þar um slóðir, held- ur páskahret með snjó- komu. Þá veittu menn því athygli í útbænum Lyngby að storkur einn sat þar á reykháfi í hríðarmuggunni. Hið nafntogaða björgunar- félag Falks var kallað á vettvang því fólk hafði áhyggjur af storkinum uppi á þakinu í kulda og snjókomu. Falks-menn reistu stiga upp við hús- ið og hugðust handsama fuglinn, en rétt í þann mund og björgunarmað- urinn gægðist upp fyrir þakbrúnina, flaug stork- urinn burtu og settist á reykháf á öðru húsi. Var þá sóttur stigabíll. Þá endurtók það sig, aó er björgunarmennirnir í körfu stigabílsins ætl- uðu að nálgast fuglinn renndi hann sér til flugs. Var nú komið langt fram á nótt er björgunarað- gerðum var hætt, en leikurinn barst til skóg- ar. Meóan á eltingaleikn- um stóð við storkinn, var fylgst með honum um allt land því útvarps- hlustendur fengu beina útsendingu af vettvangi. Þeir hringdu frá fæð- ingardeildinni — nýja álman var látin heita eft- ir okkur við vigsluna í dag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.