Morgunblaðið - 01.05.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.05.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAl 1975 Orðsending til lands- fundarfulltrúa Sjálfstœðisflokksins FULLTRÚAR á 21. landsfundi Sjálfstæðisflokksins eru vinsamlegast beðnir að koma í aðalskrifstofu flokksins, Galtarfelli, Laufásvegi 46, á morgun, föst- dag, kl. 13—19, eða á laugardag, kl. 9 til 12.30, og sækja þar kjörgögn sín gegn afhendingu kjörbréfa. 1. maí hátíðahöld- in á Akureyri og í Hafnarfirði HÁTlÐAHÖLD 1. maínefndar á Akureyri hefjast með hátíðarsam- komu í Nýja bíói kl. 2 í dag á vé^um verkalýðsfélaganna. Þar mun iúðrasveit leika, Ölöf Jóns- dóttir flytur ávarp 1. maínefndar og ávörp munu flytja Sighvatur Björgvinsson alþingismaður og Veit aðeins um einn stork á landi hér og hann er á lífi — segir dr. Finnur sem fékk margar storkasögur í gær Þrátt fyrir allskonar æsi- fregnir af innlendum og er- lendum vettvangi, er það stað- reynd, að langt er síðan Mbl. hefur flutt fregn sem vakið hefur jafnmikinn áhugaog hin óvænta koma storksins um páskana og sú harða barátta sem storkurinn hefur háð fyrir lífi sínu í óblíðri vetrarveð- ráttu. 1 gær flutti Mbl. fregn- ina sem virtist setja punktinn aftan við sögu storksins sem flækzt hafði til Islands til að deyja. Svo var þó ekki. Klukkan 10.30 í gærmorgun hringdi dr. Finnur Guðmunds- son í ritstjórn Mbl. og kvaðst Framhald á bls. 19. Þorsteinn Jónatansson. Fundar- stjóri verður Jökull Guðmunds- son vélvirki. Á fundinum i Nýja biói mun Elín Sigurvinsdóttir syngja með undirleik Ólafs Vignis Aiberts- sonar og hún mun einnig syngja á dansleikjum hátíðahaldanna i kvöld. Þá verður unglingadans- leikur í Alþýðuhúsinu í kvöld og í Sjálfstæðishúsinu verður fjöl- breytt barnaskemmtun kl. 2. í Hafnarfirði hefjast hátíða- höldin þannig, að safnazt verður saman við Verkamannaskýlið kl. 1.30 en síðan verður haldið í kröfugöngu að íþróttahúsinu þar sem fundur verður haldinn. Að kröfugöngunni lokinni flytja ræður og ávörp: Gunnar Guð- mundsson formaður Fulltrúaráðs- ins, Hermann Guðmundsson for- maður v.m.f. Hlifar, Guðriður Elíasdóttir form. v.k.f. Framtíðar- innar og Guðjón B. Baldvinsson fulltrúi Starfsmannafél. Hafnar- fjarðar. Lúðrasveit Hafnarfjarðar mun leika fyrir göngunni og á milli ræðna. Þá mun Karlakórinn Þrestir syngja og börn úr Víði- staðaskóla munu skemmta. Kennslustofa f Hvassaleitisskóla, þar sem fram fer leikfimikennsla yngstu barnanna, teikni- og tónlistarkennsla. Þrengsli og bág aðstaða í Hvassaleitisskóla — segja skólastjóri og kennarar UM ÞESSAR mundir eru liðin 10 ár frá þvf að Hvassaleitis- skóli tók til starfa. Þar stunda nú nám 550 nemendur. Skóla- húsið er byggt f áföngum og hafa nú verið teknir f notkun tveir áfangar af þremur. Teikn- ingar að þriðja áfanga eru nú f undirhúningi, en f þeirri álmu er gert ráð fyrir leikfimisal, st jórnunarhúsnæði, sérkennslu- stofum o.fl. t fyrradag boðuðu skólastjóri Hvassaleitisskóla og kennarar til blaðamannafundar, þar sem þeir gerðu grein fyrir þeim erfiðleikum, sem starfsemi skólans á við að etja vegna þrengsla og óviðunandi að- stöðu. Þar kom m.a. fram, að húsnæði skóians er nú saman- lagt 1840 fcrmetrar að flatar- máli, en til þess að húsrýmið nái þeim staðli, sem settur hef- ur verið fyrir skólahúsnæði hér á landi fyrir þennan nemenda- fjölda, þurfa að bætast við 1600 fermetrar. Kennarár sögðu aðstöðu til stjórnunar vera mjög bág- borna, en kennarastofa, skrif- stofa skólastjóra, bókageymsla og eldhús eru í almennri kennslustofu, sem skipt er með skilrúmum, alls um 33 fermetr- ar. Engin aðstaða er fyrir heilsugæzlu í skólanum, en hjúkrunarkona hefur aðsetur í bókageymslu einni í skólahús- inu. Læknir telur ekki unnt að inna þar af hendi skoðun, og hafa börnin því verið send í aðra skóla til skoðunar. Eins og áður segir er leikfimisalur eng- inn í Hvassaleitisskóla. Nem- endur skólans hafa hins vegar fengið leikfimitíma í Réttar- Framhald á bls. 22 Ragnhildur Helgadóttir: Hjálparstofnanir og aukið hjúkrunarrými vegna vangefinna og fjölfatlaðra I GÆR var lögð fram á Alþingi þingsályktunartillaga frá Ragn- hildi Helgadóttur um aðstoð við vangefna og fjölfatlaða. Með til- lögu þessari leggur flutnings- maður til, að ríkisstjórnin undir- búi hið fyrsta ráðstafanir til að bæta aðstöðu vangefinna og fjöl- fatlaðra m.a. með aukningu hjálparstofnana vegna þeirra, sem dveljast I heimahúsum, og aukningu hjúkrunarrýma fyrir þá, sem eiga við þessi vanheilindi á háu stigi að striða. 1 greinargerð fyrir þingsályktunartillögu þess- ari segir Ragnhildur Helgadóttir: gfgjg. Fall Indókína þýðir aukinn þrýsting á Island EIN afleiðing þess, að Indókína er að falla í hendur kommúnist- um, verður sú, að pólitískur og hernaðarlegur þrýstingur Sovétrfkjanna á Island mun stóraukast, segir í grein í bandarlska stórblaðinu Chicago Tribune hinn 22. apríl sl. Fréttamaður blaðsins, sem skrifar frá Washington, segir, að enda þótt athygli ráðamanna þar í borg hafi síðustu vikur fyrst og fremst beinzt að hernaðarlegum hrakförum í Indókína, hafi áhrifamenn þar þungar áhyggjur af framtfð Is- lands. Það, sem áhyggjum veldur, að sögn greinarhöfundar, er m.a. það, að íslendingar eru háðir Sovétríkjunum um olfu kaup og í vaxandi skuld við Sovétmenn. Greinarhöf- undur spyr, hversu lengi Sovétmenn muni veita Is- lendingum lán án þess að nota þær lánveitingar til ein- hvers konar þvingana. I grein- inni í Chicago Tribune segir ennfremur, að flotamálaráð- herra Bandaríkjanna hafi nýlega skýrt þingleiðtogum frá því, að frá íslandi sé betra að fylgjast með kafbátaferðum Sovétmanna á N-Atlantshafi en frá nokkru öðru landi. Þá er athygli vakin á því, að frá því að samkomulag var gert um varnarmálin á sl. hausti hafi verð á íslenzkum fiskafurðum fallið mjög jafn- framt því, sem verð á innfluttri vöru hafi hækkað. Kostnaður íslendinga við olíukaup frá Framhald á bls. 22 Undanfarið hafa talsverðar umræður átt sér stað, sem leitt hafa hugann að því, að ekki sé nægilega vel séð fyrir aðstoð við vangefna og fjölfatlaða af þjóð- félagsins hálfu. Engan veginn skulu þó vanmetin þau framfara- spor, sem i þessum málum hafa verið stigin, svo sem dagvistun, sérkennsla og örorkubætur vegna barna, svo að nokkuð sé nefnt. Fjöldi foreldra vangefinna barna og fjölfatlaðra vill, ef nokk- ur kostur er, fremur annast þau í heimahúsum en vista þau á stofn- unum. Þarf ekki að ræða það, hvers virði það er þessum einstaklingum að njóta foreldra- umhyggju. En ef til vill eru of fáir, sem hugsa út í það, hvílíkt álag slík umönnun getur verið foreldrum eða aðstandendum. Það er ekki einfalt mál fyrir það fólk að njóta hvíldar smátima, þótt þreki þess geti ella hæglega verið ofboðið. Oft vakna líka vandasamar spurningar og áhyggjur í sambandi við uppeldi og aðhlynningu þessa vanheila fólks. Hjálparstofnanir, sem veitt gætu þessum foreldrum ýmiss konar aðstoð og leiðbeiningar og tekið gætu að sér umönnun þessara einstaklinga smátíma i senn stöku sinnum, t.d. nokkra daga, gætu orðið að ómetanlegu liði og í sumum tilvikum forðað uppgjöf. Við hið daglega álag bætist, að áhyggjur sækja á marga þessa foreldra vegna óvissu um það, hvað við taki, er þeirra nýtur ekki lengur við. Sum þessara barna eru svo illa sett, að þau virðast Framhald á bls. 22 Pólýfónkór- inn í söngför til Skotlands POLVFONKÖRINN heldur á laugardagsmorgun í stutta söng- för til Skotlands. Flytur kórinn óratóríuna Messías eftir Hándel í Edinborg á sunnudagskvöldið í kirkju sem tekur 2000 áheyrend- ur. Þá mun stjórnandinn, Ingólf- ur Guðbrandsson, koma fram í viðtalsþáttum f skozka útvarpinu og sjónvarpinu og auk þess mun hann stjórna klukkutíma þætti í skozka sjónvarpinu BBC n.k. föstudagskvöld og kynnir hann þá m.a. islenzka tónlist. Ferð kórsins tekur tvo daga og verða þátt- takendur f ferðinni um 140 talsins. Skozka BBC útvarpshljómsveit- in mun annast undirleik við flutn- ing Messíasar. Einsöngvarar með Pólýfonkórnum verða Kathleen Livingstone, sópran, Rutfi L. Magnússon, alto, Neil Mackie, tenór og Glyn Davenport, bassi. Eru þetta sömu einsöngvarar og komu fram á tónleikum hér heima, nema hvað ungfrú Living- stone kemur í stað Janet Price. Kathleen Livingstone hlaut 1. verðlaun i keppni ungra söngvara sem haldin var í Bretlandi fyrir stuttu siðan. Þess má að lokum geta, að Pólýfónkórinn og væntanleg koma hans til Skot- lands hefur mikið verið til umræðu þar að undanförnu. Einn maður ígæzluvegna smyglmálanna EINN maður hefur verið úrskurð- aður i allt að 20 daga gæzluvarð- hald í sambandi við smyglmálin scm upp komu á siðasta vetri. Leikur grunur á að maðurinn sé viðriðinn dreifingu smyglvarn- ingsins. Hann hefur fram til þessa neitað að vera við málið riðinn. Morgunblaðið hafði í gær sam- band við Ásgeir Friðjónsson fíkniefnadómara en hann hefur verið skipaður setudómari i smyglmálunum. Ásgeir sagði, að hlutverk sitt væri fyrst og fremst það að kanna nánar dreifingu á þvi magni sem uppvíst varð að smyglað hefði verið til landsins á sínum tíma. Hefur Ásgeir sér til aðstoðar nokkra lögreglumenn sem unnu aó rannsókn málsins fyrst eftir að það kom upp. Hafa margir aðilar verið yfirheyrðir nú á allra síðustu dögum og hefur málið heldur skýrzt við þær yfir- heyrslur að sögn Ásgeirs. Sagði hann að ekkert virtist benda til þess að um stóran dreifingaraðila væri að ræða eins og ýmsir hefðu haldið fram í vetur. Þegar Ásgeir var að því spurður hvers vegna setudómari hefði ver ið skipaður í smyglmálinu svaraði hann því til, að þetta væru mjög viðtæk mál sem næðu til margra umdæma og því hefði þótt rétt að setja einn mann í málið, sem hefði óbundnari hendur hvað varðar alla meðferð þess en venjulega tíðkaðist. Leikið í Njarðvík 1 DAG fer fram í Iþróttahúsinu í Njarðvfk körfuknattleiksleikur milli Reykjavfkur og iandsins. I liði Reykjavfkur eru þeir leik- menn sem nú skipa fslenzka landsliðið að UMFN- leikmanninum Gunnari Þorvarðs- syni undanskildum, en í liði iandsins eru leikmenn úr UMFN, Snæfelli frá Stykkishólmi og HSK. Forleikur verður milli íslenzka unglingalandsliðsins og úrvalsliðs unglinga af Suðurnesj- um. Sá leikur hefst kl. 19.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.