Morgunblaðið - 01.05.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.05.1975, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAl 1975 Frú Binh undirritar Parfsarsamkomulagið 1973 „Viljum eng- an hengdan” segir frú Binh, sem nú er talin verða utanríkis- ráðherra nýrr- ar stjórnar VÍETCONG Da Nang, París 30. apríl AP — Reuter FRÚ NGUYEN Thi Binh, byltingarsinninn, sem var fyrir sendinefnd Víetcong við fjögurra ára friðarviðræður í París og var einnig utanríkisráð- herra bráðabirgðabylt- ingarstjórnarinnar, fékk í dag boð um að snúa aftur til heimaborgar sinnar Saigon eftir 18 ára fjarveru. Talið er víst að hún muni taka við emb- ætti utanríkisráðherra í nýrri stjórn í Saigon. Frú Binh er 47 ára að aldri. Fréttamaður AP, Daniel de Luce, átti samtal við frú Binh í Da Nang í gær, þriðjudag, áóur en Saigonstjórnin gafst upp. Hún sagði að mikilvægasta krafa bráðabirgðastjórnarinnar væri „afnám Saigonstjórnar- innar, sem nú er tól bandarískr- ar nýlendustefnu". „Við álítum að allir sem teljast til þriðja aflsins í Víetnam, — og raunar allir sem í raun eru föðurlands- sinnar —, hljóti að samþykkja þær kröfur sem við höfum lagt fram.“ Aðrar kröfur sem hún setti fram væru útilokun kúg- unar, stríðs- og þvingunarvél- anna sem beitt væri gegn suður-víetnömsku þjóðinni. Frú Binh vildi ekki spá um örlög Minhs, forseta, eftir fall Saigonstjórnar, né heldur hvort öllum aðstandendum hennar yrði komið fyrir kattarnef. „En á einn eða annan hátt verða þeir einangraðir. Við teljum okkur þó sveigjanlega. Við höf- um ekki krafizt þess að einhver af andstæðingunum verði hengdur." Þá sagði frú Binh að brott- flutningur Bandaríkjamanna frá Suður-Víetnam yrði ekki að- eins víetnömsku þjóðinni til hagsbóta, heldur einnig til góðs fyrir samband Bandaríkjanna og Víetnam í framtíðinni. Hún sagði að byltingarstjórnin myndi fylgja hlutieysisstefnu í utanríkismálum. ENDANLEGIR brottflutningar Bandarfkjamanna frá Suður-Vfetnam gengu greiðlega og skipulega fyrir sig. Það var fremur ókennilegt talstöðvarmerki um hernaðaraðgerðir sem töfðu flutningana um tfma, en hér fer á eftir gróf stundaskrá um framvindu brottflutninganna í Saigon fram til þerrar stundar er stjórnin gafst upp. 0 Kl. 02.51 ísl. timi; á þriðjudag: Samkvæmt ráðleggingum Graham Martin, sendiherra í Saigon, fyrirskipar Gerald Ford, Bandaríkjaforseti, að brottflutn- ingurinn skuli hefjast með þyrl- um, þar eð C-130 herflutn- ingavélarnar geta ekki lent á Tan Son Nhut-flugvellinum við Saigon vegna þrengsla á vellinum. • Kl. 04.45: Fyrstu þyrlurnar af 83 hefja sig til flugs frá banda- riskum flugmóðurskipum á Suð- ur-Kinahafi áleiðið til Tan Son Nhut. • Kl. 06.05: Forystuþyrlan með yfirmann flotans, Richard Carey, hershöfðingja frá 9. flotadeild- inni við Okinawa, innanborðs lendir á Tan Son Nhut, og skot- hríð er gerð að vélinni. Fylgdar- þyrlurnar láta ekki sjá sig. Allur þyrluflotinn hefur snúið aftur. Talsmaður segir að þyrlurnar hafi aó því er virðist móttekið talsstöðvarmerki þar sem þeim er skipað að lenda ekki fyrr en eftir klukkustund. „Enginn virðist vita hver gaf þessa skipun eða hvers vegna. Við erum enn að reyna að kanna málið. ..“ 0 Kl. 07.00. Þyrlurnar, sem hafa verið á hringsóli síðan talstöðvar- orðsendingin barst, byrja nú að fljúga inn til lendingar á Tan Son Nhut. 0 Kl. 07.12. Fyrsta þyrlan hefur sig til flugs með 50 farþega innan- borðs. • Kl. 07.48. öll fyrsta þyrlusveit- in, alls 34 þyrlur, er komin á loft með flóttamenn, flesta vietnamska. • Kl. 08.05. A fyrstu klukkustund flutninganna hafa 1,420 manns verið fluttir frá Tan Son Nhut. • Kl. 08.30. 2000 manns hafa verið fluttir burt. • Kl. 09.00. Athyglin beinist að brottflutningi bandarískra starfs- manna sendiráðsins, sem verið hefur undir vernd sjóliðsmanna i marga daga. Litlar þyrlur lenda á þaki sendiráðsins og taka farþega. Stórar þyrlur taka flóttamenn á lóðinni umhverfis sendiráðsbygg- inguna. 0 Kl. 12.30. Meir en 4000 manns hafa verið fluttir frá Tan Son Nhut. Þá eru aðeins eftir öryggis- verðir úr sjóliðinu í hermála- skrifstofu sendiráðsins. • kl. 13.00. 700 af þeim 900 Bandarikjamönnum sem eftir voru i Saigon hafa verið fluttir til flugmóðurskipanna áleiðis til Bandarikjanna. 0 Flutningarnir halda áfram til kvölds án meiri háttar skakka- falla, en örvænting og ótti gripur um sig i höfuðborg Suður- Víetnams og ibúarnir reyna hver um annan þveran að komast með. 0 Um kl. 10.00 um kvöldið að íslenzkum tíma gefur Ford forseti út yfirlýsingu i Washington, þar sem hann segir: „Brottflutn- ingum er lokið.“ Og bætir við: „Þar með er lokið kafla í sögu Bandarikjanna." 0 Um kl. 11.00 heldur Henry Kissinger, utanrikisráðherra, blaðamannafund, og ítrekar að allir Bandaríkjamennirnir séu komnir frá Saigon. 0 Um kl. 11.15 berast fréttir um það að sfðasta þyrlan með 11 sjó- liðum innanborðs eigi í erfið- leikum með að komast á loft frá sendiráðinu. Mannfjöldi við sendiráðsbygginguna heldur uppi skothríð á þyrluna. Alls um 6500 manns voru fluttir burt, þar af um 5500 Víetnamar. 0 Um kl. 11.52 fær varnarmála- ráðuneytið i Washington þær fréttir að þyrlunni hafi tekizt að hefja sig til flugs og komizt burt heilu og höldnu. 0 1 Saigon gera Norður- Víetnamar og Víetcong eldflauga- árásir á flugvöllinn og reykjar- mökkurinn stígur til lofts. Viet- cong segist hafa náð Bien Hoa á sitt vald. Utgöngubannið I Saigon er ekki virt og eftir miðnættið er enn fólk á ferli á götum borgar- innar. 0 Um kl. 2.02 að ísl. tíma, rúmum tveimur timum eftir að síðustu Bandaríkjamennirnir höfðu sig á brott, tilkynnir Duong Van Minh, forseti, um uppgjöf stjórnarinnar. ,nr....v:........ ■ Bandarískir sjóliðar varpa s- vietnamskri þyrlu fyrir borð á móðurskipi bandaríska flotans undan ströndum S-Vietnams í gær. Flugmaðurinn, sem kom á þyrlunni með flóttamenn frá Saigon. neitaði að fljúga til baka og varð þá að varpa þyrlunni fyrir borð til þess að hafa lendingar- pláss fyrir þyrlur, sem voru að koma með flóttamenn til skips- ins. Mun mörgum slíkum þyrlum hafa verið varpað fyrir borð. Ein slík þyrla kostar hundruðir millj- óna ísl. kr. r Ö - . cv Síðustu stundir stríðsins FRETTIR Blóðbað í Suður- Víetnam? Eftir William L. Ryan, fréttamann AP ÞO AÐ margir kunni að farast eða særast í því öngþveiti er verður er höfuðborg Suður- Vfetnams og landið sjálft fellur er ástæða til að draga I efa að Víetcong og hinir kommúnfsku bandamenn frá Norður- Vfetnam muni þegar f stað hefja skipulagðar blóðsúthell- ingar. Eins og gefur að skilja vildu árásaraðilarnir að upp- gjöfin hefði á sér pólitískt yfir- bragð. Staða Saigonstjórnar- innar versnaði svo skyndiiega að lítið var til að hvetja Vfet- cong til samningaumleitana. Q] En sigurvegararnir vita að augu heimsins hvíla á þeim. I vissum skilningi verða þeir sem í gullfiskabúri. Evrópskir, bandarfskir og asískir frétta- menn munu væntanlega verða til staðar til að skýra umheim- inum frá því sem gerist. Og Vfetcong-hreyfingin vill kannski Ifka sýna heiminum að hún er ekki eins hræðileg og sumir hafa málað hana. Er framsókn Víetcong og Norður-Vietnama niður eftir Indókínaskaganum hófst var þegar byrjaó að skipuleggja stjórnarvél, og stundum bárust fréttir af aftökum og brott- flutningum fulltrúa Saigon- stjórnarinnar í hinum ýmsum héruðum til þess sem kallað var „endurhæfing“. En enn er langt í land fyrir sigurvegaran# að koma föstu formi á ávinning sirrn, grundvalla traust pólitískt og efnahagslegt kerfi og tryggja yfirráð yfir þjóðinni. Likur benda samt til að þeir hafi gert nákvæmar áætlanir um þetta efni. Auðvitað er hugsaniegt að einhverjum af starfsmönnum fyrrverandi stjórnar í hópi stjórnmálamanna og herfor- ingja verði komið fyrir kattar- nef i einhverjum skilningi, sumir kannski teknir af lífi, aðrir settir í „endurhæfingu". En ef marka má sambærilega reynslu í sögunni verður lítið um útbreiddar blóðsúthellingar um sinn í Suður-Víetnam. Ekk- ert skipulagt blóðbað varó í Norður-Víetnam eftir ósigur franska nýlenduhersins við Dienbienphu árið 1954. Athygli heimsins beindist þá að Viet- nam og stjórn Ho Chi Minhs hagaði sér samkvæmt því. Það var ekki fyrr en tveimur árum seinna að pólitískar blóðs- úthellingar í stórum stíl urðu. 1 fæðingarsveit Hos var gerð hörð herferð gegn „Land- eigendum" sem meira að segja stjórnmálaráð flokksins i Hanoi viðurkenndi að lokum að hefði gengið of langt. Vísbending um framvindu mála voru viðbrögð kommún- ista við ósk Duong Van Minhs, forseta, um vopnahlé. Með því að hafna henni lýsti Víetcong þeirri skoðun að það væri of seint og að Saigon væri þegar á þeirra valdi. Samninga- umleitanir myndu aðeins tefja tímann og jafnvel veita ýmsum tóm til undankomu sem þeir vildu frekar ná tangarhaldi á. 1 augum umheimsins yrði auðmýking Bandaríkjanna auk þess algjör eftir synjunina. En Norður-Vietnamar tala oft um að þessi styrjöld þjóni hlut- verki fyrir hina alþjóðlegu kommúnismahreyfingu. Blóð- bað nú kynni aó skaða þá hreyf- ingu. Og þá er einnig ekki óeðli- legt að gera ráð fyrir því að Hanoistjórnin fái nokkuð af vel yfirveguðum ráðleggingum í þessu efni frá hinum sovézku aðstandendum sinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.