Morgunblaðið - 01.05.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.05.1975, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAl 1975 1. mai Rabbað við verkafólk hér og þar Litið inn á vinnustaði VIÐ fórum um borgina í gær og hittum verkafólk hér og þar aö máli. Spurðum það um álit þess á stöðunni í landsmálunum, launum og öðru. Þetta voru stutt rabbviðtöl, sem fara hér á eftir, en tvennt kom sérstaklega í ljós í viðtölum við verkafólkið: Kvartanir yfir dýrtíðinni í landinu, en jafnframt trú á þær efnahagsað- gerðir sem verið er að gera í landinu til þess að ná stjórn á hinum ýmsu málaflokkum. en vera að biða eftir tveggja her- bergja íbúð í Breiðholti sem þau hefðu keypt þar hjá Fram- kvæmdanefnd. „Launin mættu vera meiri,“ sagði hún, „maðurinn minn er sjómaður og þetta mjakast þvi hjá okkur. Við höfum það ágætt. Hins vegar kemur dýrtiðin í landinu illa við mann eins og er, en ég vona að þetta lagist. Maður verður að vona það bezta og maður getur ekki ætlast til annars en að maður verði að vinna og leggja á sig til að bera eitthvað úr býtum, það tekst ekki á annan hátt.“ „Menn verða að standa saman um að stöðva vitleysuna,f VIÐ litum inn i vöruskemmu rikisskips við Hafnarhúsið í Reykjavíkurhöfn og það sem vek- ur sérstaka athygli þar er hinn ömurlegi aðbúnaður fyrir þá 50 menn sem vinna þar, fyrir utan það að vöruskemmurnar eru lík- lega þær rustinkusalegustu á öllu landinu. Reyndar vafamál hvort þær eru ekki fyrir neðan allar hellur af heilbrigðisástæðum, því þar fara um matvæli og annar viðkvæmur varningur. Þegar allt kemur til alls er húsnæði skrif- stofufólksins Iíklega talsvert rúm- betra en allar vörugeymslurnar til samans. Salerni og önnur að- staða fyrir starfsmenn vöru- skemmu ríkisskips er til hábor- innar skammar fyrir ríkisskip og minnir á hesthús af lökustu gerð. Menn vinna þó sina vinnu þarna daglega og við röbbuðum stuttlega um landsmálin við Þór- arin Sigurðsson verkamann, sem er búinn að vinna þarna I 40 ár: „Ég segi fyrir mitt leyti að ég er orðinn sáttur við að kaupið hækki ekki, ef á annað borð næst sam- staða um að stoppa þetta allt, stöðva verðbólgu og verðhækkan- ir og sjá til þess að hvorki menn til sjávar né sveita fái að hækka. En menn verða þá að koma sér saman um að stöðva þetta á einu bretti. Þessar aðgerðir sem nú er verið að gera og hafa verið gerðar, virð- ast ætla að verða jákvæðar, en um fram allt eigum við að stöðva kapphlaupið hver á móti öðrum. Það er ekki nokkurt vit að láta þessa helv. .. kommúnista vera að gelta árið út og árið inn án þess að nokkur beri hönd yfir höfuð sér, því það er ekkert að marka þá og ég hef náttúrulega aldrei haft álit á þeim, hvað þá eftir að ég varð þetta gamall og reynslunni ríkari. Nei, við getum ekki endalaust verið með þennan hlaupagang, mannfélagið okkar er raunveru- lega þroskaðra en það i dag. Við verðum nú að fylgja eftir og ná stjórn á hlutunum, vinna saman, tala saman og um fram allt vinna saman að lausn mála. Ekki troða stanzlaust skóinn hver af öðrum. Okkur miðar ékkert með því, við eigum að geta unnið saman eins og menn. Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn unnu saman i ríkisstjórn í 12 ár og þar ríkti gagnkvæmt traust í stjórninni. Það er okkur farsælast, hitt kallar á tóma vitleysu eins og óeining og stjórnleysi vinstri stjórnarinnar er gleggst dæmi um. Og nú erum við að súpa seyðið af þeirri óráð- siu.“ <=> „LAUNINERU FYRIR NEÐAN ALIAR HELLUR” Svövu Guðjónsdóttur hittum við í sælgætisgerðinni Nóa: „Mér finnst launin vera fyrir neðan all- ar hellur,“ sagði hún. „Hvernig á fólk með 45—50 þús. kr. af lifa nú til dags þegar þeir sem eru með 70—80 þús. á mánuði geta það ekki einu sinni. Með þessu á mað- ur að borga skatta, húsaleigu og allt til daglegra þarfa. Af hverju þetta ástand er? Ég veit það ekki og að minnsta kosti er þessi stjórn engu betri en sú sem var áður og það er ómögulegt að segja hvort fyrri stjórn hefur skilið illa við eða ekki. Það er þó ljóst að vinstri stjórnin fór allt of geyst án þess að hafa stjórn á hlutunum. Hins vegar er það ugg- laust mjög erfitt að stjórna land- inu núna i þessari verðbólgu, en það hlýtur að vera hægt að stjórna landinu þannig að fólk geti lifað sómasamlegu lífi af laununum sinum. Iðja og Dagsbrún eru alltaf með lægstu launaflokkana, en ekki veit ég hvers vegna. Það er víst bara þannig, eins og þeir segja, en endarnir hjá manni ná engan veg- inn saman af þessum launum, en ég nýt nokkurrar greiðslu úr lif- eyrissjóði eftir manninn minn og þannig sleppur þetta nokkurn veginn, en maður getur ekki veitt sér neitt“. „Staðan í launa- og landsmálum mjög batnandVf Bjarni Agústsson hittum við í Mjólkursamsölunni. Hann hefur unnið þar í eitt og hálft ár, en er 18 ára gamall: „Ég held að staðan í launa- málum og landsmálum sé mjög batnandi," sagði hann, „það er t.d. mun meira öryggi nú en var fyrir tveimur mánuðum. Vör- urnar eru lika að lækka nokkuð og mér finnst kaupið skárra en það var fyrir nokkrum mánuðum miðað við dýrtíðina og það sem maður getur náð út úr kaupinu. Þessir erfiðleikar sem við er að etja eru náttúrulega ekki eðli- legir, en ég get ekki séð annað en ástandið fari batnandi. Það var ekki gott að lifa undir þeirri rikis- stjórn, sem kommúnistar koll- riðu, en ég hef trú á þessari ríkis- stjórn." <=> „ Vantar mikið á eðlilegt ástand í launamálumff Guðbjörn Eiríksson verkstjóri í Nóa sagði: „Er ekki kaupið allt of lágt miðað við dýrtíðina núna, en í heild held ég að það sé mjög mismunandi eftir fyrirtækjum hvað þau geta boðið i kaup. Hljóðið í fólki hér er þó nokkuð gott, þött allir vilji náttúrulega fá meira kaup. Annars er það auðvitað ekki eðlilegt hvernig allt var farið i efnahagsmálunum. Ég skil t.d. ekki hvernig verkamaður hér getur náð endum saman á 45—50 þús. kr. launum á mánuði þegar allt er svo dýrt sem raun ber vitni. Þó held ég að það sé betra að semja eins og ASI gerði, held- ur en fá verkfall, en það vantar mikið á aó ástandið sé eðlilegt í launamálum. Astæðan? Astæðan er augljós- lega sú að það var farið allt of hratt á timabili i stjórnleysi, eytt úr öllum sjóðum, togarar, sem bera sig ekki, keyptir á færibönd- um og fleira og fleira." við vikum okkur aó honum til að rabba við hann: „Ég er nú nýkom- inn til landsins," sagói hann, „hef verið á Danmörku s.I. 5 ár að vinna þar. Mér sýnist ástandið vera miklu betra hér en þar, því það er m.a. feikilegt atvinnuleysi og óöryggi í Danmörku. Það veit enginn hvað er framundan þar. Ég vann í stórri skipasmíðastöð og þar var mönnum sagt upp í hundraða tali. Það er gott að vera kominn heim, en ég er ekki ánægður með veðrið, það er svo skrambi kalt. Ég er ekki kominn vel inn i pólitíkina hér ennþá, en mér virð- ast þessar aðgerðir sem er verið að gera, jákvæðar og ákveðnar. 1 Danmörku eru 140 þús. menn at- ^vinnulausir.” <=> „Maður verður að vinna og leggja á sigff Svanhvfti Höllu Pálsdóttur hitt- um við í Sjóklæðagerðinni þar sem fjöldi kvenna vann af fullum krafti við saumaskap og annað. Svanhvít Halla hefur unnið þar i 5 mánuði, en hún er gift og á eitt barn. Hún kvaðst búa í leiguibúð, „Miklu betra ástand hér en í Danmörkuff Þorkell Jóhannsson bifvéla- virki var að vinna við logsuðu í porti Mjólkursamsölunnar þegar * „Astandið líka okkur sjálfum að kennaff AGUSTU Kolbeinsdóttur hittum við í kertaverksmiðjunni Hreini: „Mér finnst kaupið ekki nógu hátt hjá okkur og mér heyrist fólk vera sammála um það. Fólk lifir ekki af þessu eitt sér. Ég er gift kona og lifi því sómasamlegu lífi, en þá fara líka launin að stórum hluta i skattana. Við eigum 4 upp- komin börn þannig að með vinnu okkar beggja gengur þetta ágæt- lega, en hins vegar er ég þeirrar skoðunar að þetta ástand í efna- hagsmálum sé lika okkur sjálf- um að kenna. Við erum með ýmsar kröfur og hlunnindi, sem við höfðum ekki áður. Mér finnst að við verðum að leggja eitthvað á okkur líka þegar illa árar. Það þýðir ekki bara að heimta og heimta, þótt maður reyni sjálfsagt alltaf að halda í sitt. Ég vildi til dæmis ekki missa bílinn minn eða sjónvarpið, en maður lætur ekk- ert eftir sér í ferðalög eða annað, það er ekki hægt með þetta kaup. Þegar ég byrjaði að vinna hér fyrir 13 árum var ég með 4200 kr. í kaup og mér fannst það öllu drýgra en kaupið nú. Þá var mað- ur að endurnýja búið og svoleiðis og hluti sem maður keypti þá myndi ég ekki treysta mér til að kaupa núna. En nú er ég orðin fulloróin kona og maður þarf ekki það sama og ungt fólk sem er að byrja búskapinn. Það er þó engin ástæða tií annars en vera bjart- sýnn, ég er bjartsýn og hef trú á að við komumst fljótt yfir þessa erfiðleika, ég hef trú á þessari ríkisstjórn".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.