Morgunblaðið - 01.05.1975, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAl 1975
39
1. deildinni lokið
Síðasti leikurinn í ensku 1. deildar keppninni i knattspyrnu
fór fram í fyrrakvöld og léku þá Birmingham og Sheffield
United. Varð jafntefli i leiknum, 0—0, í mjög hörðum og grófum
leik, þar sem Sheffield-liðið var yfirleitt betri aðilinn. Það þurfti
sigur í leiknum til þess að öðlast þátttökurétt í UEFA-
bikarkeppninni að ári, en liðin sem leika munu þar fyrir
Englands hönd verða Aston Villa, sigurvegarinn í deiidarbikar-
keppninni, Liverpool, Ipswich Town og Stoke City. Endanleg röð
liðanna í 1. deildar keppninni ensku í ár varð þessi:
' L HEIMA UTI stig
Derby County 42 14 4 3 41—18 7 7 7 26—31 53
Liverpool 42 14 5 2 44—17 6 6 9 16—22 51
Ipswich Town 42 17 2 2 47—14 6 3 12 19—30 51
Everton 42 10 9 2 33—19 6 9 6 23—23 50
Stoke City 42 12 7 2 40—18 5 8 8 24—30 49
Sheffield Utd. 42 12 7 2 35—20 6 6 9 23—31 49
Middlesbrough 42 11 7 3 33—14 7 5 9 21—26 48
Manch. City 42 16 3 2 40—15 2 7 12 14—39 46
Leeds United 42 10 8 3 34—20 6 5 10 23—29 45
Burnley 42 11 6 4 40—29 6 5 10 28—38 45
QPR 42 10 4 7 25—17 6 6 9 29—37 42
Wolverhampton 42 12 5 4 43—21 2 6 13 14—33 39
West Ham Utd. 42 10 6 5 38—22 3 7 11 20—37 39
Coventry City 42 8 9 4 31—27 4 6 11 20—35 39
Newcastle Utd. 42 12 4 5 39—23 3 5 13 20—49 39
Arsenal 42 10 6 5 31—16 3 5 13 16—33 37
Birmingham City 42 10 4 7 34—28 4 5 12 19—33 37
Leicester City 42 8 7 6 25—17 4 5 12 21—43 36
Tottenham H. 42 8 4 9 29—27 5 4 12 23—36 34
Luton Town 42 8 6 7 27—26 3 5 13 20—39 33
Chelsea 42 4 9 8 22—31 5 6 10 20—41 33
Carlisle Utd. 42 8 2 11 22—21 4 3 14 21—38 29
Lundúnaliðið Tottenham bjargaðist frá falli f 2. deild á sfðustu stundu. Myndin var
tekin f næst síðasta leik liðsins f deildinni, er það mætti Arsenal og sýnir Alf Conn,
Tottenhamleikmann stökkva yfir Geoff Barnett markvörð Arsenal, sem gómað hefur
knöttinn.
Geir Hallsteinsson
þjálfar KR-inga
KR-INGAR hafa nú ráðið hand-
knattleiksþjálfara fyrir 2. deildar
lið sitt. Verður Geir Hallsteinsson
með liðið næsta keppnistfmabil
og er það hugmyndin að hefja
æfingar mjög fljótlega.
— Ég tel aigjöra forsendu fyrir
árangri að æfa yfir sumarmánuð-
ina, sagði Geir i viðtali við
Morgunblaðið í gær, — sé ekki
byrjað fyrr en undir haust nær
liðið sér ekki á strik fyrr en eftir
áramót, og það getur orðið of
seint. Fyrsta æfingin sem ég verð
með KR-inga á verður 3. júní og
síðan verður æft tvisvar í viku í
allt sumar.
Geir sagði að sér litist mjög vel
á KR-Iiðið. — Kjarni liðsins eru
ungir ieikmenn sem eiga framtíð-
ina fyrir sér og eru mjög efnilcg-
ir, sagði hann.
Geir Hallsteinsson
Fy rir t æk j akeppni
í handknattleik
A LAIJGARDAGINN fóru fram síóustu leik-
irnir í undanekppni fyrirtækjakeppni HSl i
handknattleik. Leikið var í Garðahreppi og
urðu úrslit einstakra leikja sem hér segir:
A-RIÐILL:
Slippfélagið—Breiðholt 5:15
Aburðarverksmiðjan — Skýrsluvélar 8:15
Morgunblaðið—Blikk og Stál 13:6
ÍSAL — Skýrsluvélar 8:13
Aburðarverksmiðjan — Breiðholt 10:24 .
Slippfélagið — Blikk og Stál 10:9^
Morgunhlaðið—ÍSAL 4:4
B-RIÐILL:
Sláturfélagið — Landshankinn 4:8
Hekla — Lögreglan 8:9
Héðinn—Skattstofan 16:19
Tollgæzlan—Lögreglan 6:11
Hekla — Landsbankinn 7:9
Sláturfélagið — Skattstofan 13:11
Héðinn —Tollgæzlan 16:13
I A-riðli urðu Skýrsluvélar sigurvegari,
Morgunhlaðið í öðru sæti, Breiðholt í þriðja
sæti og ÍSAL í fjórða sæti. Sigurvegari í
B-riðli varð Landsbankinn. Þar varð Lögregl-
an í öðru sæti, Sláturfélagið i þriðja sæti og
Hekla i f jórða sæti.
Úrslitaleikir keppninnar fara fram i
Garðahreppi á föstudagskvöld. Fyrsti leikur-
inn er kl. 19.30, og leika þá Hekla og tSAL
um 7.—8. sætið. Siðan leika Sláturfélagið og
Breiðholt um 5.—6. sætið, siðan Lögreglan
og Morgunblaðið um 3.—4. sætið og loks
Landsbankinn og Skýrsluvélar um fyrsta
sætið. Sá leikur mun hefjast kl. 20.30. Að
lokum verða svo verðlaun afhent, en þrjú
fyrstu liðin í keppninni hljóta verðlaun
Athugasemd
i TILEFNI af viðtali við Berg Guðrta-
son, stjórnarmann í Handknattleiks-
sambandi íslands, er birtist !
Morgunblaðinu I gær, hefur Stefán
Kristjánsson, iþróttafulltrúi Reykja-
víkurborgar, óskað að eftirfarandi
komi fram:
Leiga af Laugardalshöllinni var
upphaflega 25% af brúttóinntekt.
1969 var þetta hlutfall lækkað niður
í 20% og árið 1972 var það aftur
lækkað og þá niður í 1 7%, jafnframt
þvi sem leigusali tók á sig þjónustu
sem ekki var áður fyrir hendi, svo
sem gerð og sölu aðgöngumiða,
dyravörzlu og fleira.
r r
Sambandsráðsfundur ISI á næstunni
Gísli Halldórsson, forseti ÍSÍ,
kynnti fréttamönnum nýlega þaó
sem efst er á baugi hjá Iþrótta-
sambandi Islands um þessar
mundir. Skal þar fyrst nefna aö
sambandsráð iSl kemur saman til
fundar í Reykjavík 2. og 3. maí
n.k. Sambandsráð er skipað fram-
kvæmdastjórn tSÍ, formönnum
allra sérsambandanna 15 að tölu
og fulltrúa 8 kjördæma. A fundi
þessum verða gefnar margvisleg-
ar skýrslur: Frá framkvæmda-
stjórn ISI, frá sérsamböndunum
og frá Olympiunefnd. Þá verður
greint frá aðgerðum stjórnar ISI
varðandi byggingu íþróttamann-
virkja á næstu árum. Eitt megin-
viðfangsefni fundarins verður
svo fjármál, skipting útbreiðslu-
styrks til sérsambandanna og
skipting á kennslustyrkjum.
Samstarfsnefnd Iþróttasamband-
anna:
Samstarfsnefnd Iþróttasam-
bandanna á Norðurlöndum kem-
ur saman til fundar í Reykjavik
12.—13. júní n.k. Fundinn sitja
fulltrúar úr framkvæmdastjórn-
um íþróttasambandanna á
Norðurlöndum. Nefndin kemur
saman annað hvert ár og heldur
fundinn til skiptis í aðildar-
löndunum. Siðasti fundur hér á
landi var fyrir 10 árum.
A fundum samstarfsnefndar-
innar eru gefnar gagnkvæmar
skýrslur um ýmsa þætti í starf-
semi íþróttasambandanna, eins og
t.d. þróun félaga og sambanda,
fjármál, fræóslustarfsemi,
keppnisiþróttir og almennings-
iþróttir, störf Olympiunefnda,
æskulýðsstarf, bygging íþrótta-
mannvirkja og fl.
Fyrir þessum fundi liggur einn-
ig aö taka afstöðu til umsókna
Færeyinga um sjálfstæða aðild að
samstarfsnefndinni.
Norrænar unglingabúðir:
Norrænar unglingabúðir, hlið-
stæðar við þær sem ISI efndi til á
s.l. ári að Laugarvatni, verða
haldnar í Noregi, skammt frá
Ösló, á komandi sumri. Þátttak-
endur eru frá öllum Norðurlönd-
unum. Tuttugu þátttakendur
verða frá tslandi, 10 frá Iþrótta-
bandalagi Vestmannaeyja og 10
frá Héraðssambandinu Skarp-
héðni.
Iþróttamiðstöð lSt:
Iþróttamiðstöð ISl að Laugar-
vatni er þegar fullskipað á kom-
andi sumri. Hefur hinum ýmsu
iþróttahópum fyrir nokkru verið
úthlutað tima í sumar fyrir æfing-
ar og námskeið.
Meðal iþróttagreina sem veróa í
íþróttamiðstöðinni eru: Knatt-
spyrna, handknattleikur, körfu-
knattleikur, frjálsar íþróttir, fim-
leikar og júdó. Forstöðumaður
Iþróttamiðstöðvarinnar í sumar
verður Árni Njálsson, iþrótta-
kennari.
Sýnilega er vaxandi þörf fyrir
Iþróttamiðstöðina á Laugarvatni
og standa nú fyrir dyrum viðræð-
ur við forráðamenn Iþrótta-
kennaraskóla Islands um fram-
tíðarskipan þessara mála.
Fræðslustarfsemi
Fræðslustarfsemi samkvæmt
námsefni grunnskóla ISl er starf-
rækt á þessum vetri i þremur
framhaldsskólum: Menntaskólan-
um i Reykjavik, Gagnfræða-
skólanum í Hveragerði og Héraós-
skólanum i Reykholti.
Fyrsta héraðssambandið innan
ÍSt, sem efnir til leiðbeinenda-
námskeiðs eftir námsefni grunn-
skóla, er ÍBR, og stendur það
námskeið nú yfir. Héraóssam-
band S-Þingeyinga áformar að
efna til leiðbeinendanámskeiðs i
júnimánuði n.k.
Nýbyggingu ÍSÍ, ÍBR og KSI I Laugardal er nú að mestu lokið, og bætir bygging þessi mjög aðstöðu
iþróttahreyfingarinnar.
Svend Pri
DANSKI badmintonleikmaðurinn
Svend Pri, sem bar sigur úr být
um i hinni óopinberu heims
meistarakeppni i þessari iþrótta
grein i „All England'' mótinu,
mun að öllum likindum flytjast til
Svíþjóðar innan tiðar, ásamt
tveimur öðrum þekktum dönsk
um badmintonleikmönnum.
Ástæðan er sú, að nú hefur
danska badmintonsambandið
bannað Pri og félögum hans að
taka þátt i mótum þar sem há
peningaverðlaun eru i boði, en
slikt gerist nú stöðugt algengara í
þessari iþróttagrein. Til að byrja
með lét Pri svo sem að hann
hefði ekki áhuga á mótum þess-
um, en hefur greinilega snúizt
hugur, enda ætti hann mikla
möguleika á að vinna til álitlegra
upphæða. Sem dæmi um þá pen-
inga sem eru i boði i badminton-
mótum má nefna að framundan
er mót i Las Vegas i Bandarikjun-
um þar sem keppt verður um
verðlaun sem nema um 66
milljónum króna.
Muhammadl
Ali
Muhammad Ali, heimsmeistari I
í hnefaleikum þungavigtar, hefur
lýst því yfir að hann sé tilbúinn
að mæta Joe Bugner, Evrópu-
meistara í hnefaleikum, í Kuala
Lumpur í Malasíu snemma í sum-
Verðlaunin sem i boði er nema
i milljónum dollara, en ekki
hefur enn verið ákveðið hvernig
þau skiptast, ef af keppninni
verður. Ali er gífurlega vinsæll i
Malasiu, en þar er meira en
helmingur 11 milljóna íbúa
múhammeðstrúar, en sem
kunnugt er hefur Ali tekið þá trú
og dregur ekki dul á.
Jim
Connors
Bandaríski tennisleikarinn Jim I
Connors sigraði Ástraliubúann I
John Newcombe í úrslitaleik í |
hinni árlegu Las-Vegas tennis-
keppni sem lauk um helgina. Var I
þetta í fyrsta sinn sem Connors
bar sigurorð af Newcombe í
keppni, en úrslitin í lotunum [
urðu: 6—3, 4—6, 6—2 og I
-4. Fyrir sigurinn fékk
Connors 500 þúsund dollara i
verðlaun, en Newcombe fékk
helmingi minna í sinn hlut, eða
250 þúsund dollara, Aðeins |
3.500 manns fylgdust með leikn-
um, en honum var hins vegar
sjónvarpað beint um öll Banda-
ríkin.