Morgunblaðið - 01.05.1975, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAl 1975
21
Ingólfur Jónsson mælti 23.
aprll s.I. fyrir áliti meirihluta
iðnaðarnefndar um járnblendi-
verksmiðjuna I Hvalfirði. 1 ræðu
sinni gerði Ingólfur ftarlega
grein fyrir samningunum við
Union Carbide og fyrirhuguðum
rekstri málmblendiverksmiðj-
unnar. Hér á eftir verður gerð
grein fyrir efni ræðunnar:
Ingólfur Jónsson sagðist telja
sjálfsagt, að áfram yrði haldið að
virkja og nýta innlenda orku-
gjafa, bæði jarðvarmann og fall-
vötnin. Ekki aðeins tii þess að
koma upp stóriðju í landinu
heldur einnig og ekki sfður tif að
efla annan iðnað og til þess að
nota innlenda orkugjafa til hús-
hitunar og reyna með þvf að spara
olfu, sem nú væri orðin mjög dýr
og tæki mikið af okkar verðmæt-
um f gjaldeyri. Hann sagði, að
vissulega bæri að halda áfram að
efla sjávarútveginn, landbúnað-
inn og smærri iðnað. En við gæt-
um ekki komizt hjá þvf að
breikka grundvöllinn undir at-
vinnulffinu og fjölga þeim stoð-
um, sem standa undir þjóðfélags-
byggingunni. Það gerðum við
einnig með þvf að efla stóriðju og
koma upp ýmiss konar verksmiðj-
um, sem keyptu orku, er við hefð-
um beizlað og gæfu arð i þjóðar-
búið. Járnblendiverksmiðjan i
Hvalfirði myndi verða ein af þess-
um stoðum og gefa f erlendum
gjaldeyri allt að tvo milljarða
króna á ári f okkar hlut.
Meirihlutaeign
þarf ekki að vera
algild regla
Ingólfur Jónsson sagði, að á
meðan Magnús Kjartansson hefði
verið iðnaðarráðherra hefði verið
að því unnið að gera samkomulag
við Union Carbide, fyrirtæki í
Bandaríkjunum, sem væri mjög
sterkt fjárhagslega og ræki verk-
smiðjur í mörgum löndum, en það
hefði verið í byrjun árs 1971, sem
viðræðunefnd um orkufrekan
iðnað hefði farið að leita eftir
samkomulagi og samningum við
stóriðjufyrirtæki, sem gætu tekið
upp samvinnu við okkur
Islendinga. Þar sem þá hefði ekki
síður en nú verið áhugi fyrir að
beizla fallvötnin og nýta þá orku,
sem lengst af hefðu verið óbeiziuð
i landinu. Ingólfur sagðist telja,
að það þyrfti alls ekki að vera
algild regla, að Islendingar ættu
meirihluta i fyrirtækjum eins og
þessu. Allt væri undir því komið,
hvernig samningar tækjust
hverju sinni. Sjálfsagt væri, að
Islendingar ættu virkjanir, en vel
væri hægt að hugsa sér, að erlend
fyrirtæki fengju leyfi til þess að
setja hér upp framleiðsluverk-
smiðjur, er keyptu orku úr
íslenzkum orkuverum. Á hinn
bóginn gætu Islendingar smátt og
smátt orðið eigendur að slikum
verksmiðjum með þvi að láta
hluta af sköttum og gjöldum, sem
þessar verksmiðjur greiddu,
renna til þess að auka eignarhluta
þeirra í verksmiðjunni og
íslendingar yrðu þannig að til-
skyldum tíma liónum eigendur að
meirihluta eða öllu leyti. Það
væri því alls ekki vfst, að það væri
bezt fyrir Islendinga að eiga frá
upphafi meirihluta i slikri verk-
smiðju.
Ingölfur Jónsson sagði, að mið-
að við það, að félagið yrói stofnað
á þessu vori gæti verksmiðjan
byrjað framleiðslu fyrri hluta árs
1977 eða um það leyti, sem
Sigölduvirkjun yrði tilbuin. Gert
væri ráð fyrir því, að íslendingar
ættu 55% i verksmiðjunni, en
Union Carbide 45%.
Rafmagnsverðið
tengt verðlags-
breytingum
Þá gerði þingmaðurinn grein
fyrir breytingum þeim, sem orðið
hefðu á frumvarpinu eins og það
var á s.l. vetri. Sérstaklega væri
ástæða til að minna á, aó raf-
magnsverðið hefði hækkað mjög
mikið frá því sem gert hefði verið
ráð fyrir í fyrra frumvarpi. Nú
væri gert ráð fyrir, aö á 1. og 2. ári
yrði forgangsorkan 9,5 mills. og
afgangsorkan 0,5 mills. Á þriðja
og fjórða starfsári bræðslunnar
yröi forgangsorkan 10 mills. en
afgangsorkan 1,4 mills. og meóal-
sem Magnús Kjartansson hefói
haldið fram, að þeir sem sam-
þykktu þetta frumvarp væru að
kalla orkuskort yfir þjóðina.
Ingólfur Jónsson:
hefói verið aukin og hækkuðu
tekjur Landsvirkjunar mikið við
það að hafa til ráðstöfunar 20
gwst á ári.
Ingólfur Jónsson
Tryggir 15% lægra
orkuverð til
almenningsnota
Miðað við þá samninga, sem hér
væri um að ræða, væri reiknað
með að orkuverð til almennings
fyrstu árin yrði 15% lægra sökum
þess að Landsvirkjun seldi raf-
orku til járnblendiverksmiðjunn-
ar. Og jafnframt bæri að vekja
athygli á því, að byggingarkostn-
aður Sigölduvirkjunar og vaxta-
kostnaður hefði ekki verið lægri
nú heldur en gert hefði verið ráð
fyrir og raun bæri vitni um, þótt
frumvarpið hefði orðið að lögum
á síðasta þingi með rafmagns-
verði, sem að meðaltali hefði ver-
ið 4,2 mills. Ef frumvarpið hefði
verið lögfest á s.l. vori með því
Þurfum að breikka
grundvöllinn undir
atvinnulífinu
verð 5,7 mills. Á fimmta og sjötta
starfsári bræðslunnar 10 mills.
fyrir forgangsorkuna, afgangs-
orkan 9,1 mills. og meðalveróið
5,9 mills. A sjöunda og áttunda
starfsári bræðslunnar 10 mills.
fyrir forgangsorkuna og 2,4 mills.
fyrir afgangsorku og meðalverðið
yrði þá 6,2 mills.
Þegar talað væri um verð á ork-
unni bæri að hafa i huga ákvæði í
samningunum um endurskoðun
orkuverðs eftir tilsettan tíma, ef
breyting yrði á verðlagi. Það verð,
sem hér hefði verið nefnt væri
verulega miklu hærra heldur en
talað hefði verið um á s.l. vori og
þá verið talið fullnægjandi, en ein
helzta ástæða þess að veró á raf-
orku til málmblendiverksmiðj-
unnar væri nú hærra en áður
hefði verið gert ráð fyrir væri sú,
að nú lægi fyrir að verksmiðjan
myndi taka til starfa hálfu öðru
ári seinna heldur en upphaflega
hafi verið áætlað, eða í árslok
1977 í stað miðs árs 1976. Þá væri
þess einnig að geta, að byggingar-
kostnaður við Sigöldu ásamt
háspennulínubyggingum væri
áætlaður hærri nú en áóur og
siðast en ekki sízt væri nú reiknað
með hærri vöxtum en fyrr. Þetta
orkuverð væri þó hlutfallslega
miklu hærra en þaó sem áður
hafði verið samið um, ekki sizt
þegar haft væri í huga, að bygg-
ingarkostnaður Sigölduvirkjunar
og vaxtagreiðslur hefðu orðið eins
og nú væri gert ráð fyrir, þótt
rafmagnsverðió hefði verið það
sama og fyrra frumvarpið mælti
fyrir um. Við hefðum þá setið
uppi með lágt raforkuverð en
hækkaðan byggingarkostnað eins
og nú bæri raun vitni um.
Orkuverðið 42,7%
hœrra en í fyrstu
samningsdrögum
Ingólfur Jónsson lagði enn-
fremur áherzlu á, að nú hefði
hlutfailinu milli afgangsorku og
forgangsorku verið breytt til hag-
ræðis fyrir Landsvirkjun. Reikn-
að hefði verið út svokallað kostn-
aðarverð á raforku frá Sigöldu og
Hrauneyjarfossi. Kostnaðarverð-
ið væri 4,95 mills. hver kwst. og
væri gert ráð fyrir, að kostnaðar-
verð afgangsorkunnar yrði 0,5
mills hver kwst. Ef þetta verð
væri borið saman við það sem gert
hefði verið ráð fyrir i frumvarp-
inu eins og það var á síðasta ári
kæmi í ljós, að söluverðið sam-
kvæmt samningum væri miklu
hærra en það sem sýndi raun-
verulegan kostnað. Þegar rætt
væri um orkuverðshækkunina frá
fyrri samningsdrögum væri oft
talað um 35% hækkun og frá 4,2
mills frá s.l. vori i 5,7 mills. hver
kwst. nú. En þetta væri ekki rétt-
ur samanburður. Nauðsynlegt
væri að geta þess, að i samningi
þeim, sem nú væri um að ræða
hefði magn forgangsorku verið
minnkað úr 264 gwst. í 244 gwst. á
ári en afgangsorkan aukin og
væri þetta þvi orka, sem Lands-
virkjun hefði til ráðstöfunar á
hverju ári eða 20 gwst., þegar
Sigalda væri fullnýtt.
Yrði Sigölduvirkjun fullnýtt á
þremur árum yrði þessi orka selj-
anleg á 17 árum af samningstim-
anum og væri reiknað með eining-
arverðinu 10 mills hver kwst.
Eins og nú væri gert í samningi
þeim um orkusölu, sem um væri
að ræða, gæfi þessi orkusala
Landsvirkjun 170 þús. dali á ári
til jafnaðar. Samkvæmt samn-
ingnum sem fyrir hefði legið á s.l.
vori hefði Landsvirkjun fengió
fyrir orkusöluna 1.970.448 þúí
und dali á ári hverju. Samkvæmt
nýrri drögunum yrði þessi upp-
hæð 2.911.650 þúsund dalir og ef
við þessar tölur væri bætt 170
þús. dölum fengi Landsvirkjuri
3.081.650 þúsund dali á ári fyrir
sama forgangsorkumagn og áður
eða 56,3% meira heldur en gert
hefði verió ráð fyrir í samnings-
drögunum frá s.l. vori. En ef á
hinn bóginn væri reiknað með
sama heildarorkumagni i báðum
tilvikum yrði hækkunin 42,7%.
Það yrði mi'kill tekjuauki fyrir
Landsvirkjun að afgangsorkan
rafmagnsverói, en Landsvirkjun
hefði eigi að siður orðið að taka á
sig allar hækkanir á byggingar-
kostnaði og vaxtahækkanir, þá
hefði útkoman vitanlega oróið
mjög slæm fyrir Landsvirkjun og
þá hefði þessi samningur ekki
orðið til þess að lækka orkuverð
til almennings eins og nú væri
gert ráð fyrir um 15%, þvert á
móti hefði sá samningur orðió til
þess að hækka orkuverð til al-
menningsnota.
Nœg raforka
fyrir hendi
Þá gerði Ingólfur Jónsson að
umtalsefni þá fullyrðingu Magn-
úsar Kjartanssonar að meó þvi að
samþykkja þessa verksmiðju nú
væri verið að dæma orkuskort yf-
ir stóra landshluta um alllangt
árabil. Ingólfur Jónsson sagði, að
allir þingmenn vissu, að þótt orka
yrði seld til járnblendiverksmiðj-
unnar frá Sigöldu þá væri ekki
verið að dæma orkuskort yfir
þjóðina með því. Og með sam-
þykkt frumvarpsins væri ekki
verið að stuðla að þvi að viðhalda
mikium olíuinnflutningi umfram
þaó, sem annars þyrfti. Lokið yrði
við Sigöldu á árinu 1976 og í síð-
asta lagi 1977. Undirbúningur að
Kröfuvirkjun væriveíáveg kom
inn og vonir stæðu til að þeirri
virkjun yrði lokið 1976. Orku-
málastjóri hefði upplýst, að þótt
járnblendiverksmiðjan fengi raf-
magn eins og áætlað væri, þá yrði
nægileg orka til ársins 1980
a.m.k., þótt ekkert yrði virkjað á
þeim tima annað en Sigölduvirkj-
un og Krafla. 1 iðnaðarnefnd
hefði verió lögð fram skýrsla og
útreikningar bæði frá Landsvirkj-
un og verkfræðiskrifstofu Sigur-
ar Thoroddsens, sem sýndu það,
að þótt allt væri gert, sem i mann-
legu valdi stæði, fjármagn væri
fyrir hendi og nægur vilji, þá yrði
samt nægileg orka til 1980 til hús-
hitunar fyrir almenna notendur,
þótt járnblendiverksmiðjan fengi
orku. Það væri þess vegna rangt,
Hækkun sölu-
þóknunar
Ingólfur Jónsson sagði síðan, að
i frumvarpi um sölusamning væri
gert ráð fyrir þvi, að dótturfyrir-
tæki Union Carbide i Evrópu tæki
að sér einkaumboð á sölu á fram-
leiðsluvörum verksmiðjunnar
gegn stighækkandi sölulaunum.
Fyrir fyrstu 10 þús. tonn fram-
leiðslunnar fengi fyrirtækió 3%
sölulaun, fyrir næstu 10 þús. tonn
3,5% og fyrir þar næstu 10 þás.
tonn 4% sölulaun og það sem
væri umfram 30 þús. tonn 5%
sölulaun. Þetta gerði 3,9% sölu-
laun til jafnaðar, ef öll ársfram-
leiðslan 47—50 þús. tonn yrðu
seld. En afkoma verksmiðjunnar
væri vitanlega undir því komin,
að öll framleiðslan seldist. I samn-
ingsdrögunum frá því á s.l. vori
hefði verið gert ráð fyrir, að
söluþóknunin yrði 3%, en
fallizt hefði verið á þessa
hækkun með tillit til þeirrar
hækkunar, sem oróið hefði
á kostnaði erlendis og meó tillili
til þess, að Union Carbide hefói
yfirleitt 5% sölulaun frá öðrum
verksmiðjum með sams konar
framleiðslu. Það sem ætlað væri
til þess að greiða söluþóknun af
framleiðslu verksmiðjunnar væri
þess vegna langt fyrir neðan það
sem gerðist erlendis. Það væri
mikils virði, að Union Carbide
hefði á undanförnum 20 árum
byggt upp mjög öflugt sölukerfi,
sem einkum byggðist á því að
veita viðskiptamönnunum sem
mesta þjónustu bæði í gæðum og
tæknilegri þjónustu. Þetta sér-
hæfða sölukerfi tryggði mjög ör-
uggan markað og að jafnaði
hærra verð en fengist á hinum
almenna markaði. Afkomna verk-
smiðjunnar byggðist á því að öll
framleiðsla hennar seldist á háu
verði og Union Carbide hefði heit-
ið þvi að gera allt sem í þeirra
valdi stæði til þess að uppfylla
kröfur verksmiðjunnar að þessu
leyti og sjá hag hennar borgið.
Þar sem eignahluti Union Car-
bide væri u.þ.b. helmingur verk-
smiðjunnar ætti það að vera sölu-
aðilunum, Union Carbide, hvatn-
ing til þess að láta vel takast með
sölu á allri framleiðslunni í Hval-
firði og tryggja afkomu hennar
sem bezt.
Með tilliti til þess hagræðis,
sem fengizt hefði á öðrum lióum
samninganna væri það vel afsak-
anlegt, þótt þessi söluþóknun
hefði hækkað frá því sem áður
var gert ráó fyrir, t.d. á meðan
rafmagnsverðið væri enn eins
lágt og gert hefði verið ráð fyrir.
Og það mætti jafnvel segja, að
það gæti verið hættulegt fyrir
þessa verksmiðju að greiða af lág
sölulaun ef sölutregða yrði á
framleiðslunni. Það gæti verið, að
framleiðsluvörur þeirrar verk-
smiðju, sem borgaði 3% sölulaun
seldust seinna heldur en hinna,
sem borguðu 5%. Þá sagði Ingólf-
ur Jónsson, að verksmiðjan fengi
afsal á tæknikunnáttu frá Union
Carbide og greiddi 3,2 millj. doll-
ara í formi hlutabréfa í eitt skipti
fyrir öll fyrir tæknikunnáttuna.
Meó þeim samningi ætti aó vera
þannig um hnútana búið, að verk-
smiðjan yrði eins vel úr garði
gerð og unnt væri og jafnframt,
að allar nýjungar og endurbætur
á þessum iðnaði kæmu verksmiðj-
unni strax til góða. Meó tilliti til
stöóu Union Carbide mætti ætla,
að verksmiðjan myndi búa við þá
beztu tækni, sem völ er á í heim-
inum.
Hreinn hagnaður á árunum
1978—1982 væri áætlaður 3 millj-
aðrar 34 milljónir kr. til jafnaðar
á ári, á árunum 1983—1987 væri
hreinn hagnaður áætíaður 4,639
milljarðar til jafnaðar á ári og
árunum 1988—1993 6,401 millj-
arðar til jafnaðar á ári. Af þessu
mætti sjá, að hlutur tslands 55%
væri allmikill og gjaldeyrishagn-
aður af rekstri þessarar verk-
smiðju gæti orðið yfir 2 milljarð-
ar á ári til jafnaðar á samnings-
timanum. Gert væri ráð fyrir
meóalarðsemi fjárfestingar fyrir
skatta 17,4%, en þá væri ekki
tekið tillit til áhrifa sjóðsmyndun-
ar og vaxtatekna á arðsemina.