Morgunblaðið - 01.05.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.05.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAt 1975 3 MÁMMLBMDU’IMVIBIffiMSMIIIMA © m m n eí a he rir a k © a Á fyrsta fundi stjórnar Islenzka járnblendi- félagsins var ákveðið að á næstunni skyldu boðin út jarðvegsskipti á verk- smiðjusvæðinu á Grund- artanga í Hvalfirði til að framkvæmdir þar geti hafizt hið allra fyrsta. Teikningin hér að ofan er gerð af Jósef Reynis og sýnir hún meginhluta verksmiðju- svæðisins: 1) er spenni- stöð, 2) verkstæði, 3) skrifstofur, 4) ofnhús, 5) hreinsitæki, 6) skemma fyrir fullunna vöru, 7) hráefni og 8) höfnin. Hólar í baksýn eru gerðir úr jarðvegi sem tekinn hefur verið af verk- smiðjusvæðinu en vest- anvert við svæðið sem sést eru vinnubúðirnar. ( JK ‘VVK.-v Sjálfstæðisfkrkkurinn Se/s .■</„? rrÁo-Á. Wt soj'c&Wvox'wvjSa.u^ Kcxv^i A/'o/ue/* .ie/n /é/ /ne//o//Ya^iY^//f/ &efí/^rto(/. /,9/\ Ranghermi Þjóð- viljans leiðrétt 1 LAUGARDAGSBl^ÐI Þjóð- viljans (26. april) birtist for- síðufrétt undir fyrirsögninni „Merktu á kjörskrá frá Sjálf- stæðisflokknum“. Frétt þessi fjallaði um réttarhöld i máli sem nokkrir af forystumönnum undirskriftasöfnunarinnar Varið land hafa höfðað á hend- ur Ulfari Þormóðssyni blaða- manni við Þjóðviljann. 1 frétt- inni er greint frá aðilaskýrslum sem undirritaðir sækjendur gáfu fyrir borgardómi föstu- daginn 25. apríl. Þess hefur orðið vart að margir hafa lagt trúnað á það sem sagt er í um- ræddri fréttagrein, enda með ólíkindum að reynt sé að falsa frásögn af því sem fram fer fyrir dómi og tekið er upp á segulband til skráningar. Ströng viðurlög eru við slíku að landslögum. Þótt frásögn Þjóðviljans sé villandi í heild sinni, verða hér aðeins leiðrétt þau atriði sem mestu máli skipta. Þjóðviljinn segir: „Þeir vl- menn fengust ekki til að svara skýrt um það hvernig samtök þeirra urðu til, hver kallaði á hvern, hver átti frumkvæði, hvort það lá utan hópsins, hvernig eru tengslin við Sjálf- stæðisflokkinn." Allt er þetta rangt, að undanskildu því eina atriði, að við óskuðum ekki eft- ir því að tilgreina „hver kallaði á hvern“, þegar hópurinn varð til, enda er það með öllu óvið- komandi máli okkar á hendur blaðamanni Þjöðviljans. Við tókum skýrt fram, að við hefð- um sjálfir átt allt frumkvæði að undirskriftasöfnun Varins lands og að enginn utan hóps- ins hefði komið þar við sögu. Þá segir Þjóðviljinn: „Ragnar skýrði frá þvi að kjörskráin sem þeir merktu undirskrif- endur inn í hafi verið fengin frá Sjálfstæðisflokknum, „við vorum nefilega að spara!“. Hið sanna i málinu er, eins og fram kom hjá Þorvaldi Búasyni við réttarhöldin (Ragnar var ekki um þetta spurður), að „kjörskráin" var íbúaskrá frá Hagstofu Islands, sem for- göngumenn Varins lands keyptu af Sjálfstæðisflokknum. Lesendum Morgunblaðsins til fróðleiks skal upplýst, að Hag- stofan gat ekki afgreitt eintak af íbúaskránni nægilega fljótt (afgreiðslutiminn skipti vikum, að þvi er okkur var tjáð) og varð því að leita annarra ráða. Öhjákvæmilegt var að hafa ibúaskrá til samanburðar þegar kanna skyldi misfellur á undir- skriftalistunum. Um „sparnað- inn“ er það að segja, aó íbúa- skráin var keypt fullu verði eins og meðfylgjandi ljósrit ber með sér. Hins vegar var hug- myndin að selja eintakið aftur til að hafa upp í kostnaóinn og erum við fúsir til þess enn ef einhver skyldi vilja eignast þetta sögulega plagg. Rétt er þó að taka fram, að spássiurnar eru i mjórra lagi því að allar merkingar sem gerðar voru meðan athugun okkar stóð yfir, voru skornar burt að starfinu loknu! Björn Stefánsson Ragnar Ingimarsson Þorsteinn Sæmundsson Þorvaldur Búason Frá Genfar ráðstefnu; Bíðumekki endalaust eftir niður- stöðum ráðstefnunnar — sögðu tveir kanadískir ráðherrar í gær Genf, 30. apríl, frá Matthf- asi Johannessen ritstjóra. A FUNDI fréttamanna hér f Genf f dag með tveimur kanadfskum ráðherrum sagði sjávarútvegsmálaráðherrann, Romeo Leblanc, að Kanada- menn mundu ekki bfða eilff- lega eftir niðurstöðu hafréttar- ráðstefnunnar, en „við viljum ekkert gera gegn ráðandi straumum og stefnum", eins og hann komst að orði. Ráðherr- ann sagði ennfremur, að sjómennirnir biðu eftir niður- stöðum, og texti eða frumvarp að lokinni þessari ráðstefnu verndaði ekki fiskstofnana eins og hann kost að orði. Ráðherr- ann sagði, að Kanadamenn vildu heldur ná samkomulagi en gera einhliða aðgerðir og þeir mundu skoða hvað kæmi út úr fundi ICNAF (Norður- Atlantshafsnefndarinnar) f júnf, áður en þeir tækju sfnar ákvarðanir, en þar mundu þeir krefjast þess, að 40% afla- minnkun yrði á miðunum við Kanada. Ef ekki yrði á þessa ósk hlust- að, mundu þeir hugsa sitt ráð. Mátti heyra, að einhliða út- færsla kæmi til greina, enda benti sjávarútvegsmálaráðherr- ann á, að utanríkisráðherra Kanada, Alan Maceachen, sem kemur hingað f snögga ferð á mánudag, hefði lýst yfir, að ef hafréttarráðstefnan mis- heppnaðist, mundu Kanada- menn íhuga alla möguleika og útiloka engan. Kanadamenn vildu samstarf um rétt fiski- manna, og eyðilegging fiski- miða væri engum til góðs. Ráðherrann talaði mikið um erfiðleika kanadískra fiski- manna og minntist á Island f þvf sambandi. Hann sagði, að einu sinni hefði verið hægt að segja, að Island og Nýfundna- land væru klettaeyjar, um- kringdar fiski og fiskimiðum, en það væri ekki hægt að segja lengur. Enda þótt Kanadamennirnir segðust kjósa alþjóðlegt sam- starf í hafréttarmálum og hefðu vonir um að þessi ráð- stefna mundi koma með við- undandi samningstexta áður en henni lyki, töluðu þeir af ákveðni um rétt strandríkja, nauðsyn á 200 mílna efnahags- lögsögu og einnig yfirráðum yfir landgrunninu utan hennar, en eins og hinn ráðherr- ann, Bastord, sagði, þá ætti siglingafrelsi um höfin ekki að vera frelsi til ofveiði né frelsi til að menga sjóinn. Ráðherr- arnir lögðu áherzlu á rétt strandrfkisins, það ætti t.d, að ákveða, hve mikið mætti veiða innan 200 mílna efnahagslög- sögunnar. Þar ætti engin alþjóðleg stofnun til að koma. Aftur á móti mætti byrja með að láta alþjóðastofnun hafa með höndum ákvörðun um réttindi til vinnslu á hafsbotni utan lögsögunnar og sjá hvern- ig það gæfist. Þeir sögðu, að Kanada stefndi að þvi að fá allt landgrunnið, en þeir væru til viðtals við aðra um nýtingu þess og arðskiptingu. Sjávarút- vegsmálaráðherrann sagði um fiskveiðar Kanadamanna, að þar væri um að ræða mikilvægt félagslegt og efnahagslegt mál. Á blaðamannafundinum töluðu Kanadamennirnir mest um fiskveiðar og réttindi fiskveiði- þjóða, og leggja þeir mikið kapp á að ráðstefnan hér í Genf beri árangur. A.m.k. þrír ráð- herrar hafa komið á ráðstefn- una frá þeim, og von er á utan- ríkisráðherranum á mánudag. Segir þetta ekki litla sögu um það, hvað þeir telja þessa ráð- stefnu mikilvæga. Stevensen, formaður banda- rísku sendinefndarinnar, talaði aftur á móti eingöngu um rétt ríkja til olíuvinnslu á land- grunninu utan 200 mflna efna- hagslögsögu, á blaðamanna- fundi, sem hann hélt í dag. A honum var það að skilja, að samkomulag gæti tekizt um það, áð sérstakt verð yrði greitt fyrir olíuvinnslu á hafs- botni á þessu landgrunnssvæði, og hefði verið minnzt á 1.5% af heimsmarkaðsverði olíunnar, en allt væri þetta á viðræðu- stigi, þó nú fyrst hefði verið byrjað að ræða um ákveðnar tillögur. Kröfur strandríkja um yfirráðarétt á þessu svæði og landluktra rikja hefðu stangazt á í þessum efnum hingað til. Strandríkin hefðu sagt: „Hvers vegna eigum við að leyfa vinnslu á þessu svæði, sem að réttu er yfirráðasvæði okkar,“ en önnur ríki hafi ekki viljað á það fallast. Þarna hefði þvi komið málamiðlunartillaga um greiðslu til einhverrar stofnun- ar fyrir vinnsluréttindi á þessu svæði, en það væri svipað og gert væri ráð fyrir hafsbotnin- um utan lögsögunnar, eins og áður hefur komið fram i frétt- um. Stevenson kvaðst reikna með, að menn hefðu i hyggju að greiða bæri af hverju olfufati, sem unnið væri á þessu svæði, en málið væri sem sagt á við- ræðustigi. Aftur á móti væri þetta eitt erfiðasta vandamálið, sem leysa þyrfti, og gæti orðið ásteytingarsteinn í lokin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.