Morgunblaðið - 25.05.1975, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.05.1975, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MAl 1975 Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON Að kjarvalsstöðum hefur að þessu sinni haslað sér völl í vestari salnum sá málari, sem verður að teljast einna hrjúfastur ákafamaður íslenzkra málara um þessar mundir. Er hér um að ræða Svein Björnsson frá Hafnar- firði, rannsóknarlögreglumann að brauðstriti, en málara taumlausr- ar ástríðu. Það fer vart á milli mála, að Sveinn er ekki einham- ur, er hann mundar pentskúfinn, og aldrei hefur það komið ljósar fram en einmitt á þessari sýningu. Litirnir bókstaflega^ flæða ótamdir sem hvirfilvindur um myndflötinn. Hér er um frum- stæðan þrótt að ræða, uppruna- legan grófgerðan kraft, sem særir fram napra grímu og umbúða- lausa upplifan tilverunnar ásamt óljósri verund draumsins. Það liggur við, að sýningargesturinn Sveins Björnssonar Sýning sé hafinn á loft, er inn úr dyrun- um er komið, og honum slengt flötum á gólfið, slík eru áhrifin, að því er mér fannst. Því er gestinum ráðlagt að ganga hratt um sali í upphafi, en hægja svo ferðina og skoða ein- stakar myndir, taka sérsíðan smá- hvíld yfir góðum kaffibolla og Ieggja þarnæst til atlögu við myndirnar á ný. Þá má vera, að myndirnar fari að orka öðruvísi á viðkomandi og hann uppgötvi myndir, er hann tók alls ekki eftir í fyrstu yfirferðum. Ég kem fram með þennan útúrdúr, vegna þess að ég er sannfærður um, að á þessari sýningu reynist Sveinn Björnsson miklu sterkari málari í Einþáttungur eftir Jökul Jakobsson Leikstjóri: Hrafn Gunnlaugsson Leikmynd og sviðs- stjórn: Else Duch Fimmtudaginn 22. þ.m. hóf starfsemi sína nýtt leikhús, Höfundaleikhúsið, sem fengið hefur aðstöðu til sýninga í ráð- stefnusal Hótel Loftleiða. Eins og nafn leikhússins bendir til, standa að því nokkrir leikrita- bestu myndum sýningarinnar en á nokkurri fyrri sýningar hans, og þær eru margar orðnar. Vil ég benda á nokkrar myndir máli mínu til áréttingar og til að auðvelda gestum erfiða yfirferð. Er þá fyrst að benda á myndir nr. 4 „Ua mætir Geimskipi" og nr 6 „Geimskip", en slík mótív hefur maður áður séð frá hendi Sveins en þó naumast jafn þróuð í lit og útfærslu. Aftur á móti kveður við nýjan og óvæntan tón í myndum likt og nr. 7 „Sjór“ og nr. 30 „Atlandsálar", en báðar eru mjög einfaldar og magnaðar í lit, og það er ekki fjarri lagi, að seinni höfundar „og ætlunin er að að- staðan áHótel Loftleiðum verði notuð til þess að koma á fram- færi ýmsum nýjungum, sem leikritahöfundar hafa á prjón- unum og erfitt er að koma á framfæri", segir i kynningu í Morgunblaðinu. Og Hrafn Gunnlaugsson bætir við, „að mikil þörf væri fyrir svona starfsemi. Til dæmis hefði kom- ið í ljós í vetur; að leikritahöf- undar lágu með að minnsta kosti 7 til 8 smáverk í fórum sinum reiðubúin til sýninga. Þá væri það staðreynd að allar stórbreytingar og formbylting- ar i leikritun hefðu fyrst komið fram í smáverkum", og hvað sem satt kann að vera í þeirri alhæfingu er hér um ánægju- myndin sé magnaðasta mynd sýningarinnar, þótt hana skorti bruðlið með frumliti, sem prýðir svo margar aðrar myndir. Þá vil ég benda á litla og yfirlætislausa mynd, sem nærri hverfur í lita- darradansinum allt í kring, og er hér um að ræða nr. 52 „Ævin- týri“, en slíkar myndir hefur Sveinn málað ótal sinnum en sjaldan af jafn ,,malerískri“ hátt- vísi. Þá eru nokkrar myndir á sýningunni byggðar á sérstöku þema, og er mynd nr. 65 „Vinir" gott dæmi um það, en þar er um að ræða sjómann með fisk i fang- inu, og er andstæðulitunum teflt saman, t.d. blár sjómaður, gulur fiskur, eða rauður sjómaður, legt og þarft framtak að ræða sem ég vona að framhald Verðí á. ÖII sem að þessari sýningu standa eru alvant leikhúsfólk og myndu eflaust fyrtast við ef vinna þeirra væri metin með annað i huga. Það er því ekki sársaukalaust sem ég verð að lýsa óánægju minni með þessa frumraun nýs leikhúss og veld- ur því einkum texti höfundar. I áðurnefndri kynningu segir að Jökull sé „fáorður um verk sitt, sem tekur 35 mín. í sýningu, en segir þó að það fjalii um sam- skipti Magdalenu og Ingiríðar og samskiptaleysi og textinn sé einskonar músíkítónumog lit um — semsagt allt annað en rökræða". Sumt af þessu má til sanns vegar færa og eru ekki samskipti og einkum þó sam- skiptaleysi nákominna eitt af höfuðviðfangsefnum absúrdist- anna en í þeirra ætt sver höf- undur sig í þessu verki? Nokkr- um öðrum alkunnum stefum — sem Jökull hefur áður fjallað um miklu betur og rækilegar, t.a.m. í Pétri Mandóiín — bregður fyrir, svo sem óbilgirni tímans og fallvaltleika allra mannsins verka, þrúgandi grá- myglu hversdagsleikans, marg- slungnum tengslum herra og hjúa, kúgara og fórnarlambs; grænn fiskur o.s.frv. Oft ræður Sveinn ekki við sig í þessari ein- földu glímu, en þegar best lætur, verða þetta mögnuð verk. Þá vil ég benda á mjög óvenjulega mynd frá hálfu Sveins, sem er sér á báti á sýningunni og á röngum stað en það er nr. 67 „Draumur". Er hér um furðulega fígúru að ræða, sterkari og réttari í útfærsiu en flestar fígúrumyndir sýningar- innar, enda klassískur svipur yfir henni. Loks vil ég benda á tvær myndir, þar sem fram kemur meiri agi ogyfirvegun í byggingu forma og litheildar en I flestum öðrum myndum sýningarinnar, og er hér um að ræða myndir nr. 80 og 83. og öll myrðum við það sem okk- ur þykir vænst um. En allt er þetta í brotum og brotabrotum. Það er fjarri mér að sakna „rök- ræðu“ en rökleysa hefur aldrei verið einkenni absúrdismans: ég hefði tam. gjarnan viljað komast að því hvert væri i rauninni samband þeirra Magdalenu og Ingiríðar. Undir lokin er þó ágætur kafli sem sýnir hvers Jökull er megnugur þegar sá gállinn er á honum, það er þegar Magdalena opnar kistuna og skiptir litlu máli þótt okkur hafi lengi grunað hvað þar væri að finna. Músík textans í tónum og litum nam ég ekki (nemaifyr-rnefndu atr iði) og er það líklega höfuðgalli verksins. Leikrit sem þetta krefst mikillar nákvæmni og varfærni í málnotkun, engu má skeika, og hér finnst mér Jökull ekki hafa unnið nógu vel. Eða eigum við heldur að segja að hann hafi ekki gefið sér nógan tíma til þess að vinna verkið? Sviðið sem leikstjóri hefur til umsvifa er lítið og skortir dýpt þó það komi raunar ekki að sök i þessu leikriti. Ekki fæ ég annað séð en hann hafi unnið verk sitt af alúð og leikmynd Else Duch fellur vel að efninu. En stærstur og bestur er hlutur Ég hef tínt þetta allt til í á- kveðnum tilgangi, þvi að ég er þess fullviss, að nokkrar slikar myndir myndu sóma sér vel með úrvali íslenskrar nútímalistar, hvar sem væri. Það er kominn tími til, að menn uppgötvi hið besta, sem þessi málari hefur fram að færa, en einblíni ekki á slöku hliðarnar. Hann hefur éinnig staðið einn og ekki notið þeirrar gæfu að þroskast innan þröngs hóps skoðanabræðra og i samkeppni við þá, og þvi síður hefur hann átt áhrifamikla trú- bræður að í listinni... Ég þakka svo Sveini Björnssyni fyrir sýninguna og hvet sem flesta að lita inn á Kjarvalsstaði fyrir sunnudagskvöld, er sýning- unni lýkur, hvað sem hinum leiðu deilum um sjálft húsið viðvíkur. Lelkllst eftir EMIL H. EYJÓLFSSON leikenda i þessari sýningu og veit ég ekki hvernig farið hefði ef þeirra hefði ekki notið við. Herdís Þorvaldsdóttir leikur Magdalenu af miklu öryggi og skörungsskap og er átakanleg hálfnakin i silkinærfötunum í lokaatriðinu. Þóra Friðriksdótt- ir lýsir Ingiriði, hinu úndirok- aða hjúi, af næmleik og skiln- ingi, einkum var andlitsmimik hennar með ágætum. Og sam- leikur þeirra var prýðilegur. Að sýningu lokinni hófst svo- nefndur opinn liður og mun ætlunin að ýmsir komi þar fram. Að þessu sinni las Sigurð- ur Karlsson leikari texta eftir Hrafn Gunnlaugsson, eins kon- ar lögregluskýrslu um undar- lega atburði i Kópavogi. Text- inn er iipurlega saminn en hræddur er ég um að ádeilan hafi að verulegu leyti misst marks og andstæðan miili efnis og framsetningar ekki verið nógu gagnger. Lóðir í Hveragerði Höfum verið beðnir að selja 3 eignarlóðir (byggingarlóðir) á glæsilegum stað í Kömbum. Stærð hverrar lóðar er 1 100—1200 fm. Verð pr. lóð er kr. 500.000,00. Seljandi gæti tekið að sér byggingu húsa á lóðunum. Uppdrættir á skrifstofunni. Eignamiðlunin, Vonarstræti 12, Simi 27711. Höfundaleikhúsiö: Hlæðu Magdalena, Hlæðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.