Morgunblaðið - 25.05.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.05.1975, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MAI 1975 • I DAG er það Einar Kárason, nemandi f Menntaskólanum við Tjörnina, sem skrifar grein númer fimm „Ur bókvitsöskun- um“, sen Einar hefur einnig verið ritstjóri skólablaðsins í vetur. Hefur það blað vcrið einna hressilegast þeirra skóla- blaða sem Slagsíðan hefur séð þetta skólaár, sem nú er að mestu búið að koma fyrir kattarnef. Grein Einars er i flestu gjörólík fyrri greinum um menntaskólalff, enda veitir Slagsíðan höfundum að mestu frjálsar hendur um efni og að- ferð. Við fylgjumst með Sigur- jóni vini okkar í rangölum „höfuðbólsins að Tjörn„“... I UM VEÐRIÐ I sumum sögum er veður. Stundum skin sólin í heiði og allt er hreint og tært, varla bærist hár á höfði. Þá hlaupa lömbin glöð og ánægð um móa og tún og fólkið í stutterma skyrtum prísar himnafeðurna fyrir blíðuna. Stundum er allt grátt og hráslagalegt, mennirn- ir hafa sett upp hetturnar og kreppa kalda fingur meðan regnið steypist úr loftinu, rennur í lækjum eftir rennu- steinunum og sullast loks niðr- um ræsin og hverfur. I þessari stuttu sögu er ekkert veður. Veðrið er nefnilega ekki í Sigurjóni heldur í kringum hann. Svo er varla hægt að tala um bókvitsaska, ekki vantar bækurnar en minna er um vitið og askarnir leka og eru því ekki askar rétteinsog flækja af visn- uðum stráum sem húkir á grein að haustiær ekki hreiður. fe » UM FÁNAFUNDINN — „Hérna í þessu gamla porti var haldinn fánafundur fyrir mörgum áratugum.“ Hópur af bjálfalegum ung- lingum húkir í hnapp að hausti á svörtu malbiki milli ryð- brunninna bárujárnsveggja. Enginn mælir orð af vörum. Veitum athygli einum úr hópn- um, sem náði millibekkjarprófi vorið áður. Hann er ekkert sér- stakur, bara einsog hver annar. Safnt er ekki úr vegi að leggja nafn hans á minnið, hann heitir Sigurjón og hann er okkar mað- ur. Um sumarið vann hann fyrst hjá bænum og síðan á lager. Veitum líka athygli öðrum manni. Hann er sérstak- ur og sker sig úr. Hann stendur upp á tröppum og virðulegri en hinir. Gefum honum orðið. — „Hérna í þessu gamla porti var haldinn fánafundur fyrir mörgum áratugum. Það var skömmu eftir aldamótin. Þá söfnuðust hér saman vormenn Islands á góðviðrisdegi og hylltu fána þjóðarinnar. Þá var fólkið að þjappa sér saman til að verja unna sigra og búa sig undir átökin framundan. Þetta fólk ætlaði að virkja fallvötnin og byggja falleg hús. Fólkið ætlaði að veiða mikið af falleg- um fiski á fallegum togurum við landið. Þetta fólk ætlaði að vera frjálst og njóta fegurðar landsins og una við góðar bók- menntir." Fólkinu útí portinu finnst þetta athyglisvert. Þetta var á þeim árum þegar skólinn nýr og glæstur, stoll bæjarbúa, stolt landsmanna. Var það ekki á þeim árum þegar innlendir og erlendir fyrirmenn héldu veisl- ur í glæstum sölum hússins? — „Ég ætla ekki að hafa þessi orð mín miklu lengri, ég vona að komandi vetur megi verða ykkur að einhver ju gagni og jafnvel ykkur til ánægju. Segi ég skólann settan.“ Þetta er fallegt af honum, hugsar fólkið, viðkunnanlegur maður. III NC er hún SNORRABÚÐ STEKKUR... Sigurjón er kominn í Ijós- græna skólastofu. Þar sitja aðrir nitján með borð fyrir framan sig og horfa á dökk- græna töflu og grænan kennara. —- „Of hratt iskremsát getur valdið höfuðverk," segir kenn- arinn og blimskakkar augunum fyir hópinn. Kliður fer um stof- una. Þetta eru ískyggilegar fréttir. Kennarinn heldur áfram: — „Svo sakar ekki að minnast á trínítrótúlúen sem er stórhættulegt sprengiefni." Hann er orðinn harmþrunginn til augnanna. ■ — „Fáið ykkur svo blað og penna og skrifið niður eftir mér sítrónusýruhringinn. Það er nauðsynlegt hverjum manni sem hyggur á frama í þjóðfél- aginu að kunna á honum góð skil.“ Sigurjón er orðinn órólegur. Orkurík tengsl er safnast höfðu í vefi líkamans um sumarið voru enn í talsverðum mæli í fótleggjunum. Hann byrjar að iða löppunum taktfast upp og niður undir borðinu. Afleið- ingarnar láta ekki á sér standa. Öll stofan leikur á reiðiskjálfi, borð og stólar skoppa um gólfið. A hæðinni fyrir neðan rignir brotum af neonljósaperum á fólkið sem stritast við að nema fræðin. Áður en örlagaþrungn- ir atburðir hafa gerst hefur bjallan gripið í taumana og fólkið rokið á dyr og lagt af stað á vit nýrrar kennslustundar. IV I REYKHOLTI I útlendri bíómynd sem kunningi höfundar sá í Dan- mörku var atriði sem gerðist í herbergi með köldum stein- veggjum, hörðu fleti, nokkrum borðum og örfáum kollum. Þetta átti að vera sá góði staður er kallaður hefur verið ,,i neðra“, aðsetur myrkrahöfð- ingjans. I gömlum skræðum er samá aðsetri lýst svo að þar sé andrúmsloft heitt og fúlt, mett- að hávaða og reyk. Reykholt er hvíldarherbergi nemenda. Það er í kjallara hússins. Þar geta nemendur slappað af í rólegheitum og spjallað við kunningjana eða jafnvel notið góðrar tónlistar. Sigurjón er staddur niðri í Reykholti. Þar er ógrynni fólks sem stendur klesst saman og nýtur hvíldarinnar frá eril- sömum kennslustundum. Frá vitum manna stíga höfgir mekkir dökkra reykja. Tveir stórir kassar standa uppí fyrr- verandi gluggakistu og gefa frá •sér síbylju magnaðra hljóð- bylgna sem kastast milli veggja og renna loks i óslitnum farvegi útum rauf á einum veggnum sem kölluð er dyr, þarsem þær kvíslast og dreifast um afkima byggingarinnar og deyja. Sigur- jón hefur verið svo heppinn að ,,ná horni“, og stendur nú á tali við tvo kunningja sína úr bekknum. Annar kunninginn opnar þverrifuna og gefur frá sér hljóð. — HA!! öskra Sigurjón og hinn kunninginn á móti. eftir Einar Kárason nri bókvits- öskunum -"l' '• - »-• '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.