Morgunblaðið - 25.05.1975, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.05.1975, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MAÍ 1975 Sjónplötur nœsta leiti Margir muria vafalaust eftir því að hér fyrir fáeinum árum spunnust miklar um- ræður út af mikilli byltingu sem sögð var í vændum innan STRAUMAR eftir BJÖRN VIGNI SIGURPÁLSSON pliitu er snýst !.800 snúninga á mínútu. En þótt plötur séu notaðar í báðum tilfellum, þá leiðir af sjálfu sér að plötu annars kerfisins er ekki hægt að Ieika í hinu. Þar af leiðandi er nú hafin geysileg barátta um hylli neytandans milli. stórfyrirtækjanna sem að þessu standa, og á hún vafalaust eftir að magnast til muna áður en langt um líður. Ymsir sjónvarpsfrömuðir hafa látið i ljós efasemdir um að raunverulegu sjónvarpi stafi nokkur hætta af sjón- plötunum. „Hljómplöturnar ruddu ekki útvarpsstöðvun- um úr vegi,“ hefur New York Times eftir einum sjónvarps- forstjóranum en blaðið bend- ir á, að þær hafi þó gjör- breytt allri dagskrárupp- byggingu útvarpsstöðvanna. —ooOoo— Italska ríkissjónvarpið — RAI hefur verið athafnasamt við gerð myndaflokka, sem það hefur selt víða um lönd og hefur raunar þegar getið sér allgott orð hér um slóðir. Enn eigum við þó eftir að fá að sjá „Orlando Furioso“ — eins konar Lénharð fógeta þeirra Itala eða það vill segja viða- mesta verkefni sem ítalska sjónvarpið hefur nokkru sinni ráðist í. Snöggtum betri dóma hefur myndaflokkur þessi þó fengið. „Orlando Furioso" eða Roland reiði er í fimm þáttum og byggt á samnefndu hetju- kvæði eftir ítalska endur- reisnarskáldið Ludovico Ari- osto. Hins vegar er Luca Ronconi ábyrgur fyrir gerð þessa myndaflokks, en hann stóð fyrir margfrægri svið- setningu á þessu hetjuljóði á Spoletohátíðinni árið 1969. Það tók Ronconi þrjú ár að fullgera þessa sjónvarpsgerð hetjuljóðsins en það var síðan frumsýnt á ítalíu í febrúar. Raunar hafði myndaflokkúrinn áður verið sýndur víða i Evrópu og m.a. á einhverjum Norður- landanna i litum og fengið prýðilegar viðtökur. Hins vegar voru Italir sjálfir svona aftarlega á merinni vegna þess að í ráði var að koma á litasjónvarpi á Italiu og skyldi þá „Orlando" sýndur. Vegna efnahags- ástandsins þar syðra var þó slíkum áformum slegið á frest en forráðamenn RAI töldu sig ekki geta beðið lengur með að sýna mynda- flokkinn. Fróðlegt verður að sjá hversu vakandi forráðamenn íslenzka sjónvarpsins eru og hvort „Orlando" mun prýða dagskrána á vetri komanda, þar eða hér er sagður á ferðinni meiri háttar listvið- burður dg svo sem við þekkjum öll hefur sjónvarpið sem alþjóða fjölmiðill ekki af svo mörgum slíkum að státa. fjölmiðlunar og oftast var kennd við kassettur eða snældur, eins og þær eru stundum nefndaf upp á ís- lenzku. Sagt var að með þessari byltingu liðu bíóin undir lok og kannski sjón- varpið líka, því að með þess- um hætti fengi fólk þetta allt saman, kvikmyndirnar, frétt- irnar og þættina — heim í stofu til sín með því að stinga snældunum fyrrnefndu, í sjónvörpin. Það hefur hljóðnað mjög um þessa byltingu nú upp á síð- kastið. Nýtt blómaskeið er kastið. Nýtt blómaskeið er innan kvikmynda- húsin sjaldan fyliri af fólki en einmitt nú og sjónvarpið heldur velli. Engu að síður eru nú hugvitsmenn vestur í Bandarikjunum að • fullkomna nýja tækni, sem raunar má segja að sé skilget- ið afkvæmi snældunnar eða hafi öllu heldur þróast út úr byltingunni / fyrirhuguðu, sem við snælduna var kennd. H versu ótrúlegt sem það nú kann að hljónía er galdurinn i því fölginn, að maður „setur plötu á fóninn" eins og sagt er og kemur þá mynd og hljóð fram á sjónvarps- skjánum. Hér er sem sagt kominn hliðstæða hljómplöt- unnar, plötuspilarans og há- talaranna. Eftir því sem fréttir vestan frá Banda- ríkjunum herma ættu sjón- plötur að vera komnar á almennan markað þegar haustið 1976. Sjónflutnings- tækin sjálf eru sögð munu kosta frá 400 til 500 Banda- ríkjadali en plöturnar frá 2 og upp í 10 dali. Hér fylgir þó böggull skammrifi sem oftar: Það eru nefnilega tvenns konar sjónflutnings- aðferðir í boði — önnur frá RGA-fyrirtækinu þar sem nál eðá pínni leikur á skorótta plötu og fer sú 450 snúninga á mínútu; hin aðferðin er sameiginlegt átak Banda- rikjadeildar Philips og MCA- fyrirtækisins og frábrugðin að þvi leyti að þar er notaður laser-geisli sem nánast les af Þetta gerðist líka... Svei ykkur fyrir hjálpina Af öllum nágrönnum Sovétmanna þóttu Tékkarnir leggjast hvað flatastir fyrir þeim, þegar Evrópuþjóðirnar minntust þess á dögunum, að 30 ár voru liðin frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Or. Husak og félagar áttu naumast nógu sterk orð til þess að lýsa aðdáun sinni á afrekum Sovéthersins á tékkneskri grund. en létu á hinn bóginn að þvi liggja (það litla þeir minntust á framlag Bandaríkjamanna), að það hefði nánast verið af fjandskap við tékknesku þjóðina sem Bandaríkjamenn sendu hermenn sína þvert yfir Evrópu og inn i Tékkóslóvakíu og linntu ekki sókn sinni fyrr en þeir áttu aðeins 30 milur ófarnar til Prag. Í skálaræðum Husaks og félaga á friðardaginn að þessu sinni, voru Bandarikjamenn — og svo Bretar i kaupbæti — meira að segja vittir fyrir það að hafa gert margar og harðar loftárásir á Skoda-verksmiðjurnar tékk- nesku, þar sem nasistarnir fram- leiddu þó án afláts feikilegt magn af vopnum., Að sögn Tékkanna vakti það nefnilega ekki fyrst og fremst fyrir þeim Roosevelt og Churchill að reyna að baka Þjóð- verjum tjón heldur að tefja fyrir endurreisn Tékkóslóvakíu að hildarleiknum loknum! Raunir forinyjans Það blæs heldur óbyrlega fyrir Colen Jordan, sem hefur verið að bjástra við það á undanförnum árum að koma fótunum undir breskan nasistaflokk undir þvi þjóðlega nafni: Bretaflokkurinn. Kempan var fyrir skemmstu handtekin fyrir búðarhnupl. Jordan fullyrti að vísu fyrir réttinum, að hér væri um „gyðingasamsæri" að ræða, enda væri verslunareigandinn Gyðingur, en gekk samt ekki sem best að útskýra, hvernig þýfið hafði komist í vasa hans. Það var eftir á að hyggja heldur svona hjákátlegt fyrir upprennandi stjórnmálaleiðtoga. Foringinn hafði semsagt nælt sér í einn konfektkassa og þrenn pör af blóðrauðum kvennærbuxum! Hœ yaman! Kirkjugarður! Skáld eru venjulega ósköp lítil- lát — úr þvf þau eru komin undir græna torfu — en stjórnmála- menn, hershöfðingjar og hinir tig- inbornu halda aftur á móti oftast áfram að vera æði stórbokkalegir — þótt þeir séu komnir undir grænu torfuna. Þetta er ein af mörgum niðurstöðum Conrads nokkurs Baileys, bresks manns, sem hefur samið heilmikið fræði- rit um kirkjugarða i London, sem kemur út núna upp úr mánaða- mótum. Bailey segist hafa haft áhuga á grafreitum allt frá barn- æsku. Honum finnst umgengnin um kirkjugarða næsta dapurleg og er oft sjálfur að baksa við að þrífa leiði, sem honum finnast áhugaverð, en langar samt mest að efna til mikillar herferðar í þessum efnum — einskonar fegr- unarárs vanhirtra grafreita. Hann hefur raunar uppgötvað margt harla merkilegt á ferðum slnum um kirkjugarða Lundúna. Hann rambaði til dæmis á saxnesk konungs- hjón f Westminster Abbey, sem enginn hafði hugmynd um að voru grafin þar. Sú gröf er frá sjöundu öld. Þá veit hann upp á hár hvar hirðfffl Hinriks VIII var jarðað með nokkurri viðhöfn og hvar böðullinn, sem gerði Karl I höfðinu styttri, var lagður til hinstu hvildar — svo að nokkuð sé nefnt. Pulsuár kanslarans Nú er komið á daginn, að Konrad Adenauer, fyrsti kanslari Vestur- Þýskalands, var talsverður uppfinningamaður framan af árum — eða reyndi að minnsta kosti að vera það. Plögg hans sýna, að hann var þegar árið 1904 önnum kafinn við að finna leiðir til þess að draga úr rykaustri bfla, og um skeið fékkst hann ennfremur við að finna upp aðferð til þess að bæta geymslu þol reyktra pulsna! Undir striðið ’39 sótti hann sfðan um einkaleyfi á tækjum, sem áttu að hefta mengun af völdum verksmiðja og vélknú- inna farartækja, og einkaleyfis- umsókn hefur varðveist frá hon- um í sambandi við endurbætur á gufuvélum. Þá er Ijóst, að Adenauer var með ráðagerðir á prjónunum um að framleiða pulsur úr hökkuðum soyabaunum, og rafhituð kaffikanna er ennþá til, sem hann hannaði og lét smiða. Margt fleira forvitnilegt hefur komið upp úr hirslum þessa alvörugefna og harðskeytta manns síðan menn fóru að gramsa í þeim. En óneitanlega verður manni ögn starsýnt á, hve maðurinn virðist hafa haft mikið dálæti á pulsum! Sitt lítið af hverju Fleiri bándarískir einstaklingar og fyrirtæki lýstu sig gjaldþrota i mars síðastliðnum en i nokkrum öðrum mánuði i sögu Bandarikjanna, að sögn stjórnvalda. Kreppan og dýrtíðin, bæta þau við. . . Ónafngreint alþjóðlegt fyrirtæki hefur greitt breskum uppfinningamanni sem sam- svarar nær 200 milljónum islenskra króna fyrir heimildarlausa eftiröp- un á uppfinningu hans: apparati sem afhýðir lauk. . . Önnur bresk uppfinning: Rafmagnstól, sem á að auðvelda fiskimönnum humarveið- ar. Vægur rafstraumur flæmir dýrið úr botnfylgsni sinu. Tilraunir eiga að hafa sýnt allt að 30% aflaaukningu við notkun „rafsmalans”. . . Dr. James Cyriax, sem kvað vera einn helsti sérfræðingur veraldar á baksjúkdómasviðinu, er um það bil að senda frá sér bók þar sem hann ræðst harkalega á bilaframleiðendur fyrir afleit sæti i bilunum þeirra. Doktorinn fullyrðir, að þó að þau liti svo sem ekki aldeilis slorlega út, þá stuðli þau tiðum að bakkvillum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.