Morgunblaðið - 25.05.1975, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MAl 1975
25
Við lifum ef við tölum
Glof Lagercrantz lætur af
störfum sem ritstjóri Dagens
Nyheter, stærsta og áhrifa-
mesta dagblaðs Svíþjóðar, við
lok þessa árs. Við tekur Per
Wástberg, sem á það sameigin-
legt með Lagercrantz að vera
líka ljóðskáld. En þekktastur er
Wástberg fyrir skáldsögur sín-
ar, kynningar sínar á verkum
og frelsisbaráttu afriskra rit-
höfunda og starf sitt i PEN,
alþjóðasamtökum rithöfunda,
en þar hefur hann lengi verið i
fararbroddi.
Sú vinstri sveifla, sem hefur í
æ ríkari mæli sett svip sinn á
Dagens Nyheter síðasta áratug-
inn, er af mörgum talin runnin
frá Lagercrantz og hafa af þeim
sökum spunnist harðar deilur
milli ritstjórnar Dagens Nyhet-
er og eigenda blaðsins, en
meðal þeirra er Bonniersættin
atkvæðamest. Oft hefur komið
til tals að láta Lagercrantz víkja
úr starfi, en honum hefur auðn-
ast a.ð sitja i ritstjórnarstólnum
áfram og fara sínu fram. Nú er
svo komið að aldurinn ákvarðar
að hann hirði hatt sínn. Lager-
crantz verður eftirlaunamaður,
en ólíklegt er að greinar eftir
hann birtist ekki öðru hverju i
Dagens Nyheter. Kannski snýr
hann sér að skáldskapnum, sem
alla tíð hefur verið köllun
hans?
Skáldið Olof Lagercrantz hef-
ur um of horfið i skugga rit-
stjórans og greinahöfundarins
með sama nafni. Ég hef verið
að fletta að undanförnu dálitilli
bók með úrvali úr ljóðum
Lagercrantz og nokkrum hug-
leiðingum af sjálfsævisöguleg-
um toga: Tröst för min álskling
heitir bókin, útg. Svalans
Lyrikklubb, Bonniers 1971.
Flest ljóðin kveðst Lagercrantz
hafa ort í janúar og febrúar
1962. Hann gegndi störfum sín-
um á Dagens Nyheter og las
daglega Gleðileikinn guðlega
eftir Dante. Sá lestur varð til
Olof Lagercrantz.
þess að Lagercrantz samdi bók
um Dante: Frán helvetet till
paradiset og fyrir þessa bók
fékk hann bökmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs ásamt
William Heinesen. Fáir þekkja
kvölina betur en Dante, segir
Lagercrantz, en i lýsingum á
hamingjunni er hann líka
meistari. Vítishlutinn í verki
Dantes er ferðasaga úr
þjáningaheimi. Hann veitir
huggun vegna þess að skáldinu
tekst að opinbera sársauka, sem
hefur ekki áður verið komið
orðum að.
Gleðileik Dantes er
Lagercrantz m.a. að rifja upp í
formálanum vegna þess að
meðan hann orti Ijóðin í Tröst
för min álskling kynntist hann
fólki, sem þjáðist og honum
varð tiðhugsað um vanda þess.
Ljóðin voru ort eftir nær
tuttugu ára biðtíma. Lager-
crantz hafði ekki ort síðan á
æskuárum sínum og hann varð
bæði hissa og glaður þegar and-
inn kom skyndilega yfir hann.
En þegar ég les þessi ljóð aftur,
segir Lagercrantz, er mér ljóst
að þau eru kveðja mín til ljóða-
gerðarinnar. Mér virðist líkt og
lif mitt hafi stefnt að því, sem
stendur á þessum blöðum. Flest
ljóðin í Tröst för min álskling,
heldur Lagercrantz áfram,
fjalla um einkaheim, um hvern-
ig unnt sé að lifa lifinu, stand-
ast kröfur þess, haldinn von-
lausum sársauka og andspænis
honum.
Er ekki til önnur huggun,
spyr Lagercrantz að lokum,
en orð ofin saman? Ég held að
huggun sé einnig að finna í því
að vinna saman að háleitu
markmiði. Undir slíkum
kringumstæðum getur vonleys-
ið og dauðabeygurinn ef til vill
hvarflað frá okkur.
Nokkur þeirra ljóða, sem
birtast i Tröst för min álskling,
hefur Jón úr Vör þýtt og birtust
þýðingarnar í Maurildaskógi
(1965). Einkennandi fyrir
þessi ljóð er Ónei, sem er þann-
ig i þýðingu Jóns úr Vör:
Önei, orð sorgar
drepur engan,
það er orðleysið sem deyðir.
Við lifum ef við tölum,
þegjandi deyjum við.
Hlustaðu því á raust mína,
þetta dapra ljós, .
sem lýsir veggi hellisins.
Enginn er hér,
engan þarf að óttast
meðan orðið er til
og ljósið lifir.
Orðleysið deyðir; við lifum ef
við tölum; þegjandi deyjum við.
Hér er stefnuskrá skáldsins
komin. 1 öðru ljóði, Miðja vegu,
lýsir skáldið því að það hafi
gengið við hlið Meistarans,
þessi meistari er Dante, og
minnist gasofna síðari heims-
styrjaldar. Faðir segir við barn
sitt; ,,Dragðu djúpt andann,
hjartað mitt,/ og bæði hnigu til
jarðar.“ Skáldið er enn á ferð
með Dante. Jón úr Vör þýðir-
En í hvert sinn, sem
Hann leiddi mig
í þessi undirdjúp sársaukans,
en timarnir
lögðu okkur oft upp í
hendur slik tækifæri, —
snerum við aftur upp
til jarðarinnar,
og virtum fyrir okkur
dýrð hennar...
og stjörnur himinsins
tindruðu yfir okkur.
Myndskreyting eftir Martin
Lamm úr Tröst för min
álskiing.
I hugleiðingunum í lok Tröst
för min álskling lýsir Lager-
crantz bernsku sinni, ástum, ör-
væntingu. Hann var berkla-
veikur og þurfti oft að dveljast
á hælum sér til heilsubótar.
Það er geðveila i ættinni og
sjálfsmorðhugleiðingar ekki
langt undan. En ljóðið hjálpar
honum, skáldskapurinn og sam-
kenndin með öðrum, sem líka
þjást. Mig hefur alltaf dreymt
um breytingu, um nýtt og betra
líf. Að þessu leyti líkist ég öll-
um öðrum, segir Lagercrantz.
Honum verður hugsað til skáld-
bræðra sinna og vina, sem allir
eru horfnir, sumir hafa átt við
þunglyndi að stríða eins og
frænka hans Agnes von Krus-
Framhald á bls. 33
grundvelli).
Á móti þessum skattívilnunum
og útgjaldaáuka vegna láglauna-
bóta kemur verulegur niður-
skurður ríkisútgjalda (heimildar-
ákvæði um niðurskurð allt að
3500 milljónum), skyldusparnað-
ur á hærri tekjur, sem lagður
verður á með tekjuskatti, og veru-
legar lántökur til að styrkja fram-
kvæmda- og fjárfestingarlána-
sjóði, til að tryggja fulla atvinnu
og nauðsynlegar framkvæmdir í
vatnsafls- og iarðvarmavirkjun-
um sjávarútvegsins o.fl., voru
fjármögnun opinberra fram-
kvæmda.
Frumkvæðið hjá
fyrri stjórn
Tvennar gengislækkanir, ráð-
stafanir i sjávarútvegi, þ. á m.
ráðstöfun gengismunar í þágu
sjávarútvegs, aðgerðir i lánamál-
um, sem hafa algjöran forgang I
fyrst og fremst við það miðaðar,
að hjól atvinnulifsins gætu áfram
snúizt og full atvinna væri áfram
tryggð. Þessum ráðstöfunum
fylgdi nokkur hækkun á verðlagi
opinberra þjónustufyrirtækja,
sem höfðu verið fjárhagslega
svelt lengi og vóru komin i
skuldafen og algert getuleysi um
nauðsynlega þjónustu við al-
menning, Þessum aðgerðum hlaut
að fylgja og fylgdi nokkur dýrtíð-
araukning og kaupmáttarskerð-
ing. Óánægja með þessa þróun er
bæði eðlileg og skiljanleg, þó hún
væri óhjákvæmileg og rökrétt af-
leiðing kringumstæðna og ætti
rætur í forsendum, sem fyrri rik-
isstjórn ber alla ábyrgð á.
1 þessu sambandi verður ekki
komizt hjá að minna á þá stað-
reynd, að það var vinstri stjórnin,
sem rauf tengsl kaupgjalds og
vísitölu. Það var hennar svana-
söngur i lok sins valdaferils. I
viðræðum um myndun nýrrar
vinstri stjórnar varð fullt sam-
komulag um nauðsyn gengislækk-
unar og sambærilegar hliðarráð-
stafanir við þær, sem nú hefur
verið gripið til. I þeim viðræðum
varð og fullt samkomulag um
söluskattshækkun, hækkun bens-
ingjalds og verðjöfnunargjald á
raforku, sem nú er 13% álag á
raforkuverð. Magnús Kjartansson
var raunar höfundur þessara
lagafrumvarpa um verðjöfnunar-
gjaldið og járnblendiverksmiðj-
una f Hvalfirði. Þannig átti
vinstri stjórnin frumkvæðið að
öllum þeim ráðstöfunum i efna-
hagsmálum, sem aðilar hennar
saka núverandi rikisstjórn um.
Eini munurinn er sá að núverandi
ríkisstjórn hefur gengið miklum
mun lengra í að verja kaupmátt
láglauna en vinstri stjórnin
áformaði. Þegar þessa er gætt,
verða öll gagnrýnisorð vinstri
flokkanna nú marklaust hjal, sem
aðeins þeir grunnhyggnustu
leggja eyru við.
r
Astand og
horfur á
vinnumarkaði
Því verður naumast á móti
mælt að dökkar blikur eru nú á
lofti á íslenzkum vinnumarkaði.
Viðbrögð launþega eru heldur
ekki óskiljanleg við ríkjandi
aðstæður. Vissulega er um
umtalsverða kaupmáttarrýrnun
að ræða frá þeim tíma er við-
skiptakjör þjóðarinnar voru sem
hagstæðust og verð útflutnings-
afurða okkar i hámarki. Þess
verður þó að vænta, ef ekki á illa
að fara, að væntanlegir kjara-
samningar á almennum vinnu-
markaði taki mið af viðblasandi
staðreyndum efnahagslífsins, þ.e.
viðskiptakjörum þjóðarinnar og
þeim raunverulegu verðmætum,
sem til skiptanna eru. Hugsanleg-
ar launahækkanir, hvort sem þær
verða i formi nýrrar, raunhæfari
vísitölu eða með öðrum hætti,
verða að vera innan þeirra marka,
sem viðskiptakjör þjóðarinnar og
raunverulegar þjóðartekjur leyfa.
Ef út af verður brugðið hljóta í
kjölfarið að fylgja annað tveggja,
ný kollsteypa og atvinnuleysi, svo
sem reyndin hefur víða orðið,
nema hvort tveggja verði. Þeir,
sem kalla vilja atvinnuleysi yfir
þjóðina í von um pólitiskt öng-
þveiti, sem er eini jarðvegur öfga-
stefna, mega undir engum kring-
umstæðum fá að ráða ferðinni.
Smærri krónur og atvinnuleysi
leysa engan vanda.
Þess verður að vænta að allir
málsaðilar, launþegar, vinnuveit-
endur og rikisvald leggist af öll-
um krafti á þá sveifina, að sóma-
samleg samningsle;ð finnist, sem
taki í senn mið af viðskiptakjör-
um þjóðarinnar — og lifskjörum
þeirra lægst launuðu. Þeir, sem
betur mega sín bæði verða og þola
að bíða öllu lengur.
Að reka
hund með halla
Það bregður fyrir kankvísum
brosum í augum tilverunnar,
jafnvel á erfiðleikatímum. Þeim
veldur á stundum Ragnar nokkur
Arnalds, sem hvorki ekur norður-
né niðurveg i kenningum sinum.
Hann hefur nú fundið og kunn-
gjört „pottþétta patentlaUsn" á
öllum vanda íslenzkrar útgerðar,
hvorki meira né minna. Margra
ára rekstrarhalli útgerðar í kjör-
dæmi hans skiptir engu máli leng-
ur, honum sé lof. Og djúpstæðir
greiðsluerfiðleikar hennar hverfa
eins og dögg fyrir sólu, verða
jafnvel gulls ígildi. Lausnin er
svo einföld að jafnvel kornabörn
skilja, máski öðrum fremur. Ef
útgerðin einfaldlega selur þessi
atvinnutæki byggðarlagsins, þrjá
skuttogara og aðrar eignir sínar, á
hún handbærar 600 milljónir
króna umfram skuldir (ef borgað
er út í hönd), eða smíðaverð eins
nýs skuttogara af sömu gerð og
þeir þrír, sem hún er nú að
burðast með í taprekstri.! Þar
með er komin sönnun fyrir, svo
ekki verður á móti mælt, svo-
nefndum verðbólgugróða. Og
ekki nóg með það. A þennan
hrikalega gróða skal leggja verð-
bólguskatt (sem ekki er nema
sanngjarnt á horngrýtis útgerðar-
auðvaldið). Þennan gullvæga
tekjupóst á svo að nýta til að
styrkja þessa sömu útgerð (sem
nú er skyndilega orðin undirstaða
afkomu almennings i sjávar-
plássunum). Það skiptir hins-
vegar engu máli, þö að þessi fá-
sýna snilli sé fengin að láni hjá
dönskum skopteiknara, sem fyrst-
ur setti hana fram i nokkrum
blýantsdráttum. Hann lét fróman
mann, sem rak hund með halla,
skera skottið af hvutta sinum og
stinga upp i hann glorsoltinn! Og
nú er spurningin: Er ekki fundið
nýtt fjármálaráðherraefni á Is-
landi? Og siðan kemur betri tið
með blóm í haga, bjarta langa
sumardaga.