Morgunblaðið - 25.05.1975, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.05.1975, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MAI1975 45 Velvakandi svarar f sfma 10-100 *1. 10.30 — 11.30, frá mánudegi til föStúdags 0 Um mannskepnuna og aðrar skepnur Ibúi á Seltjarnarnesi svarar hér sveitunga sínum, sem átti bréf um hundahald hér i dálkunum ný- lega, en bréfritarinn spyr í upp- hafi, hvort Seltirningar séu komnir í hundana: „Það er ekki oft sem i dálkum „Velvakanda“ birtast myndir, hvað þá gullfallegar myndir af litlum hvolpum, en slíkt átti sér þó stað i blaðinu þann 17. maí s.l. En myndinni fygldi greinarkorn sem gaf þvi miður ekki jafn fall- ega mynd af hugarfari eða sann- leiksást þess sem greinarkornið skrifar, svo yfirfullt af ranghermi og ósannindum gefur þar að lesa, að ekki verður hjá komist að svara örfáum orðum. Reglugerð^ sú um hundahald sem nú gildir á Seltjarnnesi var samþykkt samhljóða og mótat- kvæðalaust í bæjarstjórn kaup- staðarins, og hafa ráðamenn bæj- arins tvimælalaust gert rétt með þeirri samþykkt, því samkvæmt upplýsingum lögreglunnar i bæn- um, hefur hundum ekki fjölgað — heldur fækkað mjög — við tilkomu þessarar reglugerðar. Nú eru skráðir á Seltjarnarnesi 30 hundar en voru mun fleiri áður en reglugerðín var sett. Ástæðan er einfaldlega sú, að þeir sem ekki treystu sér til að undirgang- ast þau ströngu reglugerðar- ákvæði og það háa gjald sem greiða þarf fyrir hunda, hafa ein- faldlega losað sig við dýrin. Sá sem þetta greinarkorn skrif- ar á oft leið um hinar fögru fjörur kaupstaðarins, og ekki hefur hann ennþá rekizt þar á hunda- skít, hinsvegar gefur þar oft að Iíta saur frá öðru dýri, sem er manninum kært, hestinum. Hestamönnum þykir það hin bezta skemmtun að láta fáka sína spretta úr spori í fjörunum, og er það eðlilegt mjög. Þann saur sem annan saur, nær hið vofduga Atl- antshaf hinsvegar að hreinsa, þannig að fjörurnar eru jafnfall- egar eftir sem áður. Eins gefur oft að lita í fjörunum mávadrit og úrgang eftir aðra fugla himinsins. Kannski vill sá öfgafulli „Seltirn- ingur“ sem greinarkornið skrifaði i Morgunblaðið þ. 17. maí, láta banna allt fuglalíf á Nesinu, að ekki sé talað um hestamennsku og kattagreyin sem allsstaðar gef- ur að líta? — Nei, slik öfgaskrif sem hér er vakin athygli á, dæma sig sjálf. Sá sem þetta skrifar hefur um nokkurra ára skeið búið í hverfi á Seltjarnarnesi þar sem „löglegir" hundar eru í mörgum nágranna- ég meira og meira fé. Eft- ir dauða foreldra minna flutti ég aftur að Skðgum og byggði mér hús f Dalnum. En löngu áður en það gerðist hafði Wilhelm beðið um leyfi til að fá að ættleiða drenginn og eg hafði gefið leyfi til þess. Ég sá hann stöku sinnum, þegar hann kom til bæjaríns og mér fannst það dálft- ið einkennilegt, en þó ekki verra en svo að þegar að ég gat róleg og með góðri samvizku sagt já, þegar Wilhelm spurði mig, hvort mér væri á móti skapi að hann og fjölskylda hans flyttust til Skóga og gerðust þar með næstu ná- grannar mfnir... — Þið skuluð ekki trúa þvf sem hún segir! Róleg frásögn Elfsabetar var rofin af móðursýkisiegum tryll- ingi Margit Holts sem sneri sér svo snöggt á stólnum að kertaljós- in flöksuðust til. — Hún lýgur! Það var hún, sem neyddi hann til að flytjast hing- að, vegna þess... — Mig langaði til að búa í Skóg- um, sagði ofurstinn kuldalega.— £g var fæddur hér og uppalinn. Þú hefur aldrei skilið þau tengsl sem ég hef við þennan stað. Og þegar æskuheimili mítt var til sölu sama ár og ég komst á eftir- laun gat ég ekki staðist freisting- húsum. Min 8 tima svefnþörf hef- ur þennan tíma aldrei verið trufl- uð af hundgelti, en hinsvegar hef- ur það komið fyrir að mannskepn- an hefur haft truflandi áhrif á svefninn. Kann „Seltirningur“ nokkur ráð við sliku ónæði? 0 2—3 þús. hundar í Reykjavík? Rætt er um, að umræður hafi orðið i borgarstjórn Reykjavíkur varðandi hundahald þar. Sám- kvæmt upplýsingum sem undir- ritaður hefur aflað sér frá þeim sem þessum málum eru kunnugir í höfuðborginni, er áætlað að þar séu nú milli 2000—3000 hundar, og það að sjálfsögðu allir í óleyfi. Ekki verðum við, sem göngum um stræti höfuðborgarinnar daglega, varir við morandi hundaskít á öll- um götum og torgum, en hinsveg- ar væri ráðamönnum borgarinnar sæmandi að taka sér til fyrir- myndar reglugerðir þær sem ná- grannabyggðarlögin þ.e. Hafna- fjörður, Garðahreppur og Sel- tjarnarneskaupstaður hafa sett um hundahald, svo ekki sé talað um hinn fagra höfuðstað Norður- lands, Akureyri. Á öllum þessum stöðum hafa ráðamenn komist að raun um, að bönn leysa í þessu máli sem öðrum engan vanda, og hafa því sett reglugerðir sem eru byggðarlögum þeirra til sóma. Það trúa og trygga húsdýr, hund- urinn, sem fylgt hefur manninum gegnum aldirnar mun gera það vonandi áfram inn i framtíðina. Mengað hugarfar einstakra öfga- manna mun engu fá þar um breytt. Ibúi á Seltjarnarnesi.“ 0 Jafnir helmingar Hulda Björnsdóttir, írabakka 6, Reykjavík, skrifar: „Kæri Velvakandi: 1 framhaldi af bréfi frú Sigríð- ar Björnsdóttur i dálkum þinum laugardaginn 17.5. s.l. vil ég bæta eftirfarandi við: Það er rétt hjá frúnni, að þing- maður Sjálfstæðisflokksins hélt því fast fram, að ekki væri hægt að hækka meðlag meira vegna þess, að rikiskassinn væri ákaf- lega fátækur um þessar mundir. Þingmaðurinn var spúrður hvort hún treysti sér til að framfleyta einu barni (sómasamlega) fyrir 13.652 kr. á mánuði. Því svaraði frúin ákveðið neitandi, enda gæti foreldri með eitt barn unnið. Rétt er, að i flestum tilfellum getur foreldri með eitt barn unnið, bæði utan heimilis og innan, og verður að gera það til þess að standa fyrir sinum hluta framfærslu- kostnaðarins. Sé rétt hjá þ'ingmanninum að 13.652 kr. sé hlægilega lág upp- hæð sem framfærslueyrir barns (þar er ég henni hjartanlega sam- mála), er þá ekki einhvers staðar misbrestur á að lögin séu virt? Þar stendur að foreldrum sé skylt að kosta framfærslu og upp- eldi barns jafnt. „Með lögum skal land byggja og ólögum niður rifa.“ Á ekki að fylgja gildandi lögum gagnvart börnum ein- stæðra foreldra rétt eins og öðr- um. 0 Ölmusa borgarinnar Sigriður bendir á að hækki með lag ekki verulega verði einhverjir að sækja ölmusu til bæjarins. Al- veg rétt, enþarer baraekki svo auðvelt að fá ölmusu frá borginni. Þar rikir sama sjónarmið og hjá þingmanninum. Ráðamenn Fé- lagsmálastofnunar Reykjavikur- borgar líta á það sem sjálfsagðan hlut að einstætt foreldri vinni ut- an heimilis, jafnvel þótt börnin séu það mörg að kostnaður við vinnuna éti upp allt það kaup sem viðkomandi fær, og enn meira vanti til þess að endar nái saman. Almenningur álítur ákaflega ein- falt að ganga inn á bæjarskrifstof- ur og segja sig á bæinn. Ég leyfi mér að fullyrða að staðreyndin sé önnur. Um það geta vafalaust all- ir þeir sem til bæjarins hafa þurft að leita vitnað. 0 Ekki hækkun foreldralauna Skiljanleg væri sú andstaða sem krafa um hækkun meðlags hefur mætt, ef verið væri að fara fram á hækkun foreldralauna, en um það er ekki að ræða, heldur hækkun framfærslueyris barn- anna, og að það foreldri sem ekki hefur barnið hjá sér fái leyfi til að sjá barni sínu sómasamlega fyrir brýnustu nauðsynjum. Vonlitið virðist að leiðrétting fáist á þessum málum og er auð- vitað ekkert einkennilegt. Hér eiga nefnilega hlut að máli AÐ- EINS 13 ÞUSUND BÖRN, sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér. 0 Þekkingarleysi alþingismanna Ekki ætla ég að halda þvi fram að alþingismenn geri það af óþokkaskap að rétta ekki hlut þessa hóps, þvert á móti, ég er sannfærð um að þeir eru ágætis menn og konur, en í þessu tilfelli skortir þekkingu. Þeir mætu menn gera sér ekki grein fyrir hve þörfin er brýn, og hve skjótra aðgerða er þörf. Ekki er síður nauðsyn að þetta mál verði leyst farsællega en togaraverkfallið leysist. Þeir einu sem geta gert eitthvað i meðlagsmálunum nú er rikisstjórnin. Aðhafist hún ekkert þurfa börn einstæðra foreldra ekki að búast við úrbótum fyrr en þingmenn koma úr sumarleyfi og hafa karpað i nokkra mánuði um málið á þingi áður en komist verð- ur að niðurstöðu um hvort virða eigi lög, sem i gildi eru um fram- færsluskyldu foreldra gagnvart börnum sinum eða ekki. Virðingarfyllst, Hulda Björnsdóttir.“ KLASSISKAR PLÖTUR Á AÐEINS KR: 725,- og margar \ fleirri HEIMILISTÆKI SF. Sætúni 8 og Hafnarstræti 3 ' RACH BBMfflEKHUW! ÍXKMl F.RDXS 1.2* H0GNI HREKKVISI McNauglil Nvndicaíc. Inc. <^y- I . I „Þú sérð, Högni, það eru þrjár mýs í janúar, færri í febrúar, og svo upp aftur i marz.“ B3P SIG6A V/QG^ g \iLVEft4U

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.