Morgunblaðið - 30.05.1975, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAl 1975
Ásgeir Magnús-
son framkv.stj.
Isl. járnblendi-
verksmiðjunnar
Á fundi stjórnar Islenzka járn-
blendifélagsins hf. sem haldinn
var f gær var Ásgeir Magnússon
ráðinn framkvæmdastjóri félags-
ins. Ásgeir hefur nú um nokkurt
skeið gegnt stöðu framkvæmda-
stjóra hjá Bæjarútgerð Reykja-
víkur en áður var hann um árabil
framkvæmdastjóri Samvinnu-
trygginga. Samkvæmt þeim upp-
lýsingum sem Mbl. aflaði sér í
gær hafa engar ákvarðanir verið
teknar um það hver tekur við
starfi Ásgeirs hjá Bæjarútgerð-
Mesta mildi að ekki varð stórslys
Björn Jónsson um lausn togaraverkfallsins 1973:
Skurðgrafan
felldi brúna
Smekksatriði hvort menn
vilja gerðardóm eða lög
FYRRI hlula vetrar 1973 stóð
yfir langvinnt togaraverkfall,
fyrst vegna kjaradeilu undir-
manna, en síðar tegna kjara-
deilu yfirmanna. Vinstri
stjórnin beitti sér fyrir lausn á
deilu yfirmanna með löggjöf,
sem samþykkt var á Álþingi 22.
marz 1973. Björn Jónsson for-
seli Alþýðusambandsins var þá
forseti efri dcildar og stjórnaði
fundi dcildarinnar, þegar
samþykkt var með 11 sam-
hljóða atkvæðum þingmanna
þáverandi stjórnarflokka að
leysa kjaradeiluna með lögum.
Við umræður um málið í efri
deild flutti forseti Alþýðusam-
bandsins ræðu, þar sem hann
sagði m.a.:
„Iláskalegar
afleiðingar“
„Það, sem hér er um að ræða,
eru' afskipti löggjafarvaldsins,
ríkisvaldsins, og rök löggjafar-
valdsins til þess að setja niður
deilu, sem hefur staðið í tvo
mánuði og hefur haft í för með
sér margs konar háskalegar af-
leiðingar í þjóðfélaginu, þá
deilu, sem valdið hefur því, að
allur togarafloti landsmanna,
þ.e.a.s. þeir togarar sem eru
yfir 500 brúttólestir að stærð,
hefur stöðvazt í svo langan
tíma.“
Síðar í ræðu sinni sagði Björn
Jónsson:
Neyðarástand sem binda
verður enda á.
„Það er sjálfsagt af þessum
ástæðum öllum, og það er ekki
umdeilt hér á hv. Alþ., að þess-
ar deilur verði að setja niður,
og það er ekki heldur umdeilt,
að það verði að gerast með því,
að löggjafarvaidið komi til
skjalanna með einhverjum
hætti. Hitt er aftur umdeilt
nokkuð, hvort sá háttur, sem
hér er á hafður, sé sá réttí eða
hvort aðrir hefðu frekar komið
til greina. En þetta mikilsverða
atriði málsins vil ég leggja sér-
staka áherzlu á, að allir eru
sammála um það, að við svo
búið má ekki standa. Hér er
komið neyðarástand, óvenjú-
legt neyðarástand undir
óvenjulegum kringumstæðum,
sem ekki verður komizt hjá að
binda enda á. Það breytir engu
um þá fyrri og núv. afstöðu
manna, ég vil vona flestra, ef
ekki allra, sem í hv. d. sitja, að
afskipti löggjafarvaldsins af
slíkum málum séu algert
neyðarúrræði, sem ekki eigi að
grípa til, nema einskis annars
sé kostur. Og ég held einmitt,
að hér standi svo á, enda er nú
hæstv. ríkisstj. frekar gagn-
rýnd fyrir það hve seint hún
hafi komið til skjalanna og
hún hafi ekki tekið málin nógu
sterkum tökum i upphafi,
heldur en að hún sé nú of
snemma á ferðinni með þær
aðgerðir, sem eru fyrirhugaðar
með setningu þeirra laga, sem
hér er flutt frv. að. Það hefur
oft fallið i minn hlut hér i hv.
þd. á undanförnum árum og
jafnvel rúmum áratug að and-
mæla slíkum afskiptum lög-
gjafarvaldsins, og það má vel
vera, að einhverjum þyki þess
vegna að ég og aðrir mínir
félagar liggi vel við höggi, að
öðruvísi hafi viðbrögð okkar
verið hér áður fyrr. En ég vil
benda á, að ég held, að alveg
samsvarandi dæmi og þetta
verði naumast fundið á síðustu
árum og jafnvel síðustu áratug-
um, sem geri það jafnsjálfsagt
Framhald á bls. 18
ÞAÐ OHAPP varð í Kópavogs-
gjánni klukkan 17.25 í gærdag að
armur skurðgröfu rakst á undir-
stöður brúar sem verið er að
byggja yfir gjána og urðu afleið-
ingarnar þær, að brúin hrundi
nær alveg. Engin slys urðu á fólki
og má telja það mestu mildi því
þelta gerðist á mesta umferðar-
tímanum og nær látlaus straumur
bíla um gjána. Töluverð verð-
Bráðabirgðalög
skv. stjómarskrá
Bráðahirgðalögin, sem ríkis-
stjórnin gaf út í gær til þess að
leysa kjaradeilu starfsfölks í
ríkisverksmiðjunum, eru
gefin út með stoð í 28. gr.
stjörnarskrárinnar. Sam-
kvæml því ákvæði stjórnar-
skrárinnar getur rfkrsstjórn
gefið út hvers kyns lög til
bráðabirgða meðan Alþingi
situr ekki. Skilyrði fyrir slíkri
lagasetningu eru þau, að Al-
þingi sitji ekki og að brýna
nauðsyn beri til hennar. Mat á
brýnni nauðsyn er í höndum
rfkisstjórnarinnar. Bráða-
birgðalög mega ekki fremur
en almcnn lög brjóta í bága við
stjórnarskrána og leggja verð-
ur þau fyrir næsta Alþingi til
slaðfestingar.
mæti og mikil vinna sem lögð
hafði verið í brúna fóru f súginn
og er tjönið lauslega metið á tugi
milljóna. Umferðaröngþveiti
varð fyrst á cflir óhappið en fljöt-
lega var hafizt handa við að laga
það sem úrskeiðis fór og álti að
halda því verki áfram í nótt.
Að sögn Péturs Sveinssonar
aðstoðarvarðstjóra í Kópavogslög-
reglunni var skurðgrafan dregin
á þann hátt að armur hennar var
festur á þar til gerðan pinna á
vörubílspalli. Var vörubíllinn á
suðúrleiðog drógröfuna. Þarsem
armurinn skall á brúnni er hæðin
4,30 metrar en við mælingu kom í
Ijös, að armurinn hefur verið alit
of hár eða 4,70 metrar. Var þó
greinilega merkt að hæðin mætti
ekki fara yfir 4 metra. Töluverð
ferð viröist hafa verið á bílnum
því grafan ruddi niður fjórum
geysilega voldugum stálbitum
sem lágu yfir gjána og halda áttu
brúnni uppi á meðan bygging
hennar fór fram og sá fimmti féll
að hluta.
Féllu bitarnir alveg niöur
austanmegin og munaði aöeins
hársbreidd að þeir féllu á bifreið
sem var á norðurleið en í honum
var ein kona. Brak úr brúnni
braut rúöu i bifreiöinni. Þá féllu
bitarnir á vörubílinn miðjan og er
bíllinn stórskemmdur svo og
Framhald á bls. 18
Ljösm- Mbl. Sv. Þorm.
BRtJIN FALLIN — Myndin sýnir stálbitana liggja þvert yfir gjána. Þungi þeirra
hvílir á vörubílnum og aftast sér á arm skurðgröfunnar.
Pétur Sigurðsson:
Þjóðhagsleg nauðsyn
réttlætir lagasetningu
A FUNDI miðstjórnar Alþýðu-
sambandsins í gær sat Pct-
Nýja höfnin í Þorlákshöfn
getur tafizt um eitt ár
— ef steypuvinna kemst ekki í gang og komi til verkfalla í júní
OLL STEYPUVINNA við hafnar-
gerðina í Þorlákshöfn hefur legið
niðri um tveggja vikna skeið
vegna verkfallsins f Sementsverk-
smiðjunni. „Ef stcypuvinnan
kemst ekki í gang hjá okkur á
næstunni er alvara á ferðum og
ég tala nú ekki um ef langt verk-
fall* lekur við um miðjan júní.
Það getur farið svo að við þurfum
að breyta iillum áætlunum og
gæti hafnargerðin tafizt af þeim
sökum um heilt ár.“ Þetta sagði
Páll Sigurjónsson framkvæmda-
stjóri hjá Istaki hf. við Mbl. í gær
en það fyrirtæki sér um hafnar-
gerðina.
Aðal steypuvinnan í sumar er
gerö geysistörra steina, dolos, sem
settir verða sjávarmegin við
hafnargarðinn til að drepa
ölduna. Búið er að steypa 1200
steina en ætlunin er að þeir verði
2800 í allt. Ef ekki tekst að Ijúka
við gerð steinanna og koma þeim
á sinn stað verður ekki hægt að
byrja ofansjávarvinnu við hafnar-
garðinn í vetur og verður þá að
breyta öllum áætlunum og þar
með tefst verkið stórlega.
ur Sigurðsson hjá við atkvæða-
greiðslu um þá yfirlýsingu, sem
Alþýðusambandið hefur gefið
vegna bráðabirgðalaga ríkis-
stjórnarinnar. Af þessu tilefni
bað Morgunblaðið Pétur Sigurðs-
son að gera grein fyrir afstöðu
sinni til þessa máls.
1 svari sínu sagði Pétur Sigurðs-
son: „Það er ekhi venja að greina
frá því, sem fram fer á fundum
miðstjórnar Alþýðusambandsins,
en vegna þess, að á fundinum
voru utanaðkomandi menn, er
ekki eiga sæti í miðstjórninni, sé
ég enga ástæðu til þess að þegja
yfir þvi, sem þarna fór fram.
Björn Jónsson reifaði málið i upp-
hafi fundarins og mælti fyrir til-
lögu, sem síðar var samþykkt á
fundinum. Hann taldi það mjög
ámælisvert, að þverbrotnar hefðu
verið leikreglur í slíkum sam-
skiptum launþega og vinnuveit-
enda. Hann taldi ennfremur, að
um ólög væri að ræða, og verka-
Framhald á bls. 18