Morgunblaðið - 30.05.1975, Síða 3

Morgunblaðið - 30.05.1975, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAl 1975 3 Gerald Ford á leiðtoaafundinum í Brussel: USA eru skilyrðislaust trú skuldbindingunum við NATO BrUssel 29. maí Reuter—AP. % „BANDARÍKI Norður- Ameríku eru skilyrðislaust og ótvírætt trú þeim skuld- bindingum sem þau tók- ust á herðar við und- irritun Norður-Atlants- hafssáttmálans, þar á meðal þá skuldbindingu í 5. grein hans um að veita sérhverju því aðildarlandi aðstoð sem verður fyrir vopnaðri árás utan frá... Bandarískur herstyrkur mun halda áfram að verða í fremstu röð. Á því leikur enginn vafi.“ Þetta sagði Gerald Ford, Bandaríkja- forseti, er hann í dag ávarpaði leiðtogafund 15 aðildarríkja Atlantshafs- bandalagsins í Brussel, sem markar jafnframt fyrstu heimsókn Fords sem forseta til Evrópu. 1 meiri háttar stefnuræðu sinni á fundinum lagði Ford höfuðáherzlu á að fullvissa hina evrópsku bandamenn sína um að Bandaríkin stæðu fullt og fast með þeim og rétti þeirra. En þrátt fyrir daglangar við- ræður við ýmsa æðstu menn bandalagslandanna fyrir sjálfan leiðtogafund- inn síðdegis, sem fór fram fyrir luktum dyrum, virtist forsetanum ekki hafa tek- izt að koma sambandi þeirra á þann grundvöll sem leyst gæti hin alvar- legu ágreiningsefni innan bandalagsins. % Ford ræddi bæði við Konstantín Karamanlis forsætisráðherra Grikk- lands, og Suleyman Demir- el, forsætisráðherra Tyrk- lands, um Kýpurdeiluna og hvatti ríkin til að hefja ekki neinar aðgerðir „sem leitt gætu til hernaðar- átaka“ á meðan verið væri að reyna samningaleiðina. Heimildir hermdu hins vegar að Karamanlis hefði veitt þau svör, að Grikkir hefðu þegar hvað eftir annað veitt Tyrkjum til- slakanir án þess að fá Geirræddi 200 mílnrn- arviðLuns Briissel 29. maí-AP. Geir Hallgrímsson, forsætis- ráðherra Islands, ræddi í morgun í aðalstöðvuni Atlandshafsbandalagsins við framkvæmdastjóra þess, Joseph Luns, um einhliða út- færslu íslenzku landhelgi- innar i 200 mílur, og herma heimildir I Briissel, að handa- lagið hafi miklar áhyggjur af því að útfærslan muni leiða til nýrra átaka Islendinga og Breta. Engar fregnir hafa borizt um einstök atriði við- ræðna Geirs og Luns. Atlantshafsrikjanna f Briissel í gær. (AP) nokkuð í staðinn, og Demirel hefði sagt að innrásin á Kýpur hefði verið réttlætanleg til að vernda hagsmuni Kýpur- Tyrkja. Engin tillaga um lausn í deilunni kom fram í viðræðunum. 0 Þá varaði Ford Vasco Goncalves, forsætisráð- herra Portúgals, við því að kommúnísk stjórn í Portúgal væri i ósamræmi við tilgang Atlantshafs- bandalagsins, og munu við- ræður þeirra hafa verið mjög „opinskáar", sem er kurteislegt orðalag fyrir verulegan ágreining. Hins vegar fullvissaði Goncalves Ford um að Portúgalar hygðust áfram vera í NATO, og að landinu væri ekki stjórnað af kommún- istum. I ræðu sinni fór Ford berum orðum fram á það að NATO hæfi athug- un á tengslum Spánar við bandalágið, þar eð Spánn legði fram „þýðingarmik- inn skerf“ til öryggis Vesturlanda með tvíhliða samkomulaginu við Banda- ríkin. Ljóst er talið að þetta atriði muni valda miklum umræðum á leiðtoga- fundinum á morgun er fjallað verður um ræðu Bandaríkjaforseta. And- staða hefur verið mikil við viðurkenningu á gildi framlags Spánar, og Helmut Schmidt kanzlari Vestur-Þýzkalands er sagður hafa varað Ford við, á hádegisverðarfundi þeirra í dag,að þrýsta mjög á þetta mál í ræðu sinni. Á laugardag ræðir Ford við spánska ráðamenn um framtíð bandarískra her- stöðva á Spáni. Ljóst þykir þvi, að innbyrðis ágreiningur bandalagslandanna hefur ekki jafnazt eftir þennan fyrri dag leiðtogafundarins, heldur þvert á móti hefur hann komið enn berlegar i ljós. Auk áðurnefndra funda með Kara- manlis, Demirel, Goncalves og Schmidt, ræddi Ford við Gaston Thorn, forsætisráðherra Luxem- borgar, og Anker Jörgensen, for- sætisráðherra Danmerkur. Siðan hófst hinn eiginlegi leiðtogafund- ur með formlegum setningar- ávörpum Konstantín Karaman- lísar, Leo Tindemans, forsætis- ráðherra Belgíu, og Joseph Luns, framkvæmdastjóra NATO. Siðan flutti Ford ræðu sína, og í kvöld átti hann að Ijúka deginum með einkafundi með Valery Giscard d’Estaing, Frakklandsforseta, sem ekki sá ástæðu til að sækja leiðtogafundinn sjálfan. I ræðu sinni skírskotaði Ford einmitt til þess að Frakkar, ásamt Framhald á bls. 18 Goncalves í Briissel: Portúgal áfram íNATO Briissel 29. mai — Reuter. VASCO Goncalves, forsætis- ráðherra Portúgals, sagði við blaðamenn á leiðtogafundi NATO í Briissel í dag, að Portúgal væri ekki „Tróju- hestur" bandalagsins og yrði áfram aðili að því. Goncalves sagði þetta eftir fund með for- sætisráðherrum Noregs og Danmerkur, Trygve Bratteli og Anker Jörgensen. Hann sagði að það sem væri að gerast i Portúgal væri innan- ríkismál, sem ekki kæmi aðild landsins að NATO við. Goncalves hitti einnig Ford, Bandarikjaforseta, og Henry Kissinger, utanrikisráðherra, rétt áður en sjálfur leiðtoga- fundurinn hófst, og ræddust þeir við i tæpan klukkutima. JosefLuns við setninau leiðtoaafundarins: Þolinmæði og ákveðni þarf, ef NATO á að ná takmarki sínu Briissel 29. maí frá Matthíasi Johannessen ritstjóra. ISLAND kom við sögu þegar leið- togafundur Atiantshafsbanda- lagsríkjanna hófst hér I Briissel í dag. Astæðan var sú, að Is- lendingar höfðu gefið Atlants- hafsbandalaginu fundarhamar, en hann brotnaði vegna óstjórn- legra átaka á fundi, eins og Luns framkvæmdastjóri bandalagsins, sagði glettnislega í lok ávarps síns. „En nú hafa tslendingar gef- ið NATO annan fundahamar," hélt Luns áfram „og er sá sterkari." Var þá brosað I fundar- salnum og mátti sjá, að bæði Ford, Bandaríkjaforseti, og Kissinger, utanrfkisráðherra hans, höfðu gaman að þessu lilla innskoti á annars alvarlegum Iciðtogafundi. Meðan Luns þakkaði fyrir hamarinn var sjón- varpsmyndavélum beint að sendi- nefnd tslands og varð hún með þessum óvænta hætti helzta að- dráttarafl sjónvarpsmanna og fundarins í heild. Mátti heyra á fréttamönnum, að þeir höfóu gaman að þcssu litla atviki. Eng- inn þurfti a.m.k. á meðan að hugsa um átök Grikkja og Tyrkja eða ástandið i Portúgal. Sendinefnd Islands kom á fund- inn klukkan 4.05 undir leiðsögn lögreglumanna á mótorhjólum eins og aðrar sendinefndir. Fyrstur steig út úr bílnum Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra. Jósef Luns gekk að honum og bauð hann velkominn. Þá kom Einar Agústsson, utanríkisráð- herra, Hörður Helgason, skrif- stofustjóri utanríkisráðuneytis- ins, og Björn Bjarnason, deildar- stjóri í forsætisráðuneytinu. Sendiherra íslands hjá NATO er Tómas Tómasson og Hannes Hafstein sendifulltrúi og sátu þeir báðir fundinn í dag. Bill íslenzku sendinefndarinnar var með íslenzka fánann eins og bilar annarra sendinefnda voru með þjóðfánum viðkomandi landa. Veðrið var gott, heiðskirt og hæg- ur andvari. Fjöldi starfsmanna Atlantshafsbandalagsins var saman kominn i anddyri aðal- stöðva bandalagsins, auk mikils Framhald á bls. 18 Fundur leiðtoga Atlantshafsrfkjanna hófst f gær f aðalstöðvum NATO f Briissel. Myndin var tekin við setningu fundarins. AP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.