Morgunblaðið - 30.05.1975, Side 7

Morgunblaðið - 30.05.1975, Side 7
 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAl 1975 7 r 1 Jöígen Harboe skrifar frá Afríku: Mobutu snýst gegn kristniboðinu SL. ÁR var jólahald I Zaire með nokkuð öðru sniði en áður. Að- fangadagur jóla, jóladagur og ann- ar ! jólum liðu, en engum var gefið fri. Þetta voru ekki opinberir frí- dagar lengur. jbúum Zaire, áður Belgiska Kongó, gekk illa að skilja þetta. Þar er mikið um kristið fólk, eink- um inni í landinu, þar sem kaþ- ólskar trúboðsstöðvar hafa haft mikil áhrif. — Hvers vegna megum við ekki halda jól eins og venjulega? spurðu sumir. — Mobutu hefur afnumið jóla- hátiðina, — sögðu hvítu kristni- boðarnir, — sárgramir. Mobutu, eða Mobutu Sese Sekokuku-Ngebendu, Wa- Za-Banga, eins og forseti Zaire heitir fullu nafni, hefur reyndar ekki afnumið jólin, heldur fyr- irskipað, að þau skuli ekki vera opinber helgihátið. fbúum Zaire er frjálst að halda jól, ef þeir gera það utan vinnutima. Þessi ráðstöfun Mobutus er ekki eina atlagan, sem hann hefur gert gegn kristnum erfðavenjum i Zaire. Sl. ár stöðvaði hann i einu vetfangi útgáfu langflestra kirkju- rita í Zaire. Einkum bitnaði þetta á timaritum kaþólskra, en einnig að nokkru leyti á blaðaútgáfu mót- mælenda. Mobutu ákærði kaþólska biskupa opinberlega fyrir samsæri við Satan, og kvað það mikilvægt fyrir ibúa Zaire, að að- eins einn aðili réði ferðinni. Þar er átt við rikið i Zaire, sem dregur dám af stjórnmálaflokkn- um MRP, en þar er Mobutu valda- mesti maðurinn. Siðasta atlaga Mobutus gegn kirkjunni er krafa um, að trúarleg tákn verði fjarlægð af opinberum byggingum, og að allir skólar verði gerðir að ríkisskóium. Áður rak kirkjan, einkum kaþólska kirkjan, marga skóla i Zaire, og hefur Mobutu nú krafizt þess, að krossar og helgimyndir, verði fjar- lægðar þaðan, og þess í stað hengdar upp myndir af honum sjálfum. I „La Croix", sem er eitt af fáum | kirkjuritum, sem enn koma út i Zaire, hefur hvatt kristna menn til að þræða hinn gullna meðalveg. Þar segir m.a.: — Ef yfirvöldin krefjast þess að kross verði fjar- lægður og hóta að beita valdi, skuluð þér segja, að þér getið sjálf ir tekið krossinn niður. Harkalegustu árás sina á kirkj- una hóf Mobutu i siðasta mánuði, en halaði fljótt í land. f ræðu hafði hann lýst þvi yfir, að öllum kirkj- um i landinu yrði umsvifalaust lokað. nikið stjórnsýslu. Mobutu er greinilega að gera upp sakirnar við kaþólikka vegna þessa, og enda þótt hann taki djúpt i árinni, eru viðbrögð hans skiljanleg. Stjórnin verður að vera á varðbergi gagnvart öflum, sem kynnu að vilja seilast til valda i Zaire." Annar útlendingur segir, að margir belgiskir trúboðar, sem enn starfa i Zaire, virði stjórnvöld i Zaire að vettugi. Norðmaður nokkur segir, að trúboðarnir hegði sér eins og landið væri ennþá nýlenda, og nefnir um það dæmi: — Ég var á ferð i bil ásamt trúboða i austurhluta Zaire, og hafði orð á, að næsta dag væri 22. nóvember. SafnaðarlífiS í Zaire virðist ekki verða fyrir áhrifum af baráttu yfirvaldanna gegn hinu kaþólska trúboði í landinu. Ljósm.: Jörgen Harboe. nefndu stjórnmálaflokkinn i Zaire. Að sjálfsógðu ollu þessi ummæli miklum ugg og kvíða, en skömmu síðar hélt Mobutu aðra ræðu, þar sem hann sagði, að fólk ætti ekki að taka sin fyrri ummæli of bók- staflega. Bandarikjamaður, sem starfar við kirkjusamband mótmælenda i Kingshasa. höfuðborg Zaire, telur afstöðu Mobutus til kirkjunnar eiga sér eðlilegar skýringar. „Kaþólska ki^kjan var mjög öflug á nýlendutimunum, þegar Zaire hét Belgiska Kongó. Kaþólskir voru riki i rikinu. Trúboðar i mörg- um bæjum og þorpum gáfu fyrir- skipanir og sáu um opinbera — 22. nóvember? — Já, þjóðhátiðardagur Zaire. — Ég veit ekkert um það. Það kemur mér ekki við. Ég er trúboði, — sagði hann. Slik afstaða var dæmigerð fyrir belgiska trúboða, áður en barátt- an gegn þeim hófst," sagði Norð- maðurinn. Mobutu hlaut sina menntun hjá kaþólikkum. og er jafnan talinn kaþólskur, þrátt fyrir það, sem á undan er gengið. Samt eru margir þeirrar skoðunar, að dagar kaþ- ólskra trúboða i Zaire séu taldir. Ef þeir verða gerðir afturreka, má Framhald á bls. 12. Hústjöld vönduð dönsk hústjöld frá Trio 12 — 22 fm, stálsúlur, indantrenlituð bómull — vatnsheld — stöðug. Valin tjöld ársins 1974 og 1975 af Félagi danskra bifreiðaeigenda. Til sýnis og sölu að Geithálsi. Opið til kl. 22 alla daga, einnig um helgar. Hnakkar— Beizli ístööy hringamél Reiöbuxur, jakkar og stígvél i- Fyrsta fordæmingin Allt frá þvi að eina frjálsa dagblaðið i Portú- gal, Republica, var bannað af róttækri her- stjórn ríkisins hefur Þjóðviljinn haldið uppi gegndarlausum afsök- unum fyrir gjörræðinu. Þar hefur hins vegar hvergi verið að finna neins konar fordæmingu á útilokun frjálsrar blaðamennsku. Fyrst i gær er blað brotið i þessari þjónkunaraf- stöðu Þjóðviljans. Og ástæðan eða orsökin er mjög táknræn fyrir rit- stjórn blaðsins. Franskt vikurit, Nou- vel Observateur, birti nýverið viðtal við spánskan forystumann útlægra kommúnista, Santiago Carrillo, sem lýsir banninu sem „hryggilegum atburði". Frásögn af þessu viðtali birtir Þjóðviljinn i frétta- formi en blaðið þegir sem fyrr þunnu hljóði um eigin afstöðu til mála. Það er timanna tákn að þá fyrst, er hátt- settur erlendur komm- únistaforingi hefur upp mótmælarödd, þorir Þjóðviljinn að feta i slóðina, en þó aðeins í formi beinnar frásagnar af orðum hans, án þess að taka nokkra afstöðu til málsins sjálfs. f'urðuleg fréttaskýring Sem mótvægi við f ramangreinda frétt, sem birt er neðst á 6. síðu blaðsins, kemur fjögra dálka útsiðufrétt i blaðinu undir yfirskrift- inni: „Sósíalistar gáfu eftir". Undirfyrirsögn er: „Útgáfa Republica leyfð á ný". Það eru sem sé ekki þeir, að dómi Þjóð- viljans, sem bönnuðu blaðið, en neyðast síðan til að leyfa útgáfu þess á ný. vegna fordæmingar fólks um gjörvalla ver- öldina, sem gefa eftir, heldur hinir, sem fá sjálfsagðri kröfu sinni um blaðaútgáfu full- nægt ef svo verður þá. Þessi fréttaskýring Þjóð- viljans er hin furðuleg- asta, en segir sina sögu. ■sem óþarft er að fara um mörgum orðum. Svo lágt er hægt að leggjast í þjónkun við ofbeldis- öfl. að jafnvel trúgjörn- ustu lesendur Þjóðvilj- ans skammast sin fyrir lágkúruna. Portúgalska herjahreyfingin Daginn áður (miðviku- daginn 28. mai) birtir Þjóðviljinn fjögra dálka frétt á baksiðu, sem gengur út á gagnrýni herforingjaklíkunnar i Portúgal á þarlenda jafnaðarmenn. Þar er því slegið upp sem fagn- aðarefni að „herforingj- arnir undirbúi stofnun alþýðusamtaka á eigin vegum". Þar er rætt um ráðstefnu 250 liðsfor- ingja og hermanna", sem veitt hafi „bylt- ingarráði hersins. æðstu valdastofnun landsins, umboð til" að kúska þann stjórnmálaflokk, er flest atkvæði fékk i ný- afstöðnum kosningum i Portúgal, sem raunar höfðu engin áhrif á raunveruleg völd i land- inu. „Samþykktin er talin mikill sigur fyrir herjahreyfinguna," segir Þjóðviljinn. Og „samþykkt herjaráð- stefnunnar er einnig tal- in mikill sigur fyrir kommúnista". Herinn og Kommúnistaf lokkur- inn eru þær ær og kýr, sem Þjóðviljinn telur máli skipta i Portúgal. Frjálsar kosningar. sem niðurstaða þeirra er gjörsamlega hunzuð, og útilokun frjálsrar blaða- mennsku skipta minna máli. Enda er slikt af- nám mannréttinda, sem Ifelst í frjálsum kosning- um og frjálsri blaða- mennsku, sjálfsagt lika „sigur fyrir herinn og kommúnistaflokkinn". Og það er mergurinn málsins. Úrslit kosning- anna urðu a.m.k. tak- mörkuð viðurkenning al- mennings á hinni nýju fámennisstjórn, sem á flestan hátt fetar tryggi- lega i slóð hinnar fyrri, og þvi ekki frásagnar- verður sigur. Fréttaflutningur Þjóð- viljans af atburðarásinni i Portúgal er dæmi- gerður fyrir málflutning hans allan. Hverri von um þróun i átt til lýð- ræðis og mannréttinda, sem bregst, og allir heiðarlegir menn herma, er slegið upp sem „sigri" kommúnista- flokksins. Það hefur gjörsamlega gleymst blaðinu i sigurvimu öfgaafla i Portúgal, að bregða upp þeirri grimu, sem titt er þó notuð, að islenzka Alþýðubanda- lagið sé flokkur vinstri jafnaðarmanna, sem virði lýðræðislegar hefð- Utilíf, Glæsibæ Sími 30-3-50 HVAÐ ÞYÐA ÞESSIORÐ YIÐ HURÐASMIÐI ? Zig—Zag er aðferð við spón-samlímingu, sem þýðir raunverulega minni slípun og þykkari spón. Þykkur og fallegur spónn gerir muninn þegar um útlit hurðarinnar er að ræða. Krullur má finna innan í hurðum okkar, þar sem krullur í fylkingu gera hurðarflötinn jafnari og hurðina traustari. Bakstur á hins vegar við lakkið. Allar okkar hurðir eru lakkaðar í lökkunarvél, og síðan er lakkið bakað í ofni við 80° hita. Innbakað lakk skilar yfirborðinu sterku og áferðarfallegu. Komið og skoðið framleiðsluna fáið verðtilboð — kynnið yður afgreiðslutímann. SELKÖ INNIHURÐIR — GÆÐI í FYRIRRUMI SIGURÐUR ELlASSON HF. AUÐBREKKU 52, KÓPAVOGI, SÍMI 41380

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.