Morgunblaðið - 30.05.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.05.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAI 1975 Alvarlegt atvinnuleysi og hrun fiölda fyrirtækja blasir við taxtar um 48% að meðaltali frá 1973 til 1974, en rauntekjur um 7% á mann. Þessi þróun ásamt verðhækkun innfluttra vara svo og peninga- og útlánaþenslu á árinu, gerði það að verkum að vísitala neyzluvöruverðs hækkaði að meðaltali um 42% frá 1973, en frá ársbyrjun til ársloka varð hækkunin 55%. — takistekkiað stöðva verðlagsþróunina Skýrslu stjórnar SH og reikn- ingum hefur verið dreift á meðal ykkar, en framkvæmdastjórar fyrirtækisins munu skýra ein- staka þætti í starfsemi SH og dótt- urfyrirtækja á síðastliðnu starfs- ári. Ég vil því í upphafi aðeins fara nokkrum orðum um stöðu hrað- frystiiðnaðarins árið 1974 og hina alvarlegu þróun mála síðustu daga. Arið 1974 var heildarfram- leiðsla hraðfrystra sjávarafurða hjá hraðfrystihúsum SH og SlS, en innan vóbanda þeirra á sér stað megnið af framleiðslunni, rúmlega 94.000 smálestir og hafði aukist um 6% frá árinu á undan. Utflutningsverðmætihrað- frystra sjávarafurða frá Islandi árið 1974 var 10.726 millj. kr., sem var 4,2% meira en áríð áður. Hlutdeild fryslra sjávar- afurða í 'heildarútflutningnum var 32,6% miðað við verðmæti en hafði verið 39,5% árið á undan. Þessi mikla breyting til hlutfalls- Rœða Gunnars Guðjónssonar á aðalfundi SH í gœr legrar lækkunar hraðfrystra sjávarafurða í útflutningnum stafaði m.a. af minnkandi útflutn- ingsmagni og verðlækkun á sum- um mikilvægum afuröategund- um. Á sama tima jókst útflutning- ur annarra tegunda sjávarafurða eins og saltfisks verulega hvað bæði magn og verðmæti áhrærir. En eftir sem áður voru frystar sjávarafuröir stærsti útflutnings- fiokkurinn með samtals um 87.000 smálestir að verðmæti 19.726 millj. kr., sem fyrr er frá greint. Eigi mun ég fara frekar út í einstök atriði varðandi fram- leiðslu og sölumál, en þó get ég ekki látið hjá iíða að fara viður- kenningarorðum um störf okkar manna út á mörkuðunum á sl. ári. Við mjög erfiðar aðstæður tókst þeim að selja afurðir okkar á beztu fáanlega markaðsverði, þrátt fyrir sölutregðu og al- mennar verðlækkanir á veiga- miklum afurðum eins og fisk- blokkum. Er eftirtektarvert, að þrátt fyrir neikvæða verðþróun á bandaríska fiskmarkaðnum tókst dötturfyrirtæki okkar Coldwater Seafood Corp. að halda hinum háa verði á fiskiflökum er fyrir- tækið hafði fyrr náð. Var það og er enn mún betra verð en nokkrir crlendir keppinautar fá. Þarf ekki að tíunda fyrir frysti- húsamönnum hina ómetanlegu þýðingu þessa, en einmitt þess vegna er mikilvægt að við höldum þannig á málum hér heima, að þessum góða árangri, og ég vil segja þessari sterku stöðu okkar Lágmúla 5, sími 81 555, Reykjavík Það er leikur einn að slá grasflötinn með Norlett Nú fyrirliggjandi margargerðir v á hagstæðum verðum Gunnar Guðjönsson. fyrir vestan, verði ekki spillt með lélegri framleiðslu. F’rystihús og starfsfólk þeirra þurfa nú að taka höndum saman um að til þess komi ekki, þannig að áratuga starfi sé ekki á glæ kastað. Vil ég þá víkja almennum orðum að starfsgrundvellinum árið 1974. I stuttu máli má segja að allt árið 1974 hafi fyrirtæki atvinnu- lífsins þurft að heyja mikla varnarbaráttu gegn áhrifum þeirrar óðaverðbólgu, sem dundi yfir þjóðina. Á hinu hagstæða tímabili jákvæðra viðskiptakjara 1970—1973 hafði þess ekki verið gætt sem skyldi að draga úr verð- þensluáhrifum m.a. með sam- drætti í byggingariðnaði og sparn- aði hjá hinu opinbera, samfara minni opinberum fram- kvæmdum. Var svo komið árið 1973 að á árinu hækkaði vísitala neyzluvöruverðs að meðaltali um 25%, en frá ársbyrjun til ársloka hækkaði hún um 35% yfir árið í heild. Ofan á þessa þróun komu fram miklar kauphækkunarkröfur af hálfu verkalýðshreyfingarinnar haustið 1973, sem lyktaði með þvi, að eftir margra mánaða samn- ingaviðræður er lyktaði með verk- föllum, voru undirritaðir samn- ingar milli aðila vinnumarkaðar- ins þann 26. febrúar 1974. Sam- kvæmt hinum almennu launa- samningum hækkaði kaup um 20—25% á fyrsta ársfjórðungi 1974, auk 6% vísitöluhækkunar. Eftir það var ákveðið með lögum, að hækkun kaupgjaldsvísitöl- unnar skyldi ekki hafa áhrif á laun og vísitalan bundin i 106,18 stigum. Hinn 1. október 1974 kom svo til framkvæmda 3% launa- hækkun samkvæmt samningum þeim, sem gerðir voru á árinu, sem atvinnurekendur ákváðu að greiða í von um vinnufrið þrátt fyrir það að umræddum samn- ingum hefði þá þegar verið sagt upp af hálfu A.S.I. Heildaratvinnutekjur eru tald- ar hafa hækkað um 50% og kaup- Þessi gífurlega verðbólga innaniands, miklar hækkanir á öllum rekstrarvörum og kaup- gjaldi, hafði mjög neikvæð áhrif á rekstur og afkomu útflutningsat- vinnuveganna. Þar við bættist, að verðlag veigamikilla útflutnings- afurða eins og hraðfrystra sjávar- afurða og loðnuafurða fór lækkandi á erlendum mörkuðum. Leit svo út um tíma, að hraðfrysti- iðnaðurinn myndi stöðvast. Þá jók það á erfiðleika atvinnuveg- anna að mikil óvissa ríkti í stjórn- málum, er leiddi til þess að eigi var tekið af nægilegri festu á vandamálunum fyrr en haustið 1974. Var þá búið að dragast úr hömlu mánuðum saman vegna pólitiskra átaka að gera viðeig- andi ráðstafanir. Frá áramótum 1973/74 til ágústloka 1974 hafði gengi krón- unnar verið lækkað hægt og síg- andi þannig, að íslenzka krónan var þá orðin nærri 17% lægri en í upphafi árs. Þetta gengissig nægði þó ekki til að vega upp á móti versnandi afkomu útflutn- ingsatvinnuveganna og vaxandi viðskiptahalla. Var því meðal- gengi krónunnar lækkað 2. sept. 1974 um sem næst 17% til við- bótar í einu stökki. Hélzt gengið siðan nær óbreytt út árið, en frá ársbyrjun til ársloka hafði krónan lækkað gagnvart helztu viðskipta- gjaldmiðlum um rösk 33%, en það svarar til nær 50% hækkunar á meðalverði erlends gjaldeyris. Forsendur gengisákvörðunar haustið 1974, reyndust ekki réttar og greip Seðlabanki íslands því enn til þess ráðs í byrjun febrúar 1975 að lækka gengið um 20%. Þá jók það á erfiðleika útflutn- ingsatvinnuveganna að um miðjan júli 1974 voru vextir almennt hækkaðir um 4 prósentu- stig, en afurðalánavextir um 1%. Dráttarvextir hækkuðu úr 18% í 24%. Þarf ekki að lýsa hve tilfinnanlegt slíkt hefir verið útgerð og fiskiðnaði. I sambandi við gengisfelling- arnar voru gefin út lög um sér- stakar ráðstafanir i sjávarútvegi og ráðstöfun gengishagnaðar. Varðandi þessar lagasetningar og ýmsar ákvarðanir hins opin- bera er það helzt að segja, að síhækkandi útflutningsgjöld hljóta að orka tvímælis svo og hin mikla tilfærsla fjármuna í gegn- um sjóðakerfið, þótt hér sé um að ræða nauðsynlegar ráðstafanir vegna útgerðarinnar. Er til lengd- ar lætur hlýtur þetta kerfi að hafa óæskileg áhrif á heilbrigðan rekstur sjávarútvegs og fiskiðnað- ar og kalla á nauðsynlegar og óumflýjanlegar leiðréttingar. Þessa dagana eru ýmsar blikur á lofti varðandi afkomu þjóðar- búsins og rekstrarmöguleika út- flutningsatvinnuveganna. Tog- araverkfallið hefur nú staðið yfir í tæplega tvo mánuði og mjög dökkt framundan varðandi rekst- ur og afkomu stóru togaranna, hvernig svo sem deilan verður leyst. Verkfallið hefur komið illa Finnsk verðlaun fyrir íslenzkar ljöðaþýðingar Nýlega hlaut skáldkonan Maj-Lis Holmberg bókmenntaverðlaun finnska rfkisins fyrir þýðingar á fslenzkum ljóðum. 1 vetur kom út úrval fslenskra ljóða f sænskri þýðingu skáld- konunnar, en ljóðin eru eftir Stein Steinarr, Jón úr Vör, Hannes Pétursson og Snorra Hjartarson. í ummælum, sem fylgdu verð- launaveitingunni, segir svo: „1 ljóðabókinni „Mellan fjall och hav“, þar sem fjögur meðal merkustu ljóðskálda þessara tima eiga kvæði, hefur Maj-Lis Holm- berg túlkað nútima fslenzka Ijóða- gerð af kunnáttu og alúð og með nákvæmni og smekkvisi, jafn- framt nærfærni og næmri kennd fyrir íslenzku og sænsku skálda- máli. Ljóðaúrval þetta er i heild mikilvægt framlag til aukinnar þekkingar á íslenzkum bókmennt- um, einangruðum tungumálsins vegna, en þær hafa frá lokum síðari heimsstyrjaldar lifað skeið ólgu og endurnýjunar." Maj-Lis Holmberg dvaldist hér á tslandi s.l. sumar og las þá úr ljóðaþýðingum sínum í Norræna húsinu. Að þessu sinni hlutu 19 rithöf- undar og þýðendur ríkisbók- menntaverðlaunin, sem eru að upphæð 3 þúsund finnsk mörk. (Frétt frá Norræna húsinu).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.