Morgunblaðið - 30.05.1975, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAl 1975
Samningar um byggingu fyrsta áfanga hins nýja dvalarheimilis f
Hafnarfirði undirritaðir. Talið frá vinstri: Gfsli Halldórsson,
Hallgrfmur Guðmundsson, Pétur Jökull Hákonarson og Pétur Sigurðs-
son.
Nýtt dvalarheimili sjómanna í Hafnarfirði:
Framkvæmdir
hófust í gær
Norðurs j ávarveiðar
íslendinga skornar
niður um 44 prósent
I GÆR var undirrilaöur samn-
ingur um byggingu fyrsia áfanga
hins nýja dvalar- og dagvislunar-
heimilis Sjómannadagsráðs í
Hafnarfirði og hófusl fram-
kva-mdir þegar í ga-rdag.
I þessum fyrsla áfangu af þrem-
ur verður rúm fyrir 80 einstukl-
inga í eins og tveggja manna fhúð-
um, en starfsemin veröur miðuð
viö aö vistmenn geti aö mestu séð
um sig sjálfir. I>á er gert ráð fyrir
því, aö á fyrstu hæð hússins veröi
rúm fyrir um 60 manns til dag-
vistunar.
Pétur Sigurösson formaöur Sjó-
mannadagsráös sagöi á fundi með
fréttamönnum i gær, aö í hinu
nýja heimili yröi ntjög fullkomin
þjónusta, jafnl fyrir dagvistunar-
fólk sent íhúa. Gert er ráö fyrir
þvf, aö hægt veröi aö dveljast
ýmist hálfan eöa allan daginn á
dagvistunarheimilinu, en starf-
semi uf þessu tagi er nýjung hér á
landi.
Pétur sagöi, aö á nýja heimilinu
yröi rúm þaö, sem hver einstakl-
ingur heföi til umráöa, rúmlega
helmingi meira en nú er á Hrafn-
istu.
Samkvæmt samningi Sjó-
mannadagsráðs við bygginga-
fyrirtækiö Ilamarinn h.f. veröur
hyggingin tiihúin undir tréverk
og frágangsvinnu í októher 1976.
Fyrirhugaö er aö opna heimiliö á
Sjómannadaginn áriö 1977, en þá
veröa sjómannadagssamtökin 40
ára.
Tilhoö Ilamarsins h.f. í verkiö
var aö upphæö 132 millj. króna en
hæsta tilhoö var 243 millj.
Sfldarkvóti Islendinga f
Norðursjónum var minnkaður
mjög mikið á fundi Norðaustur-
Atlantshafsnefndarinnar, sem
lauk f London f gær. Eftir þeim
upplýsingum, sem Morgunblaðið
aflaði sér f London f gær, fá
tslendingar ekki að veiða meira
en tæpar 20 þús. lestir af sfld f
Norðursjónum næstu 18 mánuð-
ina miðað við 1. júlf n.k. og er það
niðurskurður um 44%.
Á fundinum var veiði annarra
þjóða einnig skorin mjög mikið
niður, t.d. munu Danir og
Færeyingar ekki fá að veiða
meira en 75 þús. lestir á þessu
tímabili, en þessar þjóðir eiga
stóran flota skipa, sem stunda
veiðar á þessu svæði. Hinsvegar
munu veiðar Breta, Pólverja og
Rarik:
Rafmagn hækk-
ar um 5,5-10%
IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hefur
heimilað Rafmagnsveitum ríkis-
íns hækkun á smásöluverði
seldrar raforku frá 1. júní n.k. Er
hækkunin á bilinu 5,5—10% allt
eftir einstökum liðum. Rarik
selur aðallega raforku i sveitir og
kauptún.
Rússa ekki hafa verið skornar
eins mikið niður.
Heildarkvótinn fyrir síldveiði í
Norðursjó frá 1. júlf 1974 til 1.
júlí 1975 er 500.000 tonn. Á
fundinum mælti meirihluti
nefndarinnar með því að minnka
þetta magn niður f 254.000 tonn,
sem eiga að veiðast á 18 mánuðum
I stað 12 áður. Þá var ákveðið á
fundinum, að gúanóveiði skyldi
bönnuð í Norðursjó. Aðeins leyft
að veiða síld til manneldis, en
Norðmenn hafa allt til þessa lagt
mikla áherzlu á gúanóveiði á þess-
um slóðum. — Islenzka sendi-
nefndin, sem sat fundinn, var
væntanleg heim f gærkvöldi.
Útflutningur SH 7,6 milljarðir
AÐALFUNDUR Sölumið-
stöðvar hraöfrystihúsanna
höfsl aö Hótel Sögu í Reykjavík
í gær. I skýrslu stjórnar um
útfiulninginn á sfðasta ári kom
fram, að, hann nam röskum 7.6
milljörðum cif. og að heildar-
vella Coldwater, dótturfyrir-
tækis SH f Bandarfkjunum, var
alls 9.2 milljarðir króna. Aöal-
fundinum mun að líkindum
Ijúka f dag.
Myndin var lekin á aöalfundi
SH f gær, og er Eyjólfur tsfeld
Eyjólfsson, framkvæmdastjóri,
í ræóustóli.
Ríkisstjórnin:
Engin afstaða enn
tekin til beiðni SH
RlKISSTJÓRNIN hefur ekki
tekiö afstöðu til beiðni Sölumið-
L an dhelgisbr j ótur:
Fékk sekt og
varðhaldsdóm
TOGBATURINN Stfgandi VE 77
var tekinn að ólöglegum veiðum
s.l. þriðjudag. Kom varðskip að
bátnum hálfa mflu fyrir innan
þriggja mílna mörkin útaf Vík f
Mýrdal.
Varðskipið fór með bátinn til
Vesfmannaeyja þar sem mál skip-
stjórans var tekið fyrir hjá em-
bætti bæjarfógeta. Hlaut skip-
stjórinn 300 þúsund króna sekt og
30 daga varðhald auk þess sem
afli og veiðarfæri voru gerð upp-
tæk.
stöðvar hraðfrystihúsanna um aó
fá að taka á leigu erlent
flutningaskip til að flytja frystar
fiskafurðir á Bandarfkjamarkað.
Er þessi beiðni SH til komin
vegna samúðarverkfalls vélstjóra
á fslenzka kaupskipaflotanum.
Halldór E. Sigurðsson sam-
göngumálaráðherra tjáði Mbl. í
gær, að ríkisstjórnin hefði viljað
bíða heimkomu Ölafs Jóhannes-
sonar viðskiptaráðherra, en hann
var væntanlegur til Iandsins f
gærkvöldi. Sagði Halldór að
mögulega yrði tekin afstaða til
beiðni SH í dag en að öðrum kosti
yrði hún á dagskrá ríkisstjórnar-
fundar á laugardag.
Tóbaki stolið
BROTIZT var inn I verzlun við
Freyjugötu í fyrrinótt og þaðan
stolið 20 lengjum af sígarettum og
einhverju af vindlum. Utsölu-
verðmæti þessa varnings mun
vera 30—40 þúsund krónur.
Ólafsfjörður:
Gagnfræðingar
í Skotlandsferð
GAGNFRÆÐINGAR nýút-
skrifaðir leggja upp f Skot-
landsferð I dag. Ferðin stendur í
10 daga og verður dvalið I Edin-
borg og Glasgow auk 5 daga
ferðar um hálendin.
Þetta er I fyrsta sinn sem gagn-
fræðingar frá Ölafsfirði fara I
utanlandsferð. Þeir fara I fylgd
skólastjóra síns, Kristins G.
Jóhannssonar.
— Fréttaritari.