Morgunblaðið - 30.05.1975, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 30.05.1975, Qupperneq 16
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAl 1975 nrj0ntítiMaMÍ> hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla , Aðalstræti 6, sími 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands í lausasolu 40,00 kr. eintakið Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjóra r Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Igærmorgun gaf for- seti íslands, að tillögu félagsmálaráðherra út bráðabirgðalög um stöðvun verkfalla hjá ríkisverk- smiðjunum. Samkvæmt bráðabirgðalögum þessum skal hæstiréttur tilnefna 3 menn í kjaradóm, sem ákveði kaup og kjör þeirra starfsmanna verk- smiðjanna, sem hafa átt í verkfalli. Samkvæmt bráðabirgðalögunum er ennfremur gert ráð fyrir því, að verði almennar kauphækkanir á gildistíma laganna skuli umræddir starfsmenn verða þeirra aðnjótandi að mati kjara- dóms. í rökstuðningi ríkis- stjórnarinnar fyrir þessum bráðabirgðalögum er at- hygli vakin á því/að verk- fall þetta hafi staðið í 17 daga og sáttatilraunir engan árangur borið. Af- leiðingar þessara verkfalla séu þegar orðnar svo alvar- legar, að koma verði í veg fyrir frekari stöðvun verk- smiðjanna. Rökin fyrir þessum bráðabirgðalögum ríkis- stjórnarinnar eru öllum landsmönnum ljós. 1 fyrsta lagi hefur stöðvun Áburðarverksmiðjunnar- valdið því, að bændur í stórum landbúnaðar- héruðum hafa engan áburð fengið til þess að bera á tún sín og ekki er ofsögum sa'gt, að neyðarástand blasir við í þessum sveit- um, ef áburður berst ekki alveg næstu daga. Hér er ekki einungis um að ræöa tjón fyrir bændur eina heldur fyrir landsmenn alla og þjóðarbúiö, í heild. 1 öðru lagi hefur sementsskorturinn, vegna stöðvunar á afgreiðslu Sementsverksmiðjunnar, valdið því, að byggingar- starfsemi víðs vegar um landið og alveg sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu hefur smátt og smátt verið að lamast. Ekki er einungis um það að ræða, aö at- vinnuleysi sé að skapast hjá byggingarmönnum, sem eru í byggingarvinnu allt árið um kring, heldur kemur sementsskorturinn í veg fyrir, að byggingar- starfsemin geti komizt í fullan gang í sumar og þar með standa stórir hópar skólafólks, sem jafnan hafa leitað mjög eftir atvinnu í byggingariðnaðinum, uppi atvinnulausir. I þriðja lagi er ljóst að sementsskortur- inn hefur nú þegar valdið mjög alvarlegum töfum á stórframkvæmdum, sem hafa gífurlega þýðingu fyr- ir hagsmuni þjóðarinnar og má þar nefna fram- kvæmdir við Sigöldu- virkjun og hafnarfram- kvæmdir í Þorlákshöfn og víðar, og hitaveitu fram- kvæmdir. Þannig getur ekki verið umdeilt, að þ.etta langa verkfall í ríkisverksmiðj- unum var komið á það stig, að ríkisstjórnin hlaut að grípa í taumana og gera ráðstafanir til þess að starfræksla verksmiðjanna gæti hafizt á ný, enda hef- ur það verið mjög almenn krafa almennings í landinu síðustu daga og vikur, að þetta ófremdarástand yrði stöðvað. Bráðabirgðalögin, sem sett voru í gærmorgun, eru sett samkvæmt ákvæðum stjórnarskrár íslands. Stjórnarskráin veitir ríkis- stjórn hverju sinni heimild til útgáfu bráðabirgðalaga meðan Alþingi situr ekki og ríkisstjórnir, hvaða flokkar sem að þeim hafa staðið, hafa margsinnis gripið til lagasetningu þeg- ar í óefni hefur verið kom- ið og má þar nafna sem dæmi, að i marzmánuði 1973 beitti vinstri stjórnin sér fyrir lagasetningu á Al- þingi, sem þá sat, til lausn- ar togaraverkfalli, sem staðið hafði um tveggja mánaða skeið. Þessi heimild stjórnarskrárinnar til handa ríkisstjórn er óumdeild. Það getur heldur ekki verið deilu- efni, að í landinu situr lög- lega kjörin ríkisstjórn. Fyrir tæpu ári fóru fram almennar þingkosningar í landinu. Að þeim loknum tóku tveir stærstu þing- flokkarnir á Alþingi íslendinga, Sjálfstæðis- flokkur og Framsóknar- flokkur, höndum saman um myndun nýrrar ríkis- stjórnar, sem nýtur til- styrks yfirgnæfandi meiri- hluta Alþingis og þessir tveir flokkar hlutu í al- mennum þingkosningum fyrir tæpu ári fylgi yfir- gnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Þess vegna er það augljóst, að löglega kjörin ríkisstjórn hefur með löglegum hætti, sam- kvæmt stjórnarskrár- heimild, sett bráðabirgða- lög til lausnar alvarlegu ófremdarástandi á vinnu- markaðinum. Þegar þessar staðreyndir eru hafðar í huga þarf engum að koma á óvart, þótt landsmenn séu furðu lostnir yfir þeim einstæðu tíðindum, að nokkrir verkalýðsforingjar hafa gengið fram fyrir skjöldu og hvatt meðlimi þeirra verkalýðsfélaga, sem hafa átt í verkfalli hjá ríkisverk- smiðjunum til þess að brjóta landsins lög. Þetta er einstæður atburður í sögu islenzku þjóðarinnar og skapar ný og óhugnan- leg viðhorf í samskiptum einstaklinga og hagsmuna- samtaka i okkar litla þjóð- félagi. Og vissulega er það sorglegt að í forystu fyrir þessum lögbrotum eru m.a. menn, sem notið hafa mesta trúnaðar, sem lands- menn getasýnt. Núverandi forseti Alþýðusambands Is- lands, hefur setið á Alþingi Islendinga um áratuga skeið, verið þingforseti og loks ráðherra. Virðing fyrir landsins lögum ætti ekki sízt að vera slíkum mönnum í blóð borin. Þær aðgerðir verkalýðs- foringjanna, sem hér eru gerðar að umtalsefni, eru ekki merki um styrkleika þeirra, heldur veikleika. Þær tákna algera uppgjöf þeirra frammi fyrir þeim alvarlegu og erfiðu við- fangsefnum, sem íslenzka þjóðin stendur frammi fyrir um þessar mundir. Hlekkurinn, sem ekki mátti bresta hefur brostið. Uppgjöf verkalýðsforingj- anna og veikleiki er alvar- legt áfall fyrir íslenzku þjóðina á erfiðum tímum og sú spurning vaknar, hvernig bregðast skuli við þessum válegu tíðindum. Hingað til hafa íslend- ingar borið gæfu til að leysa deiluefni sín innbyrð- is í samræmi við lög og rétt. 1 almennum kosn- ingum kveður þjóðin upp sinn dóm yfir mönnum og málefnum og þannig á það að vera. Island hefur verið réttarríki og er réttarríki og frá því grundvallar- sjónarmiði er ekki hægt að hvika. Fyrir þessari stað- reynd hljóta þeir verka- lýðsforingjar, sem nú hafa lent á villigötum að beygja sig fyrr eða síðar. Ef þeir gera það ekki, blasir við upplausn þess þjóðfélags, sem Islendingar hafa smátt og smátt byggt upp við harðræði, fátækt og er- lenda áþján fram eftir öld- um, en vaxandi velmegun og allsnægtir á síðustu ára- tugum. Nú verður hver einstaklingur að lita I eigin barm, þar á meðal fjöldi löghlýðinna manna, sem átt hafa í verkfalli hjá ríkisverksmiðjunum og hafa séð sig knúða til að fylgja forystu verkalýðs- foringjanna. Með lögum skal land byggja, hvort sem mönnum líkar betur eða ver við einstaka lagasetn- ingu. Þeir sem eru óánægð- ir með lög landsins hljóta að berjast gegn þeim með lýðræðislegum aðferðum, því að aðrar aðferðir eiga ekki við á Islandi. Lögbrot leiða til upplausnar — Afgreiða bændur Framhald af bls. 32 þetta bitnar aðeins á bændum og ekki öðrum, nema þá að það leiði tii vöruskorts, ef áburður kemst ekki út.“ Gunnar Guðb.jartsson kvað stöðvun Ahurðarverk- smiðjunnar hafa nijög alvar- legar afleiðingar fyrir land- búnaðinn. Hann sagði: „Hins vegar má segja, að eftir að þessi lög eru komin og á meðan starfsmennirnir koma ekki til vinnu, getur verksmiðjan ráðið hvaða fólk sem er til þess að afgreiða áburðinn og þar á meðal bændur, sem að mínu mati geta afgreitt hann sjálfir. Þá er einnig unnt að fá fjölda skólafólks sem eflaust yrði fegið að fá vinnu. Ég veit ekki hvað verður gert, en ólíklegt þykir mér að unnt sé að stöðva afgreiðslu áburðar þótt ekki sé hægt að koma verksmiðjunni sjálfri í gang.“ Þá gat Gunnar þess að nægi- legar birgðir af áburði væru til í verksmiðjunni til þess að anna eftirspurn á þessu vori, en það væri að vísu ekki allt í umbúðum og þyrfti að poka áburðinn. Allmikill áburður væri þó til i umbúðum og kvað hann unnt að afgreiða hann þegar í stað og með hvaða vinnuafli sem væri. — Verkalýðs- forystan Framhald af bls. 32 viðtali við Mbl., að hann byggist við sömu niðurstöðu fundarins á Akranesi og i Reykjavík. Var sama afstaða samþykkt einróma á Akranesi í gærkveldi. Samþykkt miðstjórnar ASl, sem gerð var í gær og samkvæmt fréttatilkynningu var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum, en einn hafði setið hjá, er svo- hljóðandi: „Sameiginlegur fundur mið- stjórnar A.S.l. samninganefndar ASÍ og samninganefndar starfs- fólks í ríkisverksmiðjum, haldinn 29. maí 1975, fordæmir það ein- staka ofbeldi, sem ríkisstjórnin reynir að beita verkalýðshreyf- inguna nteð útgáfu bráðabirgða- laga nr. 17, 29. maí 1975, þar sem lögmætar verkfallsaðgerðir eru bannaðar og ákveðið að skipaður verði gerðardómur til að úrskurða kaup og kjör verksmiðjufólksins í Aburðarverksmiðju ríkisins, Sementsverksmiðju ríkisins og Kísiliðjunni h.f. Fundurinn telur að btáða birgðalög þessi eigi enga stoð í réttarvitund fólks í verkalýðs- hreyfingunni og sé svivirðileg árás gegn löglegum baráttuað- ferðum alþýðusamtakanna og beri þvi að mæta þeirri árás í samræmi við það.“ Samþykkt fundarins í Lindar- bæ, sem boðaður var í gær klukkan 17, og samþykkt var með öllum atkvæðum gegn’ einu, er svohljóðandi: Fundur starfsfólks í Áburðar- verksmiðju ríkisins og Sements- verksmiðju ríkisins við Ártúns- höfða haldinn í Lindarbæ 29. maí 1975 santþykkir með tilliti til fundarsamþykktar miðstjórnar ASI, santninganefndar ASI og samninganefndar starfsfólks í þessum verksmiðjum, að sem einstaklingar mæti þeir ekki til vinnu á meðan samningar hafa ekki tekizt með eðlilegum hætti.“ Þess ber að geta, að fundur miðstjórnar ASl var boðaður með klukkustundar fyrirvara og þar eð Guðmundur H. Garðarsson, einn miðstjórnarmanna var búinn að ráðstafa sér annað sótti hann ekki fundinn og á því enga aðild að þessari samþykkt. Hið sama er að segja um varamann Guðmund- ar, Björn Þórhallsson. Sá aðili, sem sat hjá við atkvæðagreiðslu um ályktun ASl var Pétur Sigurðsson. Morgunblaðið ræddi i gær við nokkra forystumenn verkalýðs- hreyfingarinnar, sem tengdir eru verkfallinu í ríkisverksmiðjun- um, og spurði þá álits á bráða- birgðalögunum. Ennfremur var Björn Jónsson, forseti ASI, spurður, en hann baðst undan því að svara, en vísaði til samþykktar miðstjórnar ASI, sem segði allt, sem hann vildi segja um málið. Eðvarð Sigurðsson, formaður Dagsbrúnar sagði: „Ég er búinn að standa i samningum í æði langan tíma eða í um 30 ár, og hef aldrei upplifað jafn ósvífna aðför að verkalýðnum. Aldrei hafa stjórnvöld komið svo gjörsamlega aftan að samningamönnum og hér er gert, þar sem brotnar eru bók- staflega allar leikreglur. I morg- un, þegar lokið var samninga- fundi, voru menn farnir að tala saman í alvöru og staðan var i raun og veru nær samkomulagi, en hún hafði lengi verið. Báðir aðilar höfðu lagt sig alla fram. Ég vil leyfa mér að fullyrða, að ekki margir fulltrúar rikisvaldsins, sem þarna voru að semja, vissu, að bessi rýtingur væri uppi í erm inni. Ég vil aðeins undirstrika, að ég rengi ekki vald ríkisstjórnar til þess að setja bráðabirgðalög, en þessi lög brjóta í bága við alla siðgæðisvitund verkalýðshreyf- ingarinnar og því er engin von til annars, en að hún Iíti á þessa aðgerð með fyrirlitningu." Skúli Þórðarson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði: „Þessi bráðabirgðalög eru eins og hnefahögg í andlit okkar. Það var hringt til mín í morgun klukkan 12 og mér tjáð þetta. Koma lögin í kjölfar þess að við höfum staðið fjórar nætur i því að semja og það hefur aldrei verið látið í þetta skína. Samningarnir voru komnir í æskilegan farveg og farið var að ræða um hluti, sem gátu valdið því að samningar skryppu þá og þegar saman." Skúli var, er Mbl. ræddi við hann, að fara upp á Akranes, þar sem fyrirhugaður var fundur með starfsfólki Sementsverksmiðjunnar. Sagðist Skúli búast við sömu niðurstöðum af fundinum á Skaga og hér í Reykjavík. Guðjón Jónsson, formaður Félags járniðnaðarmanna, sagði: „Ég ætlaði ekki að trúa minum eigin eyrum i morgun, er ég heyrði fréttirnar. Þetta kom mér algjörlega á óvart og mér finnst þetta gert algjörlega að tilefnis- lausu. Á fundinum í nótt fannst mér greiðast úr málum, þótt end- anlegt samkomulag næðist ekki. Það sem eftir var, var nánast vinna og þolinmæði, sem hefði getað lokið málinu með eðlilegrt samningsgerð. Ég tel, að það sem við vorum að gera, þ.e., að 16 verkalýðsfélög voru að semja við 3 stórfyrirtæki, hefði getað brotið blað í íslenzkri kjarasamnings- gerð. Mikið hefur verið kvartað yfir því að eitt og eitt félag gæti stöðvað stórfyrirtæki, en hér var frá hendi verkalýðshreyfingar- innar farið inn á nýja braut, að allir starfsmenn semdu sameigin- lega við fyrirtæki. Þess vegna er þessi aðgerð hreint skemmdar- verk á því, sem unnið hefur verið að i hálft annað ár, og var nánast komið í höfn eftir mikla vinnu.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.