Morgunblaðið - 30.05.1975, Síða 17

Morgunblaðið - 30.05.1975, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAl 1975 \ 'J Matthías Johannessen ritstjóri skrifar frá Brussel: Leidtogafundur á örlagastundu Briissel, 28. maí. FUNDUR þjóðarleiðtoga Atlantshafsbandalagsrlkjanna hér I Briissel er haldinn á örlagastundu vegna ólgunnar I alþjóðamálum, sem virðist fremur aukast en minnka, þrátt fyrir samstarf risaveldanna, a.m.k. á yfirborðinu. Hvað sem öðru Ifður stendur heimurinn f skjóli kjarnorkuvopna, svo hræðileg sem tilhugsunin um kjarnorkustyrjöld er, og friðurinn styðst við spjótsodda, eins og minnzt var á þegar NATO var stofnað. En slfkur friður er ótryggur, ekki sfzt, þegar sú staðreynd blasir við öllum sem sjá vilja, að annar helzti aðili núverandi þróunar, kommúnistar, reyna að auka áhrif sfn og breyta valdajafnvæginu á kostnað hins, einkum Bandarfkjanna sem forystuþjóðar vestrænna lýðræðisrfkja. Það var því ekki út f bláinn, að Kissinger, utanrfkisráðherra Bandarfkjanna, varaði Sovétrfkin og önnur kommúnistaríki nýlega við því að færa sér í nyt erfiðleika Bandarfkjanna vegna ósigursins f Indókína og fór f táknræna ferð til Vestur-Berlínar. Hann lýsti þvf þar yfir að Bandaríkjamenn mundu standa við skuldbindingar sfnar gagnvart borginni og lagði áherzlu á, að Bandarfkin „mundu aldrei leita friðar með því að hverfa frá höfuðstefnu sinni og fórna vinum“. Þessi orð voru athyglisverður undanfari NATO-fundarins, ekki sízt þegar haft er í huga, að ráðherrann varð að sögn fyrir vonbrigðum með samtöl sfn við forystumenn f Evrópu, þegar hann var þar á ferð fyrir skemmstu og reyndi að skýra stöðu Bandaríkjanna eftir ófarirnar í Asfu. Bandaríkjamenn með forseta sinn í fararbroddi hafa lagt mikla áherzlu á, að þessi toppfundíir yrði haldinn til að styrkja samstöðu bandalagsríkja NATO og virðist það rétt mat, þegar höfð er í huga sú óvissa sem ríkir í lýðræðislöndunum um þessar mundir. En því má ekki heldur gleyma, sem Luns, framkvæmda- stjóri NATO, lagði áherzlu á, á blaðamannafundi sínum hér í aðalstöðvum Atlantshafsbandalagsins síð- degis i dag, að NATO-ríkjunum er nauðsynlegt að bera saman bækur sínar nú vegna öryggisráðstefnu Evröpu í Genf. Gert er ráð fyrir, að þjóðarleiðtogafundur Evrópu verði haldinn í Helsingfors á þessu ári, enda þótt ekki hafi miðað eins vel á öryggisráðstefnunni enn sem komið er og vonazt var til, en það er, að sögn Luns, vegna skorts á sveigjanlegri stefnu Sovétríkj- anna. En öryggisráðstefnan á sem sagt mikinn þátt í þvf að þessi fundur er nú haldinn hér í Brtissel. Frakklandsforseti hefur ekki talið þörf á þessum fundi leiðtoga NATO, enda hafa Frakkar haldið því fram, að úrslitin í Vietnam hafi engin áhrif á þróunina í Evrópu. Þó hefur forsetinn ákveðið að koma til Briissel og sitja veizlu Baudouins Belgíukonungs, sem haldin er til heiðurs eina raunverulega þjóðarleið- toganum, sem NATO-fundinn situr, Ford Bandarikja- forseta, enda þótt Giscard D’Estaing taki ekki bein- línis þátt i NATO-fundinum sjálfum. Margir telja, að það sé góðs viti fyrir samstarfið innan Atlantshafsbandalagsins, að Frakklandsforseti skuli hafa stigið þetta skref og koma hans hingað sé merki um stefnubreytingu hans gagnvart NATO- samstarfi. Allt tal um, að hann komi hingað til að móðga ekki Belgíukonung með því að þiggja ekki boð hans, er mistúlkun á staðreyndum: Frakklandsforseti lét diplómata sína finna leið til að hann gæti með sæmilegu móti komið til Briissel, án þess að verða fyrir of miklu aðkasti heima í Frakklandi fyrir að yfirgefa stefnu fyrirrennara sinna og hafa nánara samstarf við NATO en þeir vildu. Þessi leið var farin eftir margra vikna samningaumleitanir í París, Washington, Briissel og Bonn. Bandaríkjamenn sögðu ákveðið að Frakkar ættu að sýna samstöðu sina með öðrum NATO-ríkjum í verki eftir ósigurinn í Indókina og hafa .þeir nú, a.m.k. í aðra röndina, fallizt á að nauðsynlegt sé að leiðtogar NATO-landa hittist hér í Briissel. Bandaríkjamenn, sem töldu það mistök, ef Frakkar yrðu eina ríki Atlantshafsbandalagsins sem sendi ekki helzta stjórnmálaleiðtoga sinn til Briissel, hafa nú fengið ósk sina uppfyllta. Að vísu ekki alveg eins og þeir hefðu helzt kosið, en þó er niðurstaðan viðunandi fyrir þá og bandalagið. Berlín prófsteinninn? Enginn vafi leikur á því, að Bandaríkjamenn hafa þungar áhyggjur af þróun mála frá því kommúnistar hófu skyndisókn sína í Indókína og lögðu ríkin þar undir sig. Ummæli Kissingers bera því óræk vitni; ennfremur ummæli varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, Schlesingers, m.a. þess efnis, að svo gæti farið að gripið yrði til kjarnorkuvopna á vígvöllum i Kóreu ef Norður-Kóreumenn gerðu innrás í Suður- Kóreu, sem eru áreiðanlega ekki sett fram að óat- huguðu máli. (Kim II Sun forseti Norður-Kóreu þjáist af mikilmennskubrjálæði eins og kunnugt er — og mundi áreiðanlega til alls vis, ef hann þyrði. Persónu- dýrkunin á honum heima fyrir er svo mögnuð, að á Genfarráðstefnunni um hafréttarmál mátti sjá hve fulltrúar hans voru háttsettir af því einu, hve stóra mynd af honum þeir höfðu í hnappagatinu.) Svo að aftur sé vikið að ferð Kissingers til Berlínar, þá vakti hún mikla athygli I Þýzkalandi, enda lýsti hann yfir því, að Berlin væri tákn frelsisins. Og v-þýzk blöð lögðu áherzlu á, að hann hefði ,,í nafni Fords forseta og bandarísku þjóóarinnar” lýst yfir, að frelsi Berlínar yrði ábyrgzt. Slik yfirlýsing var nauðsynleg eins og á stóð og hin táknræna för utanrikisráðherrans til borgarinnar ekki síður. Hún var a.m.k. leið til að sannfæra V-Þjóðverja um stefnufestu bandarísku stjórnarinnar á tímum róts og ringulreiðar i alþjóða- málum. Ef svo fer sem horfir getur Berlín orðið prófsteinn á það hvort Rússar hafa í raun og veru áhuga á því að draga úr spenrtunni á markalínu austurs og vesturs i Mið-Evrópu. Fréttaritari Pravda á blaðamannafundi Luns i dag benti á, að nýlega hefðu Varsjárbandalags- ríkin enn einu sinni stungið upp á því, að hernaðar- bandalög þ.e. NATO og Varsjárbandalagið, yrðu leyst upp til að draga úr spennu. Hvort þetta yrði rætt á NATO-fundinum hér? Luns var fljótur að svara og sagði, að um þetta hefði áður verið rætt i NATO, en menn væru þeirrar skoðunar, að ekkert mundi í raun og veru breytast, þótt Varsjárbandalagið yrði lagt niður, því að samstarf Rússa við einstök ríki þess væri svo náið. Slikt samstarf væri ekki milli NATO- ríkjanna, nema með aðstoð bandalags þeirra. Luns bætti svo vió með þunga, sem stakk f stúf við margvís- lega glettni hans og spaug á blaðamannafundinum: Við höfum eins mikinn áhuga á detente (að draga úr spennunni) og Rússar, kannski meiri. Þetta var ekki sagt út i bláinn og skildu allir, hvað framkvæmdastjór- inn var að fara. Vestur-Þjóðverjar hafa fagnað því mjög, að fulltrúa- deild Bandaríkjaþings hafnaði með 311 atkvæðum gegn 95 atkvæðum tillögu þess efnis, að herafli Banda- ríkjanna í Þýzkalandi yrði minnkaður úr 416 þús. hermönnum niður í 75 þús. Sú yfirlýsing Mansfields öldungadeildarþingmanns, að hann hafi breytt um skoðun og sé nú andvígur þvi, að dregið sé úr herstyrk Bandaríkjamanna í V-Þýzkalandi þykir a.m.k. merki þess, að einhver hafi vaknað við vondan draum í Indókína. Þannig geta ófarirnar í Asíu eflt samstöðu iýðræðisríkjanna i Evrópu og dregið úr hættunni þar, sem er augljóslega meiri en þeir vilja vera láta, sem mest (og gagnrýnislaust) tala um detente ostpólitík (stefnu Brandts um viðurkenningu á A-Þýzkalandi og bætt sambúð við kommúnistaríkin) og friðsamlega sambúð, sem að vísu er nauðsynleg á þessum ógn- vekjandi ofbeldistímum, þó að margvíslega merkingu sé hægt að leggja f hanaT Langt er frá, að Rússum hafi tekizt að eyða þeim grun, að endanlegt markmið þeirra með „friðsamlegri sambúð" sé það, sem fólst i ógleymanlegum vfgorðum eins helzta boðbera frið- samlegrar sambúðar, Krúsjeffs, þegar hann sagði (óhugsað eins og sumt annað?) við lýðræðisþjóðirnar: „Við munum grafa ykkur.“ Bandaríkjamenn vita ekki siður en aðrir að þessi orð verða að veruleika, ef lýðræðisríkin sofna á verðinum — eða leggjast í pólitíska kör, sem er vitanlega ein leiðin — eða hverfa inn i einhverja alsælu, þar sem orð eins og detente og friðsamleg sambúð gegna svipuðu hlutverki og marijuana, hass og heroin í samfélagi eiturlyfjaneytenda. Erfiöleikar og áróöur öfgaafla Bandalagsþjóðir NATO eíga að ýmsu leyti um sárt að binda og erfiðleikarnir blasa við í öllum áttum. Enda þótt þær séu ásáttar um þá heildarstefnu, sem NATO hefur með góðum árangri markað, eiga þær hver um sig við mikil vandamál að etja: atvinnuleysi í Efnahagsbandalagslöndunum, mikla dýrtíð víða, deilur Grikkja og Tyrkja, m.a. um Kýpur, svo að ekki sé talað um oliu- og orkuskort, vegna innanlandsátaka og efnahagsvandræða (hættulegra ástand en í síðustu styrjöld hefur heyrzt), ólguna á Italiu og óvissuna í Portúgal, þar sem kommúnistar reyna að ná völdum með aðeins 12% þjóðarinnar á bak við sig og harðsvir- aða herstjórnarklíku að bandamanni, en á Italíu blasa pólitisku átökin við gesti og gangandi, þar sem annar hver húsveggur í svo til hverjum einasta bæ, þar sem maður kemur, er ataður blóðrauðum vigorðum kommúnista og annarra marxista — og flestir eru brennimerktir fasistar, sem ekki eru kommúnistar. Á veggjum eru jafnvel spjöld með myndum af Fanfani, formanni flokks Kristilegra demókrata, undir grimu Mussolinis. En ferðamaður verður lítið var við erfiðleikana að öðru leyti, hvorki á Italiu né annars staðar í Efnahags- bandalagslöndunum, s.s. Frakklandi, V-Þýzkalandi, Danmörku né hér i Belgiu, og á yfirborðinu virðist allt með kyrrum kjörum og velmegun mikils meirihluta fölks alls staðar áberandi, ekki sízt á Italiu, en þar getur samt brugðið til beggja vona, ekki siður en í Portúgal. Italska þingið hefur nýverið samþykkt harðari aðgerðir en áður voru leyfðar vegna ofbeldis- verka og segir það sina sögu. Hvorki kommúnistar né fasistar þorðu að berjast gegn þessum nýju lögum vegna í hönd farandi kosninga (vilja láta menn halda að þeir stuðli að lögum og reglu í landinu). En aðrir öfgamenn til vinstri segjast munu berjast með kjafti og klóm gegn lögunum. Og jafnvel í undurfögrum feróamannabæjum eins og Stresa og Arona við Lago Maggiore, Como við Comovatn og Varese við samnefnt vatn er víða málað á veggi: myrðum fasistana. Gífur- Iegt magn af áróðursspjöldum er á húsveggjum (að sjálfsögðu til mikillar óprýði í svo fögru umhverfi, en nútiminn spyr ekki um slíkt), ekki sízt í Milano og langmest frá vinstri sinnuðum öfgamönnum, þ.e. kommúnistum af ýmsu tagi. Margvislegar hættur steðja þannig að Nato- ríkjun- um, ekki sizt þeim sem syðst liggja. Óvinir lýðræðisins þar eru ekki endilega Rússar eða Varsjárbandalags- ríkin, heldur útsendarar þeirra og skoðanabræður forystumanna þeirra. Það er því ekki að nauðsynja- lausu að forystumenn þessara ríkja hittast hér i Brussel og áreiðanlega verður vel hlustað á það sem forsætisráðherra ítalíu, Aldo Moro hefur að segja hér í aðalstöðvunum. Ennfremur má vel hafa í huga ummæli Luns á blaðamannafundinum hér í dag, að hann vonaðist til að þau persónulegu kynni sem tækjust i BrUssel yrðu til þess að styrkja suðurvæng Atlántshafsbandalagsins. En hvað skyldi forsætisráð- herra Portúgals, Goncalves hershöfðingi, sem einnig kemur hingað, hafa um það að segja? AP-símamyna. LEIÐTOGAFUNDURINN — Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra Islands, við komuna til Brussel ásamt belgiska ráðherranum Louis Olivier.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.