Morgunblaðið - 30.05.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.05.1975, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAl 1975 F-16 fyrir valinu Kaupmannahöfn og Brussel, 28. maí. REUTER—NTB. ALLT virðist nú benda til þess að NATO ríkin fjögur, sem þurfa að endurnýja flugflota sinn, þ.e. Danmörk, Noregur, Holland og Belgfa, kaupi handarísku þotuna F-16. Danska stjórnin tilkynnti í dag, að hún hefði ákveðið að ma*la með kaupum á F-16, ef hin NATO löndin þrjú gerðu slíkt hið sama. Hollendingar og Norðmenn höfðu þegar ákveðið það og í dag er haft eftir áreiðanlegum heimildum að stjórn Belgíu muni fara að da*mi þeirra, en þar hefur valið staðið milli F-16 og frönsku Mirage þotunnar. Gert er ráð fyrir að ákvörðun Belgíu verði tilkynnt á föstu- dag. Játa kafbáta- njósnir — neita landhelgisbrotum WashinKton 26. maí — AP HÁTTSETTIR embættismenn 1 varnarmálaráðuneyti Banda- ríkjanna viðurkenndu um helgina að bandarfski flotinn hefði notað kafbáta með sérlegum njósnaút- búnaði til njósnaferða undan strönd Sovétríkjanna, en neituðu því hins vegar að þessar ferðir hefðu brotið 3 mílna landhelgi Sovétríkjanna. Vfsuðu embættis- mennirnir á bug frétt í sunnu- dagsblaði New York Times, þar sem því er haldið fram, að kaf- bátarnir hafi farið inn fyrir land- helgina. Þýzkur sigur í maraþonhlaupi Austur-Þjóðverjinn Eckhard Lesse sigraði i hinu árlega maraþonhlaupi sem fram fer i borginni Karl-Marx Stadt. Lesse, sem varð annar I mara- þonhlaupinu á siðasta Evrópumeist- aramóti, tók þegar forystu og hélt henni til loka hlaupsins. Tími hans var 2:14:49,6 kl.st. Annar varð Pól- verjinn Gross á 2:15:43.2 klst., sem er bezti timi sem Pólverji hefur náð i maraþonhlaupi til þessa, Truppel, A- Þýzkalandi. varð þriðji á 2:15:53,6 klst. og fjórði varð Umbach, A- Þýzkalandi, á 2:15:53.8 klst., en hann sigraði i þessu hlaupi i fyrra. — Þjóðar- nauðsyn Framhald af bls. 1 degi mun ég ekki trúa því fyrr en ég tek á að forystumenn verka- iýðssamtakanna ætli að virða slík lög að vettugi og brjóta landslög. Ég vona að menn átti sig á því, að það er þjóðarnauðsyn sem liggur til grundvallar að lög voru sett og að þeim verði hlýtt eins og verka- lýðsfélögin hafa jafnan gert áður, þegar líkt hefur staðið á.“ FORSETIISLANDS Kjörir kunnuKt: FélaxsmáliiráAhrrrii hofur tjáö múr, a<) vurkföll hafi staöirt yfir hjá starfsmönnum Ahuröarvorksmiöju rfkisins, Somcntsverksmiöju ríkisins o« Kfsiliöj- unnar h.f. frá 12. maf s.l. Ilafi sátlatilraunir okki horiö árangur o« horfur okki á lausn doilunnar f hrá<). Vorkföll þcssi hafi þonar valdiö mikilli röskun f atvinnulffi landv manna. Nú sú vá fyrir dyrum f landhúnaöinum. þar scm sföustu for\ö<) sóu til áhur<)ar(lroifin«ar. Auk þoss só hörKull á súrofni til málmiönad- ar, or valdi vcrulcKri truflun o<)a störtvun í þoirri Kroin, on Áhur<)arvorksmi<)jan oin framlcíöi þa<) hór á landi. Somontsskorturínn hafi þoKar stö<)va<) h> Kj-inþ!arframkva‘mdir í landinu a<) mostu loyti <»k valdiö alvarloKum töfum á fram- kvæmdum vi<) SÍKÖIduvirkjun, hafnarfram- kva'mdum i Porlákshofn <>k vf<)ar. l»á h;*fi vorkfall þotta onn frcmur haft þau áhrif a<) framloiösla Kfsíliöjunnar hafi stöóv- asl svo <»k öflun hráofnis til framloiöslu á na*sta votri. or valda muni atvinnuloysi <»« slofni afuröasolu vorksmidjunnar i tvfsónu. I»vf tolji ríkisstjórnin. a<) hrýna nauösyn hori til a<) koma í vo« fyrir frokari stöövun tó<)ra vorksmiöja. Fyrir því oru hór me<) sott hrá<)ahir«<)alÖK. samkva*ml 2X. «roin stjórnarskrárinnar. á þcssa loirt: 1. «r. Hæstirótlur lílnofnir þrjá monn í kjaradóm, som ákvoói kaup <>k kjör þcirra starfsmanna Ahuróarvorksmióju rfkisins, Semcnlsverksmióju rfkisins <»k Kfsil- iójunnar h.f., som f vorkfalli oi«a. Ila'stiróttur kvoóur á um hvor hinna þrÍKKja kjaradómsmanna skuli vora for- maóur dómsins. Kjaradómurinn solur sór starfsrcglur, aflar sór af sjálfsdáóum nauósynlogra ftaKna, ojí or rótl ai) krofjast skýrslna. munnlo^ra <>k skrífloKra, of af soinstökum mönnum <>k om ha*l I ismön nu m. 2. Kr. Vorkföll, þar á moóal samúóar- vorkfoll i þvf skyni a<) knýja fram a<)ra skipan kjaramála. som Iök þcssi taka til, oru óhoimil, þar á moóal framhald á vorkfalli tóóra starfsmanna. 2. Kf. Ákvaróanir kjaradóms samkva^ml 1. Kr. skulu KÍIda fi á KÍIilisloku Ihku þcssara. l'ns kjaradómur f(*llur skal fyIkI ákva*óum sfóustu sanininKa aóila uni kaup <>k kjör. on loiórólta þá launaKroióslur til samra*mis vió hann. 4. kt. Ff almonnar kaupha*kkanir voróa á Kildistíma þossara laKa. skulu umra*ddir slarfsmenn voróa þoirra aónjótandi. aó mali kjaradóms. 5. Kf- hrol K**Kn lÖKum þossum skal farió a<) ha*tti opinhorra mála. <>k varóa hrol soktum. 6. kt* f>«K þossi iWlasl þcgar j*íIdi. 7. Kr. I.<>k þossi Kilda til 21. dosomhor H175. noma nýir samninKar hafi vorió Kt'róir milli aói I a. tijörl a<) Bossaslöóum 2!l. maí 1975. Kristján Kldjárn. (iunnar Thoroddson. — Callaghan Framhald af bls. 1 viðstaddur samtal forsætis- ráðherranna, Einar Ágústsson, utanríkisráð- herra var einnig viðstadd- ur samtöl íslenzka forsæt- isráðherrans við þá Callaghan og Sehmidt. Þess má að lokum geta, að Geir Hallgrímsson flyt- ur ræðu sína á leiðtoga- fundinum á morgun. föstu- dag. í Reuterfrétt í kvöld sagði að Geir Hallgrímsson myndi síðar um kvöldið eiga fund með Harold Wil- son, forsætisráðherra Breta. — Allt að 70% Framhald af bls. 32 grunniðgjaldi vegna sjálfsáhættu tryggingataka verði eigi lægri en 20% miðað við 25 þúsund króna sjálfsáhættu, 30% miðað við 35 þúsund krónur, 40% miðað við 50 þúsund krónur, 55% miðað við 75 þúsund krónur og 70% miðað við 100 þúsund krónur. Við sjálfs- áhættu 12 þúsund krónur er eng- inn afsláttur og sé sjálfsáhættan eugin er afsláttur neikvæður um 30%. Samkvæmt upplýsingum Runólfs Þorgeirssonar, formanns samstarfsnefndar bifreiða- tryggingafélaganna, eru út- reikningar tryggingaeftirlitsins og tryggingafræðings bifreiða- tryggingafélaganna á hækkunar- þörf vegna iðgjalda húftrygginga frekar vanmetnir en ofmetnir af vátryggingafélögunum. En með því að reikna með því að sam- dráttur geti orðið í akstri, sem leiði til 10% fækkunar tjóna og að kostnaður félaganna geti minnkað um fjórðung að prósentutölu á árinu 1975, sýnir tryggingaeftirlitið minni hækkunarþörf 1 Súmsögn sinni til tryggingaráðuneytisins eða allt að 73,2% i stað 85%, sem var niður- staða tryggingafélaganna. Hækkunin, sem leyfð er, er annars vegar fólgin 1 því að sjálfs- áhættuupphæðir eru hækkaðar og afsláttarprósenta lækkuð. Samtímis er boðið upp á tvær hærri sjálfsáhættuupphæðir, 75 og 100 þúsund, með fremur háum afsláttarprósentum. Runólfur sagði að upphæð sjálfsáhættunn- ar hefði lækkað mjög hlutfalls- lega miðað við kostnað og t.d. bílverð í óðaverðbólgu siðast- liðsins árs. Leiðréttingarnar, sem nú hafa verið gerðar, og taka gildi 1. maí 1975, eru metnar það hátt að félögin töldu með þeim, að hækkunarþörfin á grunniðgjald væri ekki nema 49,7%. Með vísun til áætlana tryggingaeftirlitsins um fækkun tjóna og lækkun til- kostnaðar félaganna, veitti ráðu- neytið leyfi til hækkunar grunn- iðgjaldsins, sem var eins og áður segir 40% og vantar því 9,7% upp á, að náð sé áætlun félaganna sjálfra. — Skurðgrafan Framhald af bls. 2 skurðgrafan. í húsi bílsins voru tveir menn og bjargaði bílkrani á palli hans því að húsið lagðist ekki saman. Menn þeir sem vinna við brúarsmíðina voru nýhættir vinnu svo allt hefur lagzt á eitt með að koma í veg fyrir stórslys. — Pétur Sigurðsson Framhald af bls. 2 lýðssamtökin þyrftu að bindast samtökum um að hlíta ekki þessum lögum, sem væru heiftúð- leg árás á verkalýðssamtökin. Hann talaði jafnframt um að bráðabirgðalögin væru svívirðileg árás á samtökin. Eg er i efnisatriðum á móti því að ríkisvaldið grípi inn 1 kjara- deilur launþega og vinnuveit- enda. Hins vegar tók ég fram á fundinum, að um þjóðarnauðsyn og þjóðarhag væri að ræða, svo að bændur fengju sinn áburð til nauðsynlegra nota. Að öðrum kosti væri útilokað fyrir verka- lýðssamtökin og ríkisstjórnina að ná samstöðu við samtök bænda til þess að fresta væntanlegri hækkun á búvöruverði eða ráða fram úr henni á annan hátt til haustsins meðan aðrir stórir Iiðir f þjóðarbúinu svo sem sjóðir út- gerðarmanna og fiskimanna verða endurskoðaðir. Sú regla hefur aldrei þekkzt við starfsmat, að launþegar hafi tapað einhverju af sínum fyrri launum vegna matsins. Til að ná. jöfnuði hafa hinir heldur hækkað, sem á hafa þurft að halda. Þótt hins vegar nýliði, er gengur inn i ákveðið starf, fái lægri laun en sá, sem þar var fyrir áður, er það algjört aukaatriði vegna þess, aó sá nýráðni veit að hverju hann gengur. Stóra svarið við spurningu þeirra, sem ganga undir starfsmat, er sú, að þeir hrökkvi ekki niður fyrir það, sem þeir áður höfðu i laun.“ — Björn Jónsson Framhald af bls. 2 og óumdeilanlegt, að löggjafar- valdið verði að grípa inn í. Ekki komist hjá slíkum afskiptum Ég vil líka segja það út af því, sem um þetta atriði kom fram t.d. hjá hv. 1. landsk. þm., fyrrv. sjútvrh., að ég held, að það þyrfti ekki lengi að leita i ræð- um sem ég hef haldið um slík mál eða einhverju ieyti sam- bærileg mál í tíð fyrrv. ríkisstj. að þá hafi ég alltaf haft þann fyrirvara á, að vitanlega gætu skapazt slíkar aðstæður, að það væri nauðsynlegt, að löggjafar- valdið gripi inn í. t.d. 1 þeim tilfellum, að mjög fámennir hópar misnotuðu þá aðstöðu, sem þeir hafa, þau réttindi, sem þeir hafa til þess að gera verk- fall eða verkbann eða annað því um líkt, þannig að allt þjóð- félagið liði fyrir það óbætanlegt tjón. Undir slíkum kringum- stæðum verður ekki komizt hjá slíkum afskiptum. Og ég held, að það sé alger óþarfi við af- greiðslu á þessu máli aó vera að núa mönnum þvf um nasir, að þeir hafi haft aðra afstöðu 1 svipuðu máli. Það er eingöngu um það að ræða, að mat manna á málefnum hverju sinni hefur verið misjafnt, og við því er auðvitað ekkert að segja. “ Gerðardómur smekksatriði Þá sagði Björn Jónsson: „Það hefur verið sagt, að það hefði verið hentugra, að sátta- semjari hefði fyrst komið með till. og hún hefði gengið sinn gang til atkvgr. i samtökum deiluaðila og síðan hefði hún verið borin fram sem frv. Þetta hefur verið gert áður og mælzt misjafnlega fyrir. En það, sem upp úr stendur um þetta’ atriði, er í fyrsta lagi það, að sátta- semjari hefur ekki talið sér fært að bera fram neina sátta- till., eins og málið hefur verið vaxið, þannig að hvorki rikisstj. né löggjafarvaldið hefur við neitt það að styðjast og hefur ‘ekki heldur á valdi sinu að fyrirskipa sáttasemjara að flytja till. eftir sinni forskrift eða annarra. Hann fer eftir sín- um starfsreglum og embættis- skyldum, og er það sizt að lasta. En að hans dómi hafa þær boð- ið honum að haga sér þannig í málinu að bera ekki fram sátta- till., vegna þess að þaó væri vonlaust, að hún leiddi til lausnar á deilunni. Þetta kom fram hjá sáttasemjara á fundi með félmn. beggja deilda í gær, að hann hefði talið það alger- lega tilgangslaust að bera fram slika sáttatill. Það hefur lika komið fram hjá hæstv. félmrh., að það hefur verið mikið reynt að fá deiluaðila til þess að koma sér saman um frjálsan gerðar- dóm, sem getur oft og tíðum verið æskileg aðferð i kjaradeil- um, en það hefur ekki verið tekið í mál af deiluaðilum. Þá er ekki eftir annar möguleiki en að lögfesta gerðadóminn. Ég segi fyrir mitt leyti, — það er kannski smekksatriði, — að ef ég þarf að hafa afskipti af því á löggjafarþinginu, að það skipti sér af svona deilum, þá vil ég heldur sjá, hvað er verið að gera, sjá það svart á hvítu og geta dæmt um það eftir því, sem efni standa til, heldur en að senda málið út i óvissu gerðardómsins. Ég held, að það sé eðlilegra sjónarmið af hálfu þeirra, sem sá vandi er á herðar lagður á löggjafarþinginu að semja frv. um lausn á slíkum deilum. Að öðru leyti er kannski, eins og ég sagði, smekksatriði, hvort menn vilja gerðardóm frekar en ákveðna lagalausn." — Gerald Ford Framhald af bls. 3 Grikkjum, hefðu hætt hernaðar- samstarfi innan bandalagsins, og til þess, að Tyrkir hefðu hótað að neita Bandaríkjunum um afnot af herstöðvum í Tyrklandi: „Við verðum að varðveita gildi og sam- stöðu þessa bandalags á grund- velli skilyrðislausrar þátttöku, — ekki á grundvelli aukaaðildar eða sérstakra samninga.“ I samræðum sínum við Demirel mun Ford hins vegar hafa fengið yfirlýsingu um að Tyrkir hyggi ekki að svo stöddu á lokun banda- rísku herstöðvanna. Og í fréttum frá Aþenu í kvöld segir að Kara- manlis muni í ræðu sinni á morg- un á leiðtogafundinum gefa til kynna að Grikkir muni hugsan- lega taka til endurskoðunar ákvörðun sina um að hætta hernaðarsamvinnu innan banda- lagsins ef tekst að finna skjóta lausn á deilunni við Tyrki. I opnunarávarpi sínu sagði Karamanlis i dag m.a., að nauðsyn bæri til einingar bandalagsland- anna. Þrátt fyrir augljósa erfið- leika sem bandalagið ætti við að glima væru möguleikar á að leysa þá ef vilji og fórnfýsi væri fyrir hendi. Karamanlis er heiðurs- forseti fastaráðsins, en aðildar- löndin skiptast á um þá stöóu. Þá talaði Leo Tindemans og ítrekaði hann enn þörfina á sam- stöðu Evrópulanda, m.a. á grund- velli Efnahagsbandalags Evrópu sem myndi vinna með banda- mönnunum í Norður-Ameriku. Síðastur fyrir ræðu Fords talaði Joseph Luns og sagði hann m.a. „Bandalagslöndunum er ekki skylt að vera sammála um öll mál, heldur aðeins um það mikilvæg- asta, þe. að þau vilji halda frjálsu sambandi við bandamenn sina og leggja eitthvað af mörkum til sameiginlegra varna þeirra.“ — Josef Luns Framhald af bls. 3 fjölda blaðamanna hvaðanæva að úr heiminum. Mesta athygli vakti þegar Ford Bandaríkjaforseti kom síðastur manna með friðu föruneyti. Aður flaug þyrla yfir aðalstöðvarnar og gífurlegar öryggisráðstafanir voru gerðar, fjöldi belgískra lögregluþjóna á mótorhjólum var á undan og eftir bifreið forsetans, sérstök bifreið með öryggisvörð- um hans og stóðu þeir á aurhlif- um bifreiðarinnar og inni í henni, en stukku allir að bifreið for- setans, þegar hún var stöðvuð og slógu hring um hann. En Luns gekk í gegnum fylkingu öryggis- varðanna og heilsaði Ford, benti honum síðan á barnahóp, sem veifaði bandarískum fánum og gekk forsetinn rakleiðis til barn- anna, heilsaði þeim og sagði við þau nokkur orð eins og siður er stjórnmálamanna í kosningahug. Síðan heilsuðust þeir Luns og Ford aftur fyrir pressuna og gengu í fundarsalinn þar sem sendinefndirnar biðu þeirra. Að Bandaríkjaforseta frátöldum vöktu leiðtogar Portúgals, Grikk- lands og Tyrklands mesta athygli eins og við var að búast. Forsætis- ráðherra Portúgals, Goncalves, hershöfðingi, kom næstsíðastur til fundarins. Hann virðist hægur maður og fremur hlédrægur að sjá og minnir sízt af öllu á her- mann. Luns fagnaði honum vel og virtist segja eitthvað skemmtilegt við hann, því að báðir brostu út að eyrum. Kannski tekst Goncalves að sannfæra aðra leiðtoga banda- lagsins um, að þeir þurfi ekki að óttast neina erfiðleika vegna aðildar Portúgals að samtökunum og hins óvissa innanlandsástands þar i landi. Karamanlis, forsætisráðherra Grikklands, setti fund leiðtog- anna, því að samkvæmt röð er leiðtogi Grikklands forseti fundarins. Hann barði i borðið með nýja íslenzka hamrinum, sem er nákvæm eftirlíking af hinum fyrri. Einar Ágústsson afhenti Luns hamarinn í morgun. Upphafleg smíði er eftir Asmund Sveinsson. 1 ræðu sinni sagði Karamanlis m.a., að allir vissu að vandamál blöstu við NATO í heild eins og öllum hinum vestræna heimi. Alvarleg og erfið vanda- mál eins og hann sagði. En hann kvaðst trúa því, að leiðtogana skorti ekki ráð til að glíma við þau, ef menn væru reiðubúnir til að fórna einhverju. Þá bauð forsætisráðherra. Belga, Tindemann, leiðtogana vel- komna, en að þvi búnu ávarpaði Luns þá. Framkvæmdastjórinn lagði áherzlu á jafnvægi og sagði, að þolinmæði og ákveðni þyrfti ef NATO ætti að ná takmarki sínu og bætti við, að „detente" væri eins og lýðræði fremur þróun en eitthvert endanlegt markmið. En herstyrkur væri forsenda þess, að hægt væri að draga úr spennu i heiminum. Að ræðu Luns lokinni var fundi þessum frestað og leiðtogarnir gengu á einkafundi, sem frétta- menn fengu ekki að fylgjast með.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.