Morgunblaðið - 30.05.1975, Side 19

Morgunblaðið - 30.05.1975, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAl 1975 19 Vilmundur Gylfason: Svona eftir á að hyggja Eins og einhverjir muna von- andi og væntanlega eftir, átti und- irritaður í nokkru orðaskaki í blöðum ekki alls fyrir löngu; voru það eftirköst útvarpserindis, en blaðaskrif þessi urðu næstum ein- göngu um einn þátt máls míns; í hæsta máta dularfullar gjald- eyrisyfirfærslur síðustu daga áður en bankarnir lokuðu vegna gengisfellingar í vetur. Nú er nokkuð farið að slá í þessi mál, eins og gengur, og þátttakendum hefur gefizt tóm til að lita yfir vígvöllinn, nánast að sjá eftir- leikinn í sögulegu ljósi. Mér þykir þessi yfirsýn næsta fróðleg — og vera má að fleiri kynnu að hafa gagn og gaman af: Eg rifja upp, að i marz sl. flutti ég fréttaskýringu í sjónvarp, þar sem ég fjallaði um gjaldeyrisyfir- færslur á tímabilinu 24. til 29. janúar, frá þvi að Ólafur Jóhannesson, viðskiptaráðherra, flutti ræðu þar sem hann til- kynnti nánast um gengisfellingu, og þar til bankar lokuðu alger- lega. Gat ég þess þá, að svo virtist sem nokkurt misræmi hefði átt sér stað. Ég hefði leitað til þriggja bifreiðaumboða, Veltis hf., Heklu hf. og P. Stefánsson hf., og spurzt fyrir um gjaldeyrisyfirfærslur á umræddu tímabili. Veltir gaf þau svör, að þeir hefðu sótt um gjald- eyrisyfirfærslu fyrir nokkrum bílum og fengið, Hekla að þeir hefðu sótt um átta og ekki fengið, og P. Stefánsson að þeir hefðu sótt um nokkra og ekki fengið. Ennfremur gat ég þess, að ég hefði leitað til bankanna og óskað eftir skýringu, en bankarnir hefðu harðneitað að gefa nokkrar upplýsingar um þessi mál. Nú kann einhver að halda að þetta séu flumbrulega fengnar upplýsingar í einu símtali. Svo var ekki. Til þess að áreiðanlega færi ekkert milli mála fór ég tvisvar i Heklu hf., og hafði þar tal af Lýði Björnssyni skrifstofu- stjóra. Ég átti löng samtöl við hann, tjáði honum að það væri minn háttur að staðfesta upplýs- ingar vel. Hann fletti upp i bók- um fyrir framan mig og kallaði tvo menn sér til aðstoðar. I bæði skiptin bað ég hann að hringja fyrir mig i P. Stefánsson og fá upplýsingar mínar um það fyrir- tæki staðfestar. Þetta gerði hann i tvígang, að mér áheyrandi ræddi i annað skiptið við Björn Magnús- son skrifstofustjóra og i hitt skipt- ið við Sigfús Sigfússon forstjóra. Þessar upplýsingar voru gull- tryggðar — en að auki hringdi ég í Heklu, þegar ég hafði tekið mína fréttaskýringu saman, og las fyrir þá það sem ég sagði um þeirra fyrirtæki. Allt var staðfest. Ég hringdi aftur tíu minútum áður en sjónvarpsupptaka fór fram. Af opinberri hálfu voru engin viðbrögð. Nær tveimur mánuðum seinna flutti ég erindi í útvarp, gat þar um þessi mál, og byggði mál mitt á framangreindum upplýsingum, gat um það að svo virtist sem nokkurt misræmi hefði verið í gjaldeyrisaf- greiðslum, í hópi hinna heppnu væri margt fyrirmenna, m.a. sjálfur fjármálaráðherrann. En það sem ég lagði út af var það, að bankarnir harðneituðu að gefa nokkrar upplýsingar um þessi mál. Það, fyrst og fremst, væri fyrir neðan allar hellur og helvítis hneyksli. Og nú rumskaði kerfið. Þremur dögum seinna, fimmtudaginn 8. febrúar á uppstigningardag sendi fjármálaráðherra frá sér langa, yfirlýsingu um það að bifreiða- kaup sin hefðu verið með felldu, og fékk eina tíu kerfislabbakúta til þess að vitna með sér um þau mál. Ég hafði raunar sitthvað við þær yfirlýsingar að athuga. Á morgni uppstigningardags, þegar mér barst blaðið í hendur, hringdi ég þegar í stað i Lýð Björnsson, skrifstofustjóra í Heklu hf., og spurði hann hvort verið gæti, að eitthvað hefði farið á milli mála. Nei, sagði Lýður Björnsson, ég stend við hvert orð, sem ég hef sagt. Ég hringdi þá i Björn Magnússon skrifstofustjóra hjá P. Stefánsson, og spurði hann hvort verið gæti að eitthvað hefði farið á milli mála. Nei, áreiðan- lega ekki, sagði Björn Stefánsson, en i dag er frídagur, hringdu i öryggisskyni i mig í vinnuna á morgun. Til þess kom þá ekki, eins og síðar verður frá greint. Þá hringdi ég i Styrmi Gunnarsson ritstjóra, til þess að biðja um rúm í blaði hans á laugardegi fyrir svargrein. Hann var vinsamlegur að vanda, og tókum við tal saman, m.a. um þessi mál. Styrmir sagði mér m.a. að sig grunaði að skýringin á þessu væri sú, að Utvegsbankinn hefði hætt að afgreiða gjaldeyri nokkrum dögum á undan Landsbank- anum, hneykslið væri þess vegna stærra og umfangsmeira, en þetta hreinsaði ráðherra. Ég sagði honum að mér hefði nýlega verið tjáð þessi skýring af kerfis- manni, en þá um morguninn hefði ég fengið upplýsingar, sem koll- vörpuðu þessu: P. Stefánsson verzlaði með gjaldeyri við Lands- bankann, samt hefðu þeir sótt um tólf bíla, en engan fengið. Það varð löng þögn, ritstjórinn saup hveljur, en sagði síðan: Hvað segirðu? Hálftima seinna hri-ngdi sím- inn, það var Björn Magnússon skrifstofustjóri í P. Stefánsson, mættur í vinnunni á uppstigning- ardegi. Hann var ósköp niður- dreginn, en erindið var þetta: Við erum staddir hérna niðurfrá, og ég verð því miður að segja þér, að við gáfum þér rangar upplýsingar á sinum tíma. Ég sagði: Björn, er það ekki einsdæmi i sögu fyrir- tækisins, að þið séuð að vinna í bókhaldsdeild i hádeginu á upp- stigningardag? Löng þögn og dræmt jú. Ég sagði: Þú hefur sem sagt skipt um skoðun síðan í morgun? Löng þögn og dræmt jú. Ég sagði: Þú segir við — hverjir eru hinir. Nokkur þögn: Ja, við erum hérna við Sigfús (Sigfússon forstjóri!). Þeir hafa étið steikina sína kalda blessaðir. Síðar um daginn átti ég símtal við Jónas Haralz bankastjóra. Ég var m.a. að kenna honum þessi vísuorð Stefáns G.: Hálfsannleik- ur oftast er/óhrekjandi lygi. Jónas sagði mér I forbifarten. Matthías fjármálaráðherra hringdi reynd- ar í mig í dag — en það var ekki út af þessu máli, hann var að fá upplýsingar um P. Stefánsson! Þær eru dýrðlegar, tilviljanirn- ar í mannlífinu. Ég hafði raun- ar áður hringt aftur í Styrmi ritstjóra og spurt hann hvort honum væri kunnugt um það að búið væri að eyðileggja hádegisverðinn á uppstign- ingardag fyrir bókhaldsdeild- inni í P. Stefánsson. Þar sem honum var kunnugt um það, jós ég yfir hann nokkrum vel völdum fúkyrðum, sem ég lærði undir hlöðuvegg f Skagafirði, þegar ég á sínum tima var þar í sveit, og skellti síðan á hann. Ég hirði ekki um að geta um aukaatriði, áköll um það að leggja niður rófuna og játa ósigur minn — og þegar það dugði ekki þá áköll um það að ég mætti ekki gera íslenzku þjóðinni (svo!) það að láta svona, ástand efnahags- mála væri svo slæmt að hún mætti ekki við gjaldeyrishneyksli ofan á allt annað. Um kvöldið reit ég mitt svar, ætlaði raunar að endur- rita það og lagfæra daginn eftir, en sá dagur varð svo viðburða- rfkur, að til þess gafst ekki tóm. Það kom vonandi ekki að sök. Ég boðaði komu mína í Heklu hf. (þar sem P. Stefánsson hafði skipt umskoðunþegar þeir áttu að vera að éta steik, þá átti ég ekkert við þá í bili) klukkan 14.30 til þess að bera undir þá svar mitt, að svo miklu leyti sem Heklu var þar getið. Þar tók á móti mér heil sendinefnd — til þess að tilkynna mér að Hekla hefði skipt um skoð- un í þessu máli! Þeir hefðu fengið tvo bila afgreidda á umræddu tímabili. Þetta kom mér vitanlega ekki á óvart. Þeir buðu kaffi, vildu sýna mér bókhaldsbækur sínar — og tölvubókhald (!) til þess að sýna mér hvernig svona dapurleg mislök gætu átt sér stað. Ég sagði þeim sem var, að ég hefði ekki hundsvit á bókhaldi — hvað þá tölvubókhaldi — og með slíkum apparötum gætu þeir logið að mér og sennilega flestum, hverju sem væri. En ég bætti við: Þið sögðuð á sínum tíma að þið hefðuð sótt um átta bfla fyrir ykk- ar viðskiptavini. Hvað um hina sex? Mennirnir fálmuðu eitthvað í bækurnar, en svörin voru óskýr. Þar sem mér þótti mennirnir ískyggilega veikir á svellinu, spurði ég þá nánar og nú hokkuð hastarlega um þessa tvo bíla. Þar sem svörin voru öll vandræða- legri en fyrr, þá sagði ég mönnun- um að þetta líkaði mér ekki, eftir þennan vandræðalega fund væri ég hreinlega þeirrar skoðunar, að ekkert hefði breytzt annað en það að þeir hefðu breytt bókhaldi sínu — eða hefðu slikt í hyggju. Þetta væri spurning um að breyta nokkrum dagsetningum efst f. horni á pappírum. Þeir gætu gef- ið út eins margar yfirlýsingar og þeim sýndist — ég gæfi út yfirlýs- ingu á móti um það, að þessi væri mín skoðun. Og viti menn: sendi- nefndin skipti aftur um skoðun, Hekla fékk enga bíla afgreidda á umræddu tímabili! Þeir Lýður Björnsson og Sæberg Þórðarson, sem þá voru inni á skrifstofunni (Sæberg kom seint og tók mér vitanlega ekki þátt í skollaleikn- um), staðfestu að hvert orð í yfir- lýsingu minni væri satt og rétt. Ég játa að ég glotti. Ég sagði þeim, að ég þyrfti ekki neinar skriflegar yfirlýsingar frá þeim, mér dygðu orð þeirra, og auk þess hefði mitt mál fjallað urn bank- ana og ekki umboðin. Næst átti ég leið í miðbæinn, en þar átti ég stefnumót við kunn- ingja. Þar lágu fyrir mér skilaboð um að hringja í Jónas Haralz bankastjóra. (Ég vil geta þess innan sviga, að ég hafði að fyrra bragði haft samband við banka- stjórann og beðið hann að lesa svar mitt yfir og gera við það efnislegar athugasemdir — sem þó væri mitt mál hvort ég færi eftir. Ég vil líka taka fram, að Jónasi Haralz líkaði ekki svar mitt, og það af drengilegum ástæðum; honum þótti tónninn of neikvæður. Eg met skoðanir hans, en í þessu tilfelli var ég á móti þeirn.) En hvað skyldi hafa verið það fyrsta sem bankastjórinn sagði: Þetta er allt saman rangt hjá þér. Hekla fékk gjaldeyrisaf- greidda bfla á umræddu tímabili! Eg sagði: Bankastjóri sæll, ég er sjálfur að korna ofari úr Heklu. Þeir eru aftur búnir að skipta um skoðun síðan í morgun. Löng þögn. Kiukkan 18 átti ég að hitta Styrmi ritstjóra á skrifstofu hans til að afhenda honum svar mitt. Styrmir ritstjóri las það yfir, og það fyrsta sem hann sagði var: Já, en kæri Vilmundur, hvað nú ef ég segi þér að Hekla hafi fengið gjaldeyrisafgreidda bíla? Eg sagði: Nú rennur allt i einu upp fyrir mér, af hverju Morgunblað- ið er ekki betra blað en það er. Framhald á bls. 21 FATA DÖMUFt OG I HERRA . Flauelsföt í 5 litum ^ Peysuselt. ( > \ ^/íiinssisiiSs komið: B?írust,9V®1'3 1'tum Nýkomið: Rullukragabolir í 5 litum. OPIÐ TIL 10 í KVÖLD OG TIL HÁDEGIS Á MORGUN. Sendum gegn póstkröfu samdægurs.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.