Morgunblaðið - 30.05.1975, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAl 1975
21
Rússar slaka á
Dublin, 26. maí. AP.
AREIÐANLEGAR heimildir á
fundi utanríkisráðherra EBE-
landanna í Dublin hermdu, að
Sovétstjðrnin hefði fallist á að
tilkynna fyrirfram um allar
áætlanir um meiriháttar heræf-
ingar. Er talið að með þessu hafi
einni helztu hindruninni fyrir
öryggismálaráðstefnu Evrópu
verið rutt úr vegi. Sovétmenn
hafa þráast við að gefa þetta eftir
I 2 ár og er talið að ástæðan fyrir
breyttri afstöðu sé sú að
Brezhnev, leiðtogi sovézka
kommúnistaflokksins, leggur
þunga áherzlu á að öryggisráðs-
stefnan verði haldin sem fyrst,
helzt ekki síðar en f júlí nk.
— Svona . . .
Framhald á bls. 19.
Sjálfur ritstjórinn ber ekkert
skynbragð á hið övenjulega í til-
verunni. Þetta voru líka viðbrögð
Jónasar Haralz, en þar áður var
ég í Heklu og þeir hafa einfald-
lega skipt um skoðun síðan í
morgun. En Styrmir má eiga það
að það varð engin löng og vand-
ræðaleg þögn. Hann sagði aðeins:
Þú ert orðinn betri blaðamaður
en ég hélt.
Þær eru undarlegar, tilviljan-
irnar í mannlífinu — og daginn
eftir birtist svar mitt í- Morgun-
blaðinu!
Eftirleikurinn er blaðalesend-
um kunnur: Sighvatur Björgvins-
son alþingismaður, bar fram fyr-
irspurn á Alþingi um þessi mál,
og i svari viðskiptaráðherra, Ölafs
Jóhannessonar, kom fram, að
gjaldeyrisbankarnir hefðu mis-
munað viðskiptavinum sinum á
þann hátt, að Landsbankinn hefði
afgreitt eðlilega á umræddu tíma-
bili, en Utvegsbankinn ekki.
Þessi mál eru mér að minnsta
kosti ennþá nokkuð dularfull. Eg
veit ekki betur en að gjaldeyris-
deild bankanna sé ein gjaldeyris-
yfirbygging, að starfandi sé sam-
eiginleg nefnd, og að útilokað sé
að einn bankinn geti gert þetta án
vitneskju hins. En Iífjð er auðvit-
að svo undarlegt, einkum og sér í
lagi allt i kring um þessa menn,
að allt getur sennilega gerzt. En
hverjir vissu um þetta og gátu
hagnýtt sér þetta? Auðvitað eru
þetta mistök, sukk og óstjórn. Og
úr þvi ég er að skrifa þetta kemst
ég ekki hjá þvi að gera tvær efnis-
legar athugasemdir við svar Olafs
Jóhannessonar á Alþingi, honum
nánast til upplýsingar, þar sem ég
veit, að grandvarir menn eins og
hann hafa tilhneigingu til að lifa i
filabeinsturnum og þekkja lítið
mannlifið i kringum sig. Hann
segir að ekkert misræmi hafi átt
sér stað. Ég pexa ekki enn um
það, en vek athygli á því að þetta
er sami viðskiptaráðherrann og
lýsti því yfir í sjónvarpi ekki alls
fyrir löngu að ekkert svartamark-
aðsbrask væri með gjaldeyri á ís-
landi. Þetta, hvort tveggja, segir
Olafur auðvitað i dágóðri fræði-
Iegri trú, — en hvað geta menn
gert annað en brosað i kampinn?
í öðru lagi segir ráðherrann að
rétt sé að taka fram, vegna þess
að bifreiðar séu nefndar, að gjald-
eyrir sé afgreiddur til umboða en
ekki einstaklinga. Ég geri ráð fyr-
ir að hann, eins og kerfið allt, hafi
verið að verja vin sinn, fjármála-
ráðherrann, sem þó ekki nokkur
maður hafði ráðizt á. En mikið
skal til mikils vinna. Nú er það
samt einu sinni svo, að þessi
fræðilega fílabeinsútlistun Ólafs
Jóhannessonar gæti ágætlega átt
við ef við islendingar hefðum ver-
ið að flytja inn hundrað þúsund
Volvobíla af fínustu gerð á þess-
um tíma. En svo var ekki, við
fluttum inn einn af þessari gerð
— og það var ekkert leyndarmál
hver átti hann. Eða var það
kannski leyndarmál, þegar allt
kemur til alls?
Og eftirleikur eftirleiksins var
svo að Hekla skipti enn um skoð-
un, þrátt fyrir yfirlýsingar Ólafs
Jóhannessonar. En þá var svo
komið, að þegar Alþýðublaðið
spurði þá þrjá, Kristin Finnboga-
son, Styrmi Gunnarsson og Jónas
Haralz um yfirlýsingu Heklu, þá
Trésmíðavél
Höfum til sölu notaða sambyggða trésmíðavél
„Stenberg".
IÐNVÉLAR,
Hjallahrauni 7,
sími 52263.
vildi enginn þeirra segja svo mik-
ið sem að hann tryði henni. Krist-
inn var raunar sýnu hreinskiln-
astur þeirra þremenninga. Og
ekki var Morgunblaðið heldur
ánægt með svar Ólafs, heldur
birti það stóra frétt um bifreiða-
innflutning á umræddu timabili,
sem kollvarpaði raunar því sem
Ólafur hafði þó sagt. Fréttin var
að vísu nokkuð einkennileg,
vegna þess að þeir spurðu annars
vegar Landsbankann en hins veg-
ar bókhaldsvitringana i umboðun-
um. Mér er ókunnugt um það, af
hverju þeir spurðu ekki Útvegs-
bankann um sin viðskipti! Og allt
þetta uppistand út af einum
Volvo!
Það væri í sjálfu sér lítilmót-
legt, ef öll þessi skrif fjölluðu um
bílinn hans Matthíasar — og að
auki væri það úr því sem komið er
eins og að sparka í liggjandi
mann. En þetta er þó fjármálaráð-
herra landsins, for helvede. En
málið er óvart öllu alvarlegra.
Eitt blaðanna hefur fjallað um
gjaldeyrisviðskipti Ræsis hf. í
kjölfar þessara umræðna og þar
skilst mér að opinber rannsókn sé
yfirvofandi — þau mál ættu þá að
vera komin á hreint um næstu
aldamót. Það blað bað gjaldeyris-
deildirnar um staðfestingu á er-
lendu láni, sem vörðuðu kjarna
þess máls, en gjaldeyrisdeildirnar
neituðu. Þeir eru enn við sama
heygarðshornið.
Ég vil að öðru leyti engar álykt-
anir drága af máli mínu, læt öðr-
um það eftir. Ég segi aðeins:
Þetta eru staðreyndir — og tilvilj-
anirnar eru einkennilegar.
Skyldi það til dæmis vera algengt
að bankastjóri þjóðbankans og
fjármálaráðherra ríkisins ræðist
við á fridegi um heildsölufyrir-
tæki á Hverfisgötunni? Ég held
varla.
Lærdómurinn af öllu þessu
hlýtur að vera sá að við verðum að
taka ríkisbankakerfið til gagn-
gers endurmats. Þetta laumuspil
með almannafé er bæði ósvífið og
ranglátt. Þegar ég sem blaðamað-
ur hef verið að eltast við upplýs-
ingar í þessum lokuðu heimakæru
flækjum dettur mér fremur í hug
Chicago á bannárunum en Island
árið 1975.
Ég vænti þess að þetta séu mín
síðustu orð um þetta forkostulega
mál. Eg vil aðeins geta þess að
lokum, að þrátt fyrir djúpstæðan
skoðanaágreining við marga
menn — og þetta mál hefur orðið,
fyrir mig að minnsta kosti, nokk-
uð umfangsmikið, — hefi ég átt
vinsamleg persónuleg samskipti
við alla þá, sem ég hefi þurft að
hafa samband við, og vil ég þá
sérstaklega geta um Lýð Björns-
son. Þegar ég segi alla undanskil
ég að vísu Gunnar Ásgeirsson.
Þá vil ég bæta því við, að í
greinarstúf þessum frem ég frek-
legt trúnaðarbrot, sem ég hef
aldrei gert áður og vona að ég eigi
aldrei eftir að gera aftur: Ég
vitna í einkasamtöl. En ég lít svo
á — það má vera rangt mat — að
eðli málsins vegna hafi annað
ekki verið hægt.
Ég vek að lokum athygli á því,
að þessi blaðaskrif hafa sprottið
vegna útvarpserindis, sem ég
flutti í maíbyrjun. Þetta var
kannski eitthvert lítilfjörlegasta
málið, sem þar var vikið að — en
eðlilega sendir kerfið það lið til
varnar, sem það heldur að hafi
sterkasta vígstöðu. Og sá málstað-
ur reynist svona. Þetta ætti enn
að undirstrika alvöru þessa májs.
Ný sending
Sumarkápur — Terelynekápur og stakir jakkar.
Kápu- og dömubúðin,
Laugavegi 46.
GÍRMÓTORAR — MÓTORAR
Gírmótorar:
1/3 — 15 hestöfl
40 — 100 sn/mín.
220/380 volt, 3 — fasa
Vanalegir vatnsþéttir
mótorar:
1/3 — 3 hestöfl, 1—fasa,
1/2 — 10 hestöfl, 3—fasa,
1500sn/mín.
Electropower
ÚTVEGUM ALLAR STÆRÐIR MÓTORA OG VEITUM
TÆKNILEGA AÐSTOÐ
FÁLKIN N
Garðyrkjuáhöld
Skóflur, allskonar,
Ristuspaðar,
Kantskerar,
Garðhrífur,
Greinaklippur,
Grasklippur,
Heyhrífur,
Orf, Ijáir og brýni,
Járnkarlar,
Girðingavír, sléttur
galv. 2, 3, 4 mm.
Garðslöngur,
Slöngugrindur,
Slöngukranar,
Vatnsdreifarar,
Slönguklemmur,
Garðkönnur.
Handsláttuvélar
Skiptilyklar,
Rörtengur,
Stjörnulyklar,
Topplyklar,
Járnsagir,
Blikkklippur,
Skæri, allskonar,
Skrúfjárn,
Málbönd, 10—50 m.
Hallamál
Verkfærakassar
Islenskir
FANAR
Allar stærðir
Fánastangar-
húnar
Fánalínur
Fánalínu-
festingar
Vélatvistur
Koparsaumur
Þaksaumur
Lóðtin
Plötublý
Tjöruhampur
Skólpröra-
hampur
Hessíanstrigi
Vélareimar
Viðarkol
Fernisolía
Gúmmíslöngur
Plastslöngur
Brunaslöngur
Model-gibs
Gólfmottur
&aiiMKa§aa hj
Ananaustum, sími 28855,
Hafnarstræti, simi 14605.