Morgunblaðið - 30.05.1975, Síða 32

Morgunblaðið - 30.05.1975, Síða 32
auglVsinkasíminn ek: 22480 ovoau\íiTaÍJií> AUULVsINGASÍMÍNN ER: 22480 JR orgunb laöib FÖSTUDAGUR 30. MAl 1975 V erkalýðsfory stan vir ðir lögin að vettugi FUNDUR starfsfólks í Aburðar- verksmiðju rfkisins og Sements- verksmiðju ríkisins við Artúns- höfða, sem haldinn var í Lindar- bæ I gærkvcldi samþykkti, að starfsfólk vcrksmiðjanna mætti ekki til vinnu „á mcðan samningar hafa ekki tekizt með eðlilegum hætti“, eins og það var orðað í fundarsamþykkt. Fyrr hafði miðstjórn ASt, samningancfnd ASt ogsamninga- nefnd starfsfólks ríkisverksmiðj- anna þriggja fordæmt „það ein- slaka ofbeldi, sem ríkisstjórnin Afgreiða bændur sjálfir áburðinn? reynir að beita verkalýðshreyf- inguna með útgáfu bráðabirgða- laga“. Jafnframt samþykkti mið- stjórn ASl, að lögin ættu enga stoð í rétlarvitund fólks f verka- lýðshreyfingunni og að þau væru „svívirðileg árás gegn baráttuað- ferðum alþýðusamtakanna og ber því að ma'ta þeirri árás í sam- ræmi við það“. Á fundinum í Lindarbæ þar sem mættur var 71 starfsmaður verksmiðjanna, var ályktun mið- stjórnar ASÍ samninganefndar þess og samninganefndar starfs- fólks ríkisverksmiðjanna lögð fyrir og var samþykkt fundarins gerð i beinu framhaldi hennar. Stjórnendur fundarins lögðu áherzlu á að „maður stæði með 1 manni“ og að nú reyndi á sam- stöðu verkalýðsins. Fundinn sátu forseti og framkvæmdastjóri A.S.I. I gærkveldi var boðaður fundur i Röst á Akranesi, þar sem Verkalýðsfélag Akraness lagði fram sams konar tillögu og lögð var fram á Lindarbæjarfundin- um. Skúli Þórðarson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sem sat fundinn í Reykjavík. sagði í Framhald á bls. 16 Aburður afgreiddur — en aðeins í stutta stund. „OKKUR finnst þetta afskap- lega harðleikið og óvinsamlcgt af hálfu launþegasamtakanna, að slíkir hlutir séu gerðir,“ sagði Gunnar Guðbjartsson, formaður Stéttarsambands bænda, er Mbl. spurði hann í gaír, hvaða augum ba;ndasam- tökin litu á aðgerðir starfs- manna ríkisverksmiðjanna og þá sérstaklega Aburðarverk- smiðjunnar. Gunnar sagði að Stéltarsambandsstjórnin hefði ekki sérstaklega fjallað um þetta mál enn og því gæti hann ekkí talað fyrir hana, en þetta væri sín tilfinning. „Það er harðleikið að stöðva verk- smiðjuna á þessum tíma og mér finnst það sérstaklega vera gerl til þess að níðast á okkur, þar sem vitað er, að Framhald á bls. 16 1 Austur-þýzkur togari með ólögleg veiðarfæri Togarinn rannsakaður í Reykjavíkurhöfn LANDHELGISGÆZLAN lét í gær kanna veiðarfæri austur-' þýzka skuttogarans Peter Göring, sem kom til hafnar í Reykjavík s.l. þriðjudag með bilað spil. Reyndust veiðarfær- in vera algjörlega ólögleg, troll- pokinn tvöfaldur og bundinn saman og möskvastærðin 95 millimetrar en ekki 120 milli- metrar eins og vera á. Togari þessi tilheyrir flota austur-þýzkra veiðiskipa sem hafa verið á grálúðuveiðum undan Vestfjörðum í allt vor. Austur-Þjóðverjar eru ekki aðilar að Norðaustur- Atlatnshafsfiskveiðinefndinni og telja sig því ekki bundna af samþykktum nefndarinnar um veiðiútbúnað. Búnaður eins og notaður er í togaranum Peter Göring hleypur engum fiski í gegn, jafnvel ekki þeim smæsta. Það voru starfsmenn Land- helgisgæzlunnar og lögreglu- menn sem rannsökuðu veiðar- færi togarans. Munu yfirvöld fá skýrslu um málið. Togarinn var enn i höfn þegar Mbl. spurðist fyrir um það í gærkvöldi. 45 starfsmenn komu til starfa í Áburðarverksmiðju — Aburður aðeins afgreiddur stutta stund ENGIN verksmiðjanna þriggja, Aburðarvcrksmiðju ríkisins, Sementsverksmiðju ríkisins og Kísiliðjunnar h.f„ fór í gang í gær, þótt hráðabirgðalög um bann við vcrkföllum í þeim hefðu verið sett. Þó mun hluti Aburðarverk- smiðjunnar hafa vcrið i gangi til þess að framleiða súrefni fyrir sjúkrahúsin, en sú starfsemi fór fram samkvæmt undanþágu verkalýðsfélaganna. Er þetta í annað sinn, sem verksmiðjan er sett f gang af þessu tilcfni síðan verkfall hófst 12. maí síðast- liðinn. Áburðarverksmiðja ríkisins auglýsti í hádegisútvarpi í gær að óskað væri eftir því, að starfsfólk hennar kæmi þegar til vinnu og að bílar verksmiðjunnar myndu aka um borgina eftir eðlilegum leiðum á ákveðnum tíma. Um 45 starfsmenn brugðust við þessu kalli og komu til vinnu. Var áburður afgreiddur stuttan tíma. Upp úr hádeginu komu einnig nokkrir starfsmenn Sementsverk- smiðjunnar á Akranesi til vinnu, en trúnaðarmenn Verkalýðs- félags Akraness voru þá fyrir á staðnum og báðu mennina um að hefja ekki vinnu. Þó mun kísil- náma Sementsverksmiðjunnar í Hvalfirði hafa farið í gang, en aðeins um-skamma stund. Þegar þetta gerðist hafði fundurinn í Lindarbæ ekki farið fram, en hann hófst klukkan 17 og stóð til klukkan 19. Verksmiðja Kisiliðjunnar h.f. við Mývatn komst ekki í gang þar gær eð aðeins einn starfsmaður mun hafa mætt til vinnu i gær. Allt að 70% hækkun húf- trygginga IIEILBRIGÐIS — og tryggingar- ráðuneytið hefur samþykkt allt að 40% hækkun á grunniðgjaldi húftrygginga bifreiðatrygginga- félaganna. Jafnframt hefur ráðu- neytið ákveðið að afsláttur frá Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.