Morgunblaðið - 14.06.1975, Page 4

Morgunblaðið - 14.06.1975, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JUNI1975 ® 22-0*22’ RAUDARÁRSTÍG 31 ________________' BÍLALEIGAN MIÐBORG HF. sími 19492 Nýir Datsun-bilar. Ferðabílar hf. Bílaleiga, sími 81260 Fðlksbílar — stationbílar — sendibílar — hópferðabílar. Yfir hafið með HAFSKIP SKIP VOR MUNU LESTA ERLENDIS Á NÆSTUNNI SEM HÉR SEGIR; Hamborg Hvítá 1 6. júní Skaftá 23. júní + Langá 7. júlí + Skaftá 1 5. júlí + Antwerpen Langá 1 6. júní Skaftá 20. júní + Langá 9. júlí + Skaftá 1 7. júlí + Fredrikstad Laxá 20. júní + Hvítá 4. júlí Laxá 1 5. júli Gautaborg Laxá 1 8. júni + Skaftá 26. júni + Hvitá 3. júlí Laxá 14. júli Kaupmannahöfn Laxá 1 6.júní + Skaftá 25. júní + Hvítá 1. júlí Laxá 1 0. júlí Gdynia/Gdansk Selá 21. júní Goole (Humber) Skaftá 1 7. júni + + Lestun og losun á Húsavik og Akureyri. HAFSKIP H.f. mafnarhusinu reykjavik SIMNEFNI MAFSKIP SIMI 21160 Telpan á góð- um batavegi Akureyri — 12. júní. STOLKAN, sem bjargað var frá drukknun f sundlaug Akureyrar í gær, reyndisf ekki eins hætt kom- in og óttazt var um tíma, þannig að þegar hún kom f sjúkrahús f Reykjavík, töldu læknar höfuð- uppskurð ekki aðkallandi og hurfu sfðan alveg frá að fram- kvæma hann. Stúlkan hresstist von bráðar, fékk að vísu háan hita en er nú talin á góðum batavegi og úr lífs- hættu. Hún heitir Guðrún Heiga Kristjánsdóttir, dóttir hjónanna Jónu Árnadóttur og Kristjáns Gunnarssonar, Grundargerði lb. — Sv.P. Al)(;i-V.SINGAS!MINN EK: 22480 Utvarp Reykjavík uugæmmgur 14. júnf MORGUNINN 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55 Morgunstund barnanna kl. 9.15: Svala Valdimarsdóttir les söguna „Malenu f sumar- frfi“ eftir Maritu Lindquist (11). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Óskalög sjúklinga 10.25: Kristín Sveinbjörnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilky nningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 14.00 A þriðja tímanum Páll Heiðar Jónsson hleypir af stokkunum nýjum laugar- dagsþætti. 15.00 Miðdegistónleikar a. Sinfóníuhljómsveitin í Miinehen leikur tvær ung- verskar rapsódfur eftir Liszt; Edmund Nick stjórnar. b. Teresa Berganza syngur spánska söngva; Felix Lavilla leikur á pfanó. c. Boston Popshljómsveitin leikur „Finlandiu" eftir Sibelius og Spánska rapsódfu eftir Chabrier; Arthur Fiedl- er stjórnar. 15.45 I umferðinni Arni Þór Eymundsson stjórnar þættinum. (16.00 Fréttir. 16.15 Veður- fregnir). 16.30 1 léttum dúr Jón B. Gunnlaugsson sér um þátt með blönduðu efni. 17.20 Tfuátoppnum. örn Petersen sér um dægur- lagaþátt 18.00 Söngvar f léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Hálftfminn Ingólfur Margeirsson og Lárus Oskarsson annast þátt um fréttaflutning. KVÖLDIÐ 20.00 Hljómplöturabb Þorsteinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 20.45 Leikhúslíf f Svíþjóð Sigmar B. Hauksson ræðir við Ástrfði Emilsdóttur. 21.10 Wilhelm Kempff leikur á píanó verk eftir Robert Schumann. 21.40 „Ónotaður kaðalspotti“, smásaga eftir Stefán Júlíus- son Höfundur les. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Danslög 23.55 Fréttir f stuttu máli. Dagskrárlok. 14. júní 1975 18.00 Iþróttir Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Elsku pabbi Breskur gamanmynda- flokkur. Pabbi gerist leynilögreglu- maður Þýðandi Dóra Hafsteinsdótt- ir. 21.00 Rolf Harris Astralski söngvarinn og grfn- istinn Rolf Harris og fleiri listamenn iáta til sín heyra. Þýðandi Dóra Hafsteinsdótt- ir. 21.40 Prinsessan skemmtir sér (Roman Holiday) Bandarlsk bfómynd frá árinu 1953. Aðalhlutverk Audrey Hepburn og Gregory Peck. Þýðandi óskar Ingimarsson. Prinsessa á opinberu ferða- lagi er stödd f Róm. Hún er orðin dauðlcið á öllum hátið- leikanum og kvöld eitt laumast hún ein út. 23.35 Dagskrárlok Síðasti þátturinn af Tíu á toppnum, sem er síðdegis á laugardögum í útvarpinu, er i dag, en þennan þátt hefur Örn Petersen haft á hendi í tvö undanfarin ár. Erætlunin að hvíla þáttinn í sumar, einkum af þvi að á sumrin dregst þátttaka saman, meðan fólk er á ferðinni út um hvippinn og hvappinn og skrifar þá ekki eins mikið til útvarpsins. Þá myndast ekki svo glöggur vinsældalisti sem endranær, að því er Örn sagði Mbl. — Aftur á móti verður spennandi að sjá hvort fólk sér þá eftir þessum þætti, bætti hann við. Áður en Örn byrjaði með Tíu á toppnum hafði hann í eitt ár á hendi Popphornið á föstudögum. Og hann ætlar ekki að hætta, síður en svo. Nú breytist bara þátturinn og skiptir um nafn. Enginn vin- sældalisti dægurlaga verður birtur. En Örn kvaðst ætla að einbeita sér að því að spila nýjar plötur, og hafa ávallt eins og nafnið bendir til, eitthvað nýtt af nálinni. í þessum síðasta þætti af Tíu á toppnum ætlar hann að taka lokalistann yfir tíu vinsælustu lögin frá vikunni áður. Síðan ætlar hann að nota það sem eftir er af tímanum í að gefa hlustend- um forsmekk af því sem koma skal, kynna m.a. nokkur lög af longplaying plötu með Stuðmönnum, sem kemur eftir helgina. En hann kvaðst ætla að reyna að láta þáttinn I surfiar koma fyrstan fram með nýútkomn- ar plötur. Samt ekki svo að gamalt fljóti ekki með. Gregory Peck og Audrey Hepburn í kvikmyndinni um prinsessuna, sem fékk að skemmta sér óáreitt skamma stund. _________ ER HQ SÍH 1 Laugardagskvikmyndin í sjónvarpinu í kvöld, sem á frummálinu nefnist Roman Hollyday, þótti tiðindum sæta, þegar hún var gerð á árinu 1 953. Þar fékk Audrey Hepburn sitt fyrsta stjörnu- hlutverk og sló í gegn. Kvik- myndin naut mikilla vin- sælda og hlaut bæði brezk og bandarísk Oskarsverðlaun á árinu 1953. Prinsessan sem skemmtir sér, fær skamma stund að sleppa frá hátíðleg- um veizlum og opinberum skyldum og njóta lífsins ó- áreitt. Og auðvitað er róman- tík í spilinu. Þá hlið málsins sér Gregory Peck um. Mynd- in er létt, en fær ekki sérlega góða dóma í kvikmynda- handbók okkar, þar sem seg- ir að þessi ævintýrasaga Will- iams Wylers sé skelfing væmin og gamaldags orðin. Audrey Hepburn vann Aca- demy-verðlaunin fyrir leik sinn í þessari mvnd og þótti þessi þvengmjóa, táninqa- lega stúlka einstaklega aðlað andi í þessari mynd og þeim sem á eftir komu. Við hér erum nýbúin að hafa í heim- sókn ungan sænskan kóng, og margir hafa vafalaust velt fyrir sér hvort prins langi ekki stundum til að fara ferða sinna án eftirlits, hversu vel sem um hann er séð og eftir honum litið. Hér hefur sænski konungurinn sjálfsagt samt haft það frjálsara en í slíkum ferðum ! stóru lönd- unum, t.d. var ekki lokað sundlaugunum og honum af- markaður bás til að synda í með lögreglumönnum í kring. Og hann fékk að ganga á heitu hrauni og köld- um jökli. Á Svínafellsjökli höfðu lögregluþjónar ætlað að styðja hann á hálkunni en virtust víst ekkert fótvissari en ungi maðurinn. Svo hann sagði: — Ætli ég verði ekki fremur að styðja ykkur! En það er önnur saga, þó kvik- myndin I kvöld kunni að leiða okkur til að hugsa til unga konungsins. Þessi mynd er sígild og á oft við I fréttatima sjónvarpsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.