Morgunblaðið - 14.06.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.06.1975, Blaðsíða 10
10 MORG UNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JÚNl 1975 Ford Escort Rs 1 600. NOKKUR ORÐ UM RALLIÐ.... MeSan bílaþátturinn tók sér hvíld, hefur einn atburður öðrum merkari átt sér stað I islenzka bilaþjóðfélaginu, sem sjálft er heil saga út af fyrir sig, en það var rallið, sem svo hefur verið kallað og fram fór 24. mai sl. Rally hefur hingað til verið not- að erlendis um þá tegund bila- keppni er venjulega kallast kapp akstur á islenzku. Kappakstur er keppni um hraða og þol og þó hin islenzka keppni hafi verið um hvorugt þá átti hún að heita fyrsta menn þyrftu að uppfylla svo og bilar þeirra. Þegar keppnisbilunum hafði verið safnað saman á Reykjavikur- flugvelli var greinilegt að ekki voru ströng skilyrði um ástand bilanna. Sumir þeirra hefðu a.m.k. fengið grænan miða i bifreiðaeftir- litinu ef mér leyfist að miða við eigin reynslu í þeim efnum. — Skílyrði var að mennhefðuslökkvi- tæki i bilum sínum og öryggis- hjálma meðferðis, hvort sem þeir voru settir upp eða ekki. Menn Stöðvað á fyrstu tímavarðstöð víð Úlfarsfellsveg ,,rally " keppni á fslandi. Ég bendi á að keppni sú er hér fór fram var eingöngu góðaksturskeppni fyrir menn með nákvæmar klukkur en alls enginn kappakstur. Það tiðk- ast raunar i rally-keppnum að á vissum hluta leiðarinnar þurfa menn að fara eftir almennum um- ferðarlögum en aðalhlutar keppn- innar eru lokaðar „sérleiðir" (special stages) þar sem fljótasti ökumaðurinn sigrar. Almenn um- ferðarlög gera heldur ekki viða um heim ráð fyrir aðeins 70 km/klst. hámarkshraða á sveitavegum. Mér skilst að eins og lögin eru hér i dag sé undanþága til hraða- aksturs óhugsandi. I 50. grein um- ferðarlaga frá 1968 segir m.a.: „f þéttbýli má eigi aka hraðar en 45 km/klst. Utan þéttbýlis má eigi aka hraðar en 70 km/klst." Þá getur dómsmálaráðherra ákveðið hærri hámarkshraða allt að 90 km/klst. á hraðbrautum. Ýmsar raddir hafa verið uppi um breyt- ingar á umferðarlögum eða algjöra endurskoðun, sem hlýtur að vera nauðsyn i þjóðfélagi þar sem lög- regla jafnt sem aðrir leyfa sér að aka langt fyrir ofan hámarkshraða í venjulegum akstri. En nú skal aftur vikið að keppn- inni. Greinilega var mikill áhugi á þessari keppni enda hljóta nýjar tómstundagreinar ávallt að vekja mikla athygli i litlu þjóðfélagi. For- ráðamenn keppninnar sömdu langa rullu um skilyrði, sem öku- Eini kvenökumaðurinn ekur hér af stað á Toyota Corolla Einn af fáum bilum i keppninni með veltigrind þó gamall sé. verða kannski bráðum skyldaðir til að bera öryggishjálm i sunnu- dagabiltúrnum upp á Geitháls^til Hveragerðis eða annað, sem hug urinn kann að draga mann. Það gat þó að lita einn glæsileg- an rally-bíl innan um alla hina en það er Ford Escort RS 1600 hörku tæki á JO-númeri. Keppnin var i þvi fólgin að keyra um 150 km á rúml. 2'/2 klst. Bilarnir fóru af stað með stuttu miltibili og tíminn, sem skammt- aður var, var svo rúmur að menn urðu að biða úti um allar trissur eða keyra svo hægt að öll önnur umferð þaut framúr. Það gleymd- ist nefnilega að láta kunnáttu- mann aka leiðina fyrir keppnina. Sá fslendingur, sem mest kynni hefur haft af bilakeppnum erlend- is, er vafalitið Sverrir Þóroddsson, en hann var ekki einn þeirra, sem siðast óku leiðina fyrir keppnina. Fyrsta rallinu er lokið. Það er vafasamt að nefna það „rally" en það getur hugsanlega orðið vísir að einhverju sliku. — Þegar er byrjað að ræða um aðra keppni í haust og verður hún vonandi öllu erfiðari. brynjólfur helgason AFHENTI VERÐLAUN — A kappreiðum Gusts nýverið afhenti Kristján Vilhelmsson, eigandi verzlunarinnar Goðaborgar, verðlaun í firmakeppni Gusts. Þessi verðlaun voru ábreiður fyrir hross ásamt fylgihiutum. Vöktu þessar ábreiður atbyglí viðstaddra en verzlunin Goðaborg hefur á undanförnum árum sýnt hestvörum vaxandi áhuga og er svo með aðrar sportvöruverzlanir. Það er Svanborg Danfelsdóttir, sem veitir verðlaununum viðtöku. Fjórðungsmót að Faxaborg í sumar Eins og áður hefur verið skýrt frá hér f þættinum halda hestamannafélögin á Vestur- landi fjórðungsmót að Faxa- borg dagana 4.—6. júlí n.k. þátturinn ræddi fyrir skömmu við Braga Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóra mótsins og leitaði frétta af undirbúningi. Bragi- kvað forráðamenn mótsins vonast eftir góðri þátt- töku i einstöku greinum móts- ins. Þorkell Bjarnason, hrossa- ræktarráðunautur hefur að undanförnu gert forskoðun á kynbótahrossum á svæðinu og hafa ráðunautarnir Guðmund- ur Pétursson og Leifur Jó- hannesson unnið að þessu með Þorkatli. Verðlaun fyrir beztu kynbótahrossin í Öllum flokk- um verða bikarar og verðlauna- peningar. A kappreiðum móts- ins verður keppt í fimm grein- um og verða verðlaun og keppnisgreinar sem hér segir: lega mót í Vindheimamelum í fyrra miði menn allt við aðstöð- unaþar. Beit fyrir hross mótsgeta verður á bæjum í nágrenninu en bændur hafa verið mjög vin- samlegir við alla útvegun á beitilandi. A Beigalda i Borgar- hreppi verður beit fyrir þau hross, sem koma vestan af Mýr- um og Snæfellsnesi. I Svigna- skarði verður tekið á móti hrossum vestan úr Dölum og að norðan. Á Hvitárvöllum verður beit fyrir hross að sunnan og austan. Allar þessar girðingar liggja skammt frá mótsstaðn- um, þannig að menn, sem koma langt að, ættu aðeins að þurfa umsjón: TRYGGVI GUNNARSSON star Keppnisgrein I. verðl. II. verðl. III. verðl. 250 m skeið 40.000,00 30.000,00 20.000,00 250 m unghrossahlaup 15.000,00 10.000,00 5.000,00 300 m stökk 20.000,00 15.000,00 10.000,00 800 m stökk 40.000,00 30.000,00 20.000,00 1500 m brokk 30.000,00 20.000,00 10.000,00 Skráningu kappreiðahrossa lýkur á morgun, 15. júni og fer hún fram hjá Þorsteini Vaidi- marssyni í Borgarnesi, sími 7194. Við skráningu kappreiða hrossa ber eigendum að greiða kr. 1.000,00 í skráningargjald og sagði Bragi, að þessi ráðstöf- un hefði orðið fyrir nokkurri gagnrýni en ástæðu skráningar- gjaldsins kvað Bragi vera, að mótsstjórnin vildi með þessu setja hemil á menn að skrá í hlaup hross, sem þeir hefðu ekki sérstakan áhuga á að láta hlaupa og mættu ef til viil ekki til leiks með á mótinu. Það set- ur leiðinlegan svip á hlaupin og dregur þau mjög i langinn ef aðeins mæta 2 til 3 hestar af 6 I riðli. Að sögn Braga ætla þeir, sem fyrir mótinu standa að vanda eins og kostur er á að- stöðu fyrir mótsgesti. En hann sagði að þeim væri vandi á höndum, því að eftir hið glæsi- að taka fá hross inn á móts- svæðið. A kvöldin veróa kvöld- vökur og dansleikir þannig að eitthvað ætti að vera fyrir alla. Að lokum skal vakin sérstök athygli á því, að Hestamanna- félagið Geysir í Rangárvalla- sýslu, sem búið var að auglýsa kappreiðar sunnudaginn 6. júli, hefur ákveðið að færa þær aftur um eina viku, eða til sunnudagsins 13. júlí. Vildi Bragi koma á framfæri þakk- læti til Geysismanna. Fóðurkostnaður hækkar Allt bendir nú til þess að fóðurkostnaður hækki stórlega á þessu ári. Fyrst er það að kjarnfóður handa hrossum sem öðrum skepnum hefur stór- hækkað i verði. Þetta varð til þess að margir drógu úr kjarn- fóðurgjöf á s.l. vetri og gáfu í þess stað meira af heyi. Áburðarverð hefur einnig hækkað stórlega og kemur sú hækkun fram með tvennu móti. Annars vegar verður nú dýrara að bera tilbúinn áburð á beiti- lönd, en slíkt hefur farið mjög I vöxt á síðustu árum vegna minnkandi framboðs á beiti- löndum og hækkaðrar land- leigu. Hins vegar hefur áburðarverðshækkunin mikil áhrif á heyverð, þó þar komi einnig til önnur atriði s.s. veðr- átta. I fyrra sumar fór heyverð hækkandi eftir því sem leið á sumarið og er því ráðlegt að hvetja alla til að festa kaup á heyi i tima.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.