Morgunblaðið - 14.06.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.06.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JÚNl 1975 13 Jsmenn Cohens í Bretlandi, og þá ur verðið hækkað i 4000 pund, ■ um eina milljón isl, króna. — Þá tók ég algjörlega fyrir þetta intýri, sagði Sigurjón, — en þó <i fyrr en við vorum búnir að na á ýmsan hátt að fá verðið kkað aftur. Okkar hugmynd með hen var sú, að halda eina tónleika ð honum hér I Háskólabiói fyrir lenning og siðan eitt kvöld á litl- i stað fyrir klúbbfélaga eingöngu. imið gekk einfaldlega ekki upp. tt við hefðum fengið 1000 manns áskólabiói á 1000 krónur miðann þannig fengið inn milljón, hélt lurjón áfram, — þá vantaði enn 0 þúsund upp á að geta borgað hen það sem sett var upp, auk alls stnaðar, sem til fellur, ss. auglýs- ia, ferðakostnaðar, uppihalds og annars — svo ekki sé minnzt á um það bil 40% skatta af brúttóveltu. Um dönsku hljómsveitirnar sagði Sigurjón hafa gegnt liku. — Þær vildu koma hingað fjórar hljómsveitir I einu fyrir sáralitið kaup, en samt sem áður var það ekki hægt — og þá fyrst og fremst fyrir þá sök, að i allt voru þetta 60 manns. Flugfar og uppihald fyrir 60 manns í heila viku kostar mikla peninga. Allt of mikla. Sigurjón Sighvatsson sagðist þó vilja taka fram, að Klúbbur 32 væri ekki búinn að gefa upp alla von með að hægt væri að fá hingað erlenda krafta, en hann sagðist viðurkenna að þær tilraunir væru heldur mátt- leysislegar sem stæði. — Ef grund- völlur skapast, sagði Sigurjón, — þá stendur ekki á okkur að leggja út i slik ævintýri. — óv og umboðsskrifstofunni Power Exchange sem kváðu vera mjög sterkar stofnanir á sínu sviði í Englandi. Og það sem meira er, — Stuttsíðan hefur það eftir áreiðan- legum heimildhm að Change muni n.k. fimmtudag koma fram í sjónvarpsþættinum „Top of The Pons“ í BBC, sem er sterkasti þáttur sinnar tegundar í Englandi en í þann þátt komast engir nema þeir sem Ifklegir eru til að komast á topp- inn. Það má því segja að byrlega blási hjá Change þessa dagana eftir óviss- una að undanförnu. Þetta breytir þó ekki því, að þeir félagar munu nú væntanlegir heim innan skamms og er fyrsti dansleikurinn ráð- gerður að Hvoli hinn 28. þ.m. Hljómsveitin mun síðan leika um landið vítt og breytt f u.þ.b. fimm vikur og halda aftur utan í byrjun ágúst. sv.g. akob kemnr með Baldily og Linðn Lewis Jakob Magnússon er sá maður islenzk- ur sem hvað lengst hefur náð á popptón- listarsviðinu f landi Engilsaxa. Má segja að hann sé nú kominn I innsta hring brezka skemmtiiðnaðarins og vcl kunnugur ýmsum þekktustu poppstjörn- um Bretlands en það verður að teljast mikill frami á fsienzkan mælikvarða ekki sízt þar sem Jakob nýtur og tölu- verðrar virðingar sem hljómlistarmaður þar ytr^. Eins og Stuttsfðan hefur áður skýrt frá, mun Jakob væntanlcgur til landsins með hljómsveit sem skipuð er brezkum hljómlistarmönnum og kallast flokkur- inn RIVER BAND. Þekktustu nöfnin I þeim hópi eru söngvarinn Long John Baldry og blökkusöngkonan Linda Lewis, en þau hafa bæði átt lög f efstu sætum vinsældalistanna f Englandi og njóta þar mikils álits meðal poppara. Ef vcrkföll hamla ekki samgöngum er í ráði að Ríve'r Band komi til landsins núna eftir helgina og verði hér við hljómleika- hald f u.þ.b. 10 daga. Ilér er vissulega um stórmerkan við- burð að ræða f popptónlistarlffinu og þó er ekki öll sagan sögð enn. Jakob mun svo væntanlegur með aðra brezka hljóm- sveit seint í júlí en sú hljómsveit verður hér f rúman mánuð og er ætlunin að hún leiki á dansleikjum um landið þvert og endilangt f ágúst. Með þessu framlagi Jakobs, komu Change og þeim hljóm- sveitum sem fyrir eru f landinu, eru aiiar Ifkur á að óvenju mikið fjör verði f poppinu hjá okkur núna í sumar. sv.g. ♦♦♦♦ ♦ ♦ ♦♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ .♦ ♦ ♦ ♦ ♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Alls konar körfur eru til margra hluta nytsamlegar. Hér á myndinni sjáum við körfu notaða sem handklæðahengi í baðher- berginu. Karfan er fest á vegginn, handklæðum raðað í hana og handklæði hengt á handfangið. Einnig má nota slfkar körfur sem hiliur undir snyrtivörur og sápur. Gúmmihanzkarnir end- ast.oft stutt og iðulega eyðileggjast þeir vegna þess, að neglurnar fara í gegnum gúmmíið. Til að styrkja hanzkana má byrja á því, áður en þeir eru teknir i notkun, að snúa þeim við og líma heftipiástur inn í hvern fingur. Sjá mynd. Þessi kvenlegi kjóll er frá Lanvin. Efnið er jer- sey og liturinn er ban- ana-gulur. Eggjakaka með rækjujafningi Franska eggjaköku á aldrei að búa til úr fleiri en 4—5 eggjum. Ef búa þarf til stærri skammt, verður að búa til fleiri eggjakökur eða baka hana í ofni. Handa 4 er reiknað með 4 eggjum, 4 dl mjólk og W tsk. salt. Ofninn er hitaður í 200°, m|ólkin hituð og kæld aðeins, eggin þeytt saman og mjólkinni bætt i, saltað og hellt í eldfast fat. Bakað í ofninum í 20 min. eða þar til eggjakakan er stif. Rækjujafningurinn: 2 matsk. smjörl. , 3 matsk. hveiti, bakað upp með 2lA dl mjólk og 1 dl rjóma, salt og pipar. 200 gr. rækjur settar saman við, rétt áður en eggjakakan er tilbúin, dál. dill sett yfir, og jafningn- um hellt yfir eggjakökuna. Tómatsalat og heitt braut borið með. Þetta er léttur réttur hvort heldur sem er um hádeg- ið eða kvöld. M0R6UHBMJDXB fyrir 50 árum 9400 símskeyti voru afgreidd hjeðan af landssímastöðinni F mal mánuði. Eru það fleiri skeyti en í nokkrum öðrum einum mánuði áður. Bjarni Jónsson frá Vogi verð- ur meðal farþega á Esju í kvöld, og ætlar vestur í Stykkishólm, og þaðan í Dali til þess að tala við kjósendur. Á alþjóðasýningunni, sem haldin er í páfagarði i sumar, er lítið safn íslenskra muna, sem Meulenberg biskup hefur þangað sent. Þar eru öll helstu fornrit vor í bestu út- gáfum og i vönduðu skinn- bandi. Skrautmunir eru þar allskonar o.fl., er gestsaugað helst hittir með þjóð vorri. Höfum vjer áreiðanlegar fregnir af þvi að þessi litla sýning hefir vakið athygli, ekki sist fyrir þá sök, hve fjarlægar þjóðir búast við lítilli menningu hjer úti i þessum hólma í Norðurhafi. Tvær kaupakonur óskast i sumar i grend við Reykjavík, önnur þyrfti að kunna að slá. Upplýsingar á Framnesvegi 1A, niðri. Leiðrétting VILLA, sem breytir merkingu, varð í grein Einars Björnssonar í blaðinu i gær. Ofarlega í 2. dálki átti að standa: „En landsbyggðar- hetjur Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins á Alþingi samþykktu að allar varnir og eftirlit færi fram á Keflavikur- flugvelli". 12 glímumenn sýna í Kanada ÁKVEÐIÐ hefur verið að senda 12 manna glímuflokk á Islend- ingahátfðina ( Kanada í sumar. Mun flokkurinn koma frani á aðalhátfðinni í Gimli í ágúst og einnig mun hann feröast um og halda sýningar. Aætlað er að flokkurinn verði þrjár vikur í ferðinni. Kjartan Bergmann Guðjónsson formaður Glimusambands Islands tjáði Mbl. í gær, að búið væri að velja 18 glimumenn til æfinga og siðar yrðu valdir 12 menn úr þeim hópi til fararinnar. Æfingar hóf- ust fyrir nokkru og er þeim stjórnað af Þorsteini Einarssyni iþróttafulltrúa rikisins, en hann mun einnig stjórna sýningum flokksins í Kanada. Glímumenn- irnir sem um ræðir eru frá Reykjavik og Suður- Þingeyjarsýslu. — Blóm vikunnar Framhald af bls. 8 með mörgum smáplöntum sem ná ótrúlega fljótum þroska. Húsa- punturinn er slæmt illgresi I görð- um. Jarðstönglarnir skrlða inn I blóma- og matjurtabeð. Þar sem húsapuntur hefur náð rótfestu getur orðið ærið erfitt að vinna jarðveginn á vorin. Verður þá að handtina alla sýnilega jarðstöng- ulbúta úr moldinni þvl nýjar plöntur myndast með hverjum búti. Oft kemur húsapuntur upp I miðjum hnaus fjölærra plantna. Til þess að ná honum úr verður oftastnær að stinga hnausinn upp og hreinsa strá og jarðrenglur úr, og getur það sem fyrr segir orðið mikið og erfitt verk. Einnig má reyna að sllta burt húsapuntstrá- in um leið og þau koma upp." Verður nú ekki skrafað um ill- gresi að sinni og I næstu póstum verður fjallað um skraut- og mat- jurtir. /ÁB — E.I.S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.