Morgunblaðið - 14.06.1975, Side 18

Morgunblaðið - 14.06.1975, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JÚNI 1975 Verðmætri kápu stolið VERÐMÆTRI leðurkápu var stolið í veitingahúsinu Klúbbnum s.l. fimmtudagskvölrt. Eigandi kápunnar, ung stúlka, lagði hana frá sér á stólbak og gekk frá ör- skotsstund. Á meðan var kápan tekin. Þetta er hálfsfð leðurkápa, dökkbrún að lit en slíkar kápur munu kosta nálægt 40 þúsund krónum. Þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefið um þennan kápustuld eru beðnir að hafa samband við rannsóknarlög- regluna f Reykjavfk. Dagur rótfiskar Siglufirði —12. júní DAGUR var að landa hér rétt einu sinni um 10 tonnum af nóta- fiski. Má segja, að hann hafi rétt skroppið hér út fyrir en mjög gott fiskirí hefur verið hér á austur- slóðunum sem við köllum svo. Þá hef ég einnig heyrt, að núna sé gott fiskirí við Hornið hjá Bretun- um og íslenzku togurunum_mj — Samningarnir Framhald af bls. 32 launahækkun á þessu ári miðað við 6. taxta Dagsbrúnar, svo sem Morgunblaðið hefur skýrt frá. Tvær hækkanir eiga að verða á samningstímanum og er hinn fyrri 11.6% en samtals nemur hækkunin um 7.400 krónum sem koma á f gegnum allan launastig- ann. Þá eiga allir þeir, sem ekki fengu launajöfnunarbætur í haust samkvæmt bráðabirgðalög- um kr. 3.500 og síðan 4.900 kr. samkvæmt bráðabirgðasamkomu- laginu i marz, að fá þær nú. I samningnum er hins vegar ekki ráð fyrir því gert að vísitala mæli verðlag og verðlagsbætur greiddar samkvæmt því en þó er það ákvæði í samkomulaginu að fari framfærsluvfsitalan fram yfir 477 stig hinn 1. nóvember nk., þá skuli það sem umfram verður téð mörk bætt með verð- lagsbótum. SAMNINGARNIR ALLSTAÐAR SAMÞYKKTIR Launþegafélögin innan ASl sem aðild áttu að þessum samn- ingum héldu mörg hver félags- fundi þegar í gærmorgun, og báru þá strax upp samningana. I mörg- um tilfellum hafði verkfall hafizt á miðnætti eins og boðað hafði verið, og þar af leiðandi lögð áherzla á að hraða fundum svo að vinna yrði orðin með eðlilegum hætti eftir hádegið. Eftir þeim upplýsingum sem Morgunblaðið aflaði sér hjá við- komandi félögum var yfirleitt fjölmenni á þessum fundum, og í öllum þeim félögum sem Mbl. hafði spurnir af voru samningarn- ir samþykktir með meira en 2/3 atkvæða fundarmanna og vfða samhljóða. I tveimur verkamannafélögum að minnsta kosti reyndu þó fél agar úr Rauðri verkalýðseiningu og KSML að hafa áhrif á fund armenn með því að dreifa meðal þeirra áskorun um að fella samkomulagið. Annað þessara félaga hélt fund sinn í Austur- bæjarbíói og var þar húsfyllir — milli 700 og 800 manns. Þar voru samningarnir samþykktir með miklum þorra atkvæða og voru mótatkvæði aðeins 20—30 talsins. I hinu félaginu, Iðju, fór allt á sömu lund — samningarnir samþykktir með miklum meiri- hluta á um 300 manna fundi og voru mótatkvæði þar innan við 40. I verkakvennafélaginu Fram- sókn voru samningarnir t.d. sam- þykktir samhljóða og verkfallinu aflýst eins og annars. I Trésmiða- félagi Reykjavíkur voru þeir sam- þykktir með þorra atkvæða gegn 13 en tæplega 190 manns sátu fundinn. A fundi f Verkamanna- félaginu Hlff f Hafnarfirði voru samningarnar samþykktir með 71 atkvæði gegn 18 og í sex aðildar- félögum Sambands málm- og skipasmiða f Reykjavík voru samningarnir samþykktir og á sumum þeirra samhljóða. Þetta voru félög skipasmiða, blikk- smiða, bifvélavirkja, bifreiða- smiða, bílamálara og járniðnaðar- manna. Þá samþykktu afgreiðslu- stúlkur í brauð- og mjólkurbúðum samningana með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Þegar Morgunblaðið hafði samband við skrifstofu Vinnu- veitendasambands Islands sfðla dags f gær hafði ekki borizt þangað tilkynning um að samningarnir hefðu verið felldir í neinu þeirra launþegafélaga, sem aðild áttu að samningum ASt og VSI. Vinnuveitendasambandið efndi sjálft til fundar meðal félaga sinna um samningana, og voru þeir þar einnig samþykktir samhljóða eftir þvf sem Morgun- blaðið komst næst. VERKFÖLL NYRÐRA OG SYÐRA I tveimur landshlutum hefur þó komið til vinnustöðvunar, svo sem að framan greindi, þ.e. á Norðurlandi og í Rangárvalla- sýslu. Að vfsu átti stærsta verkalýðs- félagið á Norðurlandi, Eining, aðild að samkomulagi ASI og VSI og frestaði þegar f fyrrakvöld boðuðum verkföllum fram yfir félagsfund, sem haldinn verður f dag kl. 2. Hins vegar átti Alþýðu- samband Norðurlands ekki aðild að þessu samkomulagi og sex verkalýðsfélög á Norðurlandi, sem öll veittu ASN umboð til að fara með samninga fyrir sína hönd, hafa nú byrjað verkföll. Þetta eru verkalýðsfélögin á Raufarhöfn, Húsavik, Bflstjóra- félag Akureyrar — launþega- deild, Verkalýðsfélagið Vaka á Siglufirði Verkalýðsfélagið Ársæll á Hofsósi og Verkakvenna- félagið Aldan á Sauðárkróki. Að þvi er Jón Ásgeirsson, for- maður ASN, tjáði Morgunblaðinu' gærkvöldi hófust sáttaumleitanir í gær og haldið var áfram fram eftir kvöldi. Jón kvaðst eiga von á þvf, að samningar ASI og VSl yrði eðlilega lagðir til grundvallar en ASN væri þó með fáeinar sérkröf- ur, sem lögð væri megin áherzla að fá fram. Ekki kvaðst Jón treysta sér til að spá hversu erfiður róður það yrði að fá þess- um kröfum framgengt en kvað viðbrögð viðsemjenda þeirra hingað til hafa verið ákaflega nei- kvæð. I Rangárvallasýslu er hins vegar hafið verkfall verkamannadeildar og iðnaðarmannadeildar Verka- lýðsfélagsins Rangæings og Sveinafélags málmiðnaðarmanna. Hefur það leitt til þess meðal annars að öll vinna hefur lagzt niður við Sigölduvirkjun og einnig í þorpunum. Hilmar Jónas- son, formaður fulltrúaráðs stéttarfélaganna í Rangárvalla- sýslu, kvaðst vænta þess að samningar VSI og ASl frá þvf í gærmorgun yrðu einnig þar lagðir til grundvallar við samningsgerðina, en kvað félögin einnig hafa sett fram „innan- héraðs“-kröfur sem mikilvægt væri að ná fram. Hilmar sagði hins vegar að í þessari lotu samninganna yrði ekkert farið út í ýmsa sérsamninga vegna Energo project, verktakans við Sigöldu, heldur tækju þær samningavið- ræður við þegar að lokinni yfir- standandi samningsgerð. Hjá Vinnuveitendasambandinu var hins vegar sagt að kröfur Rang- æinga væru algjörlega óaðgengi- legar. — Kúadauði Framhald af bls. 2 bæta, enda sýnist ábyrgðin f þessu alvarlega máli vera hjá raf- orkusala, en ekki kaupanda. Hvað sem um það verður vona menn, að tekizt hafi að girða fyrir frekari kúadauða á Ljósalandi. Séra Ágúst. — Sex milljarðar Framhald af bls. 2 svo og viðskiptakjörin það sem af er árinu að minnsta kosti. Niður- staða þessara samninga mun þar af leiðandi að mfnu mati ekki breyta að neinu ráði þeim for- sendum, sem við vorum að reikna með og voru auðvitað eingöngu tilbúnar forsendur.“ Ólafur kvaðst að öðru leyti ekki hafa skoðað samninginn nákvæm- lega en benti á að útkoman hefði að öðru leyti ekki verið svo ýkja fjarri þvf sem fljótlega kom fram f sáttatillögu sáttanefndarinnar. Niðurstöður þjóðhagsspárinnar voru annars í þá veru, að þjóðar- framleiðslan drægist saman í ár og að þjóðartekjur minnkuðu tals- vert umfram framleiðslusam- dráttinn vegna versandi við- skiptakjara. Þar var einnig gert ráð fyrir, að mestur samdráttur- inn yrði í einkaneyzlunni, sem Ólafur kvað eðlilega ráðast að miklu leyti af kaupmættinum, bæði skattabreytingunum frá í vor og eins kauplagi og verðlagi, sem nýgerðir samningar hafa auð- vitað áhrif á. „En i aðalatriðum þá virðist mér að sú spá sem við settum fram um þjóðhaginn f ár, geti staðið óbreytt I dag," sagði Ólafur. Morgunblaðið sneri sér einnig til Brynjólfs Bjarnasonar, hag- fræðings Vinnuveitendasam- bands Islands, og leitaði álits hans á áhrifum þessarar samn- ingsgerðar á þjóðarbúskapinn. Brynjólfur sagði, að hafa þyrfti f huga að til væru atvinnugreinar, sem stæðu mjög illa að vfgi til að taka þær launahækkanir á sig, er fælust i nýgerðum samningi ASI og VSI. Ætti þetta sérstaklega við um sjávarútvegsgreinarnar. Sagði Brynjólfur að þannig mætti segja, að með þessum samningum væri verið að tefla á tæpasta vað að ýmsu leyti en ekki mætti þó held- ur gleyma því að mikilsvert væri að atvinnutækjunum væri haldið gangandi og það yrði að meta til mótvægis. Brynjólfur var einnig þeirrar skoðunar, að á síðari stigum þessarar samningagerðar hefði gætt meiri raunhæfni varðandi stöðuna en oft áður f samningum. Mat manna á afleiðingum væri að sjálfsögðu ákaflega mismunandi en hann kvað sitt mat vera að bæði þjóðarbúið og svo einstakir atvinnuvegir væru ákaflega illa undir það búin að mæta þeirri útgjaldahækkun sem fælist f fyrr- greindu samkomulagi. „Hvernig þessu reiðir af er annars ekki svo gott að segja á þessu stigi, en endurtek að ég tel að með samn- ingunum sé teflt á tæpasta vað.“ — Sölur Framhald af bfs. 5 lestir fyrir 143 þús. kr. og meóalverðið var þar kr. 5.91 en allur aflinn fór I bræðslu, Helga 2. RE seldi 44.2 lestir fyrir 1 millj. kr. meðalverð kr. 23.76, Hilmir SU seldi 3.2 lestir fyrir 18 þús. kr., meðalverð kr. 5,67, en allur aflinn fór f bræðslu, Faxaborg GK seldi 29,8 lestír fyrir 264 þús. kr., meðalverð kr. 8.88 og Börkur NK seldi 19.2 lestir fyrir 506 þús. kr., meðalverð kr. 26.39. — Rabin Framhald af bls. 1 Rabin hefur þó látið ótvirætt i ljós í yfirlýsingu, sem hann gaf eftir fundinn með Ford, að úti- lokað sé að ná friði nema Egyptar „gefi verulega eftir." Hefur þessi yfirlýsing vakið mikla gagnrýni Araba, og tals- maður Arababandalagsins sagði að Rabin væri aðeins að reyna að tefja fyrir samkomulagi. Sagði hann ennfremur að Arab- ar féllust ekki á flutning fsra- elskra hermanna frá Sinai nema þeir yrðu líka fluttir frá öðrum víglínum fyrir lok þessa árs. — Ráðstefna Framhald af bls. 2 son, framkvæmdastjóri, Neskaup- stað, Pétur Blöndal, fram- kvæmdastjóri á Seyðisfirði, Sveinn Björnsson, framkvæmda- stjóri Iðnþróunarstofnunar Is- Iands, Þorleifur Jónsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands iðnaðarmanna. Þegar framsögu er lokið fjalla umræðuhópar um hina ýmsu þætti dagskrárefnis og á sunnu- dag fara fram almennar umræður og fyrirspurnir sem framsögu- menn svara. Þá verður fyrri hluti Austurlandsáætlunar lagður fram og kynntur á ráðstefnunni ásamt drögum að umræðugrundvelli um þróunarleiðir, sem verða sfðari hluti Austurlandsáætlunar. Áætlun þessi er unnin á vegum Framkvæmdastofnunar ríkisins og hefur ráðgjafafyrirtækið Hag- vangur h.f. séð um meginhluta verksins. Af hálfu Sambands sveitar- félaga í Austurlandskjördæmi er ráðstefnan á Hallormsstað hugsuð sem upphaf að gagngerðum um- ræðum um þróun iðnaðar á Austurlandi, sem ætlazt er til að fari fram áþessu ári. — Hvað segja þeir Framhald af bls. 3 verðhækkanir, því að atvinnu- vegirnir þurfa að velta hluta þessara hækkana af sér. Ég vona bara að þessir samningar auki kaupmátt í landinu," sagði Skúli að lokum. FAGNA SAMKOMU- LAGINU „Ég get endurtekið það sem ég sagði á baknefndarfundi ASI f gær, að ég fagna því að þetta samkomulag skyldi nást með þessum hætti," sagði Jón Helgason, formaður Einingar á Akureyri, þegar hann var spurður álits á samningunum. „Og þótt ég hafi áður látið f ljós að ég hefði vænzt þess að meira tillit yrði tekið til láglaunahóp- anna, þá verður maður samt að lýsa yfir ánægju með að það skyldi nást samstaða um að standa að samningunum með þessum hætti. Ég tel einnig að meta verði töluvert þessa yfir- lýsingu sem við fengum hjá ríkisstjórninni um að halda búvöruverðinu óbreyttu, þar eð við getum þá vænzt þess að halda eitthvað betur í þessa kjarabót." ÓANÆGÐIR — EN KANNSKI EINA LAUSNIN Hjörtur Hjartarson, for- maður Kjararáðs verzlunar- innar, sagði um samkomulagið við Verzlunarmannafélag Reykjavfkur, að auðvitað yrði að viðurkenna að gott væri að þessi samningagerð skyldi afstaðin. „Við urðum þó ekki sérlega ánægðir með niður- stöðu þessara samninga, sér- staklega ekki það atriði að vfsi- talan skuli tekin inn í þá aftur. Við buðumst til að greiða hærri krónutölu, ef þetta atriði yrði látið bfða til 1. janúar en því var hafnað. En þetta hefur i för með sér gífurleg útgjöld fyrir rfkissjóð, svo að við getum varla verið ánægðir með þessa samninga. En okkur var á sama tíma alveg Ijóst, að vandi laun- þeganna var mikill f þessari samningagerð, svo að eftir at- vikum má kannski segja að þetta hafi verið sú eina lausn sem mátti fá undir núverandi kringumstæðum.” ÓMETANLEGUR STUÐNINGUR RÍKISSTJÓRNAR Guðmundur Garðarson, for- maður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, sagði: „Það sem mér þykir mest um vert í sam- bandi við þessa samninga er að með þeim er vinnufriður tryggður, I öðru lagi eru fólki tryggðar allgóðar kjarabætur miðað við allar aðstæður. Allir fá sömu kauphækkanir f krónu- tölu, og fyrri láglaunabætur koma nú til allra. Loks verður að hafa i huga, að búvöruverðið hækkar ekki. Rikisstjórnin veitti ómetan- legan stuðning við lausn kjara- deilunnar með fyrirheiti um að 20% hækkanir, sem koma áttu á landbúnaðarvöru 1. júnf, skuli niðurgreiddar. Þetta ætti að vera óhætt að meta til jafns við 3% hækkun á kaupi hið minnsta. Almenningur fagnar því, að samningar skuli hafa tekizt.“ — Að vera með Framhald af bls. 2 Bragi. Hinu er þó varía að neita að það verður að teljast gott að geta yfirleitt komið í verð hlut- um sem voru í sumum tilfellum gleymdir og grafnir. Annað mun aldrei sjá dagsins ljós, og Bragi segir frá þvi, að þegar fjölskylda hans flutti af Rauðarárstíg á Dyngjuveginn þá glataðist f flutningnum ein mappa full af myndum. „Sfðan hefur hvorki sézt tangur né tet- ur af þessum myndum, en ég sé mikið eftir þeim,“ segir Bragi. — Indira Framhald af bls. 1 áfrýja til hæstaréttar úrskurðin- um, sem felldur var í héraðsdómi á fimmtudag. Eru lögfræðingar þegar farnir að undirbúa mál- flutning fyrir hæstarétti. Héraðsdómur fann Gandhi seka um að hafa notað opinbera starfs- menn og misnotað aðra aðstöðu sína hjá ríkinu i kosningunum 1971, og því væri kosning hennar ógild og henni bæri að segja af sér. Ýmsir hópar hafa lýst stuðningi sfnum við Indíru Gandhi. Strætis- vagnastjórar vöktu þó litla hrifn- ingu meðal þúsunda íbúa Nýju Delhi, sem urðu að ganga til vinnu sinnar, þar sem vagn- stjórarnir höfðu í trássi við yfir- menn sína ekið vögnunum heim að húsi Gandhi til að sýna stuðn- ing sinn við hana. — Verðbólga Framhald af bls. 1 bólgan væri alvarlegasta vanda- málið, sem Bretar ættu við að glíma. Lofaði hann ráðstöfunum innan fárra vikna, sem miðuðu að því að minnka verðbólgu um helming. Margir álíta að stjórnin verði að banna eða takmarka mjög launa- hækkanir, en slik ráðstöfun mun eflaust mæta mikilli andstöðu verkalýðsfélaga. Síðustu 12 mánuði hækkuðu laun verka- manna um 31,7% — Þynnka Framhald af bls. 1 mónastarfsemi lfkamans, meðan menn eru þunnir eftir drykkju. Eykst þá mjög starf- semi svokallaðra „stresshor- móna“ en aftur á móti dregur úr þeirri starfsemi sem stýrir kynhormónum, sérstaklega hjá karlmönnum. Hvernig þetta gerist og hversu mikil Iffeðlisfræðileg áhrif þetta hefur er enn óljóst. — CIA Framhald af bls. 1 við Castro árið 1969. Hafi hann verið ásjáandi þegar kúbanskur hermaður skaut að forsætisráð- hercanum, en missti marks. Sagði Lamb að læknir Castros hefði tjáð sér að við yfirheyrslur hefði her- maðurinn viðurkennt að hafa unnið fyrir CIA. Church sagði að nefnd hans væri að reyna að komast að því hverjir gæfu skipanir um starf- semi CIA, og hvort einhver hinna þriggja forseta, Kennedy, John- son eða Nixon, hefðu sjálfir gefið fyrirskipanir um eða hafi vitað um samsæri eða morðtilraunir. — Liinamaa Framhald af bls. 1 því yrði slitið en Miðflokkurinn vildi tafarlaus þingslit. Ráðherrar f hinni nýju stjórn eru aðallega úr röðum embættis- manna, en stjórnmálamenn eiga þó sfna fulltrúa. Utanríkis- ráðherra er Olavi J. Mattila, sem eitt sinn var viðskiptaráðherra og stjórnaði m.a. samningaviðræðum Finna við Efnahagsbandalagið. Mattila er nú aðalforstjóri rfkisiðnfyrirtækisins Valmet. Liinamaa er ráðuneytisstjóri f innanrfkisráðuneytinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.