Morgunblaðið - 14.06.1975, Side 17

Morgunblaðið - 14.06.1975, Side 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JUNl 1975 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JUNl 1975 17 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulitrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sfmi 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80 Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið VINNUFRIÐUR Kjaradeilurnar hafa nú verið leystar á friðsam- ari hátt en menn almennt bjuggust við. Óneitanlega er þungu fargi af þjóðinni létt, þegar nýir kjarasamningar hafa verið undirritaðir og viðtækum verkföllum verið afstýrt. Verk- föll við þessar aðstæður í efna- hags- og atvinnumálum hefðu án nokkurs vafa leitt til mjög alvarlegra áfalla fyrir þjóðarbú- ið í heild og komið þyngst niður á þeim, sem hafa lægst laun og við erfiðastar aðstæður búa. Af þessum sökum hljóta menn að fagna því, að þessi vandasama deila skuli nú hafa verið til lykta leidd með friðsamlegum hætti. Almenningur í landinu gerði sér Ijósa grein fyrir þeim válegu afleiðingum sem harðvítug átök á vinnumarkaðnum nú hefðu haft í för með sér. Þung- ur vilji almenningsálitsins knúði því á um samninga. Undir lok samningaviðræðn- anna sýndu báðir aðilar, laun- þegar og vinnuveitendur, vilja i verki til þess að ná skynsam- legri niðurstöðu án þess að láta sverfa til stáls. Þessi ábyrgu vinnubrögð ber að meta svo sem vert er. í þessu sambandi verður einnig að hafa í huga, að ríkis- stjórnin hefur haft veruleg af- skipti af þessari kjaradeilu og greitt fyrir lausn hennar. í fyrsta lagi átti ríkisstjórnin við- ræður bæði við launþega og vinnuveitendur meðan á samn- ingaviðræðum stóð og þrýsti á aðila að taka mið af þeim raun- verulegu aðstæðum, sem fyrir hendi eru. Þar kom til álita afar takmarkað svigrúm atvinnu- veganna til þess að rísa undir raunhæfum kjarabótum og brýn nauðsyn á að bæta kjör þeirra, sem lægst laun hafa og eiga því erfiðast um vik að mæta þeim áföllum, er þjóðin I heild getur ekki undan vikizt að axla. Sáttanefnd ríkisins átti hér einnig verulegan hlut að málj og i raun réttri breytti viðræðu- grundvöllurinn, sem hún lagði fram, algjörlega stefnunni í samningaviðræðunum. Segja má, að áður en tillögur sátta- nefndarinnar voru lagðar fram, hafi enginn grundvöllur verið fyrir raunhæfum viðræðum. Þá er þess einnig að geta, að for- senda þessa samkomulags er yfirlýsing Geirs Hallgrímssonar forsætisráðherra um að hækk- un á landbúnaðarvörum, sem koma átti 1. júní, taki ekki gildi meðan þessir samningar standa. Með þessari ákvörðun hefur ríkisstjórnin lagt mjög veigamikinn skerf fram til lausnará þessari erfiðu deilu. Þegar Alþýðusambandið kynnti kröfur sínar siðari hluta maímánaðar áttu flestir von á mjög hörðum vinnudeilum, þar eð þær kröfur gátu með engu móti staðizt og samningar á þeim grundvelli hefðu á ör- stuttum tíma leitt til nýrrar koll- steypu og mjög alvarlegs og almenns atvinnuleysis. Er það bættist síðan við, að forystu- menn Alþýðusambandsins gerðu tilraun til að hunza bráðabirgðalög um ríkisverk- smiðjudeiluna horfði mjög þunglega um friðsamlega lausn kjaramálanna og hreint öngþveiti virtist framundan. Þungi almenningsálitsins sneri þessari þróun hins vegar við. Almenningur sá hættuna og gerði sér grein fyrir því, að afleiðingar hatrammra verkfalla og óraunhæfra kauphækkana mundu koma með mestum þunga niður á láglaunafólkinu. Niðurstaðan varð því sú, að deilan í ríkisverksmiðjunum var leyst með frjálsum samningum innan marka bráðabirgðalag- anna og samkomulag tókst milli Vinnuveitendasambands- ins og Alþýðusambandsins á algjörlega nýjum grundvelli. Hér var um snögg umskipti að ræða og ástæða er til þess að fagna því, hversu skynsamlega forystumenn launþega og vinnuveitenda brugðust við, þegar til alvörunnar kom. Þær kauphækkanir, sem samið hefur verið um, nema 11,6% miðað við 6. taxta Dagsbrúnar, sem kemur til út- borgunar nú þegar, og síðan kemur 4,3% hækkun til við- bótar 1. október. Samtals er því um að ræða 16% kauphækkun á samningstíma- bilinu, sem aðeins er hálft ár. Auk þess verða greiddar vísi- tölubætur 1. desember, ef vísi- tala framfærslukostnaðar fer yfir 477 stig. Hér er því um allverulega hækkun að ræða, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess, að kaupmáttur útflutrt- ingstekna þjóðarbúsins hefur rýrnað um þriðjung frá því sem var fyrir ári. Þessir samningar geta af þessum sökum orðið atvinnulif- inu þungir í skauti. Afkoma einstakra atvinnugreina er vita- skuld misjöfn og er því líklegt að sumar þeirra geti að ein- hverju leyti staðið undir þess- um kauphækkunum, en aðrar lendi í verulegum erfiðleikum. Jafnframt er sú hætta fyrir hendi að aukin kaupmáttur leiði til of mikillar eftirspurnar, sem leitt gæti til enn versnandi gjaldeyrisstöðu. Framhjá þess- um hættum getum við ekki litið, þó að ástæða sé til að fagna samkomulaginu. Er tímabært stofna kaupþing? MORGUNBLAÐIÐ hefur lagt tvær spurningar um kaupþing fyrir fimm forstöðumenn stórra atvinnufyr- irtækja og tvo bankastjóra, en á síðasta þingi var sanrþykkt þingsályktunartillaga um stofnun kaup- þings við Seðlabankann. Spurningarnar eru þessar: 1. Er tímabært og framkvæmanlegt að stofna kaup- þing nú? 2. Myndu stærri atvinnufyrirtæki skrá hlutabréf sín og/eða stofnbréf á slíkum kaupþingum og hagnýta sér fjáröflunarmöguleika með útboði hlutabréfa og/eða stofnbréfa? Örn Ó. Johnson: Sigurður Helgason: Almenn viðskipti eru forsendan 1. Varðandi hvort timabært sé að stofna Kaupþing nú tel ég erfitt að svara. Snúa mætti spurningu þessari við og spyrja: „Er liklegt, að hér á landi sé í gangi almenn kaup og sala á hlutabréfum og skuldabréf- um sem geri þörf fyrir Kaupþing brýna?“ Erfitt er að gefa við því afgerandi svar, hvort markaður verð- bréfa er nægjanlega stór. A undanförnum árum hafa fleiri og fleiri i æ rík- ara mæli keypt verðtryggð rikisskuldabréf. Æskilegt væri, að eigendur hefðu að- gang að skráningu á bréf- um þessum og vissu á hverj- um tíma hvers virði bréfin væru. Hugsanlega gæti Kaupþing orðið að liði I þessu efni og hugsanlega tekið að sér sölu og kaup á slíkum bréfum. Einnig gæti þetta átt við verð á hluta- bréfum í stærri fyrirtækj- um, en þó er forsenda þess að nokkuð almenn kaup og sala á slíkum bréfum ætti sér stað, svo verðmyndun geti orðið til. 2. Ég tel ekki að Kaupþing sem slíkt myndi hafa mikil áhrif á það hvort fyrirtæki hér á landi byðu út hluta- bréf, nema því aðeins að Kaupþingið yrði þá í formi miðlara, sem tæki að sér og ábyrgðist sölu á ákveðinni upphæð hlutabréfa fyrir fyrirtækin. Varðandi skrán- ingu hlutabréfa hjá Kaup- þingi er það ekki á valdi viðkomandi fyrirtækis að skrá hlutabréf sín eða verð- gildi þeirra. Verðmyndun verður til með framboði og eftirspurn. Hugsanlegt væri, að Kaupþing yrði i fyrstu milliliður um sölu og kaup á hlutabréfum og til þess gætu menn snúið sér með slík erindi, en eins og að framan segir, þarf nokkuð almennan markað til að örugg verðmyndun geti átt sér stað. Til að skapa almennan og stærri markað fyrir hlutabréf, þurfa áreiðanlega fram að ganga ýmsar breytingar á löggjöf, og þá sérstaklega skattalöggjöf, þannig að hlutabréfaeign standi skattalega jafnfætis við fjárfestingu I öðru formi, t.d. sparifé og skuldabréf. Jónas H. Haralz: Heilbrigt atvinnulíf er forsendan 1. Forsenda fyrir starfsemi kaupþings er heilbrigt at- vinnulíf. Kaup og sala á verðbréfum atvinnufyrir- tækja, hvort sem um er að ræða hlutabréf eða skulda- bréf, getur ekki farið fram með eðlilegum hætti nema fjárhagslegur grundvöllur þessara fyrirtækja sé traustur og reksturinn sæmilega öruggur. Þvi að- eins að þessum skilyrðum sé fullnægt, er unnt að gera ráð fyrir, að fyrirtækin geti staðið undir greiðslu vaxta og arðs, en á þessu byggist aftur á móti verðmæti þeirra skuldbindinga, sem þau bjóða til sölu. Þau skil- yrði, sem hér hafa verið nefnd, hafa ekki verið upp- fyllt á tslandi í svipuðum mæli og i nálægum löndum. Kemur hér hvort tveggja til, að atvinnulífið er háð mikilli óvissu af völdum ytri aðstæðna, og að ríkjandi stefna i efnahags- málum þjóðarinnar hefur lengst af búið atvinnulifinu erfið starfsskilyrði. Sjaldan hefur kveðið eins rammt að þessu tvennu og á undan- förnum árum. Sveiflur i verðlagi afurða og í afla- magni hafa verið óvenju miklar og ekki hefur reynzt unnt að beita stjórn efna- hagsmála í teljandi mæli til að draga úr áhrifum þeirra á efnahagslífið. Samtfmis hafa margvíslegar aðgerðir af hálfu rikisvaldsins í sívaxandi mæli brenglað skilyrðin fyrir eðlilegri starfsemi atvinnulifsins, torveldað hana og hindrað. Er hér oft á tiðum ekki síð- ur um að ræða þær aðgerð- ir, sem hafa átt að vera at- vinnulífinu til framdráttar eins og þær, sem beinlínis og opinskátt hafa verið því fjandsamlegar. 2. Ekki verður komizt hjá þeirri niðurstöðu af því, sem að framan er sagt, að lítill grundvöllur sé fyrir starfsemi kaupþings á Is- landi og hann hafi sjaldan verið minni. Eigi að síður tel ég stofnun kaupþings tímabæra, fari hún fram með fullum skilningi á því, að samtímis verði að stefna að þvi, að búa atvinnulífinu eðlileg starfsskilyrði. Geti stofnun og starfsemi kaup- þings orðið til þess að glæða skilning almennings og stjórnmálamanna á þessu, getur hún orðið til góðs. Mikilvægt er, að kaup- þingi sé stjórnað af festu, eigi starfsemi þess að vera árangursrik. Nauðsynlegt er að setja ströng skilyrði um þau verðbréf, sem á boðstólum verða, og um þær upplýsingar, sem veitt- ar eru í því sambandi. Þá er nauðsynlegt, að setja hófleg takmörk á það magn nýrra verðbréfa, sem boðin eru fram, ekki sízt opinberra skuldabréfa. Kaup og sala opinberra verðbréfa, væntanlega fyrst og fremst verðtryggra bréfa, eins og nú hagar til, er að sjálf- sögðu eðlilegur þáttur í starfsemi kaupþings. Á hinn bóginn verður að halda útboði slíkra bréfa mjög í hófi, ef ekki eiga að hljótast af alvarlegar afleiðingar fyrir atvinnulif- ið. Þetta gildir ekki sízt eins og viðhorfin eru nú i efna- hagsmálum landsins og væntanlega munu verða á næstu árum. Gísli V. Einarsson: Ekki tímabært við núverandi 1. Síðari hluta spurningarinn- ar, um það, hvort fram- kvæmanlegt sé að stofna kaupþing nú, verður hik- laust að svara játandi. Skuldabréfaútgáfa ríkis- sjóðs og opinberra fjár- festingarsjóða er orðin svo mikil, að hún nægir til þess ein sér. Hitt er annað mál, hvort nú sé réttur tími til þess að fara af stað með slikt fyrirtæki. Verzlunar- ráð Islands hefur nú staðið, í viðræðum við Seðlabanka íslands, um að hefja rekst- ur kaupþings, síðan á miðju ári 1973 og unnt er að hrinda hugmyndinni í framkvæmd með litlum fyrirvara. Þessar viðræður hafa legið niðri um sinn, fyrst og fremst vegna þess að ekki er talið timabært að hefja starfsemina við þau skilyrði, sem nú hafa ríkt, þ.e. ört vaxandi verðbólgu og minnkandi arðsemi fjár- magns fyrirtækja almennt, ásamt versnandi lífskjörum og minnkandi sparnaði. Þegar kaupþing opnar er mjög mildlvægt að timinn sé valinn með það í huga, að sem ákjósanlegust skilyrði séu fyrir hendi til þess að tryggja öfluga starfsemi, sem veki áhuga al- mennings. I þessu sam- bandi skiptir mestu máli til- gangur þeirra, sem vilja standa áð opnun kaupþings. Ef tilgangurinn er sá að efla verðbréfaútgáfu ríkis- valdsins og hlutdeild þess í almennum sparnaði lands- manna, er nú réttur tími til þess að opna, en ef tilgang- urinn er sá, að efla frjálsan atvinnurekstur er rétt að biða þar til aðstaða hans i samkeppninni við hið opin- bera hefur batnað nokkuð. Ég tel líklegt að þróunin geti fljótlega snúist á þann veg, og sjálfsagt að vera við þvi búinn á þann hátt, að starfræksla kaupþingsins geti hafizt með skömmum fyrirvara. 2. Það er ekki líklegt að kaup og sala hlutabréfa yrði verulegur hluti veltunnar í upphafi. Miklu fremur má búast við að skuldabréfa- sala verði megin uppistaða viðskiptanpé fyrstu árin. Að þróa upp verzlun með hlutabréf tekur áreiðanlega nokkur ár, þar sem viðhorf hluthafa, almennings og stjórnvalda til ýmissa mála þarf að breytast. Hér á landi hefur það ástand ríkt, að eigendur hlutabréfa hafa fyrst og fremst verið að skapa sér góða atvinnumöguleika fremur en að þeir vænti mikilla arðgreiðslna. Þetta viðhorf breytist oft ekki fyrr en við kynslóðaskipti. Verzlun með hlutabréf á frjálsum markaði byggist að langmestu leyti á von- inni um arðgreiðslu. Þess vegna verður hvort tveggja að vera fyrir hendi, mögu- leikar fyrirtækisins til þess að greiða arð, sem krefst tiltölulega mikils hagnaðar- hlutfalls, og samkeppnisað- staða hlutabréfanna gagn- vart öðrum sparnaðarform- um þarf að vera i lagi, en telja verður að báðum skil- yrðunum sé að verulegu leyti áfátt. Aukin þátttaka almennings æskileg Ég tel æskilegt að stefna að aukinni þátttöku almenn- ings i atvinnufyrirtækjum landsmanna. Eitt af því, sem gera þarf til þess að það megi verða er eflaust stofnun og starfræksla kaupþings. Margt fleira þarf þó til að koma og þá sérstaklega, að það verði gert eftirsóknarvert fyrir almenning að taka þátt í atvinnurekstrinum. Meðan það ástand ríkir að allt að V* hlutar arðs af hlutabréfum fer í skatta, en vextir af sparifé eru skattfrjálsir, og meðan ríkissjóður sogar til sin fjármagn almennings með sölu verðtryggðra skuldabréfa, tel ég litla von um almenna þátttöku lands- manna i atvinnufyrirtækj- um. 2. Breyti löggjafir.n aðstæð- um á þann veg að eftirsókn- arvert verði fyrir almenn- ing að leggja sparifé sitt beint í atvinnureksturinn með kaupum hlutabréfa, tel ég vist að stærri fyrirtæki myndu skrá hlutabréf sin á kaupþingi og jafnframt nota þann vettvang til út- boðs hlutabréfa. Erlendur Einarsson: um það, hvort kaupþing, er hefði milligöngu um kaup og sölu verðbréfa og hluta- bréfa, gæti orðið að gagni fyrir efnahagslífið, — en það er verðbólgan. Verð- bólga, eins mikil og hér hef- ur ríkt, skælir og skekkir verðmætasköpun og verð- mætamat, afkomu atvinnu- rekstrar og afkomu og öryggi almennings. Ég tel, að jafnvægi þurfi að ríkja í efnahagsmálunum, samfara Forsendan jafnvægi í efnahagsmálum 1. Fyrir um það bil 30 árum síðan var stofnað Kaupþing á vegum Landsbanka Is- lands, en Seðlabankinn var þá hluti af Landsbankan- um. Ef ég man rétt þá var á kaupþingi þessu aðeins verzlað með skuldabréf og gengi þeirra skráð. Ekki virtist kaupþingið þá eiga tilverurétt; það lognaðist fljótt útaf. Margt hefur breytzt síðan. Þó er eitt, sem ekki hefur breytzt i 30 ár en hlýtur að valda miklu trú á gjaldmiðil þjóðarinn- ar, ef kaupþing á að verða jákvæð stofnun i efnahags- lífinu. 2. Fjármagnsuppbygging at- vinnufyrirtækja á Islandi er stórt vandamál. Ég teldi það gagnlegt ef þetta vandamál mætti leysa að hluta með beinhi þátttöku fjölda einstaklinga í at- vinnurekstri, á þann hátt, að þeir legðu fram áhættufé (stofnfé, hlutafé). Ég dreg hins vegar í efa, að kaup- þing myndi greiða fyrir sliku undir ríkjandi aðstæð- um í þjóðfélaginu. Flest hlutafélög á Is- landi eru smá og þá flest lokuð fjölskyldufyrirtæki. Stærri hlutafélög, sem eitt- hvað kveður að, eru örfá. títaf fyrir sig þarf ekki kaupþing til útboða á hluta- bréfum eða skutdabréfum. Slíkt er hægt að gera t.d. fyrir milligöngu bankanna. Kaupþing gæti hins vegar greitt fyrir verzlun með hlutabréf eða skuldabréf og trúlega yrði gagnið af kaup- þingi fyrst og fremst það, að skrá verð eða gengi slikra bréfa og koma i veg fyrir svartamarkað á skuldabréf- um (óheyrilega há afföll). Ég dreg i efa, að almenn- ingur myndi — undir ríkj- andi aðstæðum i þjóðfélag- inu — kaupa hlutabréf á kaupþingi. Því má ekki gleyma að rikissjóðúr selur árlega vísitölutryggð skuldabréf og ég lái engum að ávaxta fé sitt í þeim, fremur en í hlutabréfum fyrirtækja, sem oft verða að mæta miklum erfiðleikum vegna sjávarfallanna í ís- lenzkum efnahagsmálum. Spurningin er frekar sú, hvort það skaðaði nokkuð að gera aðra tilraun með kaupþing. Ég held varla. Það færi þá ekki verr en svo að það lognaðist út af eins og skeði fyrir 30 árum. Jóhannes Nordal: Á vegum Seðlabankans hefur á undanförnum árum hvað eftir annað verið kannað, hvort grundvöllur væri fyrir rekstri kaup- þings hér á landi. Sam- kvæmt þessum athugunum er vissulega framkvæman- legt að stofna hér kaupþing, og rekstur þess þyrfti ekki að verða óhóflega dýr. Hins vegar hefur virzt mjög vafa- samt, hvort likindi væru til nægilegs viðskiptamagns á slíku kaupþingi til þess að Sá tími nálgast réttlæta stofnun þess og rekstur. Jafnframt hefur virzt ólíklegt, að islenzk stjórnvöld væru reiðubúin til þess að leyfa algerlega frjálsa verðmyndun á kaup- þingi, en án hennar hefði það lítinn tilgang. Enginn vafi er á þvi, að við núver- andi aðstæður mundi gengi vaxtabréfa verða skráð mjög lágt á kaupþingi, og raunvextir þeirra þar af leiðandi verða miklu hærri en gildandi bankavextir. Með stofnun kaupþings væri því stigið stórt skref í átt til þess að taka upp frjálsa markaðsvexti hér á landi, en ólíklegt virðist, að fyrir því sé nú nægilegur stjórnmálalegur stuðning- ur. Stóraukið útboð spari- skírteina og happdrættis- skuldabréfa, sem njóta verðtryggingar, hefur að ýmsu leyti skapað ný við- horf í þessu efni, þar sem verðtryggingin kemur i veg fyrir bein áhrif þessara bréfa á markaðsvexti. Jafn- framt er magn þessara bréfa nú svo mikið í um- ferð, að búast mætti við verulegum viðskiptum. Bendir þetta til þess, að sá tími nálgist, að timabært sé að koma á kaupþingi. 2. Þvi miður hafa athuganir á þessum þætti málsins ekki verið jákvæðar. Margt bendir til þess, að fá fyrir- tæki hér á landi myndu leggja mikla áherzlu á það að gera hlutbréf sín mark- aðshæf, en til þess þarf m.a. að afnema eða draga úr for- kaupsrétti hluthafa á seld- um bréfum og haga starf- semi fyrirtækja meira en nú er með hagsmuni smærri hluthafa fyrir aug- um. I þessu efni er það mik- ill ókostur, að hlutafélaga- löggjöf hér á landi er orðin ákaflega úrelt, og í henni er hvergi nærri nægilega séð um vernd hagsmuna smærri hluthafa. I þriðja lagi er nú mjög mikið mis- ræmi i skattlagningu á milli hlutabréfa annars vegar, en innstæðna í bönkum og spariskírteina og happ- drættisbréfa hins vegar. Er nauðsynlegt að jafna þenn- an mun, áður en raunhæft ér, að fyrirtæki geti aflað verulegs fjármagns með út- gáfu hlutabréfa eða stofn- bréfa. Ekki er við þvi að búast, að áhugi vakni hjá fyrirtækjum á því að gera hlutabréf sin markaðshæf, á meðan ekki er ráðin bót á þessu misræmi, svo að hlutabréfamarkaður gæti orðið umtalsverð upp- spretta fjármagns.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.