Morgunblaðið - 24.06.1975, Page 7

Morgunblaðið - 24.06.1975, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JUNI 1975 r Tvær hliðar sama hlutar Hugðar- og umræðu- efni manna eru að sjálf- sögðu mörg og mismun- andi. Öngvu að síður er það uggvænlegt að hin smærri málin, sem koma I augsýn i kastljósi augnabliksins, eiga oft á tíðum greiðari aðgang að athygli og áhuga al- mennings en hin, sem samofin eru örlögum þjóðarinnar í nútið og framtið, og verða mót- andi um mannlif i landi okkar um langa framtið. Ofveiddir fiskstofnar á íslandsmiðum, sí- smækkandi, sem gefa þeim mun minna afla- magn og afrakstur sem sóknin i þá eykst og veiðitæknin vex, virðast skipta skriffinna Þjóð- viljans minna máli en vaxtarlag forystumanna Varins lands. Þrátt fyrir dæmisögu raunveruleik- ans um sildarstofninn, sem fjármagnaði að stórum hluta framfarir í þjóðfélaginu um áratugi, og þrátt fyrir það, að velmegun okkar i dag er að mestu sótt i smækk- andi stofna bolfisks á fs- landsmiðum, skrifar for- maður Alþýðubanda- lagsins heilsíðugrein i Þjóðviljann sl. sunnudag um þjóðfélagsmál, án þess að minnast einu orði á útfærslu fiskveiði- lögsögunnar eða nauð- synlegar friðunaraðgerð- ir á uppeldissvæðum fiskstofnanna. Uppblástur lands og eyðing gróðurlendis er hliðstætt vandamál og rányrkja fiskimiðanna. Alþingi fslendinga sam- þykkti á Þingvallafundi sl. sumar stórmerkar að- gerðir til verndar gróður- lendi og til að græða þau sár, sem timans tönn hefur höggvið i lif- riki landsins. Land- græðsla og landhelgi eru tvær hliðar sama hlutar, möguleika þessarar þjóðar til að lifa mann- sæmandi lifi i landinu. Hvorugt skýtur þó upp kolli í þjóðlifsþönkum formanns Alþýðubanda- lagsins. I þeim rúmast aðeins þrjú fagnaðar- efni: 1) „tak náðist á ný á visitöluspottanum", einum af verðbólguhvöt- um okkar, 2) siðustu n kjarsamningar eru að- eins „stund milli striða", þ.e. ný styrjöld á vinnumarkaði er fram- undan og 3) að leysa má rekstrarvanda útgerðar t.d. Sauðkræklinga, með því að selja þrjú skutskip staðarins fyrir andvirði eins nýs, þ.e. beizla verðbólgugróðann eins og kenningin er út- skýrð. „Maðurinn er þó nokkur sjarmör” Á meðan hin stærri mál þjóðarinnar mæta þögn i Þjóðviljanum hafa önnur hugðarefni skriffinnanna forgang. Hæst ber að sjálfsögðu varnarmálahugleiðingar blaðsins. sem birtast reglubundið á 2. siðu þess undir heitinu „VL- hornið". Að meginefni fjallar „hornið" um málaferli gegn þeim sjálfum. Sl. laugardag fjölluðu þessi forgangs- skrif um útlit og ein- kenni sækjanda og verj- anda málsins, eins kon- ar mannjöfnuður, þar sem verjandinn bar ótvi- ræðan sigur af hólmi. Um sækjanda máls á hendur þeim Þjóðvilja- mönnum, sem sætir fagurfræðilegu mati blaðamanns, segir svo: „Maður knálegur, dökk- ur yfirlitum og hár, hef- ur háa rödd, neflæga, og stundum fór hann ná- lægt því að svæfa blaða- manninn á áheyrnar- bekk þegar rödd hans rann saman við umferð- argnýinn og suðið í bil- uðu loftræstingartæk- inu." En ekki dugir að fræða lesendur svo ein- hliða um eðli og gang málaferlanna. Verjandi Þjóðviljamanna fær og sinn skammt, svo öllu réttlæti sé fullnægt. Um hann segir: „Á stundum var afar spennandi að fylgjast með skylming- um sækjanda og verj- anda. en verjandinn hafði það fram yfir (hér gerist blm. ekki hlut- drægur) að vera hærri. breiðari, hafa dýpri rödd, betur fallna til flutnings, og persónu- leiki Inga. R. veltur yfir alla smákarla þegar á þarf að halda — maður- inn er þó nokkur sjarm- ör." Þá veit maður það. Karlleg fegurðarsam- keppni á kvennaári hef- ur falið i sér ótviræðan sigur verjanda Þjóðvilja- manna fyrir islenzkum dómstóli. hvað sem liður öðrum hliðum málsins, sem að sjálfsögðu skipta minna máli! „Sjá, allter orðið nýtt” Nýtt ár. Eitthvaö ungt og ferskt. Roðablik hins óþekkta og komandi i brosi lággengrar miðsvetrarsólar yfir hvitu rykkilíni fjallanna. Hreint, ferskt, heilagt — glóandi gull sólar og jarðar i samleik. Eitthvað svona hlýtur einmitt að hafa vakið hið sigilda gleði- óp, sem hér er haft að yfir- skrift. Enginn hefur enn þá lifað árið 1975. Það er okkur nýtt, með allt sitt. Engin spor i snjón- um, engin mengun — mengun í andrúmi þess, engin kvalaóp né þrautastunur í bergmáli þess. Landið okkar í nýjum skrúða nýrrar mjallar undir nýjum himni nýrrar sólar — nytt ár. Og árið veitir alls konar ný tækifæri. Fangið fullt af nýjum gjöfum: Dýrmætri reynslu, áhættu og hættum, sælu og sorg, lifi og dauða. En yfir hverjum áramótum eru einnig letruð önnur orð — önnur upphrópun — „snúið við“ frá hroka, heimsku og grimmd. „Gangið í endur- nýjungu“ lifsins. Gerist þátt- takendur i gjöfum og fersk- leika hins nýja tima. Sjá allt er orðið nýtt. Hvers vegna ekki við lika — þú og ég, þjóð mín, kynslóð hins komandi árs. Og hér úti við Dumbshaf höf- um við verið dugleg, byggt hús og hallir, smíðað skip og bryggj- ur, lagt brýr og vegi, beizlað fossa og farið um loft og láð með dirfsku og dáð. En höfum við verið að sama skapi gætin, framsýn og for- vitri? Spyrjið þá, sem bezt þekkja til efnahags og þó einkum skulda þessarar litlu dugmiklu þjóðar. Hver skuld er hlekkur um háls, fjötur um fót og hönd, ef að er hert og illa í skilum stað- ið. Ekki þarf langt að leita eða langt aðfaratil þess að komast að raun um, að gjaldmiðill okkar — gullforðinn — til greiðslu skuldum er nánast ekki nokkurs virði og nær einskis metinn í allri veröld- inni. Það er eins og högg í andlit hvers einasta heiðarlegs Is- Icndings, sem til útlanda kem- ur, ekki sizt þeirrar kynslóðar, sem taldi það æru og sæmd enguiti eyri að skulda. En hvað veldur svo vondum orðrómi, svo miklu vantrausti gagnvart þjóð, sem framleiðir meira á mannsbarn hvert, en flestar aðrar þjáðir heims. Þjóð sem er hin minnsta meðal hinna smæstu, en á svo gáfuð börn, að hún heldur til jafns við hundruð milljóna þjóðir i list- um, iþróttum, menntun, vísind- um og framtaki? Þarna er eitthvað að, eitthvað sem þarf að lagfæra, eitthvað, sem þarf að hverfa frá í anda yfirskriftarinnar: „Snúið við.“ Þarna er skömm, þarna er hætta. Vill nokkur að við yrð- um tekin upp í skuld? Ösjálf- stæð, ófrjáls að nýju, undir for- sögn og forræði framandi og fjarlægra valdhafa? Skuldir geta orðið hryllilegir hlekkir. Og af hverju hafa þær myndast að mestu? Þær hafa myndast af forsjárleysi barna- legrar atorku, sem krafðist sifellt meira — meira — meira og vissi ekki af, fyrri en menningarhöll hennar og fram- farir var að verða spilaborg við hæfi að óskhyggju óvitans. Og þegar ekki voru lengur neinir peningar til að bera fram úr gullastokknum, sem kallaður var banki, þá var gull- inu sem byrjað var með breytt í bréf, og á bréfið skrifað 100 í staðinn fyrir 10, en alit, sem minna var mátti hverfa. Síðan reiknuðu börnin í leik sínum með hundruðum i stað eininga, milljónum í stað þúsunda og rísluðu sér með þá ánægju að vera öll orðin milljónerar. Voða gaman! gerum bara verk- fall, ef við fáum ekki hærri tölur, meiri pappir i kaup. Og einingar, tugir og hundruð voru bara fjarlæg gömul hug- tök, úrelt og andstyggileg í landi milljóneranna um ára- mótin 1975 — nýja ársins, sem gaf nýjar milljónir — trompið i „Happdrættinu" mikla — fram- tíð Islands. Er annars nokkuð á móti því, af þvi að við erum bæði skyn- söm og dugleg, þrátt fyrir allt, „að leggja nú niður barnaskap- inn“ — eins og vitur maður sagði einu sinni um fullorðið fólk — þar á meðal sjálfan sig, og minnast þess, að við erum ennþá til sem þjöð, vegna þess, aö löngu liðnar kynslóðir á Is- landi, afar og ömmur — ekki er nú risið hátt — áttu í fjárhirzlu sinni gull, sem hétu nægju- semi, sparsemi, reglusemi og nýtni. „Fornar dyggðir," segir ein- hver og hlær. Það væri svo sem hægt að snúa þessu upp í þátt til að skemmta með á Hótel Sögu eða Loftleiöum. En samt — reynið eitt ár. Það drepur engan: Látið nægja að taka strætó í staðinn fyrir „Fiatinn" eða „Fólksvagninn", eignist ársbók f banka, en spar- ið veizlur og vínföng, hafið reglu á hverjum eyri, sem inn kemur og út er látinn og nýtið betur allt sem áður var talið einskis virði i fatnaði, hús- búnaði og háttum. Og sjá, allt er orðið nýtt. Og ein rikasta þjóð heims, Is- lendingar, með óþrjótandi orkulindir á landi, i sjó, en — einkum i hjörtum fólksins. 26200 26200 Jörð í Borgarfirði Til sölu, ásamt laxveiðiréttindum. Myndir og allar frekari upplýsingar aðeins á skrifstofunni. Ekki í síma. FASTEICNASALM MOROllByBSHÉSIll Öskar Kristjánsson MALFLl!T\l\fiSSKRIFSTOFA Guðmundur Pétursson Axel Einarsson hæstaréttarlögmenn Heilsuræktin Heba, Auöbrekku 53. 5 vikna námskeið í megrunarleikfimi hefst aftur 30. júní. Eftirmiðdags- tímar og kvöldtímar 2—4 sinnum í viku. Innifalið í verði sturtur, sauna, sápa, shammpó, gigtarlampi og háfjallasól, olíur og hvíld (nudd eftir tíma, ef óskað er — borgað sér). Upplýsingar og innritun í síma 42360 eftir kl. 6. Heimasímar 43724 og 31436. D1 jufugleypii jfe ' Verð frá krl^,560 Tvær gerðir fyrirliggiandi Getið þér gert betn kaup annars staðar' (enwood léttir heimilisstorfin HEKLA hf. “'01:172-Slmi21240_ Laugaveg*

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.