Morgunblaðið - 24.06.1975, Page 12

Morgunblaðið - 24.06.1975, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JUNI 1975 In memoriam: GunnarE. Kvaran stórkaupmaður Fæddur 11. nóv. 1895 Dáinnl7. júní 1975. Góður er genginn drengur, Gunnar Kvaran, stórkaupmaður. Hann var um 20 árum eldri en ég, en ég tel mér það mikils virði að hafa átt þess kost að kynnast hon- um á lífsleiðinni og verða honum samtiða um mörg ár sem góður vinur. Þá bjuggum við hvor gegnt öðrum i Smáragötu, en milli okk- ar hjóna og Kvaranshjónanna var hin bezta vinátta. Frú Guðmunda Guðjónsdóttir Kvaran lézt fyrir aldur fram, og var að henni mikill söknuður, en hugljúfar minningar geymast um þá ágætu konu. Við hjónin áttum margar gleði- stundir með þeim Kvaranshjón- um og vinum okkar öðrum, og munu þær seint gieymast. Meðal annars fórum við saman I ferða- lag um okkar fagra land, og frá þeirri ferð eru margar hugljúfar endurminningar. Gunnari Kvaran kippti á marg- an hátt í kynið til föður sins, skáldsins og rithöfundarins Ein- ars H. Kvaran. Ég minnist þess eitt sinn, að ég kom gangandi heim á sólbjörtum sumardegi, og þegar ég kom inn í Smáragötuna, sá ég, að Gunnar Kvaran stóð fyrir utan hús sitt. Ég var að hugsa um nýlega látinn vin okkar beggja, en ég gekk til Gunnars og heilsaði honum. Gunnar brosti og sagði við mig: „Þú komst ekki einn, Jóhann, gangandi Smáragötuna núna.“ „Hvað áttu nú við með þessu, kæri vinur?“ spurði ég. Gunnar Kvaran sagði mér þá, að við hlið mér hefði gengið þessi nýlega látni vinur okkar beggja. Siðan urðu ekki frekari orðræður okkar í milli um þetta að sinni, en mér hefur oft verið hugsað til þessa litla atviks, sem er þó ef til vill stórt. Meistarinn sagði: „Ég lifi og þér munuð lifa.“ Þetta var grund- völlur lífsskoðunar Gunnars Kvaran. Gunnar Kvaran h4fði oft gaman af því að ræða um skáldskap og aðrar bók'menntir og var þar hinn fróðasti, s'vo sem vænta mátti. Gunnar Kvaran var sómi is- lenzkrar verzlunarstéttar. Ég neut þess oft að eiga við hann hollar viðræður um aðstöðu kaup- mannastéttarinnar, og ræddum við þá oft um stjórnmálin, en þar var hann áhugamaður og ábyrða- ríkur. Sjálfstæðisflokkurinn sér þvi á bak góðum liðsmanni og traustum. Yngsli sonur Gunnars, nafni hans, Gunnar, hefur nú fyrir nokkru tekið við merki föður síns í kaupmannastéttinni og sómir sér vel. Ragnhildur dóttir hans hefur með sæmd haldið heimilið í Smáragötunni. Aðrir tveir synir Gunnars, þeir Ragnar og Einar, eru og mestu ágætismenn. Það var ekki ætlun mín að rekja ævistarf Gunnars Kvaran, en ég vildi aðeins minnast þessa góða vinar míns og mæta manns nú, þegar hann er til moldar borinn. Er að honum mikill söknuður, en minningar munu geymast ljúfar og góðar, um öðlingsmann. Við Ragnheiður sendum að- standendum öllum innilegar sam- úðarkveðjur. Jóhann Hafstein. Þjóðhátíðardagur Islendinga, 17. júní rann upp. Vor f lofti, gróðurangan, björt nótt, „náttlaus voraldar veröld". Fyrir flesta Is- lendinga var þetta dagur hátíðar og gleði. Þennan morgun lézt Gunnar E.,Kvaran. Hann hafði orðið fyrir bifreiðarslysi fjórum dögum áður, sem dró hann til dauða. Er hann harmdauði öllum, sem þekktu hann. Gunnar E. Kvaran stórkaup- maður, fæddist 11. nóv. árið 1895 f Reykjavík, sonur hjónanna Ein- ars Hjörleifssonar Kvarans, rit- höfundar, eg seinni konu hans, Gfslfnu Gfsladóttur frá Reykja- koti í Mosfellssveit. Þau Einar og Gfslfna eignuðust 5 börn, en þau voru: Matthildur, gift Ara Arnalds, bæjarfógeta, og, síðar Magnúsi Matthfassyni, stór- kaupmanni, sem báðir eru látnir; Sigurður, er lézt á fermingar- aldri, en hann var við nám við Menntaskólann f Reykjavík; Ein- ar, aðalbókari f Utvegsbanka Is- lands, lézt árið 1960, — Hann var kvæntur Elínborgu Böðvarsdótt- ur frá Akranesi, sem nú er látin; Ragnar, sem um nokkurt skeið var prestur í Vesturheimi, en sfð- an forstöðumaður Ferðaskrif- stofu rfkisins, kvæntur Þórunni Hafstein, 24. júní 1924. Yrtgstur barnanna var svo Gunnar. Hann kvæntist Guðmundu Guðmunds- dóttur, verzlunarmanns á Eyrar- bakka ögmundssonar, en hún lézt 11. des. 1953. Faðir Gunnars, Einar H. Kvar- an, rithöfundur, var mikill áhuga- maður um flest þjóðfélagsmál, og reyndar ekki síður um andleg mál. Má raunar segja, að hann hafi ekkert mannlegt látið sér ó- viðkomandi. En þegar tfmar liðu fram, tóku trúmál huga hans meir en stjórnmálin, og gerðist hann einn af forvígsmönnum spíritism- ans á Islandi, ásamt séra Haraldi Níelssyni og fleirum. Á heimilið kom margt þeirra manna, sem þátt tóku í umbrotum aldamótaáranna í stjórnmálum og trúmálum, enda var Einar m.a. ritstjóri nokkurra helztu blaða og tímarita landsins á árunum 1895—1909 og ritstjóri tímarits- ins Morguns sem gefið er út af Sálarrannsóknarfélagi Islandsfrá 1920 til dauðadags. Ekki fer hjá þvf, að Gunnar hafi orðið fyrir miklum áhrifum frá foreldrum sinum og þeim heimilisbrag, sem þar rfkti. Fékk hann strax mikinn áhuga á spírit- isma og andlegum málum, enda þótt hann léti ekki mikið á því bera á yngri árum. Um miðjan aldur tók áhugi hans f þessum efnum mjög að aukast. I umræð- um um spfritisma og framhaldslff kom fram einlæg trú hans, enda hafði hann hugleitt þessi málefni með gagnrýni gáfaðs og þroskaðs manns. Allt viðhorf hans til lífs- ins byggðist á einlægri sannfær- ingu um framhaldslff, er var hon- um m.a. mjög mikill styrkur, er hann missti konu sína fyrir aldur fram árið 1953. Gunnar fór um tvítugsaldur úr foreldrahúsum. Aður hafði hann starfað við fyrirtækið G. Gisláson 6 Hay, en fluttist til Skotlands árið 1916, þar sem hann var við nám og skrifstofustörf fram til ársins 1920. Skrifstofustörf fóru honum framúrskarandi vel úr hendi, því að auk þess sem hann var góðum gáfum gæddur, var hann afburða afkastamaður I störfum, samtím- is, því sem öll störf voru leyst af hendi af sérstakri snyrtimennsku og vandvirkni. Rithönd hafði hann fallega og skýra, svo að orð var á gert. Arið 1923 stofnaði Gunnar og félagi hans, Ingimar Brynjólfs- son, fyrirtækið I. Brynjólfsson & Kvaran. Fyrirtæki þessu óx fljótt fiskur um hrygg, enda var sam- starf þeirra Ingimars með ágæt- um. Til þeirra réðust einnig mjög góðir og dyggir starfsmenn, og hafa sumir þeirra starfað hjá I.B. & K.frá upphafi allt til þessa dags, eða meðan kraftar og heilsa entust. Varð fyrirtæki þeirra eitt hið umsvifamesta á sínu sviði hér f borg. Einnig hefur hann átt þátt í rekstri fleiri fyrirtækja. Má þar nefna Bókaverzlun Snæbjarnar Jónssonar. Um 1950 tók Gunnar að sér ým- is störf fyrir Innflytjendasamb- andið og varð framkvæmdastjóri þess. Gegndi hann því starfi til dauðadags, enda þótt hann væri á áttugasta aldursári, er hann lézt. Jafnframt þessum störfum voru honum falin ýmis trúnaðarstörf, m-^a.-var hann ritari-1 stjórn Verzl- unarráðs Islands og i samninga- nefndum um viðskipti við ýmsar erlendar þjóðir. Eins og áður er getið kvæntist Gunnar árið 1924 Guðmundu Guð- mundsdóttur, og bjó hún honum sérstaklega fagurt og smekklegt heimili. Bjuggu þau fyrst að Berg- staðastræti 52, en fluttust síðar að Smáragötu 6. Var sérstaklega á- nægjulegt að koma á það heimili, því að auðfundið var, að þar voru allir velkomnir, og viðmót hjón- anna ljúfmannlegt og frjálslegt. Átti húsmóðirin einnig sinn mikla þátt í því látlausa andrúmslofti, er þar rfkti. öllum leið vel í nær- veru þeirra hjóna. Gunnar var einkar hægur, en viðmótsþýður. Hann var glað- sinna, hafði glöggt auga fyrir því skoplega og mikla kfmnigáfu. Samt var hann mjög grandvar f umtali um annað fólk, og aldrei kom það fyrir, að ég heyrði hann hallmæla 'nokkrum manni. Yfir- leitt var viðhorf hans til lífsins ákaflega jákvætt. Hann var snyrtimenni hið mesta, bar þess merki að hann var af aldamóta- kynslóðinni. Kom það einkum fram í nýtni og ráðvendni og ein- stakri reglusemi. Hann var mjög frændrækinn og mikill vinur vina sinna, eins og þráfaldlega kom fram f raun. Oft var „Gunnar frændi" nefndur, þegar ráða þurfti fram úr einhverjum vanda, og aldrei brást hann. „Veiztu, ef þú vin átt, þann er þú vel trúir, ok vill þú af hánum gótt geta, geði skaltu við þann blanda ok gjöfum skipta, fara at finna opt“ segir í Hávamálum, og mun þetta hafa sannazt f raun. er Gunnar átti í hlut. Gunnar hafði mikið yndi af úti- lífi og glöggt auga fyrir fegurð íslenzkrar náttúru. A yngri árum fór hann oft með felögum sfnum í langar gönguferðir, t.d. gengu þeir eitt sinn úr Reykjavik til Þingvalla og þaðan á Botnssúlur, en næsta dag gengu þeir til Reykjavíkur aftur og voru komn- ir þangað síðla kvölds. Grunar mig, að ekki myndu margir leika þetta eftir. Þau Gunnar og Guðmunda áttu miklu barnaláni aó fagna. Eignuð- ust þau 4 börn, sem öll eru á lífi. Þau eru: Einar, framkvæmda- stjóri, kvæntur Kristínu Helgadóttur; Ragnar, flugstjóri, kvæntur Hrefnu Lárusdóttur; Ragnhildur, gift Hrafni Haralds- syni, löggiltum endurskoðanda; og Gunnar, framkvæmdastjóri, kvæntur Ingu Kristjönu Halldórs- dóttur. Auk þess bjó á heimili þeirra um langt skeið, eða þar til hann stofnaði sitt eigið heimili, mágur Gunnars, Gunnar Guðjóns- son, nú formaður stjórnar Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna. Var mjög kært með þeim systkin- um, Guðmundu og Gunnari, og einnig með þeim nöfnum. Eftirtektarvert var, hve mikla ánægju Gunnar Kvaran hafði af þvf að umgangast séryngri menn, og höfðu ungu mennirnir jafn- mikla ánægju af að umgangast hann. Sem dæmi má geta þess, að við Gunnar lékum um árabil sam- an goff, en aldrei hvarflaði að okkur, að 20 ár skiidu okkur að. Svo ungur var Gunnar f anda. Eftir lát Guðmundu árið 1953 annaðist Ragnhildur, dóttir þeirra hjóna, heimilishald fyrir föður sinn. Hún giftist Hrafni Haraldssyni árið 1959, óg voru þau hjónin einstaklega samhent í því að gera föður sínum og tengdaföður lífið sem ánægjuleg- ast hin síðari ár ævi hans. Var ánægjulegt að finna þá hlýju og það ástríki, sem ríkti á milli þeirra, og voru hjónin í senn sem börn Gunnars og tengdabörn. Barnabörnin voru og öll mjög hænd að afa sfnum, og áttu þau sinn mikla þátt í að gera honum ævikvöldið sem ánægjulegast. Mikill söknuður mun nú ríkja á heimilum þeirra allra, og votta ég þeim dýpstu samúð, því að missir þeirra er vissulega mikill. Ég er mjög þakklátur fyrir þá vináttu, sem Gunnar ávallt sýndi mér og okkur öllum frændum hans. Er ég þess fullviss, að hon- um muni vel farnast í þeirri ferð, sem hann hefur nú lagt upp i. Gunnar var sjálfur ekki i nokkr- um vafa um, aó sú ferð, þegar hún yrði farin, mundi leiða hann á fund konu sinnar, foreldra, bræðra og annarra ástvina, sem farin eru á undan honum. Sú hugsun má vissulega vera ástvin- um hans, sem eftir lifa og nú syrgja hann, mikil huggun. Blessuð sé minning Gunnars E. Kvaran. Þorsteinn Arnalds. Við jarðnesk Ieiðarlok Gunnars E. Kvarans stórkaupmanns lang- ar mig að senda nokkur kveðjuorð þótt þau verði varla samboðin hinum mikla drengskaparmanni. Gunnar E. Kvaran var einn hinna mætustu manna, er skipað hafa íslenzka stórkaupmannastétt fyrr og siðar. Þegar nefna skal ágætishölda og öndvegismenn, jafnast enginn á við Kvaran. Gunnar var svo af Guði gerður að honum voru allir góðir kostir léðir. En mannkostir hans voru m.a. góðar gáfur, lærdómur, sér- staklega óvenjulegt starfsþrek, mikil verkhyggni og stefnufesta samfara einlægni. Hann háfði lif- andi löngun til að vekja menn og leiðbeina, var hjálpfús, góðsamur, gestrisinn og örlátur. Auk alls þessa var hann vinfastur maður, trölltryggur og átti vinsældum að fagna. Kynni mín af Gunnari E. Kvar- an voru mest innan Sálar- rannsóknafélags Islands, en þar var hann ómetanlegur máttar- stólpi. Það var gæfuhlutskipti Sálarrannsóknafélagsins, að mannkostamenn völdust í upp- hafi í forustusveit félagsins, og voru vegna mannkostanna sjálf- kjörnir til að vlsa öðrum réttan veg I mikilvægasta málinu I heimi. Af sérstakri trúmennsku og skyidurækni vann Gunnar E. Kvaran Sálarrannsóknafélagi Is- lands. Það er ávallt sárt er föður eða móðurhjarta hættir að slá, — þá er eins og lokist heilveröld kær- leika, yndis og ástúðar þeim, er eftir sitja hérna megin landamær- anna, og öll gleðiljós slokkni. Ég sendi börnum, tengdabörn- um, barnabörnum og frændliði Gunnars E. Kvarans djúpar sam- úðarkveðjur og bið Guð að blessa minningarnar um hann, sem öll- um vildi svo vel. Helgi Vigfússon. Þjóðhátiðardaginn 17. júní s.l. kvaddi Gunnar E. Kvaarn stór- kaupmaður þennan jarðneska heim, nærri áttræður að aldri, eft- ir að hafa orðið fyrir alvarlegu bllslysi 13. júni. Hann komst ekki til meðvitundar, þrátt fyrir að allt væri gert sem unnt var til að bjarga lífi hans. Örlög sln fær enginn umflúið. Kallið var komið — og því varð að hlýða. Hitt gegn- ir svo öðru máli, að ættingjar Gunnars og vinir hefðu kosið að hann hefði fengið að dvelja leng- ur meðal okkar til þess að njóta friðsæls ævikvölds við kærleiks- rika umönnun barna hans, sem elskuðu hann og dáðu. Undirritaður átti þvl láni að fagna að starfa hjá Gunnari E. Kvaran I rösklega átta ár og fékk þvi tækifæri til að kynnast honum vel. Hann var si-starfandi og slík- ur afkastamaður að undrum sætti. Hann var óvenjulega vilja- sterkur og einbeittur maður, en þó mildur og hjartahlýr. Hann taldi það ekki fyrir neðan virð- ingu sína að tala við starfsfólk sitt eins og jafningja, liggur mér við að segja, hafði gott skopskyn og var gamansamur, þegar það átti við. En hann var alvörumaður að eðlisfari og dugnaður og skyldu- rækni einkenndu hann mest. H:nn mátti ekkert aumt sjá og vindi hvers manns vanda leysa — i kyrrþey. Það, sem batt mig sterkustu böndum við Gunnar Kvaran, var hið sameiginlega áhugamál okkar — sálarrannsóknirnar. Eins og al- þjóð er kunnugt, var faðir hans, Einar H. Kvaran skáld, einn ötul- asti forvlgismaður sálarrann- sókna á Islandi frá upphafi og forseti Sálarrannsóknafélags Is- lands frá stofnun þess þar til hann andaðist 21. maí 1938. Eigin- kona Einars, frú Gíslína Kvaran, stóð ávallt við hlið manns slns I þessu starfi og er það því ekkert undrunarefni þótt Gunnar heit- inn fengi snemma áhuga fyrir þessu merka málefni. Eftir að hafa'starfað I Skotlandi I fyrri heimsstyrjöldinni kom hann heim til ættjarðarinnar aft- ur og stofnaði sitt eigið fyrirtæki, I. Brynjólfsson & Kvaran, ásamt félaga slnum Ingimar Brynjólfs- syni stórkaupmanni. Þá voru að ýmsu leyti erfiðir timark en með dugnaði og forsjálni tókst þeim að koma á fót miklu og traustu fyrir- tæki, sem er nú eitt af elstu inn- flutningsfyrirtækjum landsins. Auk þessa hlóðust ýmis ábyrgðar- störf á herðar Gunnars I félaga- samtökum, sem fjölluðu um ýmsa yfirgripsmikla þætt I viðskipta- málum þjóðarinnar. En þrátt fyrir miklar annir lagði Gunnar Kvaran mikinn skerf fram til að vinna fyrir Sál- arrannsóknafélag íslands, átti1 sæti I stjórn félagsins um margra ára skeið, og eftir að hann komst á efri ár lét hann ekki staðar numið við að vinna að áhugamál um sínum á sviði sálarrannsókna, heldur átti mestan þátt I að sjá um að fá auglýsingar I tímarit Sálarrannsóknafélags Islands, MORGUN. Gunnar E. Kvaran var víðlesinn maður og margfróður um ólíkustu efni. Miðlaði hann mér oft af fróð- leik sínum um ýms efni. Hann var einstaklega fróður um allt, sem snerti rannsóknir á dulrænum fyrirbærum. Sjálfur sagði hann mér af reynslu sinni á miðilsfundum, bæði hér heima og erlendis, sem var svo athyglisverð, að ég mun geyma minningar um þær frá- sagnir til æviloka. Þar sagði frá maður. sem ekki var hægt að rengja. Það hefur áreiðanlega ekki verið auðvelt að blekkja Gunnar, þar sem enginn þekkti hann, efaðist um dómgreind hans og skarpskyggni. Þar eð hann var allra manna fróðastur um þessi efni, hefði vissulega verið ómetanlegt, ef honum hefði enzt aldur til að skrifa endurminningar sínar um persónulega reynslu sína af þeim. Hann leit stöðugt á sálarrann- sóknir almennt og hinn vlsinda- lega splritisma sérstaklega sem merkilegt rannsóknarefni, er framkvæma bæri með fullri var- úð og nákvæmni. Hann taldi að annars vegar ætti að forðast barnalega trúgirni en viðurkenna hins vegar ótviræðar sannanir fyrir framhaldslífi, sem sálar- rannsóknirnar hafa tvímælalaust leitt I ljós. Hann llktist föður sfn- um I þessu, því að Einar H. Kvar- an var sérstaklega strangur og kröfuharður, þegar um var að ræða rannsóknir á þessum mál- um. Ég er sannfærður um, að Gunn- ar Kvaran hefur fengið góðar móttökur á því tilverusviði, er við tekur, þegar „dauðinn" bindur enda á dvöl okkar I þessum heimi. Ég stend I mikilli þakkarskuld við þennan aldna höfðingja og bið honum Guðs blessunar. Ég votta börnum hans og öllum ættingjum og ástvinum samúð mína. En ég veit að það eru marg- ir, bæði skyldir og óskyldir, sem sakna Gunnars E. Kvaran og minnast hans með djúpri virðingu og þakklátum hug. Magnús Guðbjörnsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.