Morgunblaðið - 24.06.1975, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNl 1975
13
HEKLAhf.
Laugavegi 170—172 — Simi 21240
Kvennaársráðstefnan:
Skólabækur endurskoð-
aðar vegna mismunar
þar* á körlum og konum
Á Kvennaársráðstefnunni, sem
lauk á áttunda tfmanum á laugar-
dagskvöld, var unnið ötullega I
starfshópum og voru umræður
um tillögur þeirra oft fjörugar,
enda skoðanir víða skiptar, mála-
flokkar margir og þátttakendur
konur úr öllum stéttum. Mikill
einhugur ríkti um ýmsar tillög-
urnar, þö að ágreiningur yrði um
nokkrar, en þær komu margar
fram í lok ráðstefnunnar, þegar
farið var að þynnast f fundarsal,
eins og sjá má af atkvæðatölum.
En hátt á þriðja hundrað konur
sóttu ráðstefnuna.
Framsöguerindi voru mjög
fróðleg. Síðari daginn fluttu
framsöguerindi Guðrún Halldórs-
dóttir, skólastjóri, um viðbótar-
menntun og ummenntun, Stein-
unn Ingimundardóttir, skóla-
stjóri, um heimilisfræði, Elín
Aradóttir, húsmóðir frá Brún í
Reykjadal, um konur í dreifbýl-
inu, Guðrún Hallgrímsdóttir,
verkfræðingur, um jafnréttisbar-
áttuna, Björg Einarsdóttir, skrif-
stofumaður, um jafnrétti og jafn-
stöðu, Stella Stefánsdóttir verka-
kona um stöðu verkakvenna f
frystihúsum á miðju kvennaári,
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir
Sóknarstarfsstúlka um verka-
konur fyrr og nú. Eftir hádegi
ræddu hópar um þau málefni.
Margar tillögur voru samþykkt-
ar samhljóða eða allar þær til-
lögur er fjalla um málefni kvenna
almennt:
Ráðstefna í tilefni al-
þjóðlega kvennaársins, haldin
dagana 20. og 21. júní 1975, beinir
þeirri áskorun til íslenzkra stjórn-
valda, svo og til nefndar þeirrar
er alþingi hefur falið að endur-
skoða stjórnarskrá íslands, að sett
verði f stjórnarskrána ákvæði um
jafnrétti milli karla og kvenna,
sbr. yfirlýsingu Sameinuðu þjóð-
anna 7. nóv. 1967, um afnám mis-
réttis gagnvart konum, en þar
segir m.a. í 2. grein: „Grund-
vallaratriði jafnréttis skal sett f
stjórnarskrá eða tryggt á annan
hátt með lögum."
Ráðstefna í tilefni alþjóðlega
kvennaársins, haldin dagana 20.
og 21. júnf 1975, beinir þeirri
áskorun til menntamálaráðu-
neytisins að það láti birta f fjöl-
miðlum yfirlýsingu Sameinuðu
þjóðanna frá 7. nóv. 1967 um af-
nám misréttis gagnvart konum.
Ráðstefna f tilefni alþjóðlega
kvennaársins, haldin dagana 20.
og 21. júní 1975 f Reykjavík, vill
minna menntamálaráðherra á 7.
grein laga um skólakerfi, nr. 55.
21. mai 1974, þar sem segir: „I
öllu starfi skóla skulu konur og
karlar njóta jafnréttis f hvívetna
jafnt kennarar og nemendur.“ Til
þess að lagagreinin nái tilgangi
sínum verður m.a. að endurskoða
efni skólabóka með tilliti til
þeirrar mismununar karla og
kvenna, sem þar kemur fram.
Vinda skal bráðan bug að skipun
nefndar, sem I sitji jafnt karlar og
konur, til að vinna að ofan-
greindri endurskoðun.
Ráðstefna í tilefni kvennaárs
skorar á hæstvirt Alþingi, að
sendinefnd íslands á allsherjar-
þing Sameinuðu þjóðanna verði
skipuð að jöfnu konum og
körlum.
Kvennaársráðstefnan 1975
skorar á hina stjórnskipuðu
kvennaársnefnd að hlutast til um
að gefin verði út hið fyrsta fram-
söguerindi flutt á kvennaráð-
stefnunni I júní 1975.
Kvennaársráðstefnan 1975
haldi'n á Hótel Loftleiðum í
Reykjavik 20. og 21. júni, vill
vekja athy^li á því að með
aukinni þátttöku íslenzkra
kvenna i atvinnulifinu hafa
.tllKiiH !t<lOOO <-• .-..Jíl y
Höfum opid
kl looo -233o
ALLA DAGA
/ . /
Skipholti
verið
velkomin
IS SHAKE HEITAR PYLSUR KAKO
myndazt láglaunahópar, sem eru
konur, en þær vinna þó þau störf
sem skapa þann arð og þá fjár-
muni, sem þjóðfélag vort byggist
á, og þá jafnframt möguleika til
að rétta samfélaginu þá mennt-
unaraðstöðu, sem það kallar á til
betur launaðra starfa.
Þessi stóri hópur verkamanna
eru konur I frystihúsum og iðn-
aði, sem eru að verða stærsti
hópur verkamanna I landinu á
lægsta kaupi. Þær hafa iélegan
aðbúnað á vinnustöðum, vinna
erfiða vinnu og eru eigi sfður en
aðrar útivinnandi húsmæður i
tvöföldu starfi.
Ráðstefnan telur að nauðsyn
beri til að bæta og vernda hag
þessa hóps með því að endurmeta
verðmæti og virðingu þeirra
starfa sem unnin eru til sköpunar
þjóðarteknanna.
Önnur tillaga um láglaunakon-
ur er birt annars staðar í blaðinu.
Um sumar tillögurnar var
nokkur ágreiningur, en um þau
mál hafði einnig verið mikill
ágreiningur í umræðuhópum.
Voru þær bornar fram f lok ráð-
stefnunnar. Samþykkt var með 71
atkvæði gegn 38 eftirfarandi til-
laga:
Kvennaársráðstefnan 1975,
haldin á Hótel Loftleiðum 20. og
21. júní, skorar á alla stjórnmála-
flokka á landinu að stuðla að þvf
að það margar konur taki sæti á
listum þeirra, bæði til alþingis- og
sveitarstjórnarkosninga, að um
helmingur af alþingis- og sveitar-
stjórnarmönnum verði konur.
Eftirfarandi tillaga var sam-
þykkt með 73 atkvæðum gegn 35:
Ráðstefna I tilefni alþjóðiega
kvennaársins, haldin í Reykjavík
dagana 20. og 21. júní 1975, beinir
þeirri áskorun til rfkisstjórnar-
innar að hún leysi togaraverk-
fallið þegar í stað.
Ef samningar fara út um þúfur,
taki ríkisstjórnin rekstur togar-
anna í sfnar hendur, enda eru
þeir eign þjóðarinnar.
Tillaga um fæðingarfrí verka-
kvenna var samþykkt með 69
gegn 41:
Ráðstefna kvennaárs, haldin á
Hótel Loftleiðum dagana 20. og
21. júní 1975, mótmælir því að sú
mismunun sé gerð á íslenzkum
konum, að fé til að greiða fæð-
ingarfrí verkakvenna skuli tekið
úr sameiginlegum sjóði verka-
fólks, sem ætlað er annað verk-
efni, meðan þær sem vinna hjá
rfki og bæ fá það greitt af
almannafé.
Einnig vekur ráðstefnan
athygli á þvf misrétti sem sveita-
konur og þær konur sem ein-
Tvær fundarkvenna, Anna Borg úr Reykjavík og Sigríður Hafstað frá Tjörn í
Svarfaðardal, mæta til ráðstefnunnar og taka við vinnuskjölum sfnum.
göngu vinna á heimilum sfnum
eru beittar með því að þær skulu
settar hjá.
Ráðstefnan telur eðlilegast, að
fæðingarfrí á launum til allra
kvenna verði fellt inn i almanna-
tryggingar.
Loks var borin fram tillaga um
að konur tækju sér frf frá störfum
24. október. Uppiýstu tillöguhöf-
undar að þarna væri átt við launa-
laust leyfi:
Kvennaársráðstefnan, haldin
20. og 21. júní 1975, skorar á
konur að taka sér frí frá störfum
á degi Sameinuðu þjóðanna 24.
október næstkomandi til að sýna
fram á mikilvægi vinnuframlags
sfns.
Kvennaársráðstefnan var
haldin af samstarfsnefnd Kven-
félagasambands Islands, Kven-
réttindafélags Islands, Rauð-
sokkahreyfingarinnar, Menn-
■■■■ Alltaf fjölgar Volkswagen. ■■■
ingar- og friðarsamtaka islenzkra
kvenna, Kvenstúdentafélags Is-
lands og Félags háskólamennt-
aðra kvenna: I nefndinni áttu
sæti: Bergljót Halldórsdóttir,
Guðbjörg Bergsveinsdóttir,
Guðrún Erlendsdóttir, Kristin
Guðmundsdóttir, Lára Sigur-
björnsdóttir, Margrét Einars-
dóttir, Rannveig Jónsdóttir, Rósa
Steingrímsdóttir, Svala Thor-
lacius og Vilborg Harðardóttir.
Þú veist hvar þú stendur
efþúátthann
Og umfram allt veistu, að hann endist þér lengi. Þú getur treyst honum Varahlutir — Þjónusta.